Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Við höfum nokkuð fjallað umferðalög um jólin að undan- fömu. Og enn er haldið áfram því við eigum eftir að segja frá ísrael. í hugummargra er eftirsóknarvert að vera þarumjólahá- tíðina. Á þessum árstíma koma líka margir „pílagrímar" til Landsins helga og frá íslandi fer a.m.k. einn níutíu manna hópur nú. Kórum víðs vegar úr hinum kristna heimi er boðið til Israel um jólin til að syngja. Héðanfrá íslandi fer Ölfuskór- inn og er hann einn tólf kóra sem mun syngja við Fæðingar- kirkjuna í Betlehem á aðfangadagskvöld í beinni sjónvarpsút- sendingu umallan heim. gangá munkar og prestar klæddir síðum kuflum og berandi trékrossa. Þeir staðnæmast á sömu stöðum og frelsarinn gerði á sinni göngu fyrir nærri tvö þúsund árum á leiðinni upp á Golgata. Nútímaborg Jerúsalem býður upp á meira en sögustaði. Þarna eru útimarkaðir, matsölustáðir, næturklúbbar, veit- ingastaðir og glæsilegar verslanir. Það er auðvelt að gleyma staö og stund eftir að gengið hefur verið í gegnum Jaffa-hliðið og inn í gamla borgarhlutann. Það er líka hægt aö gleyma stað og stund í Cardo, nýrri verslunargötu borgarinnar sem er í fornri umgjörð. Þar eru pelsar og loðfeldir í gluggum og glampandi demantar en fyrir skurð þeirra eru íbúarnir þekktir um víða ver- öld. Betlehem og Nazaret Á þessum árstíma eru það helst þrjár borgir í Landinu helga sem skoða verður, það er Jerúsalem, Naz- aret og Betléhem. í Nazaret vekur athygli fjöldi kirkna en þar ber Boð- unarkirkjuna hæst. Þar er íbúöar- hellir Maríu og Jósefs innandyra. í Betlehem „er barn oss faett" segir í sálminum og þar er Fæðingarkirkjan sem byggð er yfir fæöingarstaö frels- arans. Á hebresku er Betlehem Beth Le- hem og þýðir það brauðhúsið og segir nafnið til um frjósama jörð og akra. í Gamla testamentinu er Betlehem Jólahátiðin gengur í garð um miðnætti aðfaranótt jóladags. Götumynd frá Jerúsalem, ferðamenn hlýöa á leiðsögumann. víða nefnd Ephrath sem þýðir frjó- semi. Gott ferðaland Landið helga býður ferðamönnum upp á marga sögufræga staði ásamt stórkostlegri uppbyggingu nútíma- þjóðfélags. í fréttum er meira áber- andi óöld og væringar á milli þjóða á þessum slóðum en uppbyggingin. En ferðamaður finnur ekki þessa ólgu nema hann leiti eftir henni. Það er ekki erfitt að feröast á milli staöa, fjarlægðir eru ekki miklar og dag- stund aö aka frá Miðjarðarhafi aö Dauðahafi eða frá Eilat við Rauða- hafið til Haifa eða að Gahleuvatni. Milli Eilat og Haifa eru t.d. rúmir fjögur hundruð og fimmtíu kílómetr- ar. Það er líka þægilegt að vera ferðamaður á þessu slóðum því íbú- arnir eru gestrisnir og tungumála- kunnátta mikil. Ein ferð er farin til ísrael héöan fyrir jól eins og fram hefur komið. Hópurinn flýgur héðan í gegnum London til Tel Aviv og eftir ferðir um landið verður haldið til Egypta- lands og þar haldið upp á áramótin í Kaíró og siglt með skemmtiferða- skipi á Suður-Níl áður en haldið er aftur heimleiöis. Þessi ferð kostar með Egyptalandsferöinni (og sigl- ingu) tæpar níutíu þúsund krón- ur. Frá íslandi er hægt að fara í gegn- um London til Tel Aviv. Að sjálf- sögðu eru einnig feröir til Tel Aviv í gegnum Kaupmannahöfn. Okkur er kunnugt um að ein ferðaskrifstofa hér hefur auglýst ferðir til ísrael og þá í gegnum London og í samráði við breska ferðaskrifstofu. Slík ferð kostar um fjörutíu og fimm þúsund krónur (lægsta gjald). Hitastig í Jerú- salem í desember er frá um sjö stigum og allt upp í fimmtán stig. En í Eilat getur hitastigið verið frá tíu stigum upp í tuttugu og fjögur stig í desembermánuði. Gjaldmiðiliinn í ísrael heitir shekel (nýir shekelar eftir 1985) og einn shekel er tæpar tuttugu og flórar íslenskar krónur (kr. 23,57). Shalom. -ÞG Hollensk herrasetur það hafa ekki allir aðalsmenn verið í stakk búnir til að mæta aukinni skattbyrði yfirvalda eða að mæta nútímanum. Sumir hafa þurft að selja stóreignirnar en aðrir hafa reynt að laða ferðamenn til sín og afla þannig tekna. í Hollandi hafa ellefu „stóreigna- bændur'* bundist samtökum sem þeir nefna Kastalastofnun Niður- landa. Þessir aðilar búa í köstulum sínum eða óðalssetrum og taka á móti gestum eftir pöntunum. Það er hægt að panta hanastélsboð eða hádegisverðarboð hjá aðalsfólkinu í gegnum ferðamálaráð Niðurlanda og munu þetta vera eftirminnan- legar veislur. Ekki er talið ráðlegt að banka á dyrnar heldur verður að panta heimsóknina með fyrir- vara og þá líka fyrir fleiri en einn. Af ellefu slíkum stööum má nefna tvo, Middachten-kastala, sem er í miðhluta Hollands, og Huys ten Donck í útjaöri Rotterdam. Vil- hjálmur III. byggði Middachten- kastalann á sautjándu öld. í Bretlandi og Frakklandi hafa aðalsmenn þurft að grípa til ýmissa ráða til að halda stóreignum sínum, köstulum og herrasetrum. Margir kastalar í Evrópu eru nú opnir ferðamönnum, þó svo að aðals- fólkið búi í þeim. Mikill kostnaður fylgir því að eiga slíkar eignir og Middachten-kastalinn. Garðurinn er hannaður eftir garðinum við Versali. Miles 40 North Sea "NETHERLANDS » Middachten Xastle Amsterdam 7 « Huysten/ . .. . Donck ./ Apeldoorn Rotterdam • Arnhem Ridderkerk Afstöðukort. Middachtén er í nágrenni sum- árdvalarstaðar konungsíjölskyl- dunnar sem er í Apeldoorn. í Middachten býr nú Isabelle Bent- inck-Ortenburg greifafrú og tekur á móti gestum, segir sögu staðarins og sýnir kjörgripina sem þar eru. í Huys ten Donck býr Frederick Groeninx van Zoelen, sem við fyrstu sýn virðist vera breskur að- alsmaður. Á þessu setri hefur búið sama fjölskyldan í þrjá aldir og eru margir munir og gripir sem fjöl- skyldan hefur safnað á þeim tíma mjög merkilegir. Margir íslendingar eru á ferð á þessum slóðum og fái einhver þeirra löngun til þess að snæöa hádegisverð á herrasetri er hægt að bera sig eftir björginni hjá ferða- málaráði landsins. _t>g 5^ Flugfréttir Á heimsvisu er mikið að gera í ferðamálum. Ferðatilboðin eru óteljandi. Flugleiöir um heiminn þveran og endilangan eru þvers og kruss og flugfélögin keppast um farþegana. Flugleiðimar eru eins og þétt riðiö net yfir jarðar- kringlunni. í erlendum blöðum má sjá fréttir af nýjum leiöum sem hin ýmsu flugfélög eru að taka upp. Frankfurt/Eilat Sem dæmi af nokkrum þá er það fréttnæmt að ísraelska flug- félagið E1A1 er aö heíja beint flug á milli Frankfúrt i Þýskalandi og Eilat sem er syðst í ísrael, við Rauðahafið. Þessi flugleið er far- in vikulega á þriðjudögum frá Frankfurt klukkan átta að morgni og komið til Eilat rúmlega eitt eftir hádegi (staðartími á báð- um stööum). Frá Eilat er haldið rétt fyrir þrjú um eftirmiödaginn (kl. 14:45) og komiö til Frankfurt rétt fyrir kvöldmat. Þá vitum við það. Hanover/Birming- ham/Belfast BA eða British Airways eru aö „framlengja'* eina flugleiðina eða að bæta við einum „legg". BA hefur flogið á milli Hanover í Þýskalandi og Birmingham í Englandi og nú er leiðin fram- lengd til Belfast á írlandi. Þessi flugleið á milli Þýskalands, Eng- lands o'g írlands er farin mánu- daga til fóstudaga, frá Hanover kl. 14:15 og þá komið til Birming- ham kl. 16:20 og til Belfast kl. 18.25. Sama flugfélag flýgur einn- ig á milli Frankfurt og Manchest- er daglega. Austurlönd fjær Þýska flugfélagið Lufthansa flýgur til Hong Kong en hefúr í hyggju að fjölga flugferðum til Austurlandafjær. Það standa yfir samningaviöræður á milh ráöa- manna félagsins og viðkomandi yfirvalda. Lufthansa flýgur fimm sinnum í viku til Hong Kong en vill fljúga þangað daglega. Straumurinn í austurátt er mikill. ítalska flugfélagið Alitalia hefur nýlega tekið aftur upp flug á flugleiðinni Róm/Bangkok og farið er tvisvar í viku, á fimmtu- dögum og laugardögum, með \dökomu í Mílanó og Hong Kong. V élar fr á Ahtalia flugu þessa leið, Róm/Bangkok, áður en fyrir u.þ. b. ári var hætt við þá flugleið. En nú eru þessar ferðir nýhafnar aftur með þeirri breytingu að millilent er í Mílanó og er það tahð ráölegt vegna þess að rúm sextíu prósent af ítölskum ferða- mönnum, sem leggja leið sína til Austurlanda í sumarleyfi, eru frá Norður-ítahu. Um miðjan síöasta mánuð fjölg- aði Alitalia flugferðum til Singa- pore og Ástralíu. New York/Ziirich Bandaríska flugfélagið Americ- an Airlines mun taka upp daglegt flug á milli Zúrich og New York í maí á næsta ári. Nýlega hóf flug- félagið beint flug á milli Zúrich og Chicago og flutti tuttugu og tvö þúsund farþega þessa leiö tíma- bihð júní til ágústloka. Á sama' tímabih flutti American Airlines 314 þúsund farþega á milli Banda- rikjanna og E\TÓpu. Á nýju flugleiöinni, Zúrich/New York, mun félagið nota 177 sæta Boeing 767-200ER. { októberlok hóf flugfélagið Continental Airhnes beint flug á milli San Francisco og Manila með millilendingu á Honolulu. Þetta eru aðeins sýnishorn af nýjum „möskvum" í flugleiöaneti heimsins. Aö síðustu ein stutt frétt er varðar ferðamenn. Nýlega fórf/* fram könnun meðal ílugfarþega í Bandaríkjunum um reykingar um borö I flugvélúm. Yfir sextíu prósent aöspurðra studdu það að reykingar væru bannaðar í flug- vélum á styttri leiðum eða i allt að tveggja tíma flugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.