Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Sovétmenn og Kínverjar hefja í dag
viðræður til þess að bæta úr því ósam-
lyndi sem ríkt hefur milli þessara
tveggja stærstu kommúnistarisa
heims síöustu 20 árin, en litlar horfur
þykja á því að fullar sættir takist á
næstunni.
Aðstoðarutanríkisráðherra Kína
kom til Moskvu í gær og mun hitta
starfsbróður sinn í fyrsta áfanga þess-
ara viðræðna.
Aðalhindranir á vegi betri grann-
skapar þessara ríkja eru stuöningur
Moskvustjórnar við leppstjóm Víet-
nam í Kampútseu, hernám Afghanist-
ans og mikill liössafnaður sovéska
hersins við landamæri Kína.
Viðræður þessar hófust raunar fyrir
einu og hálfu ári en fundir hafa veriö
fáir og strjálir. Þetta er fjórði fund-
urinn sem hefst í dag.
Æðstu valdamenn beggja hafa lýst
yfir að þeir vilji bæta sambúð ríkja
sinna en jafnan látiö fylgja eitthvert
EN um hve langt menn vilja ganga til
móts við hinn.
Ymis merki þess að eitthvaö miði til
bættrar sambúðar sjást þó til dæmis á
því að milliríkjaverslun þessara
tveggja komst upp í 2400 milljónir á
síðasta ári (þreföldun frá árinu áður)
og nokkrar landamærastöðvar þeirra
hafa verið opnaðar til umferðar, þar
sem áður lá við borð að stríð brytist út.
Fyrsti kínverski ferðamannahópurinn
í 20 ár kom til Moskvu á dögunum.
Úrval
TÍMARIT
FYRIR ALLA
Sovéskur landamæravörður horfir
yfir Kína en þarna hefur verið
róstusamt, þótt nú séu í gangi
viðræður til bættrar sambúðar.
KÍNVERJAR TIL MOSKVU TIL VIÐ-
RÆÐNA UM BÆTTA SAMBÚÐ RÍKJANNA
HEILT
MUSTERI
FANNST
ISAND-
STORMI
Sandstormur, sem gekk yfir
Egyptaland á föstudaginn, varð til
þess að 2000 ára gamalt grískróm-
verskt hof fannst skammt frá Siwa-
vininni í vestureyðimörkinni. — A
veggjum þessa hofs sjást híróg-
lýfur faraóa.
Flúðu í
áburðar-
flugvél
vestur
Tveir Tékkar, flugmaður og rafvirki
flúöu í sovétsmíðaðri áburðardreifivél
til Austurríkis í gær og leituöu þar
hælis sem pólitískir flóttamenn.
Lentu þeir flugvélinni á Schwecat-
flugvelli við Vín eftir að hafa sleikt
nánast trétoppana á leið yfir landa-
mærin. Svo lágt flugu þeir til þess að
sjástekkiáratsjám.
Þetta er í þriðja eða f jórða sinn sem
flúið er vestur yfir jámtjald í Antonov-
2 tvíþekju. Arið 1980 flúði 21 Rúmeni í
slíkri vél til Austurríkis, og tveir Pól-
verjar flúðu með fjölskyldur sínar í
apríl 1982 í annarri slíkri.
Kínverskar
konurþykja
óþarflega
feimnar
Dagblað alþýðunnar í Kína birti í
morgun lesendabréf þar sem fram
kemur sú skoðun að kínverskar
konur séu óþarflega feimnar við að
gefa körlum undir fótinn.
I svari við bréfunum segir rit-
stjóri þáttarins að á jafnréttistím-
um hafi konur jafnan rétt til þess
að bera upp bónorð sjálfar við
karla og ráðleggur þeim aö verða
uppburðarmeiri.
Um leið er þó fordæmt að konur
sýni „óvenjumikinn áhuga” við að
elta á röndum fræga eða auðuga
karlmenn.
Útlönd
Ferðirnar í dönsku sumarhúsin í Karlslunde og Karrebæksminde
hafa ávallt selst upp á allra fyrstu mánuðum hvers árs og því
ræður engin tilviljun. Vönduð og hlýleg húsakynni, fjölbreytt
leikaðstaða og nálægð við spennandi áfangastaði í Danmörku,
Þýskalandi og Svíþjóð, hefur öðru fremur skapað þann stóra hóp
íslenskra ferðalanga sem hingað sækir sumar eftir sumar.
Hverdagur felur í sér nýtt ævintýri, hvort sem þú nýtur lífsins
heima í sumarhúsinu, kannar nágrennið í göngu- eða
hjólreiðaferðum, kynnist margvíslegum staðháttum í fjölbreyttum
skoðunarferðum eða bregður þér með fjölskylduna í draumagarð
barnanna - Tívolí í Kaupmannahöfn.
Og fyrir íslenska farþega í Karrebæksminde bíður bílaleigubíll
frá Hertz til ókeypis afnota í eina viku.
Dasmi
um verð:
2 Mml 3 Mur
barnaalsl.
aðildarfél.afsL
14.900
*____4
59.600
Z2Q0
52.400
Æ800
47.600
11-900
Verð frá kr. 12.800
miðað við fimm saman í húsi í 2 vikur.
Barnaafsiáttur 2ja-11 ára kr. 3 600.
Aðildarfélagsafsláttur kr. 1.600 fyrir hvern fullorðinn
og kr. 800 fyrir börn. Verð fyrir hvern farþega
í 5 manna fjölskyldu (3 börn) kr. 9.520
Brottför alla föstudaga
2ja og 3ja vikna ferðir.
Beint leiguflug á Kaupmannahöfn.
Einkar hagstætt verð fyrir
bílaleigubíla í 1, 2 eða 3 vikur. ■
ÞÚ LIFiR LENGl
ÁGÓÐU
SUMARLEYFI
VerðPr.farþ
Sm//::rra;r—
Verálækkm m
— \ roáV\
^eröavefö^ . w\g\r hven
. Hapi
^eö Wnn'ny
[yn\
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727