Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 50
82 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Handknattleikur linglinga DV Valur deildar- meistari í 4. flokki karla - sigraði ÍR naumlega í úrslrtaleik Keppni í 1. deild í 4. flokki karla fór fram í Digranesi sl. helgi í um- sjón UBK. Keppni var oft mjög hörð og var markamunur í leikslok oft eitt til þrjú mörk. I fyrsta leik umferðarinnar sigr- aöi ÍR lið Breiöabliks, 16-14, og eftir að hafa unniö UMFN stórt, 25-16, bjuggust flestir við því að það mundi sigra í A sem þá hafði unnið UMFN en tapað fyrir FH, 15-14. Skagamenn komu ákveðnir til leiks gegn ÍR og sigruðu með einu marki sem skorað var stuttu fyrir leikslok. ÍR sigraöi síðan FH stórt, 18-9, en tapaði eftir jafnan leik fyr- ir deildarmeisturum Vals, 14-16. Sá leikur var jafn fram í lok seinni hálfleiks er Valsmönnum tókst að skora tvö mörk í röð og vinna þar með sigur á því liði sem veitti þeim hvað hörðustu keppnina. Valsmenn unnu 1. deild með fullu húsi stiga og virðast þeir ekkert gefa eftir í baráttunni um titilinn besta lið 4. flokks karla. Þeir unnu stóra sigra á liðum ÍA, 20-14, FH, 18-5, og UMFN, 25-12, en lentu, eins og áður sagði, í vandræðum með lið ÍR og UBK sem þeir sigruðu, 18-15, eftir að flestar tölur höfðu veriö jafnar til að byrja með. UBK, sem lenti í 3. sæti 1. deild- ar, tapaði aðeins fyrir Val og ÍR. Liðið vann UMFN stórt en í leikn- um gegn FH lenti það í hinu mesta basli en vann með einu marki sem skorað var úr víti er leiktími var úti. Leikinn gegn ÍA vann það með einu marki og var þar hart barist því Skagamönnum hefði dugaö jafntefli til að halda sæti sínu í 1. deild. UMFN féll í 2. deild þar sem það vann engan leik. Með því fór ÍA sem var jafnt FH að stigum en inn- byrðisviöureignina vann FH eins og áður sagði. i 2. deild var keppni með eindæm- um jöfn og spennandi og böröust þrjú lið, Fram, KR og Týr, um sæt- in tvö sem losnuðu í 1. deild. KR, sem sigraði lið Fram, 11-9, vann einnig Stjörnuna, UMFA og Þrótt. Týr, sem vann einnig Stjörn- una, UMFA og Þrótt sigraði KR, 17-14. Framarar urðu því að sigra Tý til að eiga möguleika á sæti í 1. deild þar sem þeir höfðu tapaö fyrir KR en unnið aðra leiki sína. Leikur Fram og Týs var jafn til að byrja með en stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Framarar fjögurra marka forustu sem þeir juku jafnt og þétt allan leikinn. Lokatölur uröu 23-11 og tryggðu Framarar sér þar með efsta sæti 2. deildar og sæti í 1. deild ásamt KR sem var með hagstæðari markatölu en Týr. Stjarnan sigldi lygnan sjó með sigrum á Þrótti og UMFA en í þriðju deild féllu lið UMFA og Þróttar. Sömu sögu er að segja úr 3. deild þar sem þrjú lið voru efst og jöfn með átta stig. Fyrirfram var búist við aö Víkingur, sem lék til úrslita í Reykjavíkurmótinu í haust, ynni örugga sigra í 3. deild. Selfoss og Haukar voru þó ekki á því að gefa neitt eftir og þurfti því markamun úr innbyrðisleikjum þessara liða til að skera úr um hvaða tvö lið færu upp í 2. deild. Lið Selfoss kom mjög ákveðið til leiks og vann það fyrstu fjóra leiki sína með nokkrum mun og þar á meðal Víking, 28-22. Þessi leikur var eini tapleikur Víkings sem vann m.a. íið Hauka í miklum markaleik, 27-24. Úrslitaleikur deildarinnar var því milli Selfoss og Hauka og urðu Haukadrengirnir að sigra meö a.m.k einu marki til að eiga möguleika á sæti í 2. deild þar sem þeir voru jafnir Víkingi að markatölu en Selfoss mátti tapa með nokkrum mun. Þessi úrslitaleikur bauð upp á mikla spennu og mikið af mörkum. Það var ekki fyrr en í lok leiksins sem Haukum tókst að komast yfir og sigra með einu marki, 23-22. Það verða því Selfoss og Haukar sem fara upp í 2. deild en Víkingar sitja eftir með sárt ennið því þá vantaði aðeins eitt mark til að komast upp. Ármann og Þór V. féllu niður í 4. deild en Grótta, sem sigraði bæði þessi lið, er um miðja deild. • Skyldi hann skora? Örvæntingin skín úr andlitum ÍR-inga þegar FH reynir markskot í 4. flokki karla. ' : ■■ : ' . • FH reynir markskot á móti IR i 4. flokki karla, I Hveragerði vann HK 4. deild, tapaði aðeins fyrir liði Skallagríms. Ásamt HK fór lið Fylkis upp í 3. deild en það var jafnt UFHÖ að stig- um og með hagstæðari markatölu. Innbyrðisleikur þessara liö endaði með jafntefli, 17-17. í íjórða sæti varð liö Skallagríms sem hefði tryggt sér efsta sæti deildarinnar með sigri í síðasta leik hennar gegn Fylki. Þeim leik tapaði það með éinu marki og dvelur því enn um sinn í 4. deild ásamt ÍBK sem tap- aöi öllum leikjum sínum. Deildaskipting í næstu umferð verður því þannig: l.deild: 2. deild: Valur ÍA ÍR UMFN UBK Týr FH Stjarnan Fram Selfoss KR Haukar 3. deild: 4. deild: UMFA Þór, Vest. Þróttur Ármann Vikingur UFHÖ Grótta Skallagrímur HK ÍBK Fylkir • Hart barist í 2. flokki kvenna. Enn mæta lið ekki til keppni - FH og Grótta létu sig vanta í 2. flokkl kvenna Um síðustu helgi var leikin fyrsta umferðin í 2. flokki kvenna. En að- eins er leikið í tveimur deildum. Fyrsta deild var leikin í Vestmanna- eyjum og þar átti að spila fimmtán leiki en sama sagan endurtók sig frá því í forkeppninni, tvö lið mættu ekki til leiks, Grótta og FH. Af þess- um sökum fóru því aðeins fram sex leikir. Að sögn Björns Elíassonar er þetta óþolandi ástand, mikil vinna hafi verið logð í að hafa húsið laust og útvega frambærilega dómara. Sagði Björn að engin tilkynning hefði borist frá HSÍ eða frá þessum tveim félögum. Þess ber að geta að þrjú lið komu frá landi og þurftu að leggja í töluverðan kostnað til þess eins að leika aðeins þrjá leiki. Sam- kvæmt 14. grein reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót skal þessum fé- lögum gert að greiða 10.000 kr. sekt og skal þeim einnig vísað úr keppni í viðkomandi flokki ef þau hafa ekki Umsjón: Heimir Rikarðsson og Brynjar Stefánsson til þess löglega ástæðu að mati móta- nefndar HSÍ. Eins og áður sagði voru aðeins fjög- ur lið í 1. deild. Keppnin var mjög jöfn og spennandi því að þrjú lið urðu efst, jöfn með íjögur stig, og réð því markatala hvaða lið varð deildar- meistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.