Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 53. Hvenær á að setja skóinn í gluggann? Jólasveinar eiga að vera haldnir þeirri áráttu að setja góðgæti eða gjafir í skó ef þeir standa úti í glugga nú í jólamánuðinum. Þetta er erlendur siður sem tíðkast hér á landi síðustu áratugi en hingað er hann kominn frá Þýskalandi. í þýskumælandi löndum var það siður að böm settu skóinn sinn fyrst út í glugga á degi heilags Nik- ulásar, sem er á morgun, 6. desember. Nikulás þessi er fyrir- myndin að hinum alþjóðlega jóla- sveini sem nú gengur undir nöfnum eins og Santa Claus eða Sinterklaas. Hér á landi hafa jólasveinamir fallið fyrir tískubrögðum Nikulás- ar en em síður gefnir fyrir að apa annað eftir honum. Þeir láta dag hans sig engu skipta og fara ekki að sjást í byggðum fyrr en þrettán eða níu dögum fyrir jól. Þetta hefur m.a. valdið því að ekki er fullvíst hvenær á að setja skóinn fyrst út í glugga. Sums staöar er það venja að setja skóinn aðeins út í glugga á laugar- dögum á jólafóstunni en það þykir þó heldur lítið að fá ekki gott í skó- inn nema fjórum sinnum fyrir jólin. Fyrst eftir að þessi siður barst hingað til lands þótti við hæfi að byrja þegar 1. desember og hafa síðan skóinn í glugganum allt til jóla. Árni Björnsson segir í bók sinni í jólaskapi að þessi siður hafi hér á landi orðið „miklu hams- lausari en úti í Evrópu" þegar hann tók að breiðast hér út eftir 1950. Hér var þaö líka venja í fyrstu að setja peninga í skóinn en nú er það að mestu horfið úr tísku og sæl- gæti og smádót tekiö við. í Evrópu hafa gjafirnar í skóinn aldrei verið annað en smáræði. Þótt þessi evrópski siður næði ekki verulegri útbreiöslu hér á landi fyrr en á eftirstríðsárunum þá var hann þekktur fyrr og fékk sinn sess í jólakveðskap áriö 1938 í kvæði Ragnars Jóhannessonar, Tíu litlir jólasveinar. Hvar sem jólasveinarnir era og hverrar ættar sem þeir eru þá hef- ur það alltaf verið siður þeirra að koma með gjafir sínar að nætur- lagi. Börnin hafa það síðan fyrir sitt fyrsta verk á morgnana að kíkja í skóinn. Þá hafa jólasvein- arnir hka þá venju að setja ekkert í skóinn hjá óþægu börnunum sem fara seint að sofa. Skórinn á sínum stað, en kemur jólasveinninn? Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Toyota Corolla DX 1986 Subaru Sedan 1800 4x4 1985 Fiat Uno 1984 BMW 318i 1984 Daihatsu Charmant 1982 Ford Taunus 2.0 Ghia 1982 Datsun Bluebird dísil 1981 Mazda 929 st. 1980 Subaru 4x4 st. 1980 Daihatsu Charmant st. 1979 BMW 318i 1983 Lada st. 1500 1980 Mazda 626 1981 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 7. des. í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 10-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. BEBMD GEGHVfl Kenndu ekki ÖðrUm Um. Mver bað þig að hjóla í myrki og hálku? mIUMFERÐAR Vráo Vökustaurar og augnteprur Jólafastan er undirbúnings- tími jólanna. Þá nota menn tímann til að rifja upp trúar- brögðin og til að vinna því að óundirbúin jól eru engin jól. Á síðustu árum hefur kökubakst- ur krafist mestrar vinnu og svo hreingerningar. Áður tók fata- gerð fyrir jólin einnig mikið af tíma fólks því að allir urðu að fá nýja flík fyrir jólin. Að öðrum kosti fóru menn í jólaköttinn. Árni Björnsson segir svo frá vinnuhörkunni íýrirjólin í bók- inn í jólaskapi: „I fyrsta lagi þurfti að ljúka við ullarvarning til þess að fara með í kaupstað í skiptum fyrir það sem draga skyldi að til jólanna. Auk þess þurfti fyrir áramótin að jafna skuldina við kaupmanninn, sem oftast var einhver. Loks þótti sjálfsagt að hver heimilis- maður fengi einhverja nýja flík ájólunum. Víða var fólki gefinn auka- glaðningur í mat þegar það kepptist sem mest við kvöld- vinnuna á jólafostunni. Þetta var sums staðar nefnt kvöld- skattur, t.d. í Eyjafirði. Annars staðar kallaðist þessi aukamál- tíð vökustaur, einkum um austanvert landið. Líka var til orðið staurbiti og var síðasta vikan fyrir jól þá kölluð staur- vika. Engin fullnægjandi skýr- ing er til á þessum staurnöfnum en helst er þess getið til aö matarbitarnir hafi verið þræddir.uþp ámjóa spýtu handa hverjum og einum, eins og alþekkt er í sumum útlend- um þjóðréttum. Frá því er greint í þjóðsögum og víðar að vinnuharkan á jóla- föstunni hafi sums staðar gengið svo langt að húsbændur hafi sett svokallaðar augntepr- ur á vinnufólkið svo að það sofnaði síður við tóskapinn. Teprarnar voru gerðar úr smá- spýtu eða beini á stærð við eldspýtu. Gerð var brotalöm á og skinninu á augnlokinu smeygt í. Var þá mjög sárt að leggja aftur augun þótt ef til vill mætti depla þeim til hálfs. Mjög er óvíst og raunar ólík- legt að þetta kvalræði hafi nokkurn tíma verið í almennu brúki nema sem hótun og síðar gamanmál. Að dómi augnlækna mundu slíku athæfi fylgja svo óbærilegar þjáningar vegna þornunar augans að óhugsandi sé að nokkur mannvera geti unnið nokkuð af viti við þvílíka písl. Jafnvel þótt sumir hús- bændur væru harðir og ómannúðlegir hefði slíkt tiltæki einfaldlega ekki verið hag- kvæmt fyrir þá sakir lélegra vinnuafkasta. Enda hefur eng- inn fundist sem reynt hefur þetta sjálfur nema í gamni. En vel mátti auðvitað ógna fátæku fólkimeðþvílíku. Inn í þjóðsögur hefur líka slæðst sú hugmynd að vöku- staurar væru hið sama og augnteprur en það er líklega misskilningur á orðinu." Rauðlir Stormur efthTomOancy Bókin segir frá “þriðju heimsstyrjöldinni“, Aðalátökin eru milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stór hluti bókarinnar gerist á íslandi. Rauður stormur hefur trónað á metsölulistum mánuðum saman. ^Sabók Mgóð ból
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.