Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 44
56 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Samleikur forma og lita - myndir Louisu Matthíasdóttur í bók um Louisu Matthíasdóttur, sem Mál og menning gefur út, skrifa Sigurður A. Magnússon, Jed Peri, Deborah Rosenthal og Nicholas Fox Weber inngangsgreinar að myndum Louisu. í bókinni eru 36 litmyndir og 7 svart-hvítar myndir af verkum hennar. Við grípum hér niður í grein Sigurðar: „Louisa Matthiasdóttir er löngu komin í hóp virtustu málara ve?tan- hafs og mikið látið með hana í bókum, blöðum og tímaritum, en hún hefur aldrei látið velgengnina stíga sér til höfuðs, er eftir sem áður sama hlédræga, orðfáa og launkímna konan og hún var fyrir rúmum þremur áratugum þegar vegalaus sveinstauli barði upp á hjá henni og var tekið eins og glataða syninum. Þó hún standi nú á sjötugu starfar hún enn af sömu elju og einbeitni og fyrr á árum. Þó Louisa hafi verið árlegur gestur í heimalandinu undanfarna áratugi hefur hún aldrei efnt til einkasýn- inga hérlendis svo kynlega sem það hljómar um jafnvíðþekktan og virtan listamann. Fyrstu umtalsverðu nasasjón af verkum henna fengu ís- lendingar á Listahátið 1984 þegar tíu íslenskum „útlögum“ var boðið að sýna á Kjarvalsstöðum. Á þeirri eft- irminnilegu sýningu sýndi Louisa 51 mynd og skipaöi tvímælalaust heið- urssessinn, vakti óskipta athygli allra sem sýninguna sóttu, enda varla ofmæit að í myndum hennar sé ísland séð með ferskum að ekki sé sagt ófreskum augum og sýnirnar þannig túlkaðar að allt verður sem nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Það kann að vera rétt athugað hjá Aöalsteini Ingólfssyni að áreynslu- laus tærleikinn sem auðkennir list Kindur: Tvær hvítar, ein svört. Olíumálverk Louisu Matthíasdóttur frá árinu 1982. hennar eigi rætur að rekja til þess aö hún sér ættlandið úr fjarska og getur fyrir bragðið sneitt hjá þarf- iausum aukaatriöum, dregið fram það eitt sem máli skiptir í samleik forma og lita í íslenskri náttúru. Hvað sem öðru líður býr veröldin sem hún skapar yflr þeim tærleik skynjunar og þeim einfaldleik tján- ingar sem við setjum í samband við sýnir bernskuáranna, þegar allt var óbrotið, litskrúðugt og upprunalegt. Þvílíkur galdur er afrakstur mikillar elju samfara þeirri fágætu gáfu að varðveita bemska sjón og bernskan hug gegnum margvísleg boðaföll fullorðinsáranna." Ferð - mynd Tryggva Ólafssonar frá árinu 1980. Málar í stíl teiknimyndasagna - myndir Tryggva Oláfssonar á bók Myndir Tryggva Ólafssonar koma út á bók frá Listasafni ASÍ og Lög- bergi nú fyrir jólin. Þetta er sjöunda bókin í bókaflokknum íslensk mynd- list sem þessir aðilar gefa út. Inn- gangsgreinar eru ritaðar af Thor Vilhjálmssyni og Halldóri Birni Run- ólfssyni. Tryggvi Ólafsson, sem búið hefur í Kaupmannahöfn á undanförnum árum, hefur lengi verið talinn með áhrifaríkustu pólitísku listamönnum nú á timum. Einkum er þá vísaö til verka sem hann gerði meðan Víet- namstríðið var í algleymingi. Hann notaði þá mjög stíl fréttaljós- mynda og myndasagna til að koma boðskap sínum á framfæri. Nú á seinni árum eru áberandi verk þar sem hann raðar saman hversdags- legum hlutum eða pörtum þeirra í hnitmiðaða heild. Sömu hlutir koma upp aftur og aftur og verða brátt auðskilin tákn. í inngangi bókarinnar segir Thor Vilhjálmsson frá manninum að baki þessum málverkum, uppvaxtarárum hans og viðhorfi til lífsins. Halldór Björn rekur feril hans sem lista- manns og skilgreinir efnistök, áhrif frá öðrum listamönnum og ýmsum miðlum nútímans. Tryggvi er fæddur á Neskaupstað árið 1940. Að loknu hefðbundnu menntaskóla- og myndlistarnámi hér heima fór hann til Kaupmannahafn- ar til náms við Konunglegu listaaka- demíuna. Það var árið 1961. Fyrstu málverkasýningarnar hélt hann ytra skömmu eftir að hann fór utan og hefur sýnt reglulega hér heima og í Kaupmannahöfn síðan. í bókinni er á fimmta tug litmynda af verkum Tryggva auk fjölda ljós- mynda og svarthvítra teikninga. Torfi Jónsson hannaði bókina. Blómamyndir og uppstillingar - myndir Kristínar Jónsdóttur Málverk Kristínar Jónsdóttur birt- ast nú á bók sem Þjóðsaga gefur út. Aðalsteinn Ingólfsson ritar inngang að bókinni og er hér gripið niður í hann: „En Kristín hafði ekki aðeins þörf fyrir vinnuaðstöðu, hún þurfti einnig vinnufrið. Þann friö fékk hún fyrir tilstilli Elínar Ólafsdóttur, ráðskonu þeirra hjóna. •*■ Elín, sem var ættuð úr Fljótunum, hafði unnið á heimili foreldra Valtýs fyrir norðan og tekið ástfóstri við fjölskylduna. Nokkrum árum eftir að þau Valtýr og Kristín fluttust til íslands, eða árið 1930, tók Elín að sér að gæta bús og barna fyrir þau. Var hún hjá þeim meðan þau lifðu, «em „ráðskona, vinur og uppalandi", svo notuð séu orð Áslaugar Árna- dóttur, sem dvaldi oft að Laufásvegi 69 á þriðja og fjórða áratugnum. Ás- laug segir ennfremur: „Borðhald var þar alltaf formlegt. Sest var við dúk- að borð, Kristín hringdi bjöllu og þá birtist Elín með hvern réttinn á fætur öðrum.“ En þótt Kristín stæði að þessu leyti betur að vígi en margir aörir íslensk- ir listamenn á þessum fyrstu árum aldarinnar var hún óneitanlega ekki eins sjálfráð og forðum daga. Meðan dætur hennar voru ungar gat hún til dæmis ekki leyft sér aö fara í langar ferðir upp um fjöll og firnindi í leit að mótífum heldur varð hún oft að láta sér lynda það sem hún sá út um gluggann hjá sér, eða á borðinu fyrir framan sig. Aðstæður Kristínar settu henni því ákveðnar skorður, neyddu hana til þess að leita sér viðfangsefna í nán- asta umhverfi sínu, jafnframt því sem þær gerðu hana innhverfari - og sjálfstæðari í hugsun. Þessar aðstæður sköpuðu þær myndir sem Kristín er sennilega þekktust fyrir, blómamyndirnar, svo og uppstillingar, sem eru af sama meiði. Á uppboöinu hjá Anton Hans- en árið 1923 voru sjö blómamyndir og uppstillingar (af 85 myndum), en á fyrstu meiriháttar sýningu Krigtín- ar á íslandi árið 1928 voru'þær tuttugu og þrjár (af 46). Þessar tölur segja sína sögu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.