Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 42
42
DV. MANUDAGUR12. MARS1984.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hafnargötu 5 b í Sand-
gerði, þinglýst eign Rafns hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Skúia
Th. Fjeldsted hdl., fimmtudaginn 15.3.1984 kl. 14.45.
Sýsiumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Eyjaholti 10 í Garði, þing-,
lýst eign Bjarna Jóhannssonar og Þorsteins Jóhannssonar, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Gerðahrepps miðvikudaginn 14.3.1984 kl.
16.15.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í LbL á fasteigninni Garðbraut 64 í Garði, þing-
lýst eign Sigurðar Þórðarsonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Jóns G. Briem hdl. og Gerðahrepps miðvikudaginn 14.3. 1984 kl. 15.45.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hraunholt 15 í Garði, þing-
lýst eign Magnúsar Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Gerðahrepps miðvikudaginn 14.3.1984 kl. 15.30.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Sunnubraut 30 í Garði,
þinglýst eign Arnar Eyjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka Islands,
Gerðahrepps og Olafs Gústafssonar hdl., miðvikudaginn 14.3. 1984 kl.
16.00.
Sýslumaðurinn í Guilbringusýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni HjaUavegi 3L í Njarðvík, þinglýst eign
Gunnlaugs MikaeLssonar o.fL, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Bæj-
arsjóðs Njarðvíkur, Jóns Þóroddssonar hrl. og Inga H. Sigurðssonar
hdl., miðvikudaginn 14.3.1984 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn í N jarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 125. og 126. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Fögrukinn 17, kjallara, Hafnarfirði, talin eign Sigurðar Emiis
Ævarssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 15. mars 1984 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 125. og 126. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Öldusióð 39, Hafnarfirði, þingl. eign Rúnars Karlssonar, fer
fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og innheimtu rikissjóðs á eign-
inni sjálfri fimmtudaginn 15. mars 1984 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Haf narfirði.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var í 123., 125. og 126. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Amarhrauni 13, Hafnarfirði, þingl. eign Guðbjöms Asgeirs-
sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 15. mars 1984 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 125. og 126. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Hjallabraut 1, 3. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Ragnars Krist-
jánssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 15. mars 1984 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 125. og 126. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Laufvangi 4, 3. hæð t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Asthildar M.
Kristjánsdóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Trygginga-
stofnunar ríkisins, innheimtu ríkissjóðs og Veðdeildar Landsbanka Is-
lands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. mars 1984 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarf irði.
Flotinn bundinn
i sex mánuði
— vegna kvótakerf isins
Patreksfjöröur:
Verður allur bátaf/otí Patreksfirðinga svorta eftir stuttan tíma vegna kvóta-
kerfisins? Það erþað sem menn óttastþar vestra.
Frá Elínu Oddsdóttur, fréttaritara
DV á Patreksfirði.
„Fundurinn skorar á íslensk stjóm-
völd að kasta nú þegar frá sér kvóta-
kerfinu og taka upp kerfi, sem byggist
á takmörkunum á úthaldstíma, sókn-
arþunga og svæðislokunum. ”
Þetta segir í ályktun almenns fund-
ar um stjómun botnfiskveiða 1984,
kvótaskiptingu og afleiðingar hennar,
sem haldinn var á Patreksfirði sunnu-
daginn4.mars.
I ályktuninni segir ennfremur, að
f undurinn telji að ekki verði komist hjá
skerðingu afla og minnkandi sókn í
fiskistofnana viö Island. En meö
reglugerð um stjórnun botnfiskveiða
1984 sé stigiö örlagaríkt skref í þá átt
að taka allt frumkvæði af sjómönnum
og útgerðarmönnum og afhenda örfá-
um mönnum alla stjórn á íslenskum
fiskveiðum.
Þásegir: „Áþaðskalbent, aðafla-
skerðingin kemur sérstaklega harka-
lega niður á Vestfiröingum þar sem
mikið stærri hluti vinnuaflsins vinnur
beint við fiskveiðar og fiskvinnslu en í
öðrum landshlutum. Sem dæmi um
áhrif þessa fyrirkomulags á aflatak-
mörkunum, blasir eftirfarandi stað-
reynd við Patreksfiröingum:
Nú þegar er fyrirsjáanlegt, að einn
vertíðarbáturinn fyllir kvóta sinn í
þessum mánuði og aðrir skömmu síð-
ar. Fullyrða má, að togarinn Ijúki
kvóta sínum um mitt ár, þannig að flot-
inn verður bundinn í ca 6 mánuði eða
lengur. Sjá menn þá að hverju stefnir í
atvinnu á staðnum.”
Loks er þaö krafa f undarins aö tillit
verði tekið til atvinnumöguleika á
hverjum stað og bent er á aö mörg
byggðarlög hafi enga atvinnumögu-
leika aðra en fiskvinnslu sem byggist á
botnfiski.
í framhaldi af ályktun þessa fundar
má segja að menn séu uggandi um
framtíð sjávarplássa á landinu og þá
einkum og sér í lagi hér á Vestf jörðum.
Hér er fiskurinn stóriðja og litlir
möguleikar á annarri sambærilegri.
Þar kemur til landfræðileg afstaöa.
Ekki er hægt að stunda stórbúskap
vegna lítils undirlendis og ekki eru
möguleikar á rafmagnsframleiðslu í
miklum mæli. Að vísu má skipta úr
bolfiskveiðum í aörar veiöar, svo sem
rækju, eins og margir hafa gert, en til
þess þarf fjármagn og það er ekki úr
lausulofti gripið.
Þaö má einnig veiða aörar fiskteg-
undir, ef marka má það sem heyrst
hefur frá ýmsum bátaskipstjórum, en
þeir segja, að sjór sé fullur af svoköll-
uðum „skítfiski”, þ.e.a.s. loðnu, kol-
munna og spærlingi, allt frá Islandi til
Færeyja, og að þessi fiskur sé að út-
rýma þorski og öðrum bolfiski með því
að éta svif og seiði bolfisksins. Það
væri gaman að fá svar fiskifræðinga
við þeirri spurningu.
Taka þarf til athugunar hvort ekki
sé rétt að taka upp nokkurs konar
byggðastefnu í fiskveiðum, þannig að
hvert byggöarlag fengi forgang að því
aflamagni sem hefur veiðst á undan-
förnum árum á þeim miðum sem
liggja næst hverju byggðarlagi, áður
en farið væri að skipta þvi niður á önn-
urbyggðarlög. Meðþvímóti værihægt
að koma í veg fyrir atvinnuleysi í þeim
fiskiplássum á Vestfjörðum sem nú-
verandi kvótakerfi gef ur tilefni til.
Hvað um það að byggja upp stóriðju
í fiski á Vestfjörðum og þá einkum á
Patreksfirði, þaðan sem stutt er á mið-
in?
Sæmundur Auðunsson sagði á fundi
fyrir nokkrum árum, þegar hann
teiknaði hring um Patreksfjörð: „Hér
á að byggja upp stóriðju á fiski og
hvergi annars staðar. ”
Ólafsvíkingar áhyggjufullir
— vegna af latakmarkana og mikillar óvissu í atvinnumálum
A fundi sem atvinnumálanefnd
Olafsvíkur hélt með útvegsmönnum,
fiskverkendum og bæjarstjóm Olafs-
víkur þann 4. mars sl. var rætt um
kvótaskiptingu fiskafla og horfur í
atvinnumálum í Olafsvík.
Fundarmenn voru almennt uggandi
vegna þess ástands sem nú er að skap-.
ast vegna þeirra aflatakmarkana sem
nú hafa veriö settar og munu hafa al-
varleg áhrif á allt atvinnulíf í Olafsvík,
sem og annars staðar á landinu.
Fram kom aö miðað við óbreytta
kvótaskiptingu þorskafla munu flestir
Olafsvíkurbátar klára aö fiska upp í
kvóta sinn fyrir apríllok og eftir það
ríkir alger óvissa um hvað tekur viö.
I lok fundarins var eftirfarandi
ályktun samþykkt:
„Fundurinn leggur áherslu á nauö-
syn fiskverndar og markvissra rann-
sókna til aukinnar verðmætasköpunar
fiskafurða okkar fyrir þjóðarbúið.
Til þess aö þessum markmiðum
megi ná verður að halda jafnvægi í
byggð landsins, en of harkalegar
ráðstafanir í fiskvemd geta raskað
byggðajafnvægi, þjóðinni til stórtjóns.
Fundurinn vill því beina þeirri ósk til
sjávarútvegsráðherra, að'hann leyfi
auknar kolaveiðar á Breiðafirði í
dragnót utan kvóta, fyrir báta í Breiða-
firði. Einnig aö leyfðar verði línu- og
dragnótaveiðar eftir 1. október, utan
kvóta. Með slíkum undanþágum frá
kvóta verður mögulegt aö halda
atvinnuástandinu í jafnvægi. Einnig
yrði það tryggt að einungis fyrsta
flokks hráefni bærist að landi.
Einnig telur fundurinn mjög brýnt
að endurskoðun heildarkvóta á þorsk-
veiöum verði flýtt og endurskoðun
verði lokið fyrir 25. mars nk., þar sem
fiskgengd í Breiðafirði er sýnilega
mun meiri en á síðasta ári, að mati sjó-
mannaíOlafsvík.
-MS/Ölafsvík.
Húsavík:
Góð samstaða atvinnurekenda
— senda 4 menn á iðnsýningu í Þýskalandi
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur,
fréttaritara DV á Húsavik.
Flestallir atvinnurekendur á Húsa-
vík hafa sameinast um að senda 4
menn á iðnsýningu í Múnchen í Þýska-
landi sem stendur 11.—18. mars.
Iðntæknistofnun Islands mælir mjög
með þessari sýningu, sem kölluð er
smáiðnaðarsýning. Þar verður til
sýnis búnaður, tæki og framleiöslu-
vörur á sviði málm-, raf-, og tré-
iðnaðar, kjötvinnslu, brauðgeröar,
flutninga og tæki til bílaviðgerða.
Tilgangur með ferðinni er að sækja
hugmyndir að framleiöslu eða fram-
leiðsluleyfi. Talið er að þarna verði
margt til sýnis, sem hentaö gæti fyrir
atvinnurekendur í bæjarsamfélagi á
stærð við Húsavík. Anægjulegt er hve
góð samstaða hefur þarna myndast
um að gera eitthvað í atvinnumálum
hér í bæ.
Mennimir sem fara utan eru
Tryggvi Finnsson, forstjóri Fiskiðju-
samlagsins, Guðjón Halldórsson,
tæknifræðingur hjá Tækniþjónustunni,
Þórður Haraldsson, forstjóri skipa-
smíðastöðvarinnar Nausta, og Helgi
Vigfússon forstjóri trésmíðaverkstæð-
isins Fjalars h/f. -GB