Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 18
18
DV. MÁNUDAGUR1Z. MARS1984.'
W í /a Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 sv£ Hárgreiðslustofan Klapparstíg mffiT J Tímapantanir r\ V 13010
f Frí Boi Staöa sóknar Ums sbr. 4. r Umsc undirri LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG imkvæmdastjóri ’garspítalans framkvæmdastjóra Borgarspítalans er laus til um- Staöan veitist frá 1. júlí nk. ækjendur skulu hafa sérþekkingu í rekstri sjúkrahúsa, ngr. 30. gr. laga um heilbrigöisþjónustu nr. 59/1983. )knir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist tuðum fyrir 14. apríl nk. BORGARSTJÓRINN IREYKJAVÍK.
BSRB
Ríkisstarfsmenn
ÍBSRB
Utankjörstaöaatkvæöagreiðslan um aðalkjara-
samninginn er á skrifstofunni, Grettisgötu 89, á
skrifstofutíma, til þriðjudagsins 20. mars.
YFIRKJÖRSTJORN.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi:
RARIK 84004 — Að fullgera verkstæðis- og tengibyggingu
svæðisstöðvar á Hvolsvelli. Byggingin er fokheld meö gleri og
útihuröum og að fullu frágengin að utan. Grunnflötur
byggingar er 390m2.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík og Austurvegi 4, Hvolsvelli
frá og með þriðjudeginum 13. mars nk. og kostar hvert eintak
kr. 600.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 26.
mars nk. og veröa þau opnuð þar aö viöstöddum þeim bjóö-
endum erþessóska.
flAUSAR STÖÐUR HJÁ
J REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Húsvörð við Droplaugarstaði, hjúkrunar- og vistheimili
aldraðra, Snorrabraut 58.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 25811.
Hjúkrunarfræðinga við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur-
borgar.á barnadeild, heimahjúkrun, húð- og kynsjúkdóma-
deild, vaktavinna kemur til greina. Heilsugæslunám æski-
legt. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til afleysinga við
hinar ýmsu deildir.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur-
borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 13. febrúar
1984.
Menning Menning Menning
Stór áfangi í sögu Is-
lenska dansflokksins
Ballett i þremur þáttum eftir Yelko Yuresha við
tónlist Serge Prokofóvs.
A öskudag var ballettinn Osku-
buska frumsýndur í Þjóöleikhúsinu
við mikinn fögnuö áhorfenda. Hér er
um frumflutning verksins aö ræöa,
þótt aðrir danshöfundar hafi áöur
samiö balletta um Oskubusku viö
tónlist Prokofévs. Yuresha byggir
verk sitt á ævintýri Perraults um
Oskubusku, en túlkar söguna meö
nokkuö öörum hætti en áöur hefur
veriö gert í ballettum og það má líka
segja að gamla ævintýrið sé hér
allverulega frábrugöið þeirri myndl
semflestirþekkja.
Sýningin er skrautleg og aö mörgu
leyti vel unnin, en ber þess þó merki1
aö æfingatími mun hafa verið
knappur. Þess vegna kemur dálítiö
öryggisleysi fram hjá sumum
dönsurunum, einkum þó í hópatriö-
um, enda er hópurinn í heild nokkuð
misjafn, eins og viö er aö búast, þar
sem í honum eru bæöi dansarar sem
hafa langa þjálfun aö baki og algjör-
ir byrjendur. Ef til vill hefur
höfundur ekki áttaö sig á aðstæðum
hér viö samningu verksins, en
staðreyndin er nú einu sinni sú aö Is-
lenski dansflokkurinn er aö mestu
leyti kvenkyns. I flokknum eru
aðeins tveir karldansarar, Om
Guðmundsson og Jóhannes Pálsson.
Auk þeirra taka 7 aörir herrar þátt í
sýningunni, en þeir hafa hlotiö mjög
takmarkaða þjálfun sem ballett-
dansarar og þaö leynir sér ekki. Þaö
væri e.t.v. heppilegra aö hafa herr-
ana aðeins minna frammi svona á
meöan mesti viðvaningsbragurinn
er að fara af þeim. Einnig ætti aö
taka tillit til þess aö aörir karlmenn
en þrautþjálfaöir ballettdansarar
taka sig ekki vel út á sokkabuxum.
Þegar þetta er haft í huga sýnist mér
kóreógrafían talsvert flókin og
krefjandi og persónulega finnst mér
hún ekki nægilega hrein og öguð.
Færri spor og einfaldari heföu senni-
lega komiö betur út. Þaö er ekki
bráðnauðsynlegt að hafa allt fólkiö á
hendingskasti í öllum hópatriöum til
þess aö áhorfendur haldi aö eitthvaö
sé aö gerast á sviöinu. En þrátt fyrir
ýmsa vankanta á sýningunni er hún í
heild skemmtileg og Islenska dans-
flokknum til mikils sóma, enda var
verkinu mjög vel tekiö á f rumsýning-
unni.
Auk dansanna eru leikmynd,
búningar og lýsing eftir Yelko Yur-
esha. Búningarnir eru einstaklega
skrautlegir og fallegir, rétt eins og út
úr ævintýri — eins og vera ber í
Oskubusku. Marjorie Rogers haföi
yfirumsjón með búningunum, og það
er engum sagt til hnjóös aö það má
margt af henni læra. Búningarnir
lyfta sýningunni á æðra plan.
Leikmyndin finnst mér ekki eins
skemmtileg, sérstaklega er sviöið
óyndislegt á dansleiknum í höllu
prinsins. Því miður viröist lýsingin
hafa oröið algjörlega útundan, og
sviösbrögö eins og reykmökkur og
kínverjasprengingar voru heldur
klaufaleg.
Aöalhlutverkin dansa Asdís
Magnúsdóttir og franski dansarinn
Jean-Yves Lormeau. Asdís sýnir þaö
rétt einu sinni og sannar aö hún er
sannkölluð ballerína og dansar meö
glæsibrag. Túlkun hennar á Ösku-
busku hjá öskustónni er hrífandi og
Asdís sýnir hér á sér nýja hliö því
hlutverkið er ólíkt öörum hlutverk-
um sem hún hefur glímt viö. Hér sýnir
hún meiri mýkt og viökvæmni en oft
áður og er sannarlega yndisleg Osku-
buska. Tæknilega er hún í stöðugri
framför, sérstaklega eru handa-
hreyfingarnar nú mun agaöri en
fyrr. Sennilega er ekki auövelt aö
túlka persónu sem er eins vel þekkt
og Oskubuska vegna þess aö lista-
maöurinn er þá ósjálfrátt borinn
saman viö þá hugmynd sem hver
einstakur áhorfandi hefur mótað sér
af henni allt frá bernsku. Slíkt hlýtur
aö vera ákaflega einstaklingsbundiö.
Við öskustóna var hún rétt eins og
mér hefur alltaf þótt Öskubuska
vera; hlédræg og viökvæm. En á
dansleiknum kom hún mér fyrir
sjónir sem ákaflega heimavön og
jafnvel heimsvön prinsessa þegar
e.t.v. heföi mátt búast viö aö hún
væri furðu slegin yfir allri dýröinni
og geislandi af gleði þegar hún fær
ósk sina um aö komast á dansleikinn
uppfyllta. Þaö var næstum því eins
BALLETT:
Kristín Bjarnadóttir
og hún skipti um persónuleika milli
þátta. Vegna þessa fannst mér dans-
leikurinn ekki vera eins stórkostleg-
ur og efni stóöu til, en þó er sennilega
kóreógrafíunni fremur um aö kenna
en túlkun Asdísar. Frá höfundarins
hendi virðist hlutveric Oskubusku
ekki gefa tækifæri til persónusköp-
unar í þessum þætti.
Mótdansari Ásdísar, franski
dansarinn Jean-Yves Lormeau, er
sannkallaöur töfraprins. Hann er
stórglæsilegur dansari og svífur yfir
sviöið, sem að vísu er allt, allt of lítið
fyrir hann. Þar sem verkið er samiö
fýrir sviöið í Þjóðleikhúsinu heföi
mátt taka meira tillit til aöstæöna
þar, en sviðiö virðist oft of þröngt í
þessari sýningu. Jean-Yves
Lormeau mun hafa haft stuttan tíma
til æfinga og samdans hans og
Asdísar var ekki hnökralaus, en þau
eru falleg saman. Vonandi verða
sýningarnar margar svo þau nái
betursaman.
Olafia Bjamleifsdóttir dansar
góðu dísina fallega án þess þó aö fá
tækifæri til mikilla tilþrifa. Dísin í
gervi gömlu konunnar sem Ösku-
buska miskunnar sig yfir er allt
annað en trúverðug; svo glæsilegri
konu getur ekki veriö nokkur akkur í
gömlum skóm. Breytingin úr gam-
alli vesælli konu yfir í töfraveru fer
því forgörðum og við þaö tapast hluti
af ævintýrinu. Sagan er dálítið út-
þynnt.
Stjúpsystumar em dansaðar af
Birgittu Heide og Ingibjörgu Páls-
dóttur. I öörum ballettum um Ösku-
busku em þær yfirleitt geröar aö
fáránlegum og ýktum persónum og
sums staðar, eins og t.d. hjá Konung-
lega breska ballettinum, dansaðar af
karlmönnum. Hér er farin önnur leið
og systumar ekki gerðar aö algerum
skrípum, — og þó. Þær em glys-
gjamar meö afbrigöum og hégóma-
gjamar, auk þess aö vera bæði eigin-
gjamar og dálítið heimskar. Birgitta
og Ingibjörg koma þessu öllu til skila
á mjög glettinn og skemmtilegan
hátt og gera sér mat úr þessum
tildurrófum áhorfendum til mikillar
kátinu.
Vordísin, Sumardísin, Haustdísin
og Vetrardísin í fyrsta þætti eru
dansaöar af Katrínu Hall, Auði
Bjamadóttur, Helgu Bernhard og
Guömundu Jóhannesdóttur. Hlut-
verk þeirra eru fremur vanþakklát,
sérstaklega þegar þess er gætt að
hér er um frumflutning verksins aö
ræða og dansarnir em því samdir
fyrir þessa dansara. Allar fjórar
hafa áöur fengið betri tækifæri til aö
sýna hvað í þeim býr, og þaö án þess
að dansarnir hafi verið sérstaklega
samdir fyrir þær.
Þaö er nú einu sinni svo að alltaf er
hægt aö finna einhverja hnökra á
eins erfiðum sýningum og þessari.
Þaö er ekki ráðist í lítið og útkoman
er í heild mjög góð. öskubuska er
stór áfangi í sögu Islenska dans-
flokksins sem sýnir aö hann er fær í
hvaö sem er. Listdansstjóri
Þjóöleikhússins, Nanna Olafsdóttir,
á mikinn heiöur skiliö fyrir þann
árangur sem hún hefur náö viö
þjálfun dansaranna. Þess vegna er
líka óhætt að gagnrýna sýningar
flokksins eftir ströngustu kröfum.