Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 9 Guðrún Helgadóttir - Ég er búin með bænina. DV-mynd GVA Ég er afskaplega óskáldleg í þinginu - segir Guðrún Helgadóttir sem hefur sent frá sér nýja bók „Já, þetta er síðasta bókin í þess- um flokki,“ segir Guðrún Helga- dóttir, alþingismaður óg rithöfund- ur, um bók sern hún hefur nú sent frá sér og nefnir Sænginni yfir minni. Fyrri bækurnar í þessum flokki kallaði hún Sitji guðs englar og.Saman í hring. Þetta er síðasta hendingin úr alþekktri kvöldbáen. „Það væri þó ekki nema vegna þess að ég er búin með bænina að ég verð að hætta hér,“ segir Guðrún. „í upphafi hugsaði ég þó þetta sem þrjá sögur og nú er sú seinasta komin.“ Tilnefning til verðlauna Guðrún á að baki langan feril sem barnabókahöfundur og þar hafa sögurnar af Jóni Oddi og Jóni Bjarna og Páli Vilhjálmssyni orðið þekktastar. Nú á þessu hausti var Guðrún útnefnd til H.C. Andersen- verðlaunanna sem veitt eru þriðja hvert ár fyrir barnabækur. Brian Pilkington er einnig útnefndur til þessara verðlauna fyrir mynd- skreytingar en hann gerði m.a. teikningarnar við Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu. „Ég á auðvitað enga möguleika á að fá þessi verðlaun," segir Guör- ún. „í hópi þeirra sem hafa fengið þessi verðlaun eru stórskáld á borð við Marie Gripe og Asfrid Lindgren þannig að ég er ákaflega stolt af tilnefningunni. íslenskir höfundar hafa áður ekki verið tilnefndir til þessara verðlauna.“ Um nýju bókina segir Guðrún að hún sé hugsuð sem „litil kvennasa- ga fyrir yngstu kynslóðina. Þessi saga er sögð út frá sjónarhorni Öbbu hinnar sem er sú yngsta af systrunum sem eru aðálpersónur þessara bóka. Abba hefur hæfileika til að mála tilveruna eins og hún er fallegust og því ætlar hún að mála eins og Jóhann Briem. Sögusviðið er árin fyrst eftir stríöið þegar heimur þessa litla samfélags, sem ég hef verið að segja frá, gjörbreyttist þannig að hann varð aldrei samur og áður. Þetta eru árin þegar meiri breytingar urðu á islensku samfélagi en nokk- ur maður hér hafði upplifað áður.“ Án tilefnis í veruleikanum „Ég var krakki á þessum tíma og er því að skrifa um hugarheim sem ég þekkti sjálf en atburðirnir sem ég segi frá eru meira og minna án tilefnis í veruleikanum. Ég hugsa þetta sem bók um tilfmningar og hvernig börn upplifðu þessa breyt- ingatíma en ekki til að halda til haga tilteknum atburðum." í fyrstu sögunni, Sitji guðs engl- ar, var það elsta systirin sem sagði söguna. í næstu bók var það mið- systirin og nú er það sú yngsta. „Ég á þrjár systur og er sú elsta,“ segir Guðrún. „Þegar fyrsta bókin kom út var sagt að hún fjallaði um mig. Þegar yngri systur mínar fréttu hvernig ég ætlaði að skrifa fram- haldið varð þeim svolítið órótt því þær héldu að nú ætti að skrifa um þær. Þegar önnur bókin kom út fundu þær sig ekki enda er þetta meira og minna sama persónan sem er í aðalhlutverkinu í öllum bókunum." Þótt Guðrún þvertaki fyrir að persónurnar í þessum sögum eigi sér nákvæma fyrirmynd í veruleik- anum þarf enginn að velkjast í vafa um að þær gerast í Hafnarfirði. „Ég hefði aldrei komist framhjá klaustrinu," segir Guðrún til út- skýringar. „Það geta ekki öll sjávarþorp státað af klaustri og það var allt of dramatísk stofnun til að hægt væri að ganga framhjá henni. Sjálf var ég í kaþólskum barna- skóla.“ Hvaða sjávarþorp sem er „Að öðru leyti gæti svona saga gerst í hvaða sjávarþorpi sem er á þessum tíma. Þessar sögur eru að því leyti ólíkar öðrum sögum. sem ég hef skrifað að ég sæki hugmynd- irnar lengra aftur. Ég skal ekki sverja fyrir að þarna bregði ekki fyrir persónum seni voru til en ég held að það skipti í sjálfu sér ekki máli. Ég hugsa að_ ég hefði ekki getað skrifað þessar bækur fyrr en nú. Það þarf vissa fjarlægö til að.geta skrifað um uppruna sinn og þá íjar- lægð hafði ég t.d. ekki fyrir 10 árum. Það hefur verið sagt að það taki menn alla ævi að vinna sig frá uppeldi sínu. Ég er komin það langt að ég er farin að geta skrifað um það.“ Guðrúnu er mjög annt um að sögur fyrir börn séu taldar fullgild- ar skáldsögur og ekkert annað. „Þetta er skáldverk," segir hún. „Ég gerist æ frekari í kröfunni um að flokka barnabækur með bók- menntum. Böm eiga fyllilega skihð að fá fullgildar bókmenntir eins og annað fólk. Það verður að taka sög- ur fyrir börn sömu tökum og önnur skáldverk þótt tekið sé tillit til þroska lesenda. Allar bækur þurfa aö vera skemmtilegar en að baki léttleikan- um býr alvara ekkert síður í barnabókum en bókum fyrir full- orðna. í barnabókum á heldur ekki að svara öllum spurningum heldur að eftirláta þær lesendum. Ég enda þessa síðustu bók á spurningar- merki." Get ekki skrifað fyrir börn í þinghúsinu Nú, þegar Guðrún hefur lokiö við að skrifa þríleikinn um systurnar í Hafnarfirði, vilja menn eðlilega forvitnast um hvað komi næst. „Auðvitaö hef ég hug á að halda áfram að skrifa," segir Guðrún „en hvað það verður segi ég ekkert um. Ég vinn þannig að ég tek mér lang- an meðgöngutíma . til að velta efninu fyrir mér áður en ég byrja aö skrifa. Sögurnar skrifa ég síðan í striklotu. Þær verða til eins og smá eldgos. Mér hefur verið sagt að það sé þægilegt að lesa þessar sögur upp- hátt. Ég er stolt af því. Börn vita ekkert betra en að njóta einhvers með öðrum og þau eiga ekki að hafa á tilfinningunni að einhvetjar sögur séu skrifaðar fyrir þau ein en ekki fyrir fullorðna líka. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra ef þau fmna að bækurnar eru skrifaðar í fullri alvöru. Það getur vel verið að textinn verði svona sjálfkrafa. Ég veit ekk- ert af hverju ég skrifa eins og ég skrifa." Guðrún segist skrifa sögur sínar að sumrinu en leggur þær á hilluna yfir þingtímann. „Ég er eins og Gerald Ford. Ég get ekki gert nema eitt í einu,“ segir Guðrún. „Ég er líka afskaplega óskáldleg hér í þinginu. Ég held t.d. að ég sé meö leiðinlegri ræðumönnum hér. Ég gæti aðstöðunnar vegna skrifað á skrifstofunni hér í þinghúsinu ef mér dytti eitthvað í hug. Ég get bara ekki skrifað fyrir börn hér inni. Ég hugsa um þessar sögur þegar ég er að fara á milli í bílnum eða að gera húsverkin en ekki í þingsöl- um. Þetta er lík aðferð og hjá Öbbu hinni við að gera veruleikann skemmtilegan,“ segir Guðrún Helgadóttir. -GK SMIÐJUVEGI 30 SÍMI 72870 Khúsgagna-i val Sófasett og hornsófar Tórínó sófasett. Áklæði: leður- leður lux. Róma hornsófi, smíðaður eftir máli. Áklæði leður - leður lux. Róma sófasett. Áklæði: leður - leður lux. Tórínó hornsófi, smíðaður eftir máli. Áklæð leður- leður lux. Mílanó sófsett. Áklæði: leður- leður lux. Góð greiðslukjör ÉöRö KREDff HHÚSGAGNA-I val SMIÐJUVEGI 30 SÍMI 72870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.