Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984. 3 Snæbjörn Össurarson skipstjóri á Vigra: HJÁLPAÐI MIKIÐ AÐ STÉUÐ SÁST „Við vorum búnir að fá til- kynninguna um að flugvél væri í nauöum stödd á þessum slóðum. En í fyrstu var sagt aö vélin væri miklu sunnar. Við urðum síðan einskis varir fyrr en flugvél flaug yfir okkur og gaf bendingu umaðeitthvaðværiaö.” Þannig greindi Snæbjörn Ossurar- son, skipstjóri á Vigra, frá aðdraganda þess að skipverjar björguðu banda- ríska flugmanninum sem nauðlenti í hafinu suöur af landinu. Snæbjörn sagði að þetta hefði gerst um 16 s jómílur suður af Hjörleifshöfða. Það var vél Flugmálastjómar sem gaf skipverjum á Vigra vísbendingu um aö bandaríska flugvélin væri lent hálfa sjómílu aftan við skipið. Snæbjörn sagði að það hefði hjálpað mikið viö aö finna flugmanninn að stél flugvélarinnar stóö upp úr sjónum í nokkrar mínútur áður en hún sökk í hafið. Skipverjar náöu að kasta bjarg- hring til flugmannsins og tókst að ná honum upp í skipiö um hálftíma eftir að hann lenti í sjónum. Nokkrum erfiðleikum var bundið aö ná flugmanninum upp í skipið vegna sjólags en hann var dreginn upp á kaðalstiga sem lagöur var niöur meö skipshliðinni. Var flugmaðurinn kaldur og þjakaður eftir volkið í sjónum en ómeiddur. -OEF. Áhorfendur bíða spenntir eftir næsta keppanda á svigmótinu í Reykjahlíð. DV-mynd Finnur Baldursson. SKÍÐAKEPPNI í REYKJAHLÍÐ Frá Finni Baldurssyni, fréttaritara DV í Mývatnssveit. Skiðanámskeið á vegum bama- skólans var haldið við skíðalyftuna í Reykjahlíð dagana 27. febrúar til 3. mars. Kennari var Olafur Harðarson frá Akureyri. Mikill fjöldi sótti námskeiðið, allt frá 5 ára aldri upp í fullorðna. I lok námskeiðsins var haldið svigmót, sem flestir nemendurnir tóku þátt í. Sigurvegarar urðu sem hér segir: I flokki 6—7 ára Kristinn Stefánsson, í flokki 8 ára Davíð Fannar Stefáns- son, í flokki 9 ára Bjöm Hákonarson og í flokki 10 ára Illugi Fanndal Birkisson. Katrín Oiafsdóttir sigraði í flokki 11 ára, Hilmar Agústsson í flokki 12 ára, Inga Amhildur As- geirsdóttir í flokki 13 ára, Grétar As- geirsson í flokki 14 ára, Ofeigur Fanndal Birkisson í flokki 15 ára og Sigurlaug Rögnvaldsdóttir í flokki 16 ára og eldri. -GB Upptökur á hinni nýju mynd kvikmyndafélagsins Nýtt líf, I skammdeginu, eru nú rúmlega hálfnaöar. DV hafði samband við Jón Hermannsson, framkvæmdastjóra myndarinnar, en hann er nú staddur á í skammdeginu: Tökur rúmlega hálfnaðar Bíldudalþarsemtökurfarafram. gengið að óskum en gífurleg vinna kvikmyndaliðsins. Sagði hann að leik- Sagði Jón aö hingað til hefði allt hefði veriö við undirbúning komu tjaldamennirnir hefðu verið komnir á staðinn strax fyrri hluta janúar til aö fullgera leikmyndina. Aö því er Jón tjáði DV gerist myndin að mestu á afskekktu sveitasetri en einnig að nokkru leyti í Reykjavík, en þær senur á eftir að taka. Leikstjóri er Þráinn Bertelsson. SigA. FISLÉTTUR, FRÍSKUR BENSÍNSPARI SEM LEYNIR Á SÉR. ÖRUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRA ÖRYGGIÐ FELST í: gæðum og endingu sem Nissan verksmiðjurnar einar geta tryggt. GULLTRYGGÐ ENDURSALA á verði sem er það langbesta sem nokkur keppinautanna getur boðið á bílum sem eiga að heita sambærilegir. MISSAN MICRA DX kr.251.000,- NISSAN MICRA GL kr.263.000,- _ I I IINGVAR HELGASON HF. U Sýningarsalurinn/Rauðageröi, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.