Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 19
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Eftir J. A. Sonne - Teikning eftir Des Asmussen Fjárkúgun? - Komdu þér að efninu. Hvað viltu fá fyrir að segja ekki frá þessu? Hún hló. Hefði hún veriö að tala í símann hefði rödd hennar vakið með honum þrá en það var hræðilegt að sjá tennurnar í henni. - Við skulum uppfylla óskir hvort annars, Max, þér er óhætt að viður- kenna að það er ekkert sem þú getur frekar óskað þér en að losna við aðra af konunum þínum. Hann leit óttasleginn í kringum sig. - Uss. Ekki svona hátt. - Það heyrir enginn til okkar. Fólk er bara að hugsa um jólin. Svo fer þetta heldur ekki lengra, gamli minn. Ég þarf ekki annað en að hvísla nokkrum orðum að Lizzie og þá skellur óveðrið á. Og þótt Gerda sé tornæm þá er hægt að ímynda sér viðbrögðin þegar hún kemst að því aö hún á tvíkvænismann. Þetta voru óskemmtileg orð. Þótt það væri hálfkalt í kránni fór hann að svitna. - Hvað með þennan óska- hsta sem þú varst að tala um? spurði hann. - Ég óska mér 250.000 króna um jólin og 250.000 um áramótin. - Svo þetta er þá fjárkúgun. - Bíddu nú við. Þannig fer ég ekki að. Fólk gefur jólagjafir og býst við að fá gjafir í staðinn, ekki satt? Hún leit í kringum sig og gekk úr skugga um að enginn gæti heyrt til hennar. Svo hélt hún áfram. Önnur verður að deyja - Eina lausnin á vanda þínum er sú að önnur eiginkvenna þinna deyi. Þær eru báðar vel efnaðar og báðar eru þær líftryggðar. Þá geturðu aftur farið að lifa eðlilegu lífi. - Þú ert gengin af göflunum, sagði hann og reyndi að hljóma sannfær- andi. - Það má vera en þó ekki vit- lausari en þú. Ekki er ég tvíkvænis- kona. - Hættu að nefna þessi orð. - Allt í lagi. Hvora viltu frekar halda í? Gerdu? Hann hugsaði til Lizzie og kinkaði kolli. - Það var leitt því það er Gerda sem þú verður að losna við. Myrðirðu Lizzie elta ættingjar hennar þig um alla jörðina með haglabyssur og lög- fræðinga. Hann kinkaði aftur kolli. Hún vissi hvaö hún var að tala um. - Gerda á aftur á móti hvorki for- eldra né systkini. - Hún á systur, sagði hann og kom á framfæri þeim óvæntu upplýsing- um sem hann hafði fengið daginn áður. Susan brosti kuldalega. - Já, hún átti systur en hún dó fyr- ir mörgum árum. Þetta hlýtur að vera tilraun til þess að neyða þig til að vera heima um jóhn. Og það þýð- ir í rauninni að jörðin sé farin að brenna undir fótum þínum. Eigum við að koma á skrifstofuna þína og ræða betur um þetta? Hún er ekki myrkfælin Það var léttir að komast frá öliu þessu fólki. Sjálfsöryggi hans óx þeg- ar hann var sestur við skrifborðið sitt. - Segðu mér þá hvernig þú heldur aö við getum uppfyllt óskir hvort annars, sagði hann og kveikti í píp- unni eins og hann var vanur að gera þegar hann var hjá Gerdu. Heima hjá Lizzie reykti hann bara vindla. - Gerda er búin að segja mér að á hverju fimmtudagskvöldi, þegar hún er búin í postuhnsmálunartímanum, stytti hún sér leið í gegnum Nörrep- arken. Það má saka hana um margt en myrkfæhn er hún ekki. - Ég er oft búinn að vara hana við, sagði hann alvörugefmn. - Vertu ánægður yfir því að hún skuli ekki taka mark á þér. Hún gengur yfir brúna á litlu tjörninni þar sem nú er farið að leggja. Er það ekki? Hann vissi ekki hve mikill ís var kominn á tjörnina en hann þekkti brúna. Það var ekki erfitt aö leynast þar í myrkrinu, gana hratt að henni, slá hana niður og kasta henni svo í tjörnina. Hann var stór og sterkur. Hann gæti það ábyggilega ef. . . Örugg fjarvistarsönnun - Maður fær ævilangt fangelsi fyrir svona lagað, sagði hann. - Ekki nema að það sé ekki fyrir hendi örugg fjarvistarsönnun. Og hún er jólagjöfin mín til þín. A fimmtudagskvöldið verður þú í Stokkhólmi. Þú ert svo vanur að fara í feröalög og reynist það nauðsynlegt munum við maðurinn minn stað- festa aö þú hafir verið hjá okkur. - Ertu gift? spurði hann og varö í senn hugsað um fjarvistarsönnumna og tennurnar sem hefðu átt að nægja til að halda öllum karlmönnum í hæfilegri fjarlægð. - Já, ég er gift Svía. Reyndar er hann kaupsýslumaður eins og þú. Og ég er búin að ræða þetta við hann. Við erum bæði tilbúin til að bera að þú hafir verið hjá okkur á þeirri stundu sem „slysið“ varð ef það reynist nauðsynlegt. Þetta hljómaði ekki vel en það var svo margt slæmt í heiminum. Það var heldur ekki eölilegt að eiga tvær konur. Arfurinn eftir Gerdu og lif- tryggingaféð myndu tryggja honum svo ríflegan lífeyri að það kynni jafn- vel svo að fara að hann gæti sagt skiliö við Lizzie síðar. Hann yrði að reiða sig á Susan. Var líka um nokk- uð annað að velja? Sama kvöld sagði hann Gerdu að hann þyrfti að skreppa til Stokk- hólms fyrir jólin en hann hlakkaöi mikið til að hitta systur hennar_ Hvað héti hún annars? Voru þær lík- ar? Hvers vegna hafði hann aldrei heyrt um hana fyrr? Undarleg skýring Gerda kom með undarlega skýr- ingu. Jú, systirin hét Karin, var bústin og bjó.í Englandi. Ástæðan til þess að hún hafði ekki talað um hana fyrr var sú að þær höfðu fjárlægst hvor aöra eftir lát móður þeirra. Þá hafði sambandið á milli þeirra aldrei verið náið og reyndar gat svo farið að ekkert yrði úr heimsókninni um jólin. - Ég verð heima um jólin, sagði Max og kyssti hana. - Já, í ár verð ég heima um jólin. Það marraði í snjónum undir fótum hennar. Max gat heyrt til hennar langt að þegar hún gekk í áttina að brúnni. Það var dæmigert fyrir hana að hún skyldi ganga ein á svona stað á kvöldin. Hana skorti allt hug- myndaflug og því óð hún bara áfram án þess að leiða hugann að þeim hættum sem gátu beðið kvenna sem voru einar á ferli í mannlausum al- menningsgörðum. Susan hafði undirbúið það allt og sýnt mkla nákvæmni. Um morgun- inn hafði hann flogið til Stokkhólms og séð til þess að hann yrði skoðaður þegar hann færi fram hjá vopnaeftir- htsmönnunum. Hann þorði hins vegar að sverja að enginn hefði veitt neina athygli gamla, gráskeggjaöa manninum sem flaug til Kastrup síð- ar um daginn undir nafninu Pierre Dupont. Og það myndi heldur enginn taka eftir herra Heinz Schmidt þegar hann tæki síðustu flugvél kvöldsins til Stokkhólms eftir þrjá tíma. Þegar lögreglan hringdi svo til hans í gisti- húsið mqrguninn eftir og færði honum sorgarfregnina myndi hann vera i rúminu og getað vísað til þess að hann heföi verið með Susan og manni hennar allt kvöldið áður. Svikju þau hann fengju þau enga peninga. Á móti jólagjöf kæmi jóla- gjöf. Eter í klút Gerda nálgaðist og hann þekkti nú þungar hreyfingar hennar. Það var farið að snjóa. Brátt yrði engin spor að sjá á brúnni og stígnum. Tiu sekúndum síöar var hann kom- inn að henni. Hann þrýsti klútnum með eternum aö vitum hennar og hélt henni svo fastri þar til hún hætti að hreyfa sig. Hann heyrði ísinn brotna þegar hann kastaöi henni fram af brúnni. Svo beið hann í fimm mínútur tihþess að vera alveg viss um að hún væri ekki lengur lífs. Síð- an gekk hann að reiðhjólinu sem hann hafði stohð og hélt aftur til flug- vallarins. Hann kom þangað rétt í tæka tíð til þess að ná síðustu flugvél SAS til Stokkhólms. Enginn tók eftir Heinz Schmidt, þessum dálítið feitlagna manni sem settist við ganginn aftast í flugvél- inni. Auðvitað var þetta allt saman mik- iö hættuspil. Blöðin gætu farið að fjalla í einstökum atriðum um vesal- ings konuna sem hafði dottið í gegnum ísinn og drukknað. Lizzie gæti heyrt um atvikiö í útvarpinu og fyllst grunsemdum. (Það var aldrei hægt að segja fyrir um þaö sem kon- ur gátu látið sér koma til hugar.) Og flugfreyja gat fundið daufan þefinn af eternum sem komist hafði í snert- ingu við föt hans. Ekkert af þessu gerðist þó. Annars var það svo aö lífið var allt eitt hættuspil. Það var líka hættulegt að vera tvíkvænismaður. Og ekki minnkaði áhættan við að myrða aðra konuna. Játning á óskalisanum Steen frá morðdeildinni virti íhug- ull fyrir sér 73 sm hátt jólatréð sem honum hafði loksins teicist á fá sett upp á fábrotinni skrifstofu sinni. Það var kominn aðfangadagur og klukk- una vantaði nítján mínútur í fjögur. Hann langaði til að fara heim. Reynd- ar voru jóhn honum ofarlega í huga aö þessu sinni. Efst á óskahstanum var játning bústna mannsins sem sat andspænis honum á tréstólnum. - Ég skil ekki hvers vegna þú held- ur áfram að neita, sagði hann. - Við erum búnir að gera uppdrátt af ferð- um þínum og við vitum að þú getur hafa myrt konuna þína og. . . - Já, það er hægt að gefa sér að ég hafi gert það, sagði Max. - En stað- reyndin er bara önnur. - Mér þykir það næstum um of aö þurfa aftur að segja aö fjarvistar- sönnunin dugi ekki. - Ég var í gistihúsinu með við- skiptavini mínum og konu hans allt kvöldið, sagöi Max. - Nei, þar varstu ekki. Þú flaugst aftur til Kaupmannahafnar seint á fimmtudeginum, myrtir konu þína og flaugst til baka. Svo er það annað sem þú átt eftir að gefa skýringu á. Hún átti ættingja. . . - Það er ekki rétt! hrópaði Max næstum. Hvorki foreldra né systkini. Steen opnaði skúffu sem hann geymdi jólasveina og greniköngla sem barnabörnin hans höfðu gefið honum. Efst í henni lá ljósmynd af brúðhjónum. Max hafði aldrei séð brúðgumann fyrr en brúðina þekkti hann strax. Hún var hávaxin, grönn og með tennur sem minntu á hest. - Jú, hún átti ættingja, sagöi Steen. - Viö fundum þessa mynd í töskunni hennar. Það er systurdóttir sem erfðaskráin segir aö eigi að fá allan arfinn. Hún er gift hérna í Dan- mörku. Hvernig hyggstu skýra það að hún er gift sænska viðskiptavinin- um sem þú vísar til þegar þú heldur því fram að þú hafir verið í Stokk- hólmi þegar morðið var framið? Þýð.: ÁSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.