Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. i 17 sem mjög áhugavert hefur verið að kynnast. Núverandi formaður er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Gerald Ford. Næstur á undan honum var Henry Kissinger. Aðrir formenn, sem nefna mætti, eru John McCloy, fyrrverandi ríkisstjóri Þýskaiands eftir heimsstyrjöldina síðari, Eisen- hower, fyrrum forseti Bandaríkj- anna, og David Rockefeller. Rockefellerfjölskyldan hefur alltaf veitt starfsemi International House athygli og stutt hana dyggilega." - Hver þessara manna er þér minnisstæðastur? félagsins í New York frá 1964-74. Mér skilst að á þeim tíma hafl farið fram mjög öflugt starf á vegum þess. Getur þú sagt mér frá því? „Ég hafði mikla ánægju af þessari starfsemi. íslendingafélagið hélt m.a. samkomur þrisvar til íjórum sinnum á ári. Á þessar samkomur komu yfir- leitt um 200 manns. Hér var og er enn töluverður fjöldi íslendinga bæði við nám og störf. Við fengum oft mjög góða ræðumenn frá íslandi og víðar og stundum fengum við hljómsveitir í heimsókn. Einnig héldum við þorrablót og þá var íslenskur matur á boðstólum. Við vorum einnig með útisamkomur 17. júni og þær voru mjög vel sóttar. Þessar útisamkomur voru haldnar í lystigörðum og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu.“ - Þú ert einnig í stjórn American Scandinávian Foundation. Hvernig er sú stjórn skipuð? maðurinn svaraði að bragði að þau yrðu vandlega varðveitt í albúmi á meðan mr. Helgason fundaði innan Intemational House. Þegar Sigurður svo kom til fundar- halda gat ég ekki á mér setið að biðja hann um stutt viðtal. Ég náði honum eftir að hann hafði gert fundarhlé og féllst hann vinsamlega á að svara nokkram spurningum sem fara hér á eftir. Upphafið árið 1944 - Hvenær komst þú í kynni við Intemational House? „Ég kom hingað til New York haustið 1944 eftir mjög ævintýraríka ferð. Það tók um þijár vikur að fara yfir Atlantshafið á gamla Goðafossi. Goðafoss fór ekki fleiri ferðir tii Bandaríkjanna því hann var skotinn niður á leiðinni til baka. Mér hafði verið sagt frá Intemational House og hér bjó ég á meðan ég stundaði framhaldsnám við Columbiahá- skóla. Ég kunni mjög vel við mig hér. Það var mikil reynsla fyrir ungan mann eins og mig, sem aldrei áður haföi farið til útlanda, að koma í þetta fjöl- breytta samfélag. Allt í einu var ég innan um fólk frá u.þ.b. hundrað löndum í öllum heimsáifum. Þetta víkkaði skilning minn á ólíkum við- horfum og siðum meðal hinna ýmsu þjóða og reyndist mér gott veganesti fyrir framtíðina. Það var mjög ævintýralegt að koma frá litlu Reykjavík þeirra tíma til New York. Þótt heimsstyrjöldin síð- ari stæði enn yfir varð maður mjög lítið var við það. Hér gekk allt sinn vanagang eins og ekkert væri.“ - Hvers konar stofnun er Inter- national House? „International House var stofnað af John D. Rockefeller yngri árið 1924. Stofnunin var hugsuð sem dval- arstaður fyrir erlenda námsmenn og að hluta einnig fyrir bandaríska námsmenn. Innan stofnunarinnar fer fram gífurlegá margþætt starf- semi. Hér eru flytur t.d. virt fólk fyrirlestra reglulega um hin ýmsu málefni, bæði alþjóðleg og málefni sem tengjast Bandaríkjunum sérs- taklega. Umræður eru mjög íjiiklar og í ljósi þess að hér eru fulitrúar frá um hundrað þjóðum má fullyrða að þetta víkkar sjóndeildarhring þeii'ra sem eiga þess kost að taka þátt í starf- semi International House. Stjórnarmaður frá 1968 Hér eru haldnar kvöldvökur þar sem sérkenni hinna ýmsu landa og svæða í heiminum eru kynnt. Auk þess eru hér starfræktir fjölmargir klúbbar sem tengjast áhugamálum þeirra sem hér dvelja. íþróttaiðkun er hér einnig mikil. Stofnunin hefur sérstaka hljómsveit sem hefur getið sér gott orð fyrir framúrskarandi tónleikahald. Starfsemi hér er m.ö.o. ótrúlega yfirgripsmikil og allir eiga þess kost að finna hæfileikum sínum jákvæðan farveg." Texti: Hilmar Þ. Hilmarsson Myndir: John Wells - Nú varst þú kjörinn í stjórn Int- ernational House árið 1968. Hver var aðdragandi þess? „Ég var búsettur í Bandaríkjunum frá 1962-1974. Þegar stofnunin átti 40 ára afmæli var þess farið á leit við mig að ég tæki þátt í afmælishaldinu. Ég átti héðan mjög góðar minningar og var þess vegna fús að ljá málefn- inu lið. Fyrst var ég fulltrúi íslands í alþjóðanefnd International House en árið 1968 var þess farið á leit við mig að ég tæki sæti í stjórn stofnun- arinnar. Ég varð við þeirri beiðni og hef setið í henni síðan.“ - Nú er stjórn International House skipuð mjög virtu fólki sem margt hefur vakið heimsathygli fyrir störf sín. Getur þú sagt mér frá samskipt- um þínum við einhverja samstjórn- armenn þína? Stuðningur Rockefeller „í stjórninni hafa verið formenn „Mér þótt mjög athyghsvert að starfa með Kissinger. Hann var mjög sterkur stjórnandi og hafði mjög ákveðinn stjórnunarstíl. Aht sem hann gerði var slétt og feht og varla hægt að finna að nokkrum sköpuð- um hlut. Gerald Ford hefur líka sýnt stofnuninni mikinn áhuga og hefur sótt alla fundi stjórnarinnar frá upp- hafi. Ford er ákaflega elskulegur maður og hefur reynst mjög sam- viskusamur og nákvæmur formað- ur. Hann kemur hingað reglulega og flytur ávörp og svarar spurningum þeirra sem hér dvelja. Það vill reyndar þannig til að viö Ford eigum einn sameiginlegan vin, sem er núverandi sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi (Nicholas Ruwe), sem ég hef þekkt í mörg ár. Áður en hann gerðist sendiherra á íslandi fór hann reglulega í laxveiðiferðir þang- að. Ruwe og Ford eru mjög góðir vinir. Sigurður Helgason, formaður Alþjóðasamtaka International House, ræðir við Sergio Mendes stjórnarmann frá Brasilíu. Það er enginn vafi í mínum huga á því að þessir sterku stjómarmenn stofnunarinnar hafa laðað að sér úrvalshóp stjórnenda. Þó undanskil ég sjálfan mig. Ég held að þessi sterka forysta sé meginástæða þess hversu vel hefur gengið að halda uppi öflugri starfsemi.“ 60.000 námsmenn - í anddyri International House má sjá kort af öllum löndum heims og við hliöina hangir mynd af þér. Hver er ástæða þess? „Ég hef í nokkur ár gegnt for- mennsku alþjóðasamtaka stofnunar- innar fyrir önnur ríki en Bandaríkin en þau hafa formann sem stjórnar ásamt mér. Þessi hópur kemur sam- an u.þ.b. annað hvert ár. Á fundum sínum fara alþjóðasamtök Inter- national House yfir málefni stofnun- arinnar á mjög breiðum grundvelli. Fulltrúar einstakra landa koma með ábendingar og gera grein fyrir störf- um hver í sínu landi.“ - Hvaða markmiðum leitist þið við að ná á alþjóðavettvangi? „Okkar hlutverk er að reyna að efla skilning þjóða á milli. Það er enginn vafi á því að verulegur árang- ur hefur náðst. Hér hafa frá upphafi dvalið um 60 þúsund námsmenn. í þessum hópi eru gífurlega margir áhrifamenn sem beita sér fyrir að styðja og efla starfsemi stofnunar- innar, hver í sínu landi. Ég man t.d. eftir mönnum eins og Tindemans, fyrrv. forsætisráöherra Belgíu, og Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, svo einhver nöfn séu nefnd, og auk þess mætti nefna þekkt nöfn úr þriðja heiminum." Formennska í ýmsum félög- um - Nú varst þú formaður íslendinga- „í þeirri stjóm er fólk sem er bú- sett í Bandaríkjunum. Þegar ég var búsettur hér átti ég sæti í þessari stjóm og var fulltrúi íslands ásamt Valdimar Bjömssyni og Thor Thors yngri.' Nú fyrir nokkrum árum var stjómarfyrirkomulaginu breytt þannig að þá voru teknir inn í stjóm- ina menn búsettir í öðrum löndum. Ég varð fyrir valinu sem fulltrúi ís- lands. Síðan hefur Jóhannes Nordal bæst við.“ Menningin - Hvert er hlutverk American Scandinavian Foundation? „Hlutverk American Scandinavian Foundation er að efla menningarleg samskipti milli Bandaríkjanna og Skandinavíulandanna. Á vegum samtakanna fer fram þróttmikiö starf. Við höfum yfir að ráða sjóði sem í em um 10 milljónir dollara og koma 600 þúsund dollarar i hlut ís- lendinga sem verður að teljast gott hlutfall. Arðinum af þessum pening- um er varið til að styrkja íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Verndar- ar American Scandinavian Found- ation eru þjóðhöfðingjar Norður- landanna og er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari fyrir hönd okkar íslendinga." - Snúum okkur aftur að Internati- onal House. Manst þú eftir einhverju sérstöku sem tengist dvöl íslendinga innan stofnunarinnar? „Já, hér vom fyrir tveimur ámm fimm stúlkur frá íslandi sem allar spiluðu á strengjahljóðfæri. Þær tóku virkan þátt í staifsemi hljóm- sveitar stofnunarinnar og mér er kunnugt um að framiag þeirra vakti mikla athygli. Þetta þótti myndarlegt framlag frá íslandi sem það óneitan- lega var.“ Skipting milli karla og kvenna - Nú komst þú hingað árið 1944. Finnst þér ungt fólk hér ólíkt þvi sem var þá? „Nei, það finnst mér ekki. Þjóð- félagið hefur hins vegar gjörbreyst. Sem dæmi má nefna að stofnuninni var vandlega skipt milli karla og kvenna og allar ferðir á milh voru bannaðar. Hér utan á húsinu eru brunastigar og það kom oftar en einu sinni fyrir að brunabjöllurnar fóm í gang. Þá vissu menn að einhver var að laumast inn í kvennadeildina. Þetta hefur allt breyst og nú búa karlar og konur sitt á hvaö. Annað sem hefur breyst er að hér vom eng- ir verðir við stofnunina og fólk þurfti ekki að sýna skilríki í hvert skipti sem það fór inn. Hér var allt mjög opið og fijálst.“ - Nú hefur þú stjórnað stóm fyrir- tæki í mörg ár. Hvenær hefur þú tíma til aö sinna öllum þeim störfum sem þessu fylgja? „Ef þú vilt fá eitthvað framkvæmt þá skaltu tala við mann sem er alltaf önnum kafinn þvi hann gerir hlutina strax. Hinn, sem lítið hefur að gera, frestar þeim því hann hefur alltaf nægan tíma.“ Lokaorð: „Ég hef haft mikla ánægju af störf- um mínum við International House. Þetta er mjög áhugaverö stofnun. Ekkert veitir manni heldur meiri ánægju í lífinu en ef maður getur einhvers staðar orðið að liði.“ Sigurður með núverandi og fyrrverandi formann International House, þá Gerald Ford og Henry Kissinger, i baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.