Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Sérstæð sakamál o DV Morð og illión pimd Michael Joannou. Michael Joannou lét miklar eignir eftir sig þegar hann dó. En hann er talinn hafa verið myrtur og því er langt frá því víst að ekkja hans fái arfinn. Milljón pund Milljón pund eru jafnvirði um sex- tíu milljóna króna. Ogum þá upphæð stendur deilan um það sem Michael Joannou lét eftir sig. Ekkja hans hef- ur gert kröfu til arfsins en ættingjar þess látna eru ekki á því að hún eigi að fá hann því í ljós hefur komiö að það var elskhugi hennar sem myrti mann hennar. Og ættingjarnir eru sagðir blóðheitt fólk enda ættað frá gríska hlutanum á Kýpur. Líkið finnst Það var 1. apríl í fyrra að líkið af Michael Joannou íánnst í garðinum við hús hans í Windsor á Englandi. Hann varð fjörutíu og eins árs. Það var íjórtán ára gömul dóttir hans, Lorraine, sem kom að því. Móðir hennar, Marion Joannou, þrjátíu og fimm ára, kallaði þegar í stað á lög- regluna. Frumrannsókn leiddi í Ijós að Michael hafði verið kyrktur. Er hún var gerð lá ekkert fyrir sem gat bent til þéss hver morðinginn gæti verið eða hvers vegna þessi efnaði maður hafði verið myrtur. Höföu lögreglu- menn orö á aö gátan væri jafn torráðin og þær sem Agatha Christie setti fram í sögum sínum. Gistihús og spilavélar Kvöldið áður en Joannou týndi líf- inu hafði hann haldið veislu í gisti- húsi í Windsor. Hann átti það og var það eitt af nokkrum gistihúsum sem hann átti en af rekstri þeirra og spila- véla hafði hann auðgast. Veisluna hafði Joannou haldið fyrjr vin sinn en hann hafði nokkru áður unnið talsverða fjárhæð á veðhlaupabraut- inni í Epsom. Marion eftir handtökuna. Marion Joannou hafði verið í veisl- unni en þegar líða tók á kvöldið fór hún að kvarta um vanlíðan og þar kom að hún dró sig í hlé. Hélt hún svo heim á leið. Joannou sat aftur á móti í veisl- unni fram til klukkan tvö um nótt- ina. Réttarlæknir úrskurðaði svo eftir að hafa skoðað líkið að hann hefði verið myrtur skömmu eftir að hann hefði farið úr gistihúsinu. „Martini-Marion“ Er lögreglan hóf rannsókn málsins í garðinum við hús Joannaouhjón- anna kom í ljós að þar höfðu orðið mikil átök. Þá hafði úr þess myrta verið fjarlægt og sömuleiðis veski hans. Var því um tíma litið svo á að átt hefði að ræna hann en hann snú- ist til varnar og þá hefðu hafist átök sem hefðu kostað hann lífið. En það leið hins vegar ekki á löngu þar til lögreglan fór að kanna einkalíf þeirra hjóna og þá kom ýmislegt fram sem benti til annars. Árið 1981 hafði Marion fengið ástæðu til þess að halda að hún gengi meö sjúkdóm sem myndi draga hana til dauða áður en langt um liði. Hún hafði því ákveðið að njóta þeirra daga sem hún ætti ólifaða. Leiddi það til þess að hún fékk nafnið „Martini- Marion“ meðal þeirra sem til hennar þekktu. Ástæðan var sú að í auglýs- ingum um þetta vinsæla vermút segir að „hver sem er“ geti notið þess „hvar sem er og hvenær sem er“. Röng sjúkdómsgreining en. . . Er Marion var farin aö njóta ljúfa lífsins kom í ljós að sjúkdómsgrein- ingin var röng og þurfti hún því ekki að óttast dauðann lengur. Hún sýndi þá hins vegar engan áhuga á því að breyta um lifnaðarhætti. Síðasti „vinur“ hennar var svo John Walton, 28 ára gamall hermað- ur. Reyndar var hann í lífverði hennar hátignar, Royal Household Cavalry. Hafði Marion kynnst hon- um er hann var við gæslustörf við Windsorkastala. Ástarfundir Marion og John fóru nú að hittast reglulega og brátt urðu fundir þeirra tveir til þrír í hverri viku. Til fund- anna fengu þau lánaða íbúð sem vinkona Marion, Margaret Shaw, átti. Er ungfrú Shaw kom til yflrheyrslu hjá lögreglunni lýsti hún yfir því að hún hefði heyrt þau skötuhjúin, Marion og John, ræða um það að ryðja þyrfti Joannou úr vegi. Sagði hún enn fremur að hún hefði heyrt John ræða hugmyndir um að skjóta hann eða setja á svið bílslys. Þá leiddi yfirheyrsla yfir gestum í veislunni, sem Joannou hafði haldið rétt áður en hann var myrtur, í ljós að þótt Marion hefði þar borið við veikindum og sagst ætla heim benti ýmislegt til þess að hún hefði farið til að leggja síðustu hönd á undirbún- ing morðsins með John Walton. Hermannastígvélið Lögreglan ræddi þessar hliðar málsins við Marion Joannou. Hún viðurkenndi að John Walton hefði verið elskhugi hennar en neitaði því ákveðið að hafa hitt hann rétt áður en maður hennar hafði týnt lífinu. Kvaðst hún ekkert vita um neinar hugmyndir um að ryðja honum úr vegi og sömuleiöis kvaðst hún ekki vita hvar Walton væri. Hann var ekki í Windsor. Daginn eftir að Michael Joannou hafði fund- ist myrtur hafði herdeildin, sem Walton var í, verið send til Kýpur til þess að taka þar þátt í gæslustörfum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Lögreglan á Kýpur yfirheyrði John Walton og þegar farið var að rann- saka stígvél hans kom í ljós að þau svöruðu til áverka á andliti Michaels Joannou. Jafnframt tókst sérfræð- ingum bresku lögreglunnar að sýna fram á að nokkrir klæðisþræðir, sem fundust á líki Michaels, væru komn- ir úr fötum Johns Walton. Játningin Þegar hér var komið voru gögnin lögð fyrir John Walton sem haföi þá verið handtekinn. Játaði hann þá að hafa orðið Michael Joannou að bana. Hann hélt því þó fram að hann heföi átt líf sitt að veija er atburðurinn gerðist. Lögreglan neitaði að leggja trúnað á þá fullyrðingu. Michael Joannou haföi verið lítill og grannur en Wal- ton nær tveir metrar á hæð, sterk- vaxinn og í góðri þjálfun. Skýring Johns Walton John Walton gaf nú lýsingu á að- stæðum og atburðum sem hann kvað hafa leitt til fundar hans og Michaels Joannou í garðinum við hús hans nóttina örlagaríku. Sagði hann að Marion heföi kvart- að yfir því við sig að maður hennar beitti hana stundum ofbeldi. Léti hann þá höggin dynja á henni. Þess vegna hefði hann, John, ákveðið að ræða lítillega við Michael. Er þeir hefðu hist heföi Michael tekið fram þunga lyklakippu og slegið sig með henni í andlitið. Hefði kippan verið í langri keðju. Sagðist John þá hafa tekið belti sitt og brugðiö því um háls Michaels til þess „að róa hann“. John kvaðst hafa séð að Michael missti meðvitund en hann sagðist aðeins hafa litið svo á að um yfirlið væri aðræða og því heföi hann hald- ið á brott úr garðinum. Skýring lögreglunnar Lögreglan neitaði að trúa þessari skýringu Johns Walton. Þess í stað skýrði hún atburðarásina þannig að John Walton heföi gert áætlun um að myrða Michael Joannou og hefði hann síðan hrundið henni í fram- kvæmd. Um morð að yfirlögðu ráði hefði því verið að ræða. Er hann hefði verið búinn að kyrkja Michael með beltinu heföi hann sparkað í andlit hans. John Walton var ákærður fyrir morðið á Michael Joannou. Samtím- is var Marion Joannou handtekin fyrir að hafa gefið lögreglunni rangar upplýsingar. „Hvers vegna þarf ég alltaf að lenda í svona löguðu?" spurði hún þegar hún var leidd burtu. Svo haföi hún orð á því að ef til vill hefði hún átt að vera nógu skynsöm til þess að sjá fyrir hvað gerst gæti. Dómurfellur í apríl á þessu ári hófust réttar- höldin í málinu í Old Baileyréttinum. Þar voru bæði John Walton og Mari- on Joannou sek fundin um að bera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.