Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987.
11
„Mér finnst allt miklu betra í dag en hér á árum áður. Vöruflutningar eru leikur einn hjá þvi sem var,“ segir Guðlaugur Pálsson kaupmaður sem man
timana tvenna á Eyrarbakka því hann hefur starfað með verslun sína þar í 70 ár.
tengdasyni og við vorum þar í tíu
daga. Ég er búinn að sjá vaxmynda-
safnið þrisvar og það er aldrei eins
er maöur kemur þangaö."
Guðlaugur og Ingibjörg kona hans
bjuggu ekki fyrst í verslunarhús-
næðinu. „Við bjuggum hér vestar.
Þetta hús var ekki nógu gott. Síðan
lét ég breyta húsinu og byggði við
það og við fluttum hingað árið 1951.
Börnin, sem eru nú engin börn leng-
ur, á sextugsaldrinum," segir
Guðlaugur og hlær „voru þá orðin
stálpuð, það yngsta tólf ára.“ Það er
með ólíkindum hvað Guðlaugur man
allar tölur og ártöl vel. Hann þarf
ekki einu sinni að hugsa sig um áður
en hann svarar.
Guðlaugur segist hafa kunnað vel
við sig á Eyrarbakka. Hann gæti
hugsað sér að búa í Reykjavík en
ekki á Selfossi. „Ég var svo kunnug-
ur Reykjavík í gamla daga,“ segir
hann ennfremur.
Eyrarbakki sett niður
Er viö spyijum Guðlaug hvernig
hafi staðið á því að verslun hafi ver-
ið með svo miklum blóma á Eyrar-
bakka á hans fyrstu árum segir
hann: „Menn komu alla leið austan
úr Vík til að versla hér. Skipin komu
þá hingað í sambandi við verslun.
Ég fékk einu sinni skipsfarm af
timbri hingað sem við skiptum með
okkur, nokkrir kaupmenn. Eyrar-
bakki hefur sett mikið niður miðað
við það sem áður var,“ segir Guö-
laugur. „Hér var leikfélag, þrjár
stúkur voru hér, söngflokkur, horna-
flokkur og bíó. Hér var mikið félags-
líf á árum áður en núna er ekkert.
Hér eru sannarlega rólegheit. Allt
þetta fólk, sem verslaði mest við mig,
er farið núna. Ég tók alltaf mikið inn
af kartöflum, gulrótum, rófum, gær-
um og ull. Þá fóru viðskiptin mikið
fram á skiptum. Flestöll viðskipti
voru í reikning."
Guðlaugur segist geta lifað af búð-
inni en segir þó að honum sé sama
um það. „Ég ætla að halda áfram að
versla meðan ég get. Þeir væru ekki
margir sem tækju mig í vinnu héðan
af,“ segir hann og hlær. Ég spurði
hvort hann hefði gaman af því að
dútla í búðinni og hann svaraði með
hægð: „Nei, mér hefur aldrei þótt
gaman að versla. Það var ekkert um
annað að ræða þar sem mér var boð-
ið plássið og allt saman. Þetta kom
bara upp í hendurnar á mér og ég
var heppinn. Mig langaöi að fara í
Sjómannaskólann og komast á milli-
landaskip," segir Guðlaugur en
bætir við að hann hafi verið feginn
að hafa ekki gert það þegar hann var
orðinn fjölskyldumaður. „Ég var áð-
ur á Engey í landflutningum í þrjú
ár.“ Guðlaugi fmnst allt vera betra
núna en áður. „Vöruflutningar eru
svo auðveldir og fólk hefur það svo
gott,“ segir hann.
I búðinni á kvöldin
Aldrei segist hann horfa á sjónvarp
þó það standi í stofunni. „Ég er alltaf
í búðinni frá klukkan átta á kvöld-
in,“ útskýrir hann.
Guðlaugur segist tvisvar hafa verið
á spítala. „Ég var samt ekkert veik-
ur,“ segir hann. Sennilega eru ekki
margir jafnaldrar hans enn með
verslun í fullum rekstri. Guðlaugur
á fáa sína líka og verslunin hans er
skemmtilega gamaldags. Það er viss
sjarmi yflr verslun Guðlaugs Páls-
sonar á Eyrarbakka. Stundum
kemur fólk inn í búðina bara til að
upplifa gömlu stemmninguna og
hitta gamla manninn, en því mátti
ég víst ekki segja frá...
-ELA
r
BESTU MYNDIRNAR í BÆNUM
VIDEOTÆKI FRÍTT MEÐ 2. SPÓLUM
3
5
Q)
3
DÆMI UM
TOPPMYNDIR
TOP GUN
BIG TROUBLE IN LITTLE CHINA
CROCODILE DUNDEE
THE GOLDEN CHILD
BESTSHOT
HEARTBREAK RIDGE
MORNING AFTER
RUNNING SCEARD
OVER THE TOP
ALIENS
STAND BY ME
LEAGEL EAGLE
RUTHLESS PEOPLE
PEGGY SUE GOT MARRIED
STJÖRNUVIDEO SNÆVARSVIDEO
SOGAVEGI 216 HÖFÐATÚNI 10
SI'MI 687299 SÍMI 21590