Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Gæfulítill Seðlabanki Seðlabankinn ber hluta ábyrgðar á öngþveiti, sem hefur verið í peningamálum þjóðarinnar á þessu ári. Hann hefur eins og jafnan áður misskilið hlutverk sitt á svipaðan hátt og Þjóðhagsstofnunin hefur gert og htið á sig sem auðmjúkan þræl sérhverrar ríkisstjórnar. í lögum um bankann segir, að stjórn hans megi opin- berlega lýsa ágreiningi við ríkisstjórnir í efnahagsmál- um, þótt honum beri að vinna að því, að hagstefna ríkisstjórna nái tilgangi sínum. En Seðlabankinn hefur í aldaríjórðung ekki flíkað sjálfstæðri skoðun. Þessi ákvæði eru mikilvæg, þegar ríkisstjórn getur ekki framkvæmt eigin efnahagsstefnu vegna þess að hún telur sig þurfa að kaupa atkvæði með tímabundnu góð- æri fyrir kosningar. Þá á Seðlabankinn eftir mætti að standa vörð um stefnuna til að brúa bihð yfir kosningar. Frá upphafi þessa árs og fram yfir mitt ár horfði Seðlabankinn áhugalaus á hrunið, sem hófst, þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Þor- steinn Pálsson íjármálaráðherra urðu helteknir kosn- ingaskjálfta. í júlí reyndi bankinn fyrst að hemla. Fleiri tóku þátt í ábyrgðinni á þessu. Aðilar vinnu- markaðarins töldu sér trú um, að þeir gætu hækkað lægstu laun án þess að hækkunin færi í launaskriði upp alla hálaunaflokka. Og bankarnir, með Landsbankann í broddi fylkingar, kunnu sér ekki hóf í útlánum. Nú eru þessir aðilar með allt niðrum sig á kostnað þjóðarinnar. Ný ríkisstjórn er með ráðgerðan þenslu- halla næsta árs upp á íjóra -fimm milljarða og fer mun hærra. Hún hefur í raun magnað verðbólgu, afskræmt gengi krónunnar og efnt til milljarða viðskiptahalla. Umræðan um þátt Seðlabankans í þessari ógæfuþró- un er gagnleg og brýn, rétt eins og nýleg umræða um mikinn og vaxandi skriðdýrshátt Þjóðhagsstofnunar gagnvart sérhverri ríkisstjórn. Seðlabankastjóra skortir ekki völd, heldur kjark til að nýta þau til góðs. Sumir segja, að þetta sýni, að veita beri bankanum aukin völd til að fyrirskipa hitt og banna þetta, í hefð- bundnum skömmtunarstíl íslenzkum. Það er ekki rétta leiðin, enda er löng harmsaga af peningafrystingu Seðla- bankans, sem hefur magnað fjármögnun gæludýra. Þjóðin á að geta heimtað af hinum fjölskipaða Seðla- banka, að hann safni ýtarlegri, betri og skjótari tölum um stöðu fjármála þjóðarinnar og birti þær hraðar. Ástæðulaust er, að launaskrá bankans sé eitt athyglis- verðasta dæmið um dulbúið atvinnuleysi í landinu. Til þess að auðvelda bankanum þetta verk er hugsan- lega hægt að geta þess ýtarlegar í lögum um bankann, þótt frestur á slíku megi ekki verða honum til afsökun- ar. Á tölvuöld ætti þjóðin raunar að hafa aðgang að tölum, sem sýna alla peningastöðu líðandi stundar. Um leið er brýnt, að Seðlabankinn túlki þessar tölur jafnóðum, en bíði ekki eftir ársfundi sínum. Seðlabanka- stjórum er líka skylt að mótmæla, ef aðgerð eða aðgerða- leysi ríkisstjórnar stríðir gegn yfirlýstum markmiðum hennar, og skýra þann ágreining sinn rækilega. Áhrifamáttur Seðlabanka til góðs felst ekki í valdi hans til boða og banna, heldur í siðferðilegu aðhaldi, sem byggist á skýrum upplýsingum um stöðu mála í núinu - og á vilja kjósenda til að hafna stjórnmálamönn- um, sem reyna að virða þetta aðhald að vettugi. Það eru seðlabankamenn, sem hafa sjálfir vahð að hafa hann illa rekinn og ósjálfstæðan. Það er þeim sjálf- um, sem ber að nota umræðuna til að bæta starf sitt. Jónas Kristjánsson Listin að geta æst sig upp Sú list hefur verið löngum í há- vegum höfö að geta æst sig nógu mikið upp, og æsingur hefur líka verið talinn besta sönnun þess að einhver hafi skoðun, þótt efnislega séð örli ekki á henni í orðum hans. Og þess vegna erum við stöðugt að rjúka upp eins og nöðrur eða bogna líkt og sármóðgaðir sjúklingar, el- legar þá við öslum sem óðir tarfar í moldarílagi. Þess á milli liggjum við máttvana og andlaus eins og berserkir, meðan við sækjum í okkur veðrið á ný, með nýjum æs- ingi, upphlaupi, sárindum, kveini og móðgunum. Við sérhvert upp- hlaup er hið liðna gleymt, vegna þess að við höfum ekki aðeins glat- að söguskilningi okkar, heldur líka tenglsum við tilfmningalífið, skoð- anir og annað, sem prýðir einstakl- inga og þjóðir, ef þær eða þeir eru í sæmilegu jafnvægi, semer undir- staöa markvissra átaka, öruggrar framþróunar og þjóðlífs sem reisir hvorki samtíð sína né framtíð á höppum og glöppum. Vegna viðhorfa okkar til hins andlega fjörs, sem nálgast oft það eitt að við erum taugaveikluð, get- um við staðið stöðugt í óskaplega vindhanalegum og hálfþokukennd- um Bíldudalsmálum, þegar þjóðin virðist sameinast sjálfkrafa í því að hún hefur gifurlegt vit á saur- gerlum í vatni á Vestfjörðum. Skyndilega breytast alþingismenn úr framlágum stjórnmálamönnum í gerlafræöinga á heimsmæli- kvarða og bíða bara eftir Nóbelnum í líffræði. En jafnvel Bíldudaismál geta ekki fleytt okkur íslendingum, sem þjóð, að heimsfrægðinni, kannski vegna þess að vindurinn hleypur úr skoðanabelgnum áður en umheimurinn hefur áttað sig almennilega á undrinu og stór- merkjunum. Síðan týnast stórmál allt í einu, eins og Bíldudalsmálið, og ef minnst er á þau, kannski í sambandi við lundareinkenni þess- arar þjóðar eða í tengslum við minningar um Bíldudals kinda- kæfu eða grænar baunir, þá er litið á þann sem taiar stórum augum, eins og Bíldudalur sé varla til á kortinu, hvað þá að saurgerlar séu þar í sláturhúsinu. Það er eins og hin gerlafróða þjóð geri sér ekki grein fyrir að saurgerlar eigi að vera hvergi annars staðar en í slát- urhúsum, þar sem skorið er á vambimar og úr þeim flæðir það sem ég kysi helst að nefna ekki á nafn, þó þaö sé í raun og vera það eina sem býr öragglega innra með hverri lifandi veru, og þá mannin- um líka. Guði sé þó lof að núna geta menn risið upp úr deyfðinni og haft sína sérstæðu skoöun, en almenna þó á ráðhúsinu við tjörnina. En innan- bæjaræsingurinn í Reykjavík verður aldrei eins mikill og ef æs- ingurinn varðar landsbyggöina. I talfæri Guðbergur Bergsson Sveitir og landsbyggðin fá í raun og veru ekkert frá Reykjavík annað en tóman æsing og óhijálegar skoð- anir. Reykvíkingum er ekkert mannlegt óviðkomandi úti á landi, ef þeir fá að þenja sig. Núna eru þeir aftur á móti komnir á heima- slóðir með æsinginn, og með því að ekki er alltaf mikill munur á gerlafræði og líffræði, þá hafa þeir svissað sér, eins og brassan Ella í ljóði Jónasar Svafár, úr gerlafræð- inni yfir í lífríki Tjarnarinnar. Þeir' urðu að líffræðingum viö það að gefa öndunum gamalt brauð frá barnæsku. Og versna ekki, þegar þeir með auknum þroska kasta sér og öörum í hina helgu tjörn, eins og lesa má í blaðafréttum og sjá má þegar yfirmenn bæjarins ákveða að „hreinsa tjörnina". Þá getur hver sem er gæddur nokkurn veginn óbrenglaðri sjón séð, að lí- fríki Tjarnarinnar er byggt á öllu - frá barnavögnum að vettlingum og hjólbörðum; og sjálfir fyndust þeir þar lífs eða liðnir og drukknir, sem þáttur í lífríkinu, ef ekki væri lögreglunni að kenna að fólk fær ekki að hverfa aftur til vatnsins í friði, þegar það er blautt innra með sér. Síðasta stóra upphlaupið hér inn- an hæjar var í kringum Seðlaban- kann. Þá höfðu Reykvíkingar skyndilega gífurlegt vit á útsýni og vildu veija það. En síðan fór allur vindur úr varnarræðunum og núna rís Seðlabankahúsiö, kol- svart eins og eðli peninganna, og ver Arnarhól fyrir veðrum af norðri. Og allir haf glatað því mikla viti sem þeir höfðu á útsýninu frá Arnarhóli. Karinski má rekja hvarf fegurðarsmekks fyrir útsýni til þeirrar „félagslegu staðreyndar" að rónar eru horfnir af Arnarhóli; þeir hverfa ekki fóðurtúna til í vímu sinni lengur. En þeir voru margir ljóðrænir og vert er að gæta þess aö fegurðarsmekk okkar og fínar tilfinningar fengum við að mestu frá ljóðrænum rónum og aumingjum á ýmsu sviði, allt fram á okkar dag. í hinum stöðugu upphlaupum haustsins, frá Bíldudal til Tjarnar- innar, hefur eitthvert stærsta mál í heillandi sögu áhuga okkar á mannsanda og líkamanum - sem andinn býr í - horfið gersamlega. Hér á ég við sjúkdóminn eyðni. Þann sjúkdóm virtumst við hafa tekið upp á arma okkar, svo mikið var hann ræddur og malaður í heil- anum. Færastu menn á sviði íslenskrar timgu reyndu að finna viðeigandi orð yfir hann. Færustu læknar og vísindamenn reyndu að komast að eðh hans í gegnum íslen- skar rollur og mæði- eða mæöu- veiki. Stundum var engu líkara, eftir blaðafregnum að dæma, en ýmsir fremstu menn þjóöarinnar á sviði íslenskrar tungu, fræða, vís- inda og annarrar andagiftar, heföu haldið að mestu leyti til í homma- rössum og stundað djúp fræði sín í lífríkinu þar. Af þessu er kannski ekki að undra hvað margir reynast færir í gerla- og líffræði, eins og núna er að koma í ljós. Mesta gæða- fólk þjóðarinnar vildi komast á Smokkaspjaldið, svo annt var því um hommarassana. Maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðriö og sjúkdómurinn, hvort hann hefði kviknað við það að svín fór upp á homma á Jamaica eða api beit homma í Kongó. Allir fóru að tala um smokka og ganga með þennan kafarabúning á sér. „Maður veit aldrei hvenær maður kafar,“ sögðu bestu menn, eins og kynmiðstöð þeirra og kyntákn gegnum aldimar væri heimins versti og sjúkasti og fúlasti pyttur sem guð setti á mann- skepnuna. En undanfarna daga, þegar bráð hefur af Bíldudal og Tjörninni í huga fólks, þá hefur umræðum um eyðni skotiö aftur upp í dagblöðum, en einhver von er til að þær muni kafna, eins og svo margt annað, í jólabókaflóðinu, því syndaflóði ís- lenskrar menningar sem stendur yfir í rúma fjörutíu daga og fjöratíu nætur árlega. Þegar það sjatnar virðist engin bók hafa bjargast eöa komist í Örkina. Líf bókmenntanna er ekki lengra en þetta í lífríki lestr- arkunnáttunnar. Ef einhver minntist í febrúar á bók sem kom út í desember mundu ekki fleiri muna eftir henni en Bíldudalsmál- inu, Seðlabankamáhnu, Tjaraar- málinu... Ó, heilaga gleymska! Guði sé þó lof að núna geta menn risið upp úr deyfðinni og haft sína sérstæðu skoðun, en almenna þó á ráðhúsinu við tjörnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.