Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 25 Þeir-hlutir eru til sem skipta meira máli í lífinu en hljómplötur. Jafnvel þótt popparinn Sting hafi eytt öllu sumrinu í aö fullgera stóra plötu gaf hann sér tíma til að hverfa til heima- bæjar síns, Newcastle, og leika þar í kvikmynd. Hann gat auðvitað hafnað tilboði um að leika í myndinni en það kom fleira til. Móðir hans dó um svipað leyti eftir að hafa fengið alvarlegan sjúkdóm. Læknarnir sögðu henni að hún ættiiþrjár vikur ólifaðar og það fór eftir. Þetta var erflöur tími fyrir Sumnerfjölskylduna og lagðist þungt á Sting. „Ég hef notið þess að vera vinsæll og ríkur,“ segir Sting „en nú er eins og ég sjái líf mitt allt í nýju ljósi. Móðir mín fylgdist náið með ferli ■mínum og hún hafði alltaf mikinn metnað fyrir mína hönd. Hún var lífsglöð kona og hugrökk.“ Ömurleiki í Newcastle Newcastle er heimur út af fyrir sig, ekki síður en Liverpool. Þar standa menn með sínu heimafólki gegnum þykkt og þunnt. Þar eru evrópsk og skandinavísk áhrif meiri en í öðrum borgum á Englandi. Mállýska heima- manna hefur norrænan hljóm en þegar í skóla lagði Sting sig fram um að venja sig af þessum framburði. „Ég hef lært nýjan framburð af sjónvarpinu," segir Sting. „Sjón- Sting - dauði móður hans hafði mikil áhrif á hann. NÆST ÞA FÆRÐ ÞÚ TVIST MmmMi 11 Ævintýraferðir til Bangkok með hóteli \ hálfan mánuð. 90 Evrópuferðir. 20 Bandaríkjaferðir. 392 Innanlandsferðir. Ungmennafélag Hveragerðis og ölfus Pantanir í sfma 99-4220 varpsmennimir hafa mikil áhrif og móta málfar margra. Ég fann fljótt að ég varð að losna við mállýskuna til að eiga möguleika á frama. Málið kom alltaf upp um mig. Ég talaði eins og þeir sem aldir eru upp á götunni og það var síður en svo heppilegt fyrir mann sem ætlaði aö verða stjarna." í fyrstu hafði Sting reyndar mestan hug á að komast frá Newcastle. „Heima var ekkert sem vakti áhuga minn og engin tækifæri til að komast áfram. Mannlífið í Newcastle er staðnað og þaö meir en í öðrum ensk- um borgum." Sting gekk vel í skóla og þess vegna fékk hann fyrsta tækifærið til að kynnast fólki úr annarri stétt en hann tilheyrði sjálfur. Þetta var einkaskóli sem kaþólikkar ráku. Þangað sóttu líka börn ríkra foreldra og „ég hreifst strax af þeirra heimi,“ segir Sting. „Þetta var heimur þar sem fólk gat valið en það var óhugs- andi í mínu umhverfi. Og þó ekki alveg því þar átti fólk um þrennt að velja: Að vinna í námu, að vinna í skipasmíðastöð eða vera á atvinnu- leysisbótum. Það kom sér því vel fyrir mig að fá að kynnast öðrum heimi og ég fann strax að ég varð að standa mig vel í skólanum til að komast út í hinn stóra heim.“ Hlustaði á Bryan Ferry Newcastle var þó ekki svo grábölv- uð á sjöunda áratugnum þegar Sting var að alast upp. Hann fékk á ungl- ingsárum sínum oft tækifæri til að heyra í hljómsveit sem hét The Gas Board. Söngvari hennar var Bryan Ferry sem nú er í röð virtustu popp- ara í heimnum. Á uppvaxtarárunum hlustaði Sting einnig mikið á Cream og Jimifíendr- ix. Hánn segist hafa hrifist sérstak- lega af Hendrix sem var á velmektar- dögum sínum um 1970 einn litríkasti popparinn í hemihíxm. Sting er nú 37 ára gamall og segist nú viija hægja svolítið ferðina. „Ég er 37 ára og verð ekki yngri. Þetta eru ekki slæm örlög en ég verð að taka tillit til þess að ég verð ekki allt- af ungur,“ segir Sting. ' Hann segist ekki vera mjög bjart- sýnn á framtíö poppsins. „Nú er alit njörvað niður,“ segir Sting. „Þeir sem þykjast vera framsæknir eru það einfaldlega ekki. Það vantar til- ganginn með tónhstinni. Þegar ég var ungur vissum við vel hvað við vorum að gera.“ Meðan Sting var með hljómsveit- inni The Police segist hann hafa notið virðingar sem lagahöfundur en að öðru leyti hafi hann ekki verið hátt skrifaður sem tónlistarmaður. Hann segir að mikið hafi veriö deilt í hljómsveitinni en það hafi komið í hans hlut að sjá til þéss að allt væri slétt og fellt á yfirborðinu. Plata um konur \ Fyrr á þessu ári kom ný plata frá Sting. „Þegar ég skoða þessa plötu nú sé ég að hún fjallar öðru fremur um móður mína,“ segir Sting. „Það var ekki ætlunin í upphafi. Og hún fjallar ekki aðeins um móður mína heldur einnig um aðrar konur. Þetta á sér djúpar rætur og ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því áður hvað þetta efni var mér hugstætt. Undirrótin er ef til vill eiginleik- arnir sem ég eríði frá móöur minni. Það er sköpunarþörfin, tilfinning- arnar og þörfin fyrir að gefa. Frá fóður mínum erföi ég keppnisskap- ið,“ segir Sting. Snarað/-GK SKREYTINGAR Á BÍLUM AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM; FÓLKSBÍL- UM, FLUTNINGABÍLUM OG SENDIBÍL- UM. SKILTAGERÐ OG MERKINGAR. VERSL UNARGL UGGAR. S ÝNINGAR- BÁSAR. MERKINGAR FLUGVÉLA, EÐA HVAÐ ANNAÐ SEM ÞÉR KANN AÐ DETTA I HUG. I M--M---1_____J unamam SÍMI666048
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.