Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 29
UTBOÐ RÍKISVÍXLA IRíkissjóður íslands hefur ákveðið að bjóða út a ríkisvíxla, í samræmi við heimildarákvæði fjár- laga 1984 og með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 79/1983. Öllum er heimilt að bjóða í víxl- ana. Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem fást í Seðlabanka. Tilboðin berist lána- deild Seðlabankans, Hafnarstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 19. mars 1984 og séu sérstaklega merkt með orðinu "Ríkisvíxlar". 2Í boði verða víxlar að nafnvirði samtals m 30.000.000 kr. með útgáfudegi 21. mars 1984 og gjalddaga 21. júní 1984. 3Hver víxill verður 50.000 kr. að nafnvirði og a verður innleystur í Seðlabanka íslands á gjald- daga. 4Gera skal bindandi tilboð í heilt margfeldi af a 10 víxlum (þ.e. nafnverð kr. 500.000) og heildartilboðsverð þeirra skal tilgreint í heilum hundruðum króna. Allir tilboðsgjafar skulu láta fylgja tilboði sínu gjaldkeratékka, þ.e. tékki sem gefinn er út af innlánsstofnun sem tilboðs- tryggingu. Tékkinn skal vera að fjárhæð kr. 10.000,00 og stílaðurá Seðlabanka íslands v/ríkisvíxlaútboðs. Gangi tilboðsgjafi frá til- boði sínu, sbr. þó 7. lið, glatar hann fjárhæð- inni, ella gengur hún upp í ríkisvíxlaviðskipti viðkomandi aðila eða verður endursend sé tilboði hafnað af ríkissjóði. Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal meta ógilt. Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru: Innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóðir, lífeyrissjóðir, sem viðurkenndir eru af fjár- málaráðuneytinu, og tryggingafélög, sem viðurkennd eru af Tryggingaeftirliti ríkisins. 6Heimilt er að símsenda tilboð í telexi eða stað- a festu símskeyti, og skulu þau berastfyrirsama tíma og getið er í 5. lið hér að framan. Sömu- leiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 4. lið. 7Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða a hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða afturköllun tilboðs skal hafa borist lána- deild Seðlabankans fyrir kl. 14.00 hinn 19. mars 1984. 8Tilboðsgjöfum verður tilkynnt fyrir kl. 16.00 a hinn 20. rpars 1984, hvorttilboðum þeirra hef- ur verið tekið eða hafnað. Ríkissjóður áskilur sér rétt til að birta gild til- boð án vísunartil nafnstilboðsgjafa. 9Greiðsla fyrir víxla, skv. tilboðum sem tekið verður, þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14.00 á útgáfudegi og verða víxlarnir afhentir eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskað sérstaklega að Seðlabankinn geymi víxlana. > Ríkisvíxlar þessir eru stimpilfrjálsir og án a þóknunar. Reykjavík, 9. mars 1984 RÍKISSJ ÓÐUR ÍSLANDS 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.