Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Side 34
34 LAUGARDAGUR- 5. DESEMBER 1987. Hvað heldurðu? tekinn upp á Hótel Borgamesi Ég ætla að draga eitt- hvað úr bakföllunum - sagði Ömar Ragnarsson fyrir upptökuna ingum. „Við gagnrýnum hvor annan og reynum að sjá til þess að þetta fari ekki úr böndunum," segir Ómar. Fyrir keppnina sagöist Ómar hafa trú á að Borgfirðingar og Snæfelling- ar kepptu af hörku. Þá bjóst hann við að hagyrðingarnir létu ekki sitt eftir liggja. „Þeir hafa alltaf vakið nokkra eftirvæntingu hjá mér,“ segir Ómar. „Það hefur komið mér á óvart hvað þeir eru margir góðir. Þeir eiga alltaf möguleika á að undirbúa sig en þeir hafa hiklaust ort þetta á staðnum. Ómar þægilegur skotspónn Skemmtilegastar eru visurnar um atburði sem hafa verið khpptir út. Einu sinni kom ég inn og heilsaði en það var mislukkað og fékk þegar í stað vísu. Ég lét vísuna standa en hitt var klippt út. Þetta eru yflrleitt alþekktir menn og nöfn þeirra hafa komið fljótlega upp við undirbúning á hverjum þætti. Við vorum að hugsa um að veita verðlaun í lokin fyrir bestu vís- una en það verður vandi að velja. Það eru þegar komnir fjórir til fimm sem koma til greina. Nú, ég reyni að veija mig þegar ort er um mig, þótt það gangi misjafn- lega. Ég er nú að reyna að benda hagyrðingunum á að sleppa mér en ég er sjálfsagt ákaflega þægilegur skotspónn. Ég verð náttúrulega að þola það þótt gert sé grín að mér. Ég er búinn að andskotast á mönnum í 30 ár.“ Það vakti töluveröa athygli þegar þátturinn, sem var tekinn upp á Blönduósi, var sendur út gallaður. „Það var mikið álitamál hvort ætti að senda hann út,“ segir Ómar „en þegar málið er skoðað held ég að ekkert annað hafi komið til greina. Ég tek á mig alla ábyrgð á því að þátturinn var sýndur svona en að sjálfsögðu ráðfærði ég mig við stjórn- endur hjá sjónvarpinu. Þetta voru tveir slæmir kostir. Einn keppenda lést eftir aö þátturinn var tekinn upp og það varð m.a. til þess að hann var sýndur. Það var einfaldlega ekki hægt að endurtaka hann með sama liði. Keppnin sjálf var gallalaus og í mínum huga kom ekki til greina að láta keppa aftur. En þetta var hræðilegt að standa frammi fyrir að verða að gera þetta. Það bilaöi tæki, sem alltaf getur gerst. Það er mjög ólíklegt að þetta gerist aftur og upptökubíllinn okkar er með tvöfóldu kerfi þannig að við ættum að vera nokkuð örugg en það getur samt allt gerst.“ Engu breytt Eftir að þættimir hafa verið teknir upp er þeim lítið sem ekkert breytt. Ekkert er klippt úr nema hrein tæknileg mistök. Þeir eru teknir upp eins og um beina útsendingu væri að ræða og „producentinn" raðar myndunum saman á staðnum og því verður ekki breytt á eftir. Ásthildur Kjartansdóttir var í þessu hlutverki í Borgarnesi en þau Tage Ammen- drap skiptast á um verkið. „Þessu fylgir alltaf spenna," sagði Ásthildur. „Það má ekkert út af bera en það hefst með góðri samvinnu. Gott skipulag skiptir mestu.“' -GK „Þessi bakfóll eru eiginlega komin út í öfgar." sagði Ómar Ragnarsson. stiórnandi spurningaþáttarins Hvað he’öurðu? í sjónvarpinu. ..Þetta var nú ekki skipulagt svona í upphafi en ég á oft bágt með mis þegar hasarinn er mikill. Ég hef fengið athugasemdir vegna þess að ég missi stiórn á mér þegar sperman er mest og þá tek ég bakfóll og skelli mér á !ær. Ég hef reyndar mest að athuga við þetta sjálfur. Ég er siálfsagt svona gerður en ég ætla að reyna að draga eitthvað úr þessu,“ segir Ómar þegar samstarfsfólkið heyrir ekki til. Þátíurinn. sem sýndur verður á morgun. var tekinr. upp á hótelinu í Borgarnesi á fimmtudagskvöldið. Þar áttust Borgfirðingar og Snaéfell- ingar við í hörkuspennandi keppni. Heimamenn fjölmenntu mjög á staö- inn svo hótelið rúmaði ekki lengur manníjöldann. Snæfeliingar létu sig ekki heldur vanta ef dæma má af hvatningunni sem þeirra menn fengu. ..Voðalega eru þessi ljós björt." sagði einn heimamanna við sessu- naut sinn. ..Það er til að hægt sé að mvnda þig.“ svaraði hinn. Og áhorf- endur spáðu í stöðuna fvrir keppn- ina. ,.Nú já. á Jón að hlaupa fyrir okkur?" sagði einn. Opið á barnum Það var opið á barnum þrátt fyrir að mörgum hafi þótt sém drykkju- læti hafi verið óþarílega áberandi í fyrri þáttum. Gestir hótelsins fengu sér samt í glas og heilsuðu upp á kunningjana eins og þeir væru komnir á fágaða útgáfu af réttarballi. Annars komu þrengslin verst við menn og sumir vildu flytja þáttinn í íþróttahúsið. Krakkarnir sýndu þessu tilstandi mikinn áhuga og íjöl- menntu fvrir framan, sviðið til að missa ekki af skemmtuninni. Stemn- ingin var góð við upptökuna og þegar úrlitin lágu fyrir... ja, þau verða í sjónvarpinu á morgun. Þessir þættir hafa vakið mikla at- hvgli fyrir frjálslegt form og mikið fjör. Hugmyndina að þeim átti Ómar. Þegar líða tók á haust rann þátturinn Spurt úr spjörunum sitt skeið á enda og þá þurfti að frnna nýtt form á spurningaþætti. „Hugmyndin kom að vísu nokkuð seint frarn," sagði Ómar skömmu áður en hann tók sér stöðu á sviðinu. „Henni var þó vel tekið og það var ákveðið að drífa í málinu. Það var ákveðið að fara með þáttinn út á land og láta landshlutana keppa. Upphaflega skipti ég landinu í 32 umdæmi og það hefði að mörgu leyti orðiö mjög skemmtileg keppni. Þá hefðu ísfirðingar keppt við Bolvík- inga og Akureyringar við Siglfirð- inga og svo framvegis. Keppnin hefði staðiðfram á vor Það kom þó fljótt í ljós að þetta var alltof viöamikið og keppnin hefði staðið fram á vor. Þá varð að höggva á hnútinn og það var gert á þann hátt að fjórir stærstu kaupstaðirnir senda sérlið. Það eru Reykjavík, Ak- ureyri, Kópavogur og Hafnarfjörður og þeir keppa saman þar tii einn stendur eftir. Ja, hvað heldurðu? Omar hefur oft verið nærri orðlaus en hvað gerðist í Borgarnesi? DV-mynd Brynjar Gauti Öðrum hlutum landsins var skipt upp í nokkur umdæmi og þau keppa sín á milli þangaö tii eitt er eftir. Vandinn er að koma þeirri képpni svo fyrir að ekki þurfi að standa í erfiðum ferðalögum. Það getur t.d. verið vandkvæðum bundið að láta Austfirðinga keppa við Vestfirðinga um miðjan vetur. Mér finnst það eiginlega furðulegt hvað það hefur verið auðvelt aö skipuleggja þessa þætti. Það var viss tregða í upphafi en eftir að fyrsti þátturinn, milli ísfirðinga og Barö- strendinga, var sýndur virtist liðkast um alls staðar. Menn sáu aö þetta var mögulegt og það má segja að Vestfirðingar hafi brotið ísinn. Sums staðar eru menn þó ekki al- veg sáttir og hér í Borgarnesi heyri ég raddir um að Mýramenn hefðu átt að vera einir í liði. Á Austfjörðum heyrði ég alveg gagnstæðar raddir. Þar var spurt af hverju allir Aust- firðingar væru ekki saman í liði. Þeir væru mun sterkari þannig. Rígurinn mikill fyrir norðan Rígurinn er mjög greiniiegur víða en hann er góðlátlegur og hvergi verið svo alvarlegur að vandræði hafi hlotist af. Þaö hefur hvergi kom- ið til þess að menn neituðu að sitja saman í liði. Skemmtilegasti rígur- inn er á milli Þingeyinga og Eyfirð- inga enda átti ég von á honum. Það er áberandi hvað þeir hafa gaman af að kljást. Þar hafa komið upp vafaatriði en við getum ekki tekið ákvörðum um hvernig farið verður með það fyrr en umferðinni er lokið. Það geta komið upp fleiri slík atriði og það verður að skera úr um öll þau í einu. Það verður þó örugglega erfitt að fjölga tapliðum en við getum þurft að taka inn uppbótarlið. Það var einnig áberandi fyrir norð- an hvað keppnin var miklu meiri milli Þingeyinga og Eyfirðinga en milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þeir á eystra svæðinu lögðu miklu meira í keppnina og máttu ekki til þess hugsa að tapa fyrir nágrönnum sínum." Ómar segist hafa skemmt sér vel við upptökur á þáttunum. „Þetta fólk, sem ég hef kynnst, höfðar ákaf- lega vel til mín og það er til-í að gera þetta skemmtilegt,“ segir hann. Fyr- ir upptökuna í Borganesi tók hann nokkra létta brandara til að ná upp stemningunni í salnum og hermdi eftir kúm og hundum þegar hljóð- mennirnir vildu fá prufur af upptök- unni. Stemningin var því oröin góð þegar upptakan hófst og Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði og kvæðamaður heimamanna, snaraði fram vísu um stjórnandann. Getur ekki mistekist Sjónvarpiö leggur mikið í gerð þátt- anna og var með fjölmennt lið i Borgamesi. Ómar viðurkennir að samkeppni sjónvarpsstöövanna valdi þarna nokkru. „Ég hugsaði málið þannig að ef við framkvæmd- um ekki þessa hugmynd myndu aðrir gera það. Þetta er orðið öðru- vísi en var þegar við voram með einu sjónvarpsstöðina. Ég tel að aðferðin sjálf við að gera þessa þætti hjálpi mjög til. Hún tryggir að þeir verða skemmtilegir, jafnvel þótt eitthvað beri út af. Þegar Þingeyingar verja heiður sinn gera þeir það með stæl.“ Baldur Hermannsson semur spumingamar í þættina og ber ábyrgð á þeim. Þeir Ómar hafa þó alltaf mikið samstarf sín á milh og Ómar leggur til hugmyndir að spurn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.