Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Sfldin var farin eitt- hvurt og afi á fórum líka Kafli úr bók Guðrúnar Helgadóttur, Sænginni yfir minni Geturðu gert svo vel að skrifa það? spurði Abba hin í búðinni hjá Manna þegar hann rétti henni bjúgun. Lauga konan hans horfði á Öbbu og síðan á Manna. E-humm, sagði Manni. Þig skuldið nú dálítið... Það er ekki hægt að lána endalaust, sagði Lauga og ýtti krullupinna frá eyranu. Núna voru cdlir hættir að nota papp- írskrullur, líka Lauga. En við eigum enga peninga núna, sagði Abba hin róleg og horfði beint í augun á Laugu. Pabbi og þeir finna bara enga sQd. Hún er vist farin eitthvurt. Manni dró fram snjáða stíla- bók og tók blýantinn sem hann hafði alltaf á bak við eyrað. Ætli maður kroti ekki í þetta skiptið, sagði hann og leit skelk- aður á Laugu. Þú verður sko aö gera það, sagði Abba hin. Annars fáum við ekkert að boröa. Þú ert heppinn Manni að eiga sona búð svo við fáum einhvern mat. Eins og þrottasnúra Ég hef aldrei heyrt annað eins, sagði Lauga. Hún stakk hendinni inn í hálsmálið á kjólnum sínum og kippti hlýr- anum sem alltaf rann undan erminni niður á handlegginn á sinn stað. Hlýrinn kom undir eins niður aftur. Abba hin horfði á handlegg- inn á Laugu og fór að hlæja. Á ég að segja þér eitt? sagði hún. Þú skalt bara láta hlýrann vera þarna. Hann er alveg eins og þvottasnúra meö engum þvotti. Settu bara klemmur á hann. Er það ekki sniðugt? En það verða aö vera gormklemmur, ekki tauklemmur. Manni leit á Öbbu hina undan gleraugunum. Annað munn- vikið á honum lagðist út á kinn og opnaðist í endann. Abba hin horfði á hann og skellihló. Það er komin saumspretta á munninn á þér, eins og kemur við sauminn á nýju nælonsokk- unum hennar Gógóar, sagði hún. Þú verður að fara í viðgerð til hennar Siggu í Hliði. Varla er hún Gógó búin að eignast nælonsokka, sagði Lauga. Þau sem eru að berjast við að komast úr bragganum. Við erum svo heppin Ég get nú sagt þér af því, sagði Guðrún á 7 sem snaraðist inn í búðina. Ef þú gefur mér kafFi- tár, bætti hún við. Ég er búin að standa í biðröð síðan eld- snemma í morgun til að fá í buxur handa honum Guð- mundi. Við erum svo heppin, sagði Abba hin. Viö þurfum aldrei að fara í biðröð. Af því við eigum enga peninga. Guðrún kímdi. Hún strauk Öbbu hinni um hárið. Þér veitti nú ekki af kjólgopa, sagði hún. Þessi er nú orðinn hálfrytjulegur. Það er allt í lagi, sagði Abba hin. Hann er fínn þegar ég hef hann bleikan. Hann er alltaf bleikur á sunnudögum. Núna er hann bara grænn. Ég er svo aldeilis hlessa, sagði Lauga og kippti hlýranum upp á öxlina. Hún starði á marg- þveginn kjól Öbbu hinnar sem var engan veginn á litinn. Á ég að segja ykkur soldið? sagði Abba. Á laugardögum hef ég hann voða ljótan á litinn. Þá er hann svo flottur á sunnudög- um. Hún lyfti kjólnum og hysjaði upp um sig buxumar. En nú þarf ég að fara. Ég krota þetta, sagði Manni eins og hann væri svolítið glað- ur. í dyrunum sneri Abba hin allt í einu við. Baunir líka En heyrðu Manni. Nú man ég dáldið. Ég átti líka að kaupa hveiti. Annars fáum við ekkert uppstúf. Farðu nú Lauga mín og gefðu henni Guðrúnu kaffi, sagði Manni og fálmaði eftir blýant- inum. Það var komið far eftir hann bak við eyrað á honum. Það verður að vera uppstúf með bjúgum, sagði Abba hin. Finnst þér það ekki, Manni? Ha, jú, jú, sagði Manni og horfði á eftir konu sinni og Guðrúnu inn í litla herbergið á bak við búðina. Svo þykir mér fjári gott að háfa grænar baunir með bjúgum, hvíslaði hann og hallaði sér fram á borðiö. Við höfum aldrei prófað það, hvíslaði Abba hin á móti og horfði stórum augum á Manna. Hann setti bjúgun og hveitið í brúnan poka. Svo leit hann í áttina að litla herberginu og kippti baunadós ofan úr hillu og stakk henni með. Hann pabbi þinn hefur nú oft gefiö mér í soðið þegar hann hefur verið að rífa mig upp fyr- ir allar aldir til að kaupa gotterí í krakkana, sagði Manni. Segðu mömmu þinni að baunirnar þurfi ekki að borga. Þú ert voða góður maöur, Manni, sagði Abba hin. Næst þegar strákarnir segja aö þú sért nískupúki, skal ég bara segja þeim að þú sért höfðingi. Það segir afi alltaf við ömmu þegar hún gefur honum meiri gijónagraut. Allt að verða ruglað heima Abba hin trítlaði léttstíg heim. Við homið á húsinu númer 2 stóðu Lóa-Lóa og Guðbergur. Það er allt að verða ruglað heima, sagði Lóa-Lóa. Hann Sveinbjörn er hjá afa og afi ætl- ar að flytja til hans. Ætlar afi að fara frá okkur? spurði Abba hin. Ég held það, sagði Lóa-Lóa. Hann segir aö amma sé svo leið- inleg. Hann segist vera búinn að fá nóg af japlinu í henni. Þetta er aUt út af því sem hann gerði um daginn. Þetta með koppinn? spurði Abba hin. Já, ég held það. Amma getur ekki hætt að tala um það. Hún segir að hann sé heimilinu til stórskammar og hún geti varla látið sjá sig. Hún segir að það sé bara ruglað fólk sem hellir úr koppi út um glugga. En Lóa-Lóa, sagði Abba hin hugsi. Það er alveg rétt hjá' ömmu. Maður á ekki að helia úr koppnum út um gluggann. Auövitaö ekki, asninn þinn, sagði Lóa-Lóa. Er afi þá ruglaður? spurði Abba hin. Auðvitað er hann ruglaður, sagði Lóa-Lóa önug. Hann meiddist svo mikið. Það eru margir ruglaðir þó þeir hafi ekkert meiðst, sagði Abba hin. Bara á jólunum Amma kom út á tröppurnar. Hvar ertu með það sem þú áttir að kaupa? kallaði hún til Öbbu hinnar. Hún tók ekki í mál að hafa grænu baunirnar með bjúgun- um. Hún sagði að það væri nær að geyma þær til jólanna. Getum við ekki bara haft jólin núna? spurði Abba hin. Éld þú sért rugluð bam, sagði amma. Það er nú ekkert vafamál, að Abba er rugluð, sagði Halldór sem kom inn rétt í þessu ásamt Amóri og Páli. Hún sagði henni Góu á Eyri að hún væri rauð kona, og síðan hangir Góa aiia daga á biðstofunni hjá Brandi lækni. Brandur veit ekkert hvað hann á að gera viö hana. Getur hann ekki málað hana hvíta? sagði Páll og þeir hlógu allir. Röddin í þeim var orðin svo einkennileg upp á síðkastið, stundum voða dimm og stund- um alveg skræk. Mamma sagði að þeir væru komnir í mútur. Þeir voru reyndar allir að breytast. Öbbu hinni fannst þeir ekki eins fallegir og áður, og hún reyndi að sjá ekki ból- umar framan í þeim þegar hún horfði á þá. Hún hafði minnst á þetta við Lóu-Lóu, en hún sagði að þeir væm ekkert verri en þeir hefðu alltaf verið. Lóu-Lóu hafði aldrei fundjst þeir faUegir. Skrýtið hvað öll systkinin vom að verða stór. Heiða var orðin alveg eins og fullorðin, og strákamir næstum eins stórir og pabbi. Ef allir stækkuðu svona hratt var það alveg rétt hjá ömmu. Það yrði ekkert pláss fyrir fleiri börn. Mamma ætti aö tala við bræð- uma í Gamlabæ um hlöðuna áður en einhver annar fengi hana. Góður er saltfiskurinn Getiði ekki farið úr peysun- um? sagöi mamma. Þessi salt- fiskpest er alveg að ganga frá mér. Við breiddum líka á heilan reit, sagði Arnór hreykinn. Þeir voru allir í fiskvinnu hjá Bárði í útgerðinni þetta sumar. Það er nú ekki mikið að fisk- lyktinni, sagði amma. Það er nú önnur lykt verri. Hlauptu upp Abba mín og segðu Svein- birni að koma og fá sér bita. Mamma stóð upp frá borðinu. Segðu honum að fara úr öll- um fötunum, kallaði Hafidór á eftir henni. Svo það líöi ekki yfir mömmu. Ætlarðu ekki að brytja handa afa? spurði Abba hin ömmu. Éld það sé best að Sveinbjöm geri það, sagði amma. Hann þarf að æfa sig ef þeir ætla að fara að búa saman. Góður er nú blessaður salt- fiskurinn, sagði Sveinbjörn um leið og hann settist að rjúkandi bjúgunum. (Millifyrirsagnir eru blaðs- ins.) KIRKJUFÉLAG DIGRANESPRESTAKALLS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.