Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Fréttir Um 100 stáltaugar munu halda ráðhúsinu við bergið: Ráðhúsið eins og skip við akkeri - Innan fyrirhugaðs stálþils gæti rúmast þriðjungur Tjamarinnar „Þegar við verðum búnir að reka þetta stálþil niöur á 10 til 11 metra dýpi eigum við að vera með fræði- lega þéttan vegg. Eini möguleikinn á leka er upp í gegnum bergið," sagði Þórður Þorbjarnarson borg- arverkfræðingur aðspurður um þilið mikla sem á að gera þaö mögu- legt að vinna aö byggingu ráð- hússins í friði fyrir Tjörninni. Það hafa margir orðið til að velta því fyrir sér hvert umfang þeirrar holu sem myndast við bygginguna verður. í samtali við Þórð kom fram að ekki væri ofætlað að segja að hún yrði 30.000 rúmmetrar. Til að gefa hugmynd um stærðina má benda á að í Tjöminni eru um 90.000 rúmmetrar vatns svo að þriðjungur Tjarnarinnar kæmist fyrir í holunni. - En geta þær byggingar sem við Tjörnina eru haft einhver áhrif á grunnvatnsstöðu Kvosarinnar og jafnvel valdið því að hús sígi eöa rísi? „Ég held ekki að þetta eigi að geta haft nein áhrif á grunnvatns- stöðuna. Við höfum lagt okkur fram um að gera okkur grein fyrir tlestum þáttum sem hafa áhrif á umhverfíð," sagði Þórður og bætti því við að Kvosin stæði á malarlög- um sem hleyptu grunnvatninu greiðlega í gegn. Veggjaþykkt ráð- hússins fyrirhugaða verður um einn metri en um er að ræða tvo veggi með loft á milli. Ráðhúsið eins og skip Það eru allir sammála um að það séu mörg verkfræðileg vandamál sem þurfi að leysa en eins og borg- arverkfræðingur sagði þá er þetta; „ ... það sem verkfræöingar eru að vinna að daglega." Þórður var spurður að því hvað væri erfiðasta verkfræðilega vandamálið sem við væri að glíma? „Það fylgir því viss vandi að hafa tvo kjallara undir húsinu og við þurfum að vinna bug á svokallaðri „uppdrift sem fer eftir ævafornu lögmáh Arkimedesar. Það má líkja húsinu við skip og til að festa það niður eru tveir möguleikar. Ann- ars vegar að sökkva því á botninn eða festa þaö við akkeri. Það má segja að ráðhúsið verði fest við akkeri en 100 stáltaugar verða bor- aðar niður í klöppina undir því og húsið þannig fest.“ Ekki vissi Þórð- ur til þess að byggt hefði verið svona áður hér á landi en það mætti finna ákveðna samsvörun í Flugstöðvarbyggingunni í Kefla- vík. Útboð í ráðhúsið er lokað og hef- ur verið leitað til þriggja aðila um tilboð. Þeir eru ístak, Hagvirki og Krafttak. Þeir eiga að skila tilboð- um sínum í janúar. -SM J Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandl Pólýfónkórsins, með geísladiskana sem geyma fiutning kórsins á Messiasi eftir Hándel og voru að koma út. DV-mynd GVA Messías á Pólýfónkórinn á 30 ára afmæfi um þessar mundir. í tilefni þess hefur flutningur kórsins á Messíasi eftir Hándel verið gefinn út á tveimur geisladiskum og hluti verksins hefur einnig verið gefinn út á venjulegri hljómplötu. Verið er að athuga að markaössetja geislaplötumar á er- lendan markað, en Pólýfónkórinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða erlendis þar sem hann hefur geisladisk komiö fram og sungið. Ákveðið er aö Pólýfónkórinn flytji Messías í Hallgrímskirkju 12. des- ember næstkomandi og sagði stofn- andi og stjómandi kórsins, Ingólfur Guöbrandsson, í samtali við DV að þetta væri liður í afmæhshaldi kórs- ins. í tilefni afmælisins hefur veriö gef- ið út 120 blaösíöna rit um sögu Pólýfónkórsins. -S.dór Keflavíkuribær: í 6 milljóna ábyrgð fyrir Ragnarsbakarí Keflavikurbær er í 6 miUjóna í tækjum Ragnarsbakarís fyrir króna ábyrgð íyrir láni sem hinu 6 milijóna króna láni. Síðan Byggðasjóður veiti Ragnarsbaka- yrði það að koma Ujós hvort tækin rU, samkvæmt upplýsingum sem seldust fyrir það fé, eUegar myndi DV fékk hjá Hirti Zakaríassyni, Keflavikurbærþurfaaðgreiðamis- bæjarritara í Keflavík. muninn. Hjörtur sagði að það væri ekki „Þetta er eina ábyrgðin sem viö óalgengt að sveitarfélög úti á landi erum í núna en viö höfum áöur væru í miklum ábyrgöum fyrir fyr- tapað á svona ábyrgðum,“ sagði irtæki á staðnum og taldi hann Hjörtur. Hann sagöi aö tap bæjar- ýmis sveitarfélög vera í mun meiri ins vegna annarra ábyrgða næmi á ábyrgöum en Keflavíkurbæ. Hjört- bilinu 2 tíl 5 miUjónum króna. ur sagði að Byggðasjóöur heiöi veð -ój Ragnarsbakarí endurreist? UnniöeraðþvíendurreisaRagn- búsljóra þrotabúsins en Ragnars- arsbakari í Keflavík en svo sem bakarí hefur veriö tekiö til gjald- kunnugt er var bakaríinu lokaö nú þrotaskipta. Hefur einhverjum í vikunni. fyrrverandi starfsmönnum veriö Samkvæmt upplýsingum, sem boðin vinna við hiö endurreista DV hefur aflað sér, 9tanda yflr bakarí. Ekki tókst í gær aö ná sam- 9amningaviðræður á mUJi aðila, bandi við bústjóra þrotabúsins en sem yfirtaka vilja reksturinn, og samningafundir stóðu þá yfir.-ój Alþýðubandalagið: Leggur fram alveg nýtt kvútafrumvarp - í stað þess að reyna að fá fram breytingar á stjómarfnimvarpinu Alþýðubandalagið hefur ákveðið að leggja fram alveg nýtt frumvarp um fiskveiðistefnuna í stað þess að reyna aö fá fram breytingar á stjórnarfrumvarpinu sem lagt var fram í gær. Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður flokksins, sagöi í samtali við DV að alþýðubanda- lagsmenn vildu svo viða miklar breytingar á fiskveiðistefnunni að ekki hefði veriö irni neitt annað að raeða en nýtt frumvarp. í frumvarpi Alþýðubandalagsins er gert ráö fyrir byggðakvóta í stað þess að kvóti sé alfarið bundinn við skip. Lagt er til að 2/3 hlutum kvót- ans sé úthlutað til byggðarlaga, sem úthluti honum eftir ákveðnum reglum. í ööru lagi verði 1/3 hluta kvótans úthlutað til útgerðar á skip eins og verið hefur. Við sölu skipa milli byggðarlaga skuli aðeins fylgja þeim sá hluti kvótans sem úthlutað var til út- gerðar, ekki sá sem það hafði frá byggðarlaginu. Þá leggja Alþýðubandalagsmenn til að meiri sveigjanleiki verði í kerfinu en verið hefur. Vilja þeir að nýir aðilar geti haslað sér völl í útgerð og fiskvinnslu og jafnframt þurfi kerfið að taka mið af breytt- um aöstæðum í hinum ýmsu byggöarlögum. Einnig að opnað veröi fyrir tilraunir með nýjar að- ferðir tíl að ákveða veiðiheimildir og stýra sókninni. Lagt er til að veiðar smábáta verði með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur en fjölgun smábáta verði stöðvuð. Lagt verði gjald á ferskfiskút- flutning í stað skerðingarákvæða sem nú eru og verði því fé varið til rannsóknastarfsemi. Úthlutun út- hafsrækjukvóta verði jöfn milli skipa og vinnslustöðva, veiði ýsu, karfa ufsa og grálúðu verði stjóm- að í tengslum við veiðistjóm á þorski. Þetta em þau atriði frumvarpsins sem telja má frábrugönust því sem er í stjórnarfrumvarpinu. -S.dór Tíkin Katla er glúrin þegar kemur að tölum. Það sannaðist í lottóinu um siðustu helgi. DV-mynd Gunnar Guðjónsson Hundur fékk milljón: „Sannköll- uð hunda- heppni“ „Tíkin hefur alltaf haft gaman af tölum sem birtist í því að hún leggur jafnan við hlustir þegar hún heyrir tölur. Þetta er víst hægt að kalla far- sælar gáfur,“ sagði Stefán Guð- mundsson, útibússtjóri Áfengis- og tóbakverslunar ríkisins á Sauðár- króki, en tíkin sem hér um ræöir gerði sér lítið fyrir og vann tæpa milljón í lottóinu um síðustu helgi. Hún heitir Katla og er sjö ára göm- ul. Stefán sagði reyndar að hún væri í eigu sonar hans, Ægis, en hún væri til heimilis hjá „okkur gömlu hjón- unum.“ „Þetta má víst kalla hundaheppni en tíkin hefur spilað í lottóinu frá því að það kom hingaö á Sauðárkrók. Nei, vitaskuld á hún ekki spilapen- ingana sjálf, við höfum lánað henni fyrir þessu.“ Stefán sagði að ekki heföi verið mikið um vinninga í íjöl- skyldunni.fram að þessu utan hvað elsti sonur hans hefði einu sinni unn- ið í happdrætti DAS. Hann taldi það nokkuð öruggt aö Katla myndi halda áfram aö spila í lottóinu. -SMJ Kartöflur: 12 tonn flutt inn á þessu ári Á þessu ári hafa verið flutt inn tólf tonn af kartöflum, þrátt fyrir mikla umframframleiðslu á íslenskum kartöflum. „Það var óverulegt magn og það er enginn innflutningur á kartöflum núna,“ sagði Sveinbjörn Eyjólfsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, í samtah við DV, þegar hann var aö því spurður um þennan innflutn- ing. Erlendu kartöflurnar voru notaðar viö framleiðslu á svoköll- uðum „snakk“ vörum. Sagði Sveinbjöm að leyfi hefði ver- ið gefið fyrir innflutningi 12 tonna fyrr á árinu en leyfið fékk fyrirtækið Ekta sem framleiddi þessar vörur, en það fyrirtæki var í sumar selt Þykk vabæj arkartöflum sem nú framleiða umræddar „snakk" vörar. Sveinbjöra sagði að þau 12 tonn, sem leyfi hefði verið gefið fyrir, hefðu verið flutt inn á þriggja mánaða tímabili. Ástæðuna fyrir leyfisveit- ingunni kvað hann þá að þær kartöfl- ur, sem til voru hér á landi á þeim tíma, hefðu ekki verið nothæfar í framleiðsluna. Sykurinnihald kart- aflnanna sagði Sveinbjöra breytast við geymslu, ef hitastig færi niður fyrir ákveðið lágmark. Nú væru kartöflumar hins vegar geymdar við kjörhitastig þannig að ekki væri við því aö búast að til frekari innflutn- ings þyrfti að koma. -ój
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.