Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 31 Kvikmyndir Á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor fékk nýjasta mynd Wim Wenders, sem ber heitið Der Himmel uber Berlin, verðlaun fyrir besta kvikmyndahandritið. Wim Wenders hefur alltaf átt eitt- hvað í okkur íslendingum eftir að hann kom hingað sem heiðurs- gestur á fyrstu kvikmyndahátíð Listahátíðar. Hann hafði þá sent frá sér myndina Der Amerikanisc- he freund (1977) sem hafði vakið mikla og verðskuldaða eftirtekt. Var kvikmyndahátiðin opnuö með þessari mynd. Wenders hitti einnig fjölmarga íslenska kvikmynda- gerðarmenn og lýsti áhuga á því að gera kvikmynd á íslandi síðar meir. Það hefur þó ekki orðið neitt úr því ennþá. Wim Wenders verður enn í dag að teljast einn af framsæknari þýskum kvikmyndagerðarmönn- um. Það sem hann hefur fram yfir flesta þýska starfsbræður sína er aö honum hefur gefist tækifæri til að starfa að kvikmyndagerð úti um allan heim og kynnst þannig nýjum straumum og viöhorfum. Upphafið Wenders lærði kvikmyndagerð sína við „Hochschule fur Fernseh- en und Film“ í Munchen þar sem hann gerði ýmsar stuttar myndir. Það var svo ekki fyrr en 1972 að Wenders gerði sína fyrstu mynd í fullri lengd eða Die Angst der Tor- manns beim Elfmeter, eftir sögu Peter Handke. Síðan fylgdu aðrar myndir eftir eins og á færibandi og má nefna þar nokkrar af hans betri myndum eins og Falsche Beweg- ung (1975), Im Lauf der Zeit (1976), Der Amerikanische Freund (1977), Hammet (1982) og svo State of Things (1983). Þótt myndir Wenders væru vin- sælar í Þýskalandi og sumum löndum Evrópu þá voru þær taldar of listrænar til að höfða til Banda- ríkjamanna nema í kvikmynda- húsum sem sérhæfðu sig í listrænum myndum. Bandarískur kvikmyndaframleiðandi sá sér leik á borði og bauð Wenders að koma til Bandaríkjanna og gera kvik- mynd þar. Útkoman varð hin stórgóða mynd Paris Texas þar sem Wenders fór á kostum. Áheimaslóðum En nú er Wenders kominn á heimaslóöir aftur því nýjasta mynd hans, Der Himmel uber Berlin, er með þýsku tali og tekin upp í Berl- ín eins og nafn hennar raunar gefur til kynna. „Vissulega er ég Kvikmyndir Baldur Hjaltason ekki ættaður frá Berlín,“ var haft eftir Wenders nýlega í blaðaviðtah. „En undanfarin 20 ár hafa reglu- bundnar heimsóknir mínar þangað verið grunnurinn að þeirri reynslu sem ég hef upplifað og öðlast í þýsku þjóðfélagi. Ég get bara upp- lifað Þýskaland þarna því þetta er eini staðurinn í Þýskalandi þar sem mannkynssögunni hefur verið leyft að lifa. Það er ekki búið að afmá verksummerki stríðsins því að enn má finna holur í húsveggj- um eftir byssukúlur. Berlín ber enn ör sín meöan alls staðar ann- ars staðar í Þýskalandi er reynt að hylja og gleyma hinu liðna. Frá mínum bæjardyrum séð er Berlín hjarta Þýskalands - og á ég þá bæði við Vestur- og Austur-Berlín. Mannlegir englar Der Himmel úber Berlin verður að teljast rómantísk mynd. Hún íjallar um engla sem hafa það hlut- verk að vakta íbúa Berlínarborgar. Myndin dregur dám af eldri mynd- um sem fjalla um líkt efni, eins og It’s a Wonderful Life og Here Co- mes Mr. Jordan sem raunar var endurgerð síðar undir nafninu Heaven Can Wait með þeim Warr- en Beatty og Julie Christie. Þó er þetta Wim Wenders-mynd því eng- um tekst að sýna sama handbragð þótt efniviðurinn sé líkur. Bruno Ganz og Otto Sanders leika englana Damiel og Cassiel sem hafa það vandasama hlutverk að gæta íbúa Berlínar. Þeirra hlutverk er að heimsækja jörðina og hlusta á hugsanir hinna einmana, syrgjandi og allra sem þurfa á hjálp að halda. Fyrsti hluti myndarinar kynnir áhorfendum þennan sérstaka heim og byggist tónninn í myndinni á hugsunum fólks sem englarnir eru að hlera. Ástin sigrar Það eru þrjár mannlegar verur sem englarnir telja hjálpar þuríi. í fyrsta lagi er um að ræða gamlan mann (leikinn af Curt Bois) sem minnist hörmunganna sem dundu á sínum tíma yfir borgina. Svo má nefna bandarískan leikara (Peter Falk) sem staddur er í Berlín til að leika í kvikmynd um nasistatíma- bilið. Að lokum er það gullfalleg loftfimleikastúlka (Solveig Dom- martin). Það sem setur strik í reikninginn fyrir einn englanna er að honum finnst hann verða mannlegur þeg- ar hann fylgist með loftfimleika- stúlkunni. Til að undirstrika þennan hátt breytir Wenders úr svarthvítu yfir í lit í þessu atriði. Þetta ástand heldur áfram og í einu af áhrifaríkari atriðum myndar- innar tekur hinn engillinn eftir því að félagi hans skilur eftir sig fót- spor í snjónum sem merkir að hann sé alveg að verða mannlegur. Síðasti fjórðungur myndarinnar, sem er allur í lit, fjallar um engilinn Damiel, sem nú er orðinn mennsk- ur, er hann arkar um stræti Berlín- arborgar. Þar hittir hann einnig Peter Falk sem trúir honum fyrir því að hann hafi eitt sinn verið engill. Ekki má svo gleyma þvi að Damiel hittir loftfimleikastúlkuna sína svo í lokin. Heillandi mynd Þótt efnisþráðurinn virki stund- um hlægilegur þá fjallar Wenders af svo mikilli einlægni og alvöru um efnið á svo hugljúfan máta að hann hrífur áhorfendur með sér. Áhorfendum virðist alveg sama þótt efni myndarinnar virki hjákát- legt og ótrúlegt. Eins má segja að þessi mynd geri það sama fyrir Berlín og Paris Tex- as gerði fyrir Texas, og sumar eldri myndir Wenders gerðu fyrir þýskar sveitir. Kvikmyndatökuvél Henri Alekan er iðin viö að þræða gamlar götur ekki síður en breið- götur og aðra sögufræga staði Berlínar. Segja má að út frá mynd- rænu sjóríarmiði sé yndi að horfa á myndina. Einnig er athyglisvert að Wend- ers tekst að halda áhorfendum nokkurn veginn við efnið þótt sýn- ingartími myndarinnar sé yfir 130 mínútur. Tónlistog handrit Eins og í eldri myndum Wenders Wim Wenders. skiptir tónlistin miklu máh. Wend- ers hefur alltaf haft gaman af rokktónlist og kemur það vel fram í Der Himmel úber Berlin. í atrið- inu þegar Ganz og Dommartin hittast er það t.d. á bar sem er við hliðina á tónleikahöll þar sem þeir Nick Cave og Bad Seeds eru aö skemmta. Þannig kemur Wenders tónhstinni á óbeinan máta fram í myndinni. Vegna þess hve Wenders hafði dvahst lengi í Bandaríkjunum taldi hann nauðsynlegt að gera þessa mynd í Þýskalandi. Hann fékk handritahöfundinn Peter Handke til að hjálpa sér en eins og áður sagði var fyrsta mynd Wenders byggð á sögu Handke. Wenders skrifaði niður stutta samantekt um hvað myndin ætti að fjalla um og lét í hendumar á Handke. Síðan sendi Handke honum bréflega handritið skref fyrir skref. Handke tók ekki þátt í neinum breytingum né var hann viðstaddur upptökur á myndinni. Samanburður Aðspurður hvort það að vinna með Handke hefði ekki verið hkt og að vinna með Sam Shepard að gerð Paris Texas, þegar Shepard las handritið gegnum síma til Wend- ers, hafði hann eftirfarandi athuga- semdir: „Jú, en aðalmunurinn er að við Peter Handke höfðum góðan fyrir- vara og vorum búnir að þessu áður en kvikmyndatakan hófst. Shepard skrifaði hins vegar handritið eftir hendinni og var svo að hringja í mig til að láta mig fá handritsbúta meðan á kvikmyndatökunni stóö.“ Raunar hefur einnig verið bent á að Wenders hafi ekki alveg sagt skihð við bandarísk áhrif þegar hann gerði þessa mynd. Dæmi um það er hlutverk Peter Falk sem bandarísks leikara. Mynd Wenders um Berhn hefur verið vel tekið alls staðar. Hann sýnir hér að hann verður enn að teljast einn merkilegasti núlifandi þýski kvikmyndaleikstjórinn þótt hann sé ungur að árum. Með sama áframhaldi má enn vænta góðra mynda frá honum. Hver veit nema Wenders sé að stefna að því að komast í flokk með þeim leikstjór- um sem hann tileinkaði englana þrjá, eða þeim Ozu, Truffaut og Tarkovsky. Því getur timinn einn skorið úr. Baldur Hjaltason Það var fyrir þessari stúlku sem engillinn féli. Hér er engillinn orðinn mannlegur ásamt ástmey sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.