Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 51 Nýjar plötur Ýmsir - Hvít er borg og bær Sæl nú!... Ekki eru allir sem gleypa við Michael Jackson þó hann þykist mestur allra poppara nú um mundir. Höfðinginn hafði boðað komu sína í tón- leikaförum Astralfu og voru ekki færri en átta tónleikar I boði. En eftirspurn Astrala eftir miðum á þessa merkisat- burði var ekki meiri en það að Jackson hefur neyðst til að aflýsa þremur þeirra ... Miklir minningartónleikartil heiðurs Harry heitins Chapin verða haldnir i New Yorká mánudaginn kemur. Meðal stórmenna, sem mæta til að votta Chapin virðingu sina, eru Bruce Springsteen. Pat Benatar, Kenny Rogers, Judy Collins og Pete Seeger. Tilef- nið er að Harry Chapin hefði orðið 45 ára á mánudaginn hefði hann lifað .. .Sting er um þessar mundirá hljóm- leikaferð um Bandaríkin og segja sérfróðir menn að hetri tónleikar hafi vart verið i boði á þessu ári.. .Billy Idol hefur aldeilis í mörgu að snúast þessa dagana. Hann hafði i rauninni ætlað sér að taka það rólega i haust en skyndi- legar vinsældir tónleikaútg- áfu lagsins Mony Mony hafa gert það að verkurn að hann hefur verið upp fyrir haus i fjölmiðlabrölti og ekki haft neinn tima til að huga að undirbúningi næstu stúdió- plötu. Og mitt i öllum hasarn- um fékk Billy svo fréttirnar að kærastan væri ólétt og þá gaf hann sér tíma til að fagna því með kaupum á Harley Davidson mótorhjóli sem hann skýrði Rude Dude ... Daryl Hall og John Oates hafa tekið upp þráðinn í sam- starfinu þar sem frá var horfið fyrir tveímur árum og ný plata með þeim félögum er væntan- leg I febrúar næstkomandi.. .Annar dúett, sem ekki hefur heyrst i lengi, Tears For Fears, er kominn i hljómver og afrakstursins að vænta í plötuformi með vor- inu .. .David Bowie var rétt í þessu að enda heimsreisu sina um tónlcikasali með Glass Spider sjóið. Hann fær þó ekki að hvila sig lengi því honum hefur boðist hlutverk i kvikmynd Martins Scorcese, The Last Temptation Of Christ, sem tökur hefjast á í lok desember. Bowie fer með hlutverk Pontiusar Pilatusar en það var upphaflega boðið Sting en hann gat ekkí þegið boðið vegna anna við tón- leikahald einsog fram kemur hér að framan .. .og það var nú það ... ______________________-SþS- Ingibjörg Þorbergs var hér á árum áður þekkt dægurlaga- og vísnasöng- kona. Hún er einnig lagasmiður og lifa sum lög hennar góðu lífi enn þann dag í dag og er eitt þekktasta lag hennar fallegt jólalag, Hin fyrstu jól, sem gert var við texta Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski hefur þetta fallega lag orð- ið kveikjan að Hvít er borg og bær sem inniheldur tíu lög eftir Ingi- björgu Þorbergs og tengjast þau öll jólunum. Textar eru fengnir frá ýms- um þekktum höfundum, ásamt því Ríó tríó hætti fyrir rúmum áratug eftir nokkuð farsælan feril og var það að margra mati mjög skynsamleg ákvörðun þeirra tríómanna. Má segja að þeir hafi hætt leik þá hæst stóð og þannig haft í heiöri fornan íslenskan sannleik. En sú fortíðarfíkn sem dunið hefur yfir heiminn á síðustu árum varð til þess að Ríó tríóið var dregið fram í dagsljósið á ný og látið syngja gömlu lögin sín í kjól og hvítu í Broadway, líkt og gamlar afdankaðar stjörnur enda ferilinn í kjólfótum í Las Vegas. Ríómenn hættu hins vegar ekki þeg- ar sjóinu lauk heldur létu hafa sig útí plötuútgáfu og bar platan hið óheppilega nafn Lengi getur vont versnaö. Og enn láta Ríómenn hafa sig úti plötugerð og þaö er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Rjóminn af gömlum íslenskum þjóð- lögum er tekinn til meðferðar, ekkert minna. Reyndar býður mér í grun að þeir Ríómenn hafi haft ósköp lítið um það að segja hvaða efni fór á þessa plötu. Þar hefur útgáfan og útsetjarinn ráð- ið mestu en Ríómenn bara ljáð raddir sínar. Það er Gunnar Þórðarson sem út- setur öll lög plötunnar og það verö ég að segja aö hér finnst mér honum ekki takast vel upp. Mér finnst það eiginlega hálfsmekklaust að poppa View from the hill er nýlegt nafn í hinum stóra poppheimi. Reyndar hafði enginn minnstu hugmynd um tilvist tríósins fyrr en lagið I’m no rebel kom til sögunnar fyrr á þessu ári. Og viti menn; Patrick Patterson, Angela Wynter og Trevor White komust í sviösljósið með það sama. Skrambi gott lag. Lagið On the corn- er fylgdi svo í kjölfarið upp vinsælda- listana. View from the hill var allt í Rétt er að taka það strax fram að hér er um prýðispoppplötu að ræða. Mestöll vinna við plötuna er til fyrir- myndar, hljómur góður, hljóðfæra- leikarar standa sig ágætlega, söngur fínn og umslagiö smekklegt. Samt segir manni eitthvað „Þetta er ekki Clannad" - Clannad, írska systkina- hljómsveitin, einhverjir ágætustu fulltrúar írskrar tónlistar undanfar- in 10-12 ár. Clannad ílutti írska þjóðlagatónlist meö bravúr frá 1974 til 1982, órafmagnaða og vel útsetta. 1982 fer hún hins vegar aö fikra sig nær poppinu og sendi síðast frá sér hreint stórkostlega plötu, Macalla, í árslpk 1985. Islensk að tveir þeirra eru eftir hana sjálfa. Eina þekkta lagiö er Hin fyrstu jól og er það vel flutt af söngsveitinni Hljómeyki. Önnur lög ná kannski ekki Hinum fyrstu jólum að gæðum en eru þó flest einfaldar melódíur, nokkuð keimlíkar en auölærðar. Fjölbreytni plötunnar liggur því í útsetningum Ríkharðs Arnar Páls- sonar, sem hefur leyst verkefni sitt vel, og fjölmörgum og ólikum flytj- en'dum. Það kemur fyrst upp í huga manns hversu þjóðleg Hví borg og bær er. Þetta er rammíslensk tónlist upp þessar gömlu perlur og glamra þær á hljóögervla og trommuheila. Ef ætlunin hefur verið að endur- taka Vísnaplötuævintýriö hér um árið hefur það gjörsamlega mis- heppnast aö mínu mati. Eina skýringin sem ég finn á út- gáfu þessarar plötu er sú að undan- einu orðið afbragðs söluvara. Fyrstu breiðskífu tríósins hefur verið beðið með nokkurri óþreyju. í sem stystu máli stendur hún fyllilega undir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar. Hún er eins og sófi í gamalli stássstofu, afskaplega þægi- leg. Það er sannarlega fátítt að nýliöum takist að senda frá sér jafn heilsteypta plötu strax í fyrstu til- raun. Tónlistarlega stendur View Þar tókst henni að rata hinn vand- rataða veg á milli þjóðlagatónlistar og popptónlistar á eftirminnilegan hátt. Það lá því ljóst fyrir að erfitt yrði að fylgja þeirri plötu eftir. Nýja platan, Sirius, bendir til þess að Clannad hafi villst af leiö. Platan hefur tekið tvö ár í vinnslu og stend- ur Macalla talsvert að baki. Laga- smíðar eru veikari og útsetningar að hætti þeirra sem fletja vilja allt út til þess að geðjast flestum en ná svo ekki eyrum neinna. Sú hugsun læðist að manni að Clannad ráði ekki alveg ferðinni. Á Sirius er fjöldi aöstoðarmanna, gestasöngvara, hljóðfæraleikara og jólalög og með útsetningum sínum hefur Ríkharður náð að draga úpp mynd af jólum eins og maður man úr bemsku, án alls skrauts og glingurs. Lögin öölast hátíðarblæ þegar Hljómeyki og Kristinn Sigmundsson ráða ferðinni. Barnakórinn minnir á að jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna og Megas og Björk Guð- mundsdóttir minna á þann þjóð- sagnaarf sem aldrei mun gleymast. Hvít er borg og bær er því í heild virkilega vel heppnuð plata og er aðeins eitt lag sem ég get sett eitt- farin ar hefur selst geysilega vel hérlendis platan íslensk alþýðulög, og hafa þá aðallega útlendingar keypt hana eða þá íslendingar til gjafa erlendis. Hér er augljóslega stíl- að uppá sama markað; allar upplýs- ingar innan á plötukápu eru á þremur tungumálum, íslensku, from the hill einhvers staðar miðja vegu milli Sting og Sade. Tónlistin sveiflast á stigum soulsins og skýst út í popp og sveiflu þegar því verður við komið. Andrúmsloftið á plötunni er ákaflega afslappað. rétt eins og þremenningarnir séu að syngja heima í stofu. Þau syngja líka prýöi- lega öll þrjú. Lögin njóta sín enn- fremur vel í einfóldum og smekkleg- um útsetningum þannig að hjálparkokka í laga- og textagerö. Upptökustjórarnir eru tveir og er annar þeirra trommuleikarinn Russ Kunkell. Það kemur enda í ljós að trommurnar eru blandaðar mjög framarlega og verða óþægilega áber- andi. Það er hætt við að Clannad missi sérkenni sín ef hún breytir ekki til, tekur aftur upp fyrri stefnu og treyst- ir á sjálfa sig. Clannad er nefnilega einstök hljómsveit meö sterk sér- kenni sem því miður fá ekki að njóta sín sem skyldi á þessari plötu. írskan hefur t.a.m. nær alveg vikið fyrir enskunni, Marie Brennan er hætt að slá á hörpuna, flautuleikur Paul hvað út á, Jólin eru að koma, þar sem Hólmfríður Karlsdóttir hefur verið fengin til að syngja. Sú stúlka hefur heillað þjóðina og henni er margt til lista lagt en söngkona er hún ekki. Þetta er samt smáatriði þegar heildin er skoðuð. Hvít er borg og bær er plata þar sem allir geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi og íslenskari plata verður sjálfsagt ekki á boðstól- um fyrir þessi jól. ensku og þýsku. Platan hefur aukin- heldur undirtitilinn Folksongs. Þetta sýnir svart á hvítu að þessi plata var ekki gerð til að halda minn- ingu gamalla íslenskra þjóðlaga á lofti heldur ræður hér gróöasjónar- miðið í einu og öllu. En þjóðlögin tapa. -SþS- áheyrandinn skynjar einlægnina sem auðheyranlega býr aö baki. In time er sterk heild og erfitt að tína til lög sem eru öðrum fremri. Þetta er umfram allt vönduð plata, gerð af töluverðum metnaöi. Ein til að ylja sér við á myrkum vetrar- kvöldum. - Þorsteinn J. Vilhjólmsson Brennan heyrist ekki og gítarbræö- urnir, Patrick og Noel Duggan, hafa verið settir út i horn. Núna drukknar tónlistin tíöum í hljómborðum og ofnotuðum saxó- fóni. (Hvað er aö öðrum blásturs- hljóöfærum eins og básúnu og trompet?) En þrátt fyrir allt er hér um áheyrilega poppplötu að ræöa, Marie Brennan syngur eins og engill og á plötunni eru 4 til 5 mjög fram- bærileg lög - lög eins og Second Nature, Tuming Tide, Skelling, Something to Belive in og Many Ro- ads. Manni stendur bara ekki á sama þegar hljómsveit, sem manni er kær, leiðist út á villigötur. KS HK Ríó tríó - Á þjóðlegum nótum, Folksongs Illa farið með góð lög View from the hill - In time Þriggja sæta sófi Clannad - Sirius Villst af leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.