Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Sigurður Helgason, formaður Alþjóðasamtaka International House: Hlutverkið er að efla skilning þjóða á milli í New York, nánar tiltekiö á Man- hattan, er stofnun sem nefnist Int- ernational House. Stofnunin hefur 1-aö hlutverk m.a. aö sjá rúmlega 500 Isskólanemum borgarinnar fyrir cvalarstaö. Árlega eru valdir inn rúmlega 500 nemar frá um 100 lönd- um sem langflestir hafa lokið háskólaprófi í sínu landi. Auk þess dvelja í Intemational House nem- endur frá ðllum fylkjum Bandaríkj- anna. Meginmarkmið stofnunarinnar hefur þróast í þá átt aö leitast viö að auka skilning þjóða á milli og má skýra að að því leyti sé hún hlið- stæða Sameinuðu þjóðanna. Starf- semi International House er gífurlega víðtæk. Á hverju ári eru haldnar. fjölmargar samkomur sem hafa þann tilgang að kynna sérkenni hinna ýmsu landa og svæða í heimin- um. Einnig er reynt aö kynna sögu og þróun Bandaríkjanna og fjallað um samskipti þeirra við önnur ríki. Auk þessa fer fram alls kyns menn- ingarstarfsemi, s.s. tónleikahald, leiksýningar og kvikmyndasýningar o.s.frv. Gerald Ford formaður Formenn International House hafa ætíö verið úr hópi heimskunnra manna. Núverandi formaður er Ger- ald Ford, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, en á undan honum gegndi Henry Kissinger, fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, formennsku eða frá 1977-1984. Báðir þessir menn eru löngu heimskunnir fyrir störf sín á alþjóðavettvangi og hafa þeir lagt mikla rækt við að efla starfsemi Int- ernational House og flytja þar regulega fyrirlestra um alþjóðleg málefni. Svo skemmtilega vill til að meðal þeirra þekktu einstaklinga sem skipa stjórn stofnunarinnar má finna einn íslending og er sá enginn annar en Sigurður Helgason, stjórnarformað- ur Flugleiöa. Fyrirfram skyldi maður ekki ætla að jafn önnum kaf- inn maður og Sigurður hefði tíma til stjórnarstarfa erlendis. Staðreyndin er hins vegar önnur. Allir starfs- menn International House þekkja mr. Helgason og er það sennilega eina íslenska nafnið sem menn þurfa ekki að stafa innan stofnunarinnar. Mr. Helgason Þeim sem leggja leið sína um dyr International House verður fijótlega starsýnt á myndir sem hanga á áber- andi stað við innganginn. Þar má finna menn eins og Henry Kissinger, Gerald Ford, David Rockefeller o.fl. við hin ýmsu tækifæri innan stofn- unarinnar. En hversu mikla athygli sem þær myndir vöktu vakti það enn meiri athygli mína þegar búið var að taka alla þá heiðursmenn niður og koma fyrir tveimur hlutum sem ég staðnæmdist frammi fyrir. Annar hluturinn var alheimskort en hinn var mynd af Sigurði Helgasyni. Sú orðsending fylgdi að mr. Helgason, formaður alþjóðasamtaka Inter- national House, hefði boðað til fundar samtakanna í lok október. Ég spurði nærstaddan starfsmann hvar stórmenni þau er prýtt hefðu veggi þar áður væru saman komin. Starfs- Henry Kissinger, Gerald Ford og David Rockefeller. Þessir menn hafa stutt starfsemi stofnunarinnar dyggilega og hafa flutt þar fyrirlestra reglulega. SVORTU AUGUN Erik Nerlöe Hin svörtu augu unga sígaun- ans vöktu þrá hennar eftir frelsi — frelsi sem hún hafði lítið kynnst áður. Og Ijúfir tónar fiðlu hans ollu því, að hún ákvað að flýja burtu með honum. En vissi hún hvert hún var að flýja? Nei, hún var of ung og reynslulítil til að vita það. Hún skildi ekki að blind ást hennar leiddi hana aðeins út í ófyrirsjáanlegar hættur. TINA Eva Steen Hún er ung og fögur og hefur kynnst manni sem hún elskar. Framtíðin blasir við þeim, en örlögin verða til þess að skilja þau. Hún sér sig nauðbeygða til að hverfa úr lífi hans. Með fegurð sinni og miklum hæfileikum sínum á listskautum nær hún langt, en þegar best gengur upp- götvast að hún er haldin banvænum sjúkdómi. Einmitt þá kemur maðurinn sem hún elskar aftur inn í líf hennar. GOÐI HIRÐIRINN Else-Marie Nohr Hún hvarf og ekkert fréttist af henni. Loks var hún talin af og álitin dáin. Dag einn birtist hún í sendiráði í Thailandi, aðframkomin og þungt haldin af hitasótt, og mundi ekki hvað hún hét. Með góðri læknishjálp nær hún sér fljótt, og nokkru seinna er hún á leið heim. Hún er full af lífs- þrótti og hlakkar til að sjá aftur manninn, sem hún elskar og hún hafði gifst stuttu áður en hún varð fyrir áfall- inu. En fjögur ár eru langur tími, og maður hennar hafði fyrir löngu talið hana af. SKVGGSJA - BOKABUÐ OIÍVERS STEINS SF ANGELA Theresa Charles Angela Smith sækir um læknisstarf í bænum Whey- stone. Þar ætlar hún einnig að reyna að jafna sig eftir slys, sem hún lenti í, í hreinu sveitalofti og kyrrlátu um- hverfi. Hún fær starfið, en henni er vantreyst sem lækni og litin hornauga sem persóna í fyrstu. En smátt og smátt vinnur hún traust og álit fólks. Angela missti mann sinn og dóttur í bílslysi og líf hennar hefur verið tómlegt síðan slysið varð. En er hún kynnist Mikael Traymond, ró- legum og yfirveguðum lækni, vakna tilfinningar hennar á ný. AST OG HAMINGJA Barbara Cartland Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar í klettunum við strönd Ferrara, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Mansfield. Þau voru bæði á leið til Feneyja og faðir Paolinu fórst með skipinu. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni — og um leið ætlar hann að tryggja sína eigin framtíð. Paolina fellst á hugmyndina, og framundan er ævintýralegt og viðburða- ríkt ferðalag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.