Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 16
16 Spurningin Ertu með eða á móti hundahaldi? Eggert Skúli Jóhannesson: Egheldaö hundar ættu frekar aö vera í sveitunum heldur en hér í borginni. Benedikt Kristjánsson: Egeralfariöá móti hundahaldi. I fyrsta lagi þá er þaö bannaö og svo eru þessi dýr bara til óheilla. Baldur Sveinsson: Eg er meö hunda- haldi. Eg er á því aö viö ættum aö leyfa þessum skepnum að lifa, eigendum þeirra og öðrum til óblandinnar ánægju. OIi Sigmarsson: Með hundahaldi. Þaö er engin ástæöa til aö banna þá frekar en önnurdýr. Sverrir Gunnarsson: Eg vil ekki banna hunda. Eg á ekki hund en hef mjög gaman af þeim. Ketill E. Viðarsson: Eg er alfariö á móti hundum í þéttbýli, þeir eru til óþrif a og eiga aö halda sig uppi í sveit. DV. MANUDAGUR12. MARS1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Siðleysi ráðamanna Guðjón Bragi Benediktsson skrifar: Mér ofbýöur allur þessi ráöamanna- faraldur sem um þessar mundir geisar í heiminum. Hinn venjulegi maður fær engu orðið aö ráöa um gang mála í þjóðfélaginu. Sérfræöingar og speking- ar af öllu tagi, eignamenn og fulltrúar hinna ýmsu hagsmunahópa og verka- lýösfélaga hafa bæöi fyrsta og síðasta oröiö á öllum vígstöðvum. En við, venjulega fólkiö, sitjum bara heima og horfum á darraöardansinn. Og jafnvel þótt viö þykjumst hafa eitthvað aö segja og viljum hafa áhrif á gang mála hundsa þeir sem ráöa oft- ast vilja fólksins. Lítum á nokkur dæmi: Vitfirrti heimur! Lítum á þær milljónir manna sem þrömmuðu í ótta sínum gegn niður- setningu gereyöingarvopna í V- Evrópu. Ráðamenn þar í álfu spýttu bara duglega á mengaöa jörðina og glottu viö tönn: ,,Hva, ekki getum viö fariö að stofna öllu efnahagskerfinu í heiminum í hættu. (Viö veröum aö láta undan þrýstingi allra þeirra auö- hringa sem hagnast á framleiöslu her- gagna og óréttlæti í heiminum). Huh, þú þama þrammari meö fána, þú hefur ekkert vit á þessum málum. Upp skulu eldflaugamar! Og svo nota þeir víkingasveitir, kylfur og táragas til þess aö halda lýðnum í skef jum. Farsæla Frón Héöan er einnig af nógu aö taka. Lítum á þingmennina okkar blessaöa sem geta nánast skammtað sér laun sín sjálfir meöan samningsrétturinn er tekinn af fólkinu í landinu. Furöulegt aö þeir skuli ennþá fá aö kjósa um frumvörpin sín sjálfir. Aö ekki skuli búið að koma upp einhvers konar kvótakerfi þar sem landsmenn hugleiðingar frá Guðjóni B. Benediktssyni Frá bankaráni i New York. Guðjón segir islensku þjóðina ekki hafa upplifað síðasta bankaránið. allir gætu kosið meö aðstoð tölvukerfis. Ha, hvaö þýöir eiginlega oröiö lýö- ræöi? Lýöræöi og frelsi em orö sem mikið er hampað, enda alkunna að fólk talar mest um þaö sem þaö hefur ekki. En hvaö getum við gert til þess að stemma stigu viö allri vitleysunni í kringum okkur? Ellilífeyrisþegar, ein- stæöir foreldrar, láglaunafólk, at- vinnulausir, húsnæöislausir, nemar o. fl. o. fl. Hvers eigum við að gjalda? Arörænd, kúguö og mjólkuö til síðasta eyris. Hvers konar heim erum viö eiginlega að bjóöa bömunum okkar inn í? Hvarersamviska heimsins? Allir flippa! Hvaö getum viö, venjulega fólkið, gert til þess aö snúa viö þeirri geö- veikilegu þróun sem á sér staö alls staöar í kringum okkur? Allireraaöflippa. Síðast var þaö haglabyssumaöur við Landsbankann, trimmari við Iðnaðar- bankann, Albert meö tíkina og Stein- grímur með grautinn. Hver flippar næst? Þetta er áreiðanlega ekki síöasta vopnaöa rániö á Islandi. Ekki síöasti grjónagrauturinn eöa víkingasveitin. Viö þurfum aö snúa viö! Lausnir 1) Viö þurfum aö byggja upp trú á aö það séum við sem ráöum í þjóöfélaginu því að þá munum viö raunveralega ráöa. 2) Við þurfum aö hætta aö láta ljúga aö okkur og láta blekkjast af rugland- anum í ráðamönnunum. Þeir vita hvort eö er sjálfir ekkert í sinn haus. 3) Viö þurfum aö standa saman og hugsa um hvert annaö. Ekki þetta sífellda „ég og mitt” sem er orsökin fyrir allri vitleysunni í heiminum þessa stundina. 4) Viöþurfumaðkomastinníríkið. Hef jumst handa strax! Fjárlagagatið: Viö viljum vita sannleikann Kjósandi skrifar: Þaö kemur okkur skattgreiöendum og kjósendum ekkert á óvart aö fjárhagsdæmi þjóðarinnar gengur ekki upp í ár. Það hefur ekki gert þaö síöastliðin ár. Þetta vita allir. Hitt vita ekki allir hversu stór sú upphæð hefur verið sem upp á hefur vantað svo að endar næöu saman og alls ekki af hvaöa orsökum. Fjármálaráöherra, Albert Guömundsson, er nú sennilega aö fara þá leið sem enginn ráöherra hefur áöur fariö nema Magnús heitinn Jónsson f rá Mel að láta hart mæta höröu og reyna aö halda sig viö fyrirfram geröan ramma og segja þjóöinni hvað viö er aö glíma. Sannleikurinn er sá aö fjármála- ráöherrar fyrri ríkisstjóma (og er þá enginn flokkur undanskilinn) hafa hreinlega látiö undan þrýstingi þeirra er sjá um veitingu fjármuna til hinna ýmsu verkefna umbeðinna af kjós- endum tvist og bast um lands- byggöina. Síðan þegar þessar upphæðir era dregnar saman era búin til svokölluö aukafjárlög og þá myndast gap sem ríkiskassinn getur ekki fyllt upp í nema meö ýmsum tilfæringum, t.d. gengisfellingum og ööram viöbótar- sköttum sem landsmenn veröa að greiða. Stærsta synd fjármálaráðherranna fyrrverandi og ríkisstjóma síöustu áratuga er þó sú að grípa sífellt til er- lendrar lántöku í svo ríkum mæli aö nú er svo komið aö Island á í raun hvergi innangengt í erlendar lánastofnanir og þær fylgjast meö hvernig staöa landsins er miöaö viö þjóöarfram- leiðslu. Ef nú veröur frestaö vandanum meö því að reyna enn fyrir sér á erlendum lánamarkaði, þannig að erlendar skuldir fari yfir 60% af þjóðar- framleiöslu, hefur veriö endanlega skotiö yfir markið og við Islendingar eigum engra kosta völ nema láta hinar erlendu lánastofnanir gera upp fjár- hagsdæmi okkar. Þaö viröist vera borin von aö lands- menn sjálfir vilji taka á sig nokkrar byrðar til aö komast fyrir vandann. Nú eru að falla á ríkissjóö ábyrgöir upp á um 200 milljónir króna, samkvæmt fréttum. Þessar ábyrgöir era sennilega vegna lántöku einhverra fyrirtækja okkar erlendis. Þetta ætti f jármálaráöherra aö upplýsa. Hann ætti einnig aö upplýsa hvernig dæmiö lítur út í heild, sérstaklega er- lendu skuldimar, og gefa okkur skatt- greiöendum og kjósendum sundur- liöaöa skrá y fir skiptingu lánanna milli framkvæmda og annarra nota, t.d. vegna kaupa íslenskra fyrirtækja er- lendis á þjónustu og tækjum. Stór liöur í þessum lánum og ábyrgðum rikisins vegna þeirra era samgöngutæki og er þaö liður sem fróðlegt er aö kanna. I sannleika sagt eigum við skatt- greiöendur og kjósendur hinna íslensku stjórnmálaflokka heimtingu á aö fá nákvæma sundurliðun á því hvernig fjárlagadæmi ríkisins stendur og svo á því aö núverandi ráöherrar, taki á málinu af kaldri skynsemi en ekki meö skrípalátum og einhvers konar „plotti”, sem meöal annars felst í aö reyna að fá fjármálaráöherra til að falla frá ætlun sinni um aö leggja til atlögu viö vandann og gera alla þjóö- ina ábyrga, — eöa aö slá striki yfir vandann og fara enn þá leið að slá lán erlendis. Auðvitað er þaö þjóöin öll sem verður að bera og gangast viö þessum ógnarvanda sem viö er aö etja. 011 þjóöin hefur notið kæraleysis ráöa- manna sem hún sjálf hefur kosið. Ef stjórnmálamenn standa ekki saman sem einn maöur meö fjármála- ráðherra og styöja hann þá þurfa þeir ekki aö efna til annarra kosninga. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra. Kjósandi segir að þjóðin eigi heimtingu á að fá að vita hvernig fjárhagsdæmi rikisins stendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.