Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984. Iþróttir (þróttir (þróttir (þróttir Bjarni Guömundsson jainaöi landsleikjamet felaga síns Ölafs H. Jónssonar. Báöir hafa leikið flesta sína landsleiki sem Valsmenn. Snjall vamarleikur grunnur sigursins — þegar íslenska landsliðið í handknattleik sigraði Sviss 18-14 „Það er ágsett að sigra Sviss með fjögurra marka mun á heimavelli þeirra. Varnarleikur islenska liðsins var mjög góður svo og markvarsla og sóknarleikurinn þokkaiegur,” sagði Guðjón Guðmundsson liðsstjóri, eftir að íslenska landsliðið í handknattleik sigraði Sviss 18—14 á föstudagskvöld í Olten í Sviss. „Við vorum búnir að sjá svissneska landsliöið í leik viö Vestur- Þjóðverja í Karlsruhe, þar sem þýska landsliðið vann með sex marka mun frammi fyrir sex þúsund áhorfendum. Sviss er með ungt lið og ieikmenn þess leika harða vörn, oft mjög harðir. Ég hef trú á þvi að Sviss verði með sterkt liö eftir 1—2 ár,” sagði Guðjón enn- fremur. Island byrjaði vel í leiknum. Komst í byrjun í 4—1 og síðan var staðan 6—3. Sviss tókst hins vegar aö minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 9—8 fyrir Island. Islenska liðið byrjaði einnig vel í síöari hálfleiknum. Komst í 14—10 og eftir það var öruggur sigur í höfn. I leiknum jafnaði Bjami Guðmunds- son landsleikjamet félaga síns Olafs H. Jónssonar. Lék sinn 138. landsleik og á áreiöanlega eftir að bæta landsleikja- metið mjög. Þá lék Kristján Arason, FH, sinn 60. landsleik á föstudag. Alfreð Gíslason lék ekki með íslenska liðinu vegna leiks Essen í Þýskalandi. Atli Hilmarsson, FH, var á þeim f jölum sem Alfreð lék á í lands- leikjunum við Frakkland um fyrri helgi, en Sigurður Gunnarsson, Víking, var á miðjunni. Sigurður var markahæstur í leiknum með 5/2 mörk. Kristján Arason skoraði 4, Þorbjörn Jensson fyrirliði 3, Atli og Bjami tvö hvor og Guðmundur Guömundsson og Páll Olafsson eitt hvor. -hsim. Rafha-hlaup RAFHA-hlaup skólanna í Hafnar- firði fór fram við Lækjarskólann laugar- daginn 10. mars. Keppt var i tveimur flokkum, einum flokki pilta og einum flokki telpna. I piltaflokki vann Viði- staðaskóli sveitakeppnina, var einu stigi á undau Lækjarskóla. Finnbogi Gylfason sigraði Ásmund Edvardsson eftir harða keppni i piltahlaupinu, þá var einnig hörð keppni um 3. sætið og varð Björa Pétursson hlutskarpastur. I telpnaflokki varð Guðrún Eysteins- dóttir fyrst eftir hörkukeppni við Súsönnu Helgadóttur, Anna Valdi- marsdóttir varð síöan þriðja eftir keppni við Rakel Gylfadóttur. Lækjar- skólinn sigraði i sveitakeppni teipna. Rafha gaf verðlaunaskjöl og bikara í keppnina. Alls luku 60 hlaupinu. Fyrstu keppendur í hvorum flokki voru: Telpur: lkm min. Guðrún Eysteinsdóttir, V 3:04 Súsanna Helgadóttir, O 3:06 AnnaValdimarsdóttir, V 3:15 RakelGylfadóttir, L 3:18 Helen Omarsdóttir, L 3:28 Aðalheiður Birgisdóttir, O 3:30 Helga Siguröardóttir, V 3:35 Helga Lea Egilsdóttir, V • 3:35 ÞyríGunnarsdóttir (9—10), O 3:38 ÞórunnUnnarsd. (9-10),O 3:38 Margrét Benediktsd., V 3:40 Berglind Siguröard., V 3:50 HildurLoftsdóttir,L 3:54 Guðmunda Einarsdóttir, O 4:08 Björg össurardóttir, V 4:10 Iris Karlsdóttir, V 4:11 Lovísa Guölaugsd., L 4:12 Piltar: lkm mín. Finnbogi Gylfason, V 2:50 Asmundur Edvardsson, L 2:54 Björn Pétursson, L 3:09 Sigurþórlngólfsson, V 3:12 KristinnF.Kristinsson,L 3:35 Gunnar Guðmundsson, V 3:40 Sveinn Helgason, ö 3:54 KjartanEinarsson, V 4:01 Páll Oskarsson, L 4:11 RóbertMagnússon, V 4:21 Blikar unnu góðan sigur Mikið körfuknattleiksmót var haldíð á Akranesi og í Borgarnesi um síðustu helgi. Sex lið tóku þátt í mótinu en úrslit lcikja urðu semhérsegir: IIBK—Léttir 87-66 UMFS—Tindastóll 64—67 ÍA—UBK 58—61 1A—Léttir 115—73 UMFS—HK 64—61 TindastóU—HK 65—67 Léttir—HK 79—60 IA-UMFS 83-82 UBK—Tindastóll 73—63 Breiðablik sigraði því á mótinu, Tindastóll varð í öðru sæti, ÍA í þriðja, UMFS í fjórða, Léttir í fimmta sæti og lestina rak lið HK. Ragnar Bjartmarz, UBK, var kosinn besti leikmaður mótsins en Garðar Jónsson, IA, varð stigahæstur, skoraði 90 stig í lcikjum Akumesinga. Sjö manna úrvalslið mótsins var vaUð og skipuðu það eftirtaldir Icikmcnn: Atli Arason, UBK, Gísli Gislason, ÍA, Garðar Jónsson, IA, Ragnar Bjartmarz, UBK, Eyjólfur Sverrisson, Tindastóli, Guðmundur Kr. Guðmundsson, UMFS, og Kristján Rafns- son, HK. -SK. RISINN DAUFUR OG SVÍAR UNNU — Danmörk-Svíþjóð 16-19 ílandsleik í handknattleik ,Svíar sigruðu Dani í landsleik í handknattleik í síðustu viku, 19—16, í Bröndby-íþróttahöllinni í Kaupmannahöfn að viðstöddum 5500 áhorfend- um, uppselt var. Leikurinn var lengstum mjög jafn. Svíar byrjuðu betur, en Danir komust síðan yfir 7—6. Jafnt 11—11 en síðan komust Svíar í 14— 11 og sá munur hélst með litlum sveiflum til loka. Mestu vonbrigði Dana að risinn Klaus S. Jensen náði sér ekki á strik. Skoraði aðeins eitt mark. Staðan 8—8 í hálfleik. Mörk Dana skoraðu Michael Fenger 5, Morten Stig Christensen 4, Erik Veje Rasmussen 3/2, Keld Nielsen 2, Klaus Jensen 1 og Jörgen Gulver 1. Mörk Svía skoruðu Danny Augustsson 4, Per Carlén 4, Peter Olofsson 4, Lennart Ebbige 3, Christer Magnusson 2, Per öberg 1 og Björa Jiisen 1. I kvennalandsleik þjóðanna á sama stað unnu dönsku stúlkurnar stór- sigur, 22—15. hsím. • Witherspoon vann titil Larry Holmes — sigraði Greg Page í Las Vegas Bandaríkjamaðurinn Tim Wither- spoon sigraði Greg Page á. stigum í keppni um heimsmeistaratitllinn í þungavigt í hnefaleikum í Las Vegas á föstudgskvöld. Hlaut þar með heims- meistaratitil WBC-hnefaleikasam- bandsins, sem Larry Holmes hafði afsalað sér. Eftir leikinn tUkynnti Page hins vegar að hann væri hættur keppni. Þetta er í annað sinn sem Wither- spoon reynir við titUinn í þungavigt. Tapaði naumlega fyrir Larry Holmes í maí sl. Hann er 26 ára og hefur keppt 20 sinnum. Unnið 19 leiki og tapað einum, fyrir Holmes. 12 sinnum á rot- höggi. Dómararnir þrír voru ekki á einu máU um sigur hans á Page. Tveir þeirra, Lou Tabat og Jerry Roth, voru með hann sem sigurvegara 117—111 en einn, Chuck Minker, var með jafnt 114-114. Fyrir keppnina stóðu veðmálin Greg Page í hag, 9—5. Hann var lika skráöur sem fyrsti áskorandi um titiUnn — titil Holmes þá — en Witherspoon í öðru sæti. Witherspoon kom hrns vegar á óvart, náði frum- kvæðinu strax í byrjun. Gaf nokkuð eftir um miðbik leiksins en var mjög sterkur lokalotumar. Hlaut stig dómaranna í sex af sjö síðustu lotunum. „Page reyndi mjög að halda mér í köðlunum. Eg sagði honum að reyna að berjast betur en hann virtist þreyttur. Hann var ekki eins harður og ég hafði búist við,” sagði Witherspoon eftir leikinn. Keppendur féllu aldrei í leiknum. EftU- keppnma sagði Page að hann væri hættur. ,,Eg er orðinn þreyttur á þessu nautaati.” Hann er 25 ára. Hefur sigraö í 23 af 25 leikjum, 18 sinnum á rothöggi, og margir töldu hann veröugan arftaka Larry HoUnes. Þess má geta að enn er óvíst hvað Larry Holmes gerir. Hann hefur af- salaö sér titlinum en þaö kæmi þó ekki •á óvart þó hann reyndi meira fyrir sér í hringnum. -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.