Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 15 j^TfiBOOIO &PÆ! BETRA immrn lýnda kynslóðin Ég sé það stundum auglýst í skemmtibransanum að haldin eru dansiböll fyrir týndu kynslóðina. Það hefur leitað á mig stöku sinn- um hver þessi týnda kynslóö er. Sumir hafa sagt við mig aö þetta sé kynslóðin sem núna er komin á miðjan aldur og sér mest eftir því að vera ekki ennþá ung og fógur. Það er nefnilega merkileg árátta hvað fólk heldur dauðahaldi í æsk- una. Jafnvel löngu eftir að karl- menn eru komnir með skalla og ístru og kvenfólkið af léttasta skeiðinu er enn verið aö telja sér trú um að útlitið sé tímaskekkja. Þetta fólk hvarf á sínum tíma of- an í hjúskapinn og húsakaupin í tíu ár eða svo og hefur ekki mátt vera að því að eldast innan um aðra, hefur einfaldlega týnst í dagsins önn. En svo birtist það aftur einum eða tveimur hjónaböndum síöar, varar sig ekki á breytingaskeiðinu og kann sér ekki læti þegar þeir í skemmtibransanum pússa af því rykið. Ég er af þessari kynslóö sem saknar sjálfrar sín og hefur týnt jafnöldrunum. Maður sér kannski gamlar skólasystur á nokkurra ára fresti. Þeim bregður fyrir í fram- sætinu á rauðu ljósi eða þá með innkaupatöskur í stórmörkuöun- um og maður segir: sæl og blessuð og hvernig hefurðu það? Eða þá að maður hittir gamlan skólabróður, sem lítur út eins og pabbi hans, og kinkar til hans kolli upp á gamalt. Segir jafnvel: gaman að sjá þig - og meinar það. En svo uppgötvar maður að tíminn hefur shtið í sundur sam- ræðuna og ekkert skilið eftir nema minninguna um skólasystkin sem einu sinni voru ung en eru það ekki lengur. Við eigum eiginlega ekkert sameiginlegt nema hafa hist í skólanum forðum daga og hittast aftur við jarðarfarir þegar sameig- inlegir samferðamenn skilja viö. Við horfum í gegnum hvort annað og spyrjum aftur hvernig hefurðu það? og segjum kannski: áttu þenn- an? og bendum á lítinn hnokka sem hangir í kápufaldinum. Nei, þetta er barnabarnið mitt, er svarið og þá man maður aftur hvað stundin flýgur hratt og má ekki vera að því lengur að tala við þessa ókunnugu manneskju sem hefur stokkið aftan úr minningunni að óvörum. Að heilsast og kveðjast Einn af mínmn gömlu skólafélög- um flutti til Ástralíu fyrir sautján árum og heimsótti föðurlandið í sumar sem leið. Þá þótti ekki hjá því komist að kalla saman klíku- bræðurna og kunningjana frá þeim glöðu dögum þegar allt lék í lyndi og framtíðin beið okkar og menn sórust í ævarandi vináttu. Ifópur- inn hittist, hópur ráðsettra, elsku- legra manna á miðjum aldri sem vissu reyndar hver af öðrum ein- hvers staðar þarna úti í bæ. En þeir hefðu eins getað verið í Ástral- íu, flestir hverjir, vegna þess að fæstir höfðu mátt vera að því að hittast í öll þessi sautján ár fyrr en tækifærið gafst til að heilsa upp á þann okkar sem fjærst bjó. Mikið var það heppilegt að hann skyldi ekki búa í næsta nágrenni! Þá hefði samkoman aldrei verið haldin og þá hefðu menn eflaust þurft að bíða 1 önnur sautján ár til að heilsast og kveðjast eina kvöldstund. Já, við megum ekki vera að því að hittast. Þaö er lóðið. Hver um annan þveran einblínum við á tærnar á okkur, sökkvum okkur ofan i einkamálin, lokum okkur af í amstri hversdagsins. Ökum á vinnustað, ökum heim frá vinnu- stað, glápum á sjónvarpið, hverfum inn í litla kassa, litla kassa, hver um sig. Enginn má vera að neinu, allir svo uppteknir af sjálfum sér. Og fyrir vikið missa menn af öllu öðru. Þeir mega ekki einu sinni vera að því að slappa af. Ef og þeg- ar þeir taka sér tíma í að slappa af þá er það gert með því að slappa svo rækilega af að ekkert annað kemst að á meðan. Það heitir að slappa af aö gera ekki neitt! Fjárfest í lérefti Sumir taka sér að vísu frí til að mála húsið eða skipta um eldhús- innréttingu eöa grafa fyrir bílskúr og eru svo aðframkomnir af þreytu, þegar fríinu lýkur, að þeir veröa að slappa af í vinnunni. Svo eru það þeir sem geta aldrei um frjálst höfuð strokið vegna kappseminnar og gróðavonarinnar og efnast svo að þeir vita ekki aura sinna tal. Fæstir þeirra mega vera að því að eyða þessum nýfengna gróða og láta sér líða vel en standa í staðinn í biðröðum, þegar þeim er sagt að fínir málarar haldi sýningu, og! íjárfesta upp á hálfa milljón. Hún var heppin, hún Louisa, um daginn hvað Islendingar eiga mikla peninga, vegna þess að þeir mega ekki vera að því að eyða þeim nema þá í fín málverk. Á fslandi er það langtum vinsælli fjárfesting að kaupa málverk eftir málara sem eru frægir í útlöndum heldur en að fjárfesta í þeirri auðlegð sem felst í andanum, lífsgleðinni eöa nautninni. Engum dettur í hug að fjárfesta í sjálfum sér, þroskanum eða tímanum. Það er víst ekki á dagskrá að fjárfesta í svo ómerki- legu viðfangsefni að rækta ham- ingjuna og lífið með sér og sínum. Núlifandi kynslóð íslendinga er nefnilega ekki aðeins búin að týna sjálfri sér, hún er líka búin aö týna sínum nánustu og tilfinningunni fyrir að vera til. Tapað, fundið Ég datt í það eina helgina í haust og fór að leita að týndu kynslóðinni á vertshúsunum. Bjóst við að hitta gamla gengið á fleygiferð. Ég sá að vísu fullt af fólki sem gat flokkast undir tapað, fundið. Sumir höfðu fundið ástina sína, að minnsta kosti þessa kvöldstund, enda er það ekki tilviljun að hingaö koma heilir skipsfarmar af sænskum karlpen- ingi í helgarferðir til að leita slíkra náttlangra ævintýra. En aðallega var þetta fólk sem hafði tapað sjálfu sér í ölæðinu og vissi hvorki í þenn- an heim né annan. Ekki þar fyrir að ég hafi skorið mig úr en þar sem þetta er ekki syndaregistur kemur það ekki þessari frásögn við - held- ur hitt, að ég fann fullt af fálmandi fólki sem leitaði í örvæntingu á dansstaðnum eins og það hefði týnt fjöregginu sínu. Tónlistin skar merg og bein, kliðurinn af innan- tómu hjali áfengisins og firringin í andrúmsloftinu var eins og allir óskilamunir þjóðarinnar hefðu fengi málið á einum og sama staðn- um. En ég sá engan af týndu kynslóð- inni minni. Þarna var aðallega samankomið fólk sem átti framtíð- ina ennþá fyrir sér, ekki búið að týna henni eins og við hin sem eig- um hana aö baki en erum þó enn aö leita aö henni. Það kom sem sagt í ljós að týnda kynslóðin var týnd, fannst ekki þar sem auglýst hafði verið eftir henni. Og ég fór að hugsa að verið gæti að menn hefðu ruglast á kynslóð- um sem hafa glatast. Sem er vel skiljanlegt því þegar allt kemur til alls eru hóparnir margir í þjóð- félaginu sem eru týndir og tröllum gefnir. Hvað um gamla fólkið sem enginn má vera að því aö sinna og hefur týnst einhvers staðar aftar- lega á biðlistunum eftir dvalarstað á öldrunarheimili? Hvað um hús- byggjendurna sem hafa gleymst í rifrildinu um hvort húsnæðislög- gjöfin eigi að vera svona eða hinsegin? Hvað um unga fólkið sem leggur út í þá áhættu að ganga í hjónaband þegar statistikin segir okkur að annað hvert hjónaband fari í hundana? Og hvað um ungl- ingana sem eru hin eina og sanna týnda kynslóð því að þeir eru of gamlir til að vera börn og of ungir til að vera fullorðnir? Unglingarnir ráfa um milli tektar )g tvítugs, leita að fótfestu í lífinu, ráðvilltir í kynlífi, ruglaðir í ríminu og reikandi í leit sinni að forboðn- um ávöxtum sem fulloröna fólkiö bannar þeim að bragða á um leið og það hámar sjálft í sig freisting- una. Bannað innan sextán og barnapíurnar leigja sér spólu til að sökkva sér í siðleysið sem skin- helgin bannar þeim að horfa á. Óskilamunir Já, þær eru margar, týndu kyn- slóðirnar. Ein er að týna Tjöminni sinni, önnur að koma sér upp ráð- húsi í staðinn. Hópur manna er búinn að týna flokknum sínum, annar að búa til nýjan. Fjöldinn allur hefur glatað ærunni, aðrir að reyta hana af hinum. Alltaf eru ein- hveijir að missa ástina sína, aðrir að fá sér nýja. Til eru þeir sem tapa aleigunni en aðrir hafa vit á því að fara á hausinn til að geta haldið henni. Lánardrottnarnir tapa skuldunum en skuldarinn losnar við lánin. Sumir missa vitið en miklu fleiri hafa aldrei haft það. Þá er ekki minnstur sá hópurinn sem er óðum að glata íslenskunni. Svo er sjónvarpinu og myndbönd- um og enskum áhrifum fyrir að þakka. En ljósvakamiðlárnir ganga líka á undan með góðu fordæmi og hafa landamæralausan metnað til aö afbaka íslenska tungu. Móður- máliö er einn allsherjar smellur, en smellur er samheiti yfir hugtök sem plötusnúðar muna ekki hvað heita. Og svo er bítið tjúnað upp og flippað meö stæl. Bubbi Morth- ens segist þó vera dáldið stressaður yfir lágum standard á textunum hjá sér og ætlar að græja þetta bet- ur í framtíðinni. Á nýju plötunni segir hann að textinn sé næstum því ókei. Átrúnaðargoðiö hefur með öðrum oröum ákveðið að halda sig við móðurmáhð og það verður að teljast stærsti sigur ís- lenskunnar frá því Rasmus Kristj- án Rask var uppi. Langsamlega flestir hafa samt lent í því tjóni aö tapa sjálfum sér og þaö sem verra er: gera enga til- raun til að finna sig aftur, reika um í sinnuleysi og stefnuleysi, láta hverjum degi nægja sína þjáningu, fortíð og framtíð falla saman í eina endalausa undanrennu svefns, vinnu og vöku, þar sem ekkert ger- ist. Ekki einu sinni draumarnir gera vart við sig til aö skapa til- breytingu. Tómlætiö er versti þjófur, mesti skaðvaldur allra þeirra týndu kyn- slóða sem ganga um göturnar til að drepa timann. Það er þó bót í máli að eitt hefur "orðið týndri þjóð til björgunar. Það eru afruglararnir. Afruglarar með afslætti, afruglarar með greiðslu- kjörum, þótt ég viti aldrei hvort afrugla eigi sjónvarpið eöa fólkið sem horfir á það. Skiptir heldur ekki öllu máli því ekki má á milli sjá. Bæði eru upptekin viö að drepa tímann sem er nú um stundir helsta tómstundaiðja íslendinga. Og það var týnda kynslóðin sem fann upp afruglarann, kynslóðin sem hefur tekið sér bólfestu í stofu- sófanum, kynslóðin sem verður að slappa af með því að gera ekki neitt, kynslóðin sem týndist. Það er óþarfi að leita langt yfir skammt. EUert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.