Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 23
\ IV? kr r.c. , t * « r cji r *» * r\T :T.f ö t j> DV. MANUDAGUR12. MARS1984. 23 íþróttir íþróttir íþróttir Torfi Magnússon átti mjög góðan leik með Val gegn Njarðvík og skoraði 38 stig fyrir lið sitt. Valsmenn töpuðu hins vegar leiknum 91—101. „VIÐ KVEÐJUM MEÐ REISN” — segja Kef Ivíkingar sem unnu Val í sínum síðasta leik f úrvalsdeildinni að sinni Urvalsdeildin. ÍBK-.Valur, 101:91 (57:44) „Við kveðjum úrvalsdeildina með reisn,” sagði Sigurður Valgeirsson, formælandi körfuknattleiksdeildar IBK, eftir leikinn við Valsmenn syðra á föstudagskvöldið, en þar gekk botnlið- ið með sigur af hólmi, 101:91, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 57:44 heimamönnum í vil. Keflvíkingar voru þegar fallnir í fyrstu deild fyrir þennan leik. Sigurinn kom þeim því ekki að neinu gagni nema til að sýna hvað liðið gat á góðum degi og mörgum varð spurn. Hvar voru þessir menn í haust og vetur? Hvernig stendur á því að lið sem hefur góðum leikmönnum á að skipa,hæfum þjálfara, ágætum aðstæð- um stærstum áhorfendahópi, sem hefur stutt það með ráðum og dáð, skuli falla? Svarið er ekki einhlítt en vafalítið á reynsluleysiö einna mestan þáttinn í hrakförunum. IBK þaut á skömmum tíma úr n. deildinni upp í næstefsta sæti úrvalddeildarinnar í fyrra. 1 haust varö svo sú breyting að Brad Miley og Axel Nikulásson, sem voru tveir mátt- arstólpar liðsins hættu að leika meö IBK. Erlendum leikmönnum var bannað að spila með íslenskum liðum og Axel hélt til USA. Þeirra skarð tókst ekki að fylla og yngri leikmenn- irnir blómstruðu ekki fyrr en undir lokin — einum of seint. „Við höfum gott af því að vera eitt ár í 1. deild- inni,” sagði Sigurður, svo að auðheyrt var að IBK mun ekki láta deigan síga næsta vetur. Engu var líkara en Valsmenn ætluöu aö „sjóða Keflvíkingana niður” á fyrstu mínútunum. Torfi Magnússon, sem átti frábæran leik, skoraði 38 sfig, Tómas Holton hinn lagni og haröjaxl- inn Kristján Agústsson, fóru létt með að varpa knettinum á IBK-körfuna. Valsmenn voru því ávallt með nokkurra stiga forustu, þar til 5 mín. voru til hlés að Sigurður Ingimundar- son jafnar 37:37. Torfi og Valdimar Guðlaugsson taka forustuna aftur fyrir Valsmenn en þá er eins og IBK vakni af „vetrardvalanum”. Á rúmum 4 mínútum laga þeir stööuna úr 39:42 í 57:44 í hálfleik og reyndar tveimur stigum betur í byrjun þess seinni, en þá léku þeir Jón Kr. Gíslason, Þor- steinn Bjarnason og Bjöm Víkingur Skúlason eins og þeir áttu að sér. Guð- jón Skúlason hreifst með og skoraði með fallegum langskotum og annar unglingur, Olafur Gottskálksson, sýndi, meö mjög sterkum vamarleik, að þar er mikill efnispiltur að koma fram í sviðsljósið. Oskar Nikulásson blandaði sér líka í baráttuna og náöi mörgum fráköstum og skoraöi einnig drjúgum. Þegar staðan var síðan orðin 79:60 fannst Valsmönnum sýnilega kominn tími til að fara aö blaka vængjunum aftur. Torfi Magnússon tók á sig rögg og vatt sér snarlega mörgum sinnum í gegnum IBK-vörnina en Kristján Agústsson og Tómas Holton skomðu eina og eina körfu á milli þess sem Torfi sveiflaði knettinum ofan í körfu- hringinn. I þessum hluta leiksins sýndu Valsmenn sínar réttu hliðar og þær sem þeir verða að sýna í úrslita- keppninni — öflugan varnarleik, mik- inn hraða og góða hittni — ef þeir ætla sér að höndla meistaratitilinn. Þessi fjörkippur Vals dugði þeim samt ekki. Að vísu söxuðu þeir ört á forskot IBK og minkuðu bilið í 91:85 en Guðjón Skúlason og Þorsteinn Bjama- son áttu góöan endasprett og tryggðu IBK sigurinn með góðri skothittni, sér- staklega Þorsteinn, sem skoraði sein- ustu körfuna — og kannski verður sú hinsta af hans hálfu í deildarkeppni í körfuknattleik — því að hann hyggst hætta iðkun þeirrar göfugu íþróttar í vetrarlok. Dómarar voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Jón CXti Olafsson og unnu sitt verk með miklum ágætum. Stigin. IBK. Jón Kr. Gíslason 27, Guðjón Skúlason 20, Þorsteinn Bjama- son 18, Oskar Nikulásson 18, Björn Víkingur 10, Sigurður Ingimundarson 6, Olafur Gottskálksson 2. Stig Vals: Torfi Magnússon 38, Tóinas Holton 18, Kristján Agústsson 16, Leifur Gústafsson 9, ValdimarGuð- laugsson 4, Björn Zöega 4, Páll Amar- son 2. Maður leiksins: Torfi Magnússon, Val. Juventus enn efst hefur fjögra stiga forskot á næsta lið í 1. deildinni ítðlsku Juventus heldur enn góðri forystu sinni í 1. deildinni i ítölsku knatt- spyrnunni en 22. umferðin var leikin um helgina og þá mætti Juventus liði Sampdoria en með því leikur Trevor Francis sem lék áður með Notthing- ham Forrest. Leik liðanna lauk með jafntefli 1—1 en næstu lið unnu öll þannig að bilið minukaði agnarlitið. Urslit í leikjum urðu þessi: Catania-Avcilino 1-1 Fiorentina-Verona 2—0 Inter Milan-Pisa 3-0 Lazio-AC Milano 0-0 Napoli-Roma 1—2 Sampdoria-Juventus 1—1 Torino-Genova 2-1 Udinese-Ascoli 0-0 Juventus hefur hlotið 33 stig en í öðru sæti er meistaraliöið frá í fyrra, Roma, með 29 stig. 1 þriðja sæti er Torino með 28 og fjórða sætið vermir Verona, hcfur einnig hiotið 28 stig, tveimur stigum meira en Inter Milan sem er í sjötta sæti 1. deildar. -SK. 2 SPORTUVERSLANIR LAUGAVEGI49 OG INGÓLFSSTRÆTI8 TRXTraining nr. 36-47, kr. 1.343, ADIDAS markmannsbúningar. Buxur nr. 5—6—7, kr. 1.362,- Treyjur nr.1/2-3/4 5/6—7/8, kr. 1.126,- KARATEGALLAR nr. 150-160 170-180 190- 200 Verðfrákr. 1249, Einnig belti i mörgum litum ADIDAS NEW YORK nr. 36-54, kr. 2.992,- TRX Competition nr. 38-45, kr. 1.343, ADIDAS FÓTBOLTASKOR SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegur 49, simi 23610. Ingólfsstræti 8, simi 12024 PATRICK FÖTBOLTASKÖR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.