Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 64
76 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. _ 'i Frjálst.óháð dagblað ER SMÁAUGLÝSINGABLADID VISA . KREDITKORTAÞJONUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Harry Glassmann skildi við eiginkonu sína fyrir tveimur árum til að kvæn- ast Viktoriu Principal en nú er það ævintýri úti. Heima- kær J.R. Hér á íslandi verðum við að þola stöðugt hækkandi fasteigna- verð svo ekki sé talað um hin dýru fasteignagjöld sem fylgja því að eiga þak yfir höfuöið. Senni- lega láta líka allir sér nægja eitt heimili hér á landi. Það sama verður ekki sagt um J.R. karhnn í Dallas eða öllu heldur Larry Hagman. Reyndar hefur hann tekjur sem ekki verða bornar saman við launataxta hér á landi en Hagman hefur keypt sér hvorki meira né minna en átta hús. Eitt er í Malibu, eitt í Mex- íkó, annað í New Mexíkó og eitt í New York ásamt húsum á nokkrum öðrum stöðum. Eigin- kona hans Maj, sem er sænsk, hefur fengið þaö verkefni að inn- rétta húsin og velja í þau hús- gögn. Skyldi aldrei vera erfitt að rata réttu leiðina heim hjá svona fólki? SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Birgitte Nielsen: Hlakkar til að halda dönsk jól Birgitte Nielsen, danska stúlkan, sem náöi sér í Rambo eins og frægt er segist vera ánægð með lífið þrátt fyrir að íjölmiðlar skrifi eingöngu neikvæðar slúðurfregnir um hana. Eftir að hún skildi við Sylvester Stallone hefur hún haft í nógu að snúast og nú í desemberhefti Playboy skreytir hún nokkrar síöur og hikar ekki við að sýna sig hálfnakta. „Ég lifi á útlitinu," segir hún. Dönsk blöð sögðu frá því í sumar að hún hefði látið Stallone borga stórfé fyrir brjóstastækkun en sjálf segir hún það lygi. Um þessar mundir er Birgitte að vinna að kvikmynd á Ítalíu en sonur hennar, sem hún á frá fyrra hjóna- bandi, er heima í Danmörku. „Ég ákvað að skilja hann eftir í Dan- mörku því ég tel að börn hafi ekki gott af því að þvælast um á milli hótela. Eg sá að það væri honum fyr- ir bestu aö vera heima,“ segir hún. „Þegar ég hef lokið mínum frægðar- ferli fer ég heim til hans aftur og ég sé ekkert athugavert við að við höf- um þennan háttinn á. Ég veit að mörgum finnst ég vera köld móðir að hugsa aðeins um frægðina en ég Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hrjngir...2 /022 ViÖ birtum... Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Það ber árangur! Birgitte Nielsen og sonurinn Julien sem má bíöa heima í Danmörku meðan mamma nýtur frægöarinnar: veit hvað honum er fyrir bestu," seg- ir Birgitte og er ófeimin að tjá sig um málið. „Ég ætla heim til Danmerkur fyrir jólin og hitti þá bæði Julien litla og foreldra mína. Ég hlakka til að boröa danska jólaskinku og rauðkál og halda dönsk jól,“ segir þessi 184 cm og 24 ára kvenmaður, sem hefur hlot- ið heimsfrægð út á hjónaband með Rambo eða Rocky eða Silvester eða hvað menn vilja kalla hann. 1 Lifir fyrir dótturina Það er ekki allt fengiö með ríki- dæminu. Christina Onassis, hefur fengið að finna fyrir því. Hún á að baki þrjú misheppnuð hjónabönd og það íjórða er um það bil að fara í vaskinn líka. „Það eina sem bjargar lífi mínu er dóttir mín, Aþena,“ segir Christina, sem á orðið erfitt með að halda niðri aukakílóunum. Dóttirin er á þriðja ári. Faðir hennar er nú- verandi eiginmaður Christinu, Thierry Roussel, sem er allmiklu yngri en hún. Viktoría Princdpal segir skilið við Glassmann - og íær lögfræðing ]oan Collins til hjálpar Dallas-stjarnan Viktoría Principal, sem er 41 árs, er aö skilja við eigin- manninn, Harry Glassmann, sem hún giftist fyrir aðeins tveimur árum. Hann skildi við eiginkonu sína, Jane, sem hann á tvö börn með, fyrir Dallas-stjörnuna. Nú er spurningin sú hversu mikla peninga þarf að gefa með eigin- manninum. Sem frægt er orðið kostar það orðið mikla fjármuni að skilja viö ektamann í Ámeríku sé maður á annað borð kominn með sjónvarpsstjörnutitil. Viktoría Principal hefur haft allan varann á því hún hefur ráðið Marvin Michels- son til aö fara með skilnaöarmálið en hann er einmitt sá sami og vann skilnaðarmál Joan Collins. Marvin Michelsson hefur ekki að- eins aðstoðað Dynasty-stjörnuna því konur á borð viö Biöncu Jagger, Sorayu Kashoggi og Zsa Zsa Gabor hafa leitað eftir hjálp hans í skilnað- armálum. Það lítur ekki út fyrir að þetta mál verði honum erfitt því Harry Glass- mann hefur eytt stórum fúlgum úr sjóðum konu sinnar í dýra bíla, föt og ferðalög. Nú er spurningin hvort hann getur borgað frúnni til baka allt það sem hann hefur tekið. Það hljóta að koma fréttir um það mál á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.