Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 18
aö voru augljósir kostir við að
l1^ eiga tvær konur, einkum af því
I lað þær voru báðar ríkar, og
I nú haföi hann bráðum
búið með þeim báðum í þrjú
l ár. Það kom honum á óvart að
4L jólin skyldu vera ógnun við
þetta tvöfalda líf hans.
Max hafði setið og dottaö í hæg-
indastólnum með bók sem hann las
ekki í og pípu sem alltaf var að
slokkna í. Allt í einu fór Gerda að
tala við hann og hann hrökk við þeg-
ar hann heyröi hvað hún sagði.
- Hún systir mín var að skrifa og
sagðist ætla að halda jólin með okkur
í ár, sagði hún en fór svo að setja
grenigreinar í vasa sem virtist alls
ekki henta undir þær.
Hún sagði þetta eins og ekkert
væri eðlilegra en hún ætti systur og
að þessi systir ætlaði að vera hjá
þeim um jólin.
Hvaða systir?
En það var þaö ekki. Max haíði
aldrei heyrt á neina systur minnst.
Hann hafði alltaf haldið að Gerda
væri einkabarn. Það var einmitt sú
vissa að hún ætti enga ættingja -
báðir foreldarnir voru löngu látnir
og höfðu látið allverulega íjármuni
og eignir renna til hennar - sem varð
til þess að hann kvæntist henni.
Lizzie, fyrri kona hans (sem var líka
rík), og þessir hræðulegu ættingjar
hennar höfðu eitrað tilveru hans
árum saman. Þaö rann því kalt vatn
milli skinns og hörunds á honum
þegar honum varð hugsað til þess
að hann ætti að vera með þeim um
jólin.
Peningar voru ekki allt sem ein-
hvers virði var í þessum heimi,
sérstaklega þegar það voru konurnar
manns sem gættu fjárhirslanna. . .
Nú kæmi svo systir Gerdu og þá
yrði enn erfiðara en áður að finna
afsökun til þess að geta verið burtu
á jólunum. Það hafði tekist árið áður
þegar hann laug því að hann þyrfti
að vera við jarðarför um hátíðina og
enn léttara hafði það verið árið áður
en þau giftu sig þegar hann hafði
sagst vera í viðskiptaferð. Þá hafði
hann fengið vin sinn til þess að senda
bréf heim með þeim fréttum að hann
hefði orðið fyrir bíl í Hong Kong og
lægi nú á sjúkrahúsi þar og færi ekki
í röddinni. - Eg vissi bara ekki hvað
þú heitir.
af því fyrr en eftir jól. Gerdu hafði
aldrei grunað neitt og því hafði hún
ekki vitað að hann var í Kaup-
mannahöfn hjá konu og tengdafor-
eldrum.
Enn að heiman
En þriðju jólin í röð. . .
Gerda var barnaleg og ef til vill
dálítið heimsk. Hann gat fengið hana
til þess að trúa nær hveiju sem var.
Hann var hávaxinn og vingjarnlegur
maður á sextugsaldri. Þá var hann
feitlaginn og hægur í hreyfingum og
það var eitthvað góðlegt við svipinn
á honum sem hún hreifst svo mikið
af þótt Lizzie gerði það ekki. Myndi
systir hennar líka trúa á þá skýringu
sem hann yrði að gefa til þess að
geta verið að heiman þriðju jólin í
röð?
Honum tækist aldrei að fá Lizzie
til að trúa á slíka skýringu.
Hann lagði pípuna frá sér og kæfði
þunga stunu. Það voru augljósir
kostir við að eiga tvær konur og hann
haíði blekkt þær báðar í 31 mánuð
með því að segjast þurfa að fara í
langar og erfiðar viðskiptaferðir þeg-
ar hann skipti um heimili. En þessu
fylgdu líka óþægindi. Þau mestu á
þessari stundu hétu jól.
Hann sneri sér í stólnum og brosti
dauflega til Gerdu.
- Hvenær kemur hún, mín elskaða?
spurði hann.
Gerda var enn að eiga við greni-
greinamar. Allt í einu fannst honum
hún ekkert geta. Hún gat ekki einu
sinni stjórnað eigin fjármálum. Guði
sé lof að hann gat það. Svo rétti hann
henni höndina.
Og ég drep þig
Honum til undrunar sneri hún
bakinu í hann og gekk fram í eld-
húsið. ,
- Þann 22., svaraði hún. - Og ég
drep þig ef þú reynir að finna afsök-
un til þess að vera ekki heldur heima
á jólunum í ár.
Það snjóaði næsta morgun. Þungar
og rakar snjóflygsur settust á fram-
rúðu bílsins og hann lét þurrkumar
ganga eins hratt og þær gátu. Bílam-
ir komust varla áfram því það var
eins og allir hefðu ákveðið að bíða
með jólainnkaupin þar til þennan
dag. Allir voru á leið inn í borg. Max
kom á litlu, fábrotnu skrifstofuna
sína hálftíma of seint. Á meðan hann
var að sparka af sér skóhlífunum
reyndi hann að opna með lyklinum
en þá hringdi síminn.
Það gat varla verið viðskiptavinur.
Fjölskyldulíf hans var svo flókið að
hann hafði vart haft tíma til að sinna
starfinu undanfarin ár. Hann hugs-
aði sig því vel um áður en hann
svaraði. Það gat verið Gerda að
spyrja hvort hann hefði náð á skrif-
stofuna heilu og höldnu. Það gat líka
verið Lizzie. Hún hefði skyndilega
getað fyllst grunsemdum um aö ekki
væri allt með felldu og væri nú að
reyna að ganga úr skugga um hvort
hann væri í viðskiptaferöinni sem
hann hafði sagst vera að fara í áður
en hann fluttist heim til Gerdu.
Tælandi rödd
Þegar síminn hringdi í fimmta sinn
lyfti hann tólinu, breytti röddinni og
sagði: Halló.
- Er það forstjórinn sjálfur sem ég
tala við? spurði hás kona sem hann
þekkti ekki.
- Já, það er ég.
- Ég heiti Susan.
- Susan? Max rétti ósjálfrátt úr
bakinu og dró inn magann. Það var
eitthvað kynrænt og tælandi við
röddina. Hann ímyndaði sér strax að
hann væri að tala viö unga og fallega
konu - tæplega þrítuga - sem beitti
bæði líkama sínum og rödd þegar
hún sneri sér til karlmanna.
- Þú þekkir mig ekki en það er
dálítið sem mig langar til þess að
tala við þig um. Það tengist konunni
þinni. . .
Hann var næstum búinn að segja:
Hvorri þeirra? en var nógu fljótur
aö átta sig til þess að láta sér ekki
veröa á þau mistök og bíða þess í
stað skýringar.
- Ég er búin að fylgjast meö þér
um tíma, sagði konan með fallegu
röddina. - Ég veit hvar þú átt heima,
ég þekki venjur þínar og ég er næst-
um farin að líta á þig sem einn úr
íjölskyldunni.
Systir Gerdu! hugsaði hann. Hvers
vegna kynnti hún sig ekki strax?
Hvað átti þessi gamansemi aö þýða?
- Ég held næstum að ég þekki þig
af því ég hef heyrt á þig minnst, sagði
hann og það gætti nokkurrar hörku
„Ég veit um vandræðin“
Hún hló lágum hlátri. - Ég veit að
þú ert í vandræðum vegna jólanna.
- Varla meiri vandræðum en geng-
ur og gerist. Ætlaðirðu að tala við
mig um konuna mína?
Það varð dálítil þögn. Væri þetta
ekki systir Gerdu - hann var sjálfum
sér argur fyrir að hafa ekki spurt
meira um hana kvöldið áður - gæti
það verið ein af vinkonum Lizzie. Eða
kona sem væri einkaspæjari sem
ráðinn hefði verið til að fylgjast með
honum. Eða. . .
- Mér varð á mismæli þegar ég tal-
aði um konuna þína. Ég hefði átt að
segja konurnar þínar. Lizzie og
Gerda.
- Ég veit ekki hvað þú ert að tala
um, sagði hann en hann heyrði sjálf-
ur hve lítt sannfærandi orð hans
voru.
- Jú, auðvitað veistu það. Reyndu
ekki að blekkja mig. Ég þekki þær
báðar næstum eins vel og þú. Ég er
búin að fara á saumanámskeið með
Lizzie á hveijum einasta mánudegi í
þijá vetur og á fimmtudögum höfum
við Gerda farið í tíma í postulínsmál-
un. Við höfum meira að segja setið
saman. Þær töluðu heilmikið um
manninn sinn. Gerda sér ekki sólina
fyrir þér. Lizzie er aftur á móti. . .
Max var of skelfdur til að geta sagt
nokkuð. Svo hlustaði hann bara á
meðan hún skýrði honum frá því
sem hún vissi um tvöfalda lífið sem
hann lifði.
Tvær konur
-falsaðir pappírar
- Það er tvennt sem mig undrar,
sagði hún loks. Annað er hvemig þú
ferð að því að framkvæma þetta allt
og hins vegar hvemig þú ferð að því
að halda því leyndu.
Hann hefði geta sagt henni frá
fólsku vottoröunum sem hann hafði
keypt dýrum dómum og sem enginn
hafði borið brigður á þegar hann
lagöi þau fram á safnaðarskrifstof-
unni. Hann heföi líka geta nefnt
ferðimar, lygasögumar sem uröu
stöðugt flóknari og flóknari, hræðsl-
una, svitaköstin á nóttinni og erfið-
leikana við að fá Lizzie til að leggja
fram meira fé.
Þess í stað sagði hann: - Við verð-
um að hittast einhvern tíma og ræða
betur um þetta.
Rödd hennar kom upp um hve
gaman henni þótti að þessari tillögu.
Hún var ekki bara hás heldur gætti
í henni hláturmildi. - Ekki einhvern
tíma, Max. í dag. Yfir glasi af jóla-
glöggi og steiktum kastaníuhnetum
í City Bodega. Klukkan tvö eftir há-
degi, stundvíslega.
Nú var hann líka orðinn hás. -
Bíddu aðeins við. . . hvernig líturðu
út? Hvemig á ég að þekkja þig ef ég
kem?
- Auðvitað kemurðu og þú getur
verið alveg rólegur því ég þekki þig.
Konan í snjónum
Hann fann laust borð og pantaði bjór.
Hann kunni ekki að meta glögg. Allt
umhverfis sat fólk með pakka og
hvíldi þreytta fætur. Snjókoman
hafði aukist og fólkið, sem kom inn,
líktist snjókörlum. Svo varð klukkan
tuttugu mínútur yfir tvö og enn var
hún ekki komin. Var þetta gabb?
Hvað vildi þessi kona?
Klukkan hálfþrjú kom grannvaxin,
ung kona að borðinu til hans og
spurði hvort stóllinn andspænis hon-
um væri upptekinn. Hann kinkaði
ergilega kolli og benti á tvo plastpoka
sem lágu á honum, jólagjafir Gerdu
og Lizzie. Hún dró stólinn frá borð-
inu, lagði pokana á gólfið og brosti
svo skein í langar og gular tennur
sem minntu á tennur í hrossi. L
- - Sæll, Max. Það er ég, Susan.
Hann var næstum búinn að missa
málið af undrun. Röddin var eins hás
og tælandi og hún hafði verið þegar
þau töluðu saman í símann en útlit-
ið. . . Hún var eins og norn aö sjá.
Það var talað hátt allt umhverfis
þau. Þá sat maður við píanóið og
spilaði og söng jólalög svo stundum
var erfitt að greina orðaskil. Max
reyndi að koma auga á þjóninn en
þegar hann var hvergi aö sjá spuröi
hann Susan hvað það væri sem hún
vildi honum.
- Það er ekki aö heyra að þú sért
kominn í jólaskapið. Eg ætlaði hins
vegar bara að segja þér að ég ætla
að uppfylla þá ósk þína sem er efst
á listanum þínum yfir það sem þig
langar í á jólunum.