Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 37
LAUGAHDAGUR 5. DESEMBER 1987. 49 Bönnum bjórinn Að undanfórnu hefur verið gert mikið átak í því af hendi lögreglu og Umferðarráðs að halda niðri umferðarhraða og taka menn fyrir ölvun við akstur ef þeir hafa ekið ölvaðir og þeir sem keyra á hundr- að og fimmtíu á Hringbrautinni eru sviptir ökuleyfmu og hélt ég að þaö leiddi til þess að nú hættu þeir að keyra en það er víst öðru nær en vonandi hægja þeir örlítið á sér. Einnig hefur fíkniefnalögreglan staðið í stórræðum. Til dæmis lét hópur manna á hennar vegum til Háaloft Benedikt Axelsson skarar skríða gegn einum eitur- lyfjasmyglara um daginn og réðst af því tilefni á blásaklausan sendi- bílstjóra og handtók hann bæði hratt og örugglega og setti í járn. Þetta fannst mér vel af sér vikið og minnti mig einna helst á það þegar víkingasveitin er að ráðast á gömul hús í vesturbænum og skjóta á þau með gúmmíkúlum. Merkileg mál En þótt það sé fjör hjá lögregl- unni og bílstjórum þessa dagana er íjörið ennþá meira niðri við Austurvöll þar sem bjórinn er til umræöu en þegar menn hafa ekk- ert þarfara að gera þar fara þeir að tala um bjórinn enda er hann hér um bil stöðugt til umræðu. í öllum merkilegum málum skiptast menn í tvo hópa og er ann- ar hópurinn meö en hinn á móti, þannig er þetta í bjórmálinu. - Við viljum fá bjórinn, segja þeir sem eru meðmæltir honum. - Við viljum ekki fá bjórinn, segja þeir sem eru á móti. Og svo halda menn langar ræöur um það hvaö bjórinn geti skaöað unglingana mikið en nú til dags er svo fátt sem ekki getur skaðað unglingana að maður er alltaf jafnhissa á því að það skuli ekki enn hafa farið fyrir þeim eins og geirfuglinum og fíest- um frystihúsum landsins. Einu sinni var smjörlíkið versti óvinur mannkynsins og töldu sér- fræðingar að ef það væri haft ofan á brauð dræpi það fólk áður en það næði sjötugsaldri og það eru svo sem ekkert mörg ár síðan ein- hverjir vitringar fundu það út að sjö bollar af kaffí á dag gerðu menn brjálaða og úú má ekki byggja ráð- hús þar sem mönnum sýnist af því að það gæti truflað endurnar. Þegar ég var úti í Danmörku rannsakaði ég áhrif bjórs á mig til að geta tekið þátt i umræöunni um hann af einhverju viti og til að geta talist marktækur, eins og skoðana- kannanir um það hvor hafi nú heldur skapað heiminn Steingrím- ur Hermannsson eðá guð minn almáttugur, gerði ég þetta vísinda- lega. Ég fór út í næstu búð og keypti einn kassa af öli og eftir að hafa komið mér makindaiega fyrir inni í stofu byrjaöi ég að drekka og vegna þess að heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu stóð yfir um þetta leyti horfði ég á hana og fannst mér hún því skemmtilegri þeim mun fleiri sem bjórarnir urðu sem ég innbyrti en skemmtilegast fannst mér þegar leikmennirnir voru orönir áttatíu og eitthvað og dómararnir þrír. Ég gerði nokkrar tilraunir til viö- bótar og urðu þær til þess að ég er algjörlega á móti því að hér verði seldur áfengur bjór því að ég er hér um bil sannfærður um að hann muni einfaldlega ekki verða keypt- ur heldur hrannast upp í útsölum Áfengisverslana ríkisins öllum til ama og ríkinu til tjóns. Og núna þegar flest fyrirtæki landsins eru á leiðinni á höfuðiö, sálarlíf andanna á Tjörninni er í hættu, búið er að segja sendibíl- stjórum stríð á hendur og skjóta flest gömul hús vestur í bæ, finnst mér að íslenska ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að leyfa ekki bjór- inn. Síöan gæti það snúið sér að því að banna allt hitt sem er annað- hvort hættulegt lífi manna eða dýra svo sem smjörlíki. kaffí, vetn- issprengjur, sakkarín. hjartasjúk- dóma, hangikjöt. strætisvagna. kólesteról í blóöinu, fjölmettaðar fitusýrur og svo framvegis. Kveðja Ben. Ax. Finnurðu átta breytingar? 72 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru LED útvarpsvekjari (verðmæti 4.680,-), Supertech útvarp (verðmæti 2.840,-) og Supertech ferðatæki (verðmæti 1.880,-). I öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 72, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar 70. gátu reyndust vera: Ragnhildur Bene- diktsdóttir, Arnórsstöðum, Jökuldal, 701 Egilsstaðir (ferða- tæki); Guðrún Haraldsdóttir, Suðurengi 13, 800 Selfoss (útvarpsvekjari); Guðrún Sigurðardóttir, Meistaravöllum 33, 107 Reykjavík (útvarpstæki). Vinningarnir verða sendir heim. K--------------------------------------------—| NAFN ............ ......................... HEIMILISFANG .............................. PÓSTNÚMER .................................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.