Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984.
45
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
hunda
—íþættisem
danska sjónvarpið
eraðgeraum
fertugsafmæli
íslenska
lýðveldisins
„I þessari mynd verður ekkert
minnst á hunda og bjór,” sagði Preben
Dich frá danska sjónvarpinu en hann
dvaldi hér á landi fyrir skemmstu
ásamt 4 aðstoðarmönnum viö gerð
klukkustundar langrar sjónvarps-
myndar um fertugsafmæli íslenska
lýöveldisins. Ráðgert er að sýna
myndina í danska s jónvarpinu í vor.
„Viö höfum reynt að lýsa þróun lýð-
veldisins á þessum 40 árum, fjallað
um dönsk áhrif fyrr og nú og tekiö við-
töl við Vigdísi Finnbogadóttur forseta,
Eystein Jónsson og Einar Olgeirsson,
Preben Dich og Vigdís Finnbogadóttir ræða máiin á meðan tæknimenn danska sjónvarpsins koma tækj-
um sínum fyrir.
svo aö einhverjir séu nefndir. Gallinn
er bara sá að margir þeir sem voru í
eldlínunni á þessum árum eru nú falln-
ir frá og þar á meðal Agnar Klemens
Jónsson en hann hafði undirbúið þessa
mynd ásamt okkur og var nokkurs
konar lykilmaöur.”
Preben og félagar voru í 10 daga hér
á landi, mynduðu í álverksmiðjunni, á
Keflavíkurflugvelli, hjá Álafossi í Mos-
fellssveit og í Isbirninum og tóku al-
mennar mannlífsmyndir í sundlaugum
og á skemmtistööum. Þá þótti þeim
mikill fengur í gamalli kvikmynd og
hljóðupptökum frá hátíðahöldunum á
Þingvöllum 1944.
Preben Dich er mikill Islandsvinur,
hefur komiö hingað til lands einum 30
sinnum og segir: ,,Eg á skap saman
með Islendingum og svo er náttúran
heillandi,” og bætir svo við meö glott á
vör....og svo eru það ljósu lokkamir
— á íslensku kindinni.”
-EIR.
HEIMSLJÓS
Dvergurog
eldspýtustokkur
Nýlega birtist viðtal við dverg í
bandarísku blaði. Athyglisvert
lótti að á myndinni sem birtist með
viðtalinu var eldspýtustokkur til að
stærðin færi ekkert á milli mála.
Seinna kom í ljós að hér var um
risaeldspýtustokk að ræða.
„Dvergurinn” var einn og áttatíu.
Mezzof orte í
Cosmopolitan
Hljómsveitin Mezzoforte fær lof-
samlega dóma í nýjasta hefti
bandaríska tímaritsins Cosmopol-
itan. Þar segir að liðsmenn hljóm-
sveitarinnar séu meðal hæfdeika-
mestu jass-funk-spilara i veröld-
inni.
Meira um það á morgun.
Vodka íUSA
Rússneskt vodka er nú aftur fá-
anlegt á bandariskum börum. Eft-
ir að Sovétmenn skutu niður kór-
csku farþegaþotuna hefur mjöður-
inn veriö nær því ófáanlegur í
Bandaríkjunum, myndir birtust í
sjónvarpi sem sýndu reiða bar-
þjóna hella drykknum í salerni en
nú virðist mönnum vera að renna
reiðin.
Flclci
orð
um
i A n
■i mm
Duuin
AF
NÝJUM PLÖTUM
12 TOMMU
OG ALLAR HINAR
o FALKINN
QUEEN — Eftir tæplega tveggja ára bið hafa QUEEN
sent frá sér nýja plötu sem þeir kalla „The Works"
Þessi plata er tvímælalaust i hópi þeirra bestu sem þeir hafa
gert.
Á hljómplötunni „Milk and Honey" eru síðustu lögin sem
JOHN LENNON tók upp áður en hann lést. Öll lögin heyrast
hér í fyrsta skiptið á hljómplötu. Þessi plata er ómissandi fyrir
alia gamla og nýja LENNON aðdáendur.
„It's my life" er önnur hljómplata hljómsveitarinnar „TALK
TALK". Þessi plata hefur vakið mikla athygli. Sum erlend
tónlistartimarit telja hana einskis virði en önnur telja hana
meistaraverk. Hvað um þig?
GENESIS-plötuna þarf varla að kynna. Fáar plötur hafa verið
meira spilaðar undanfarna mánuði. Það sanna yfir 4000 kaup-
endur.
KENNY ROGERS — "20 Greatest hits". Á þrtssari plötu eru 20
vinsælustu lög þessa vinsæla kántrý söngvara. Það þarf ekki
að segja meira.
CURE er ein þekktasta nýbylgjuhljómsveit Breta. Stillinn hef-
þróast í átt til danstónlistar. Þessi plata „Japanese
Whisper" inniheldur bestu lög þeirra frá nóv. 1982—nóv. 1983.
LAUGAVEGI 24. SÍM118670.
SUÐURLANDSBRAUT 8.
SÍMI 84670.
AUSTURVERI
HÁALEITISBRAUT 68.
SÍMI 33360.