Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Allsherjar- goðinn kom óimdirbúinn Sveinbjörn Beinteinsson - það verður út í hött sem ort er fyrirfram. DV-mynd BG Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoöi og kvæðamaður á Draghálsi, var kvaddur til að vera hagyrðingur heimamanna í keppn- inni í Borgarnesi. Hann kom frá óðali sínu skömmu fyrir keppnina og sagðist vera óundirbúinn. Þó vildi hann ekki sverja fyrir að tvær eða þrjár visur hefðu orðið til á leiðinni í Borgarnes en hann sagði að „lítið væri varið í kveð- skap af þessu tagi ef menn hefðu ort allt heima. Það verður alveg út í hött sem gert er fyrirfram." Þáð kom líka á daginn í keppninni að allsherjargoðinn átti ekki í erfið- leikum með að kasta fram vísu fyrirvaralaust. Hann sagði að sér litist yfirleitt vel á þann kveðskap sem birst hefði í þáttunum til þessa. „Kveðskapur- inn er auðvitað misjafn eins og gengur þegar menn eru beðnir að mæla vísur af munni fram,“ sagöi Sveinbjörn. „En það sem hefur ve- rið best gert er býsna gott.“ Fyrir keppnina sagðist Svein- björn ekki vera svo mjög hræddur við að standa á gati. „Það má nú samt búast við öllu,“ sagði Svein- björn „en það er óþarfi að hafa áhyggjur fyrirfram. Þetta verður bara að koma á staðnum.“ í þættinum sleppti Sveinbjörn að kveða visur sínar við þekkt kvæða- lög eins og hann er þó frægur fyrir að gera. Hann sagðist fyrir þáttinn vera búinn að ákveða að hafa þetta svona. „Það er þó auðvitað hin rétta aðferð, að kveða," sagði Sveinbjörn Beinteinsson allsheij- argoði. GK — Eg hef aldrei seð Borg- nesing í sjónvarpi - sagði Kristján Jóhann Pétursson, 7 ára „Eg vona að Borgfirðingar vinni,“ sagði Kristján Jóhann Pétursson, 7 ára kotroskinn Borgnesingur. Hann fvlgdist vel með undirbún- ingi þáttanna og kom sér fyrir á góðum stað við keppnina. Fyrir keppnina sagðist hann ætla að vera þar „hvað sem það kostaði." Reyndar var hann einnig kominn til að hitta vin sinn, Ómar. sem hann sá á 1. maí skemmtuninni í Borgarnesi í vor. Kristján hefur fylgst vel með þáttunum til þessa og var búinn að reikna út að heimamenn hlytu að sigra. „Þegar keppt var á Húsa- vík sigruðu heimamenn og aftur þegar keppt var á Egilsstöðum. Heimamenn vinna alltaf. Helduru það ekki líka? Heimamenn verða að vinna núna,“ sagði Kristján og bætti síðan við í alvarlegum tón: „Ég held að ég sé að fara á taugum að bíða eftir þessu." Kristján er Borgnesingur af öllu hjarta. Hann taldi þó ekkert verra að hafa Akurnesing í liðinu þótt þeir væru nú ekkert sérstakir. „Þeir mega alveg vera meö,“ sagði hann en hafði samt meiri trú á sín- ummönnum. ,.Ég hef nú aldrei hevrt að þessir af Snæfellsnesinu geti eitthvað," sagði hann, vantrúaður á andstæð- ingana. Samt viðurkenndi hann að þeir gætu alveg unnið. „Við verð- um bara að vinna." sagði hann ákveðinn „en ég er orðinn svolítið spenntur að bíða." Kristián hefur fylgst með öllum þáttunum til þessa og nú ætlaði hann bæði að horfa á keppnina á Hótelinu í Borgarnesi og í sjón- varpinu. „Ég hef aldrei séð Borg- nesing í sjónvarpi." sagði hann og var hálfhissa. „Eg hef heldur ekki séð mig og ég hef heldur ekki verið í dagblaði og ekki í útvafpi." sagði Kristján Jóhann - ætlar að lækka verðlð á frönskunum á hótelinu. DV-mynd BG Kristján Jóhann. sem ætlar síöar að verða hótelstjóri í Borgarnesi og þá verður „verðiö á frönskunum lækkað í 53 krónur." -GK Eg geymi allar vísumar - segir Heiður Ósk Helgadóttir stigavörður Heiður Osk - það hefur aldrei verið ort um mig opinberlega aður. DV-mynd BG „Þetta er búið að vera æðislegt," sagði Heiður Ósk Helgadóttir. sem leikur tveim skjöldum í þáttunum. Hún gætir þar stiganna og farðar þátttakendur fyrir keppnina. „Það er i lagi að vera í sviðsljósin svona í hófi en ekki meira en þetta.“ seg- ir Heiður. Hún gengur brosmild til þessara verka og fyrir vikið hafa kvæða- mennirnir ort ófáar vísur um hana. „Mér fmnst óskaplega gaman að fá allar þessar vísur,“ segir Heiður og dregur ekkert úr hrifningunni. „Ég skrifa þær allar niður og geymi. Þaö hefur aldrei verið ort til mín opinberlega áður en nú, þegar það er loksins byrjað, þá á ég heilt safn af vísum." Hún segist þó ekki vera óvön kveðskap af þessu tagi því að á meðan Emil Björnsson frétta- stjóri vann á sjónvarpinu kastaði hann oft' fram vísum og þar fékk hún sinn skerf. „Mér fmnst það best sem Guð- mundur Ingi á Kirkjubóli orti um mig," segir Heiður en hann orti margar vísur um fórðunina á sér. „Hann er greinilega mjög snjall en þó finnst mér að varla sé hægt að gera upp á milli hagyrðinganna. Það er mjög gaman að þessu." Mörgum hefur þótt það hálftil- gangslaust að Heiður les stigin með reglulegu millibili þótt þau blasi við áhorfendum allan þáttinn. „Þetta er aðallega gert til að fá fram kaílaskipti í þáttinn," útskýrir Heiður. „En það er rétt að þessi stigalestur getur litið undarlega út en ég reyni að eyða því með því að vitna til þess sem gerst hefur á undan. GK Á hvað horfir Hamlet? Þótt hðnar séu tvær vikur siöan Eyfirðingar og Þingeyingar kepptu er keppni þeirra fjarri því lokiö. Eyfirðingar eru enn sárir vegna spumingar um á hvað Hamlet horfi í leikrlti Shakespe- are þegar hann mælir frægustu orö leikbókmenntanna. Þingeyingar svöruðu að hann horfði á hauskúpuna og fengu rétt fyrir og stig sem nægðu þeim til sigurs. Eyfirðingar segja að þetta svar sé rangt enda er mikið álitamál á hvað Hamlet á að horfa. í flestum uppfærslum er Hamlet ekki látinn horfa á haus- kúpuna heldur eitthvað annað. Þingeygingar hafa bent á að vit- að sé til að Hamlet hafi horfi á hauskúpuna i uppfærslu á verk- inu úti í Englandi og ætla að fá staöfestingu á því. Fáist hún gæti svarið hafa verið rétt. Ómar segist hafa spurt Gunnar Eyjólfsson leikara að því hvað væri rétt í þessu máli. Gunnar á aö hafa svarað meö tilþrifum: „Þegar ég horfi á hauskúpuna þá segi ég... “ Mál þetta er enn óútkljáð og möguleiki er að Eyfirðingar fái að halda áfram í keppninni sem uppbótarlið vegna þess að þeir töpuðu með minnstum mun. Til þess mega Þingeyingar þó ekki hugsa og ætla ekki aö láta Eyfirð- inga „grenja sig inn um bak- dyrnar." Þeir sem vinna að upptöku þátt- anna segja að rígur milli liða hafi aldrei verið meiri en þegar Þin- geyingar og Eyfirðingar kepptu. Haft var á orði að þetta mál væri ellefu hundruð ára gamalt og Þin- geyingar liti á það sem móðgun að Eyfirðingar skyldu yfirleitt ætla sér að sigra þá. -GK Þeir ætla að eyði leggja SlOlð Við æfingar fyrir upptökuna á spurningaþættinum fór rafmag- nið af hótelinu í Borgamesi og áætlun sjónvarpsmanna seink- aði. Það tókst þó aö ráða bót á rafmagnsleysinu en það fór kurr um salinn þegar Ijósin dóu út. „0, þetta gerðist líka á isafirði, sagði Ásthildur Kjartansdóttir, „produsent". „Þá urðum við að fresta upptöku fram eftir öllu kvöldi. Þetta verður bara að ganga núna.“ Reyndar er sagt að rafmagns- leysiö hafi átt mestan þátt í að ísfirðingar voru góðglaðir við upptökuna. Þeir þurftu nefnilega að bíða við barinn 1 tvo tíma eftir að upptaka hæfist. Baldur Hermannsson, dómari þáttanna, vissi einn fyrir víst af hverju rafmagnið fór í Borgar- nesi. „Það eru þessir menn,“ hrópaði hann argur og benti á útsendara DV. „Þeir eru komnir hingað til að eyðileggja sjóiö. Hér gerist ekkert af viti fyrr en búið er að henda þeim út“ Um síðir tóks þó að semja friö við dómarann og hann var hinn ljúfasti þegar rafmagniö kom aft- ur og hann búinn að fá sér skyr með frönskum kartöflum. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.