Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Side 29
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987.
29
i í útlöndum 24. nóvember
Kæri vin
Ég veit aö þú ert aö velta því fyrir
þér hvort ég sé alveg hættur að
senda þér línu, en svo er ekki. Að
vísu er nokkuð síðan ég skrifaði
þér, en það geta alltaf komið upp
aðstæður sem valda því að naumur
tími gefst til bréfaskrifa. Og ég get
huggað þig með þvi, aö ég er búinn
að skulda Auði Haralds bréf í þrjú
eða fjögur ár. Þú manst eftir Auði,
litlu Hvunndagshetjunni með gler-
augun og tannlæknaskelfi með
meiru? Hún sendi mér línu eftir að
hún flutti í Mafíubælið á Sikiley,
en það er eitt og annað sem hefur
valdið því að ég hefi ekki svarað
bréflnu ennþá. Nú skilst mér að
hún sé flutt til Rómar. Kannski ég
láti verða af því að skrifa henni.
Það hlýtur að vera nóg að skrifa
utan á umslagið:
Auður Haralds,
Roma.
Ég er viss um að það kemst til
skila, ef ég þekki ítalina og Auði
rétt.
Svik, svindl og svínarí
Hér á Norðurlöndunum er lífið
ekki ósvipað og heima á íslandi,
sem ég hefi nú raunar aldrei viljað
flokka með Norðurlöndunum,
nema hvað hér er flest stærra í
sniðum ef svo má segja. Fjölmiðlar
eru uppfullir af fréttum um svik,
svindl og svínarí hvert sem litið er.
Hér er ekki átt við fréttir af heiðar-
legum innbrotsþjófum sem ganga
til sinna starfa með kúbein í hendi
og fá þyngstu refsingu ef þeir eru
gómaðir eftir að hafa stolið síga-
rettum og öli. Nei, slíkir hand-
verksmenn eru yfirleitt ekki
nefndir í pressunni. Venjulegir
morðingjar fá heldur ekki uppslátt
í blöðum nema þeim hafi tekist að
kála fleiri en einum eða myrt þjóð-
fræga persónu. Þeir sem fylla síður
blaða og fréttatíma útvarps- og
sjónvarpsstöðva eru hvítflibba-
krimmarnir svonefndu. Þeir stela
frá ríkinu, stela frá ríkum og stela
frá fátækum fyrir nú utan það að
þeir stela svo hver frá öðrum.
Norska tímaritið „Okonomisk
Rapport" birti til dæmis á dögun-
um lista yfir stærstu fjármálabrot-
in sem norska rannsóknarlögregl-
an hefur verið að fást við
undanfarin ár. Þessi listi náði yfir
sex síður í blaðinu og birtar voru
myndir af hinum ákærðu. Þarna
mátti þekkja marga kunna framá-
menn í athafnalífinu sem hver um
sig er sakaður um svindl sem nem-
ur hundruðum eða þúsundum
milljóna íslenskra króna. Fullyrt
er að um 50 milljörðum norskra
króna (ca 300 milljarðar ísl. króna)
sé stolið undan skatti árlega og
verður það að teljast talsverð upp-
hæð, satt að segja hærri en svo að
ég nái upp í hana og læt því útrætt
um þetta mál.
Eiturveisla drottningar
Veisla, sem Danir héldu í Ver-
salahöllinni við París fyrir
skömmu, hefur valdið íjaðrafoki í
pressunni á Norðurlöndum. Þetta
var liður í sérstöku menningará-
taki (hryllilegt orð) sem Danir hafa
verið með í Frakklandi hvar utan-
ríkisráðherra þeirra hefur verið í
broddi fylkingar. Nema hvað að
ákveðið var að efna til stórkostlegr-
ar matarveislu í höll sólkonungsins
Lúðvíks 14. þar sem kynna átti allt
það besta í danskri matargeröarlist
fyrir 700 útvöldum gestum. Mar-
grét drottning og Henrik maður
hennar sátu veisluna ásamt fleiri
úr toppliðinu danska. Borð svign-
uðu undan kræsingum, svo sem
rækjum og skelfiski, kjöti og gæsa-
lifur og ég veit ekki hvað. Prúð-
búnir gestir voru hins vegar ekki
fyrr búnir að slafra í sig forréttinn
en undarlegir hlutir fóru að gerast.
Danski heilbrigðisráðherrann varð
fólur sem nár og lá við yfirliði.
Ráðherrann var studdur út í garð
svo hann gæti andað að sér fersku
lofti, en þetta var bara byrjunin þvi
fleiri fundu til mikilla óþæginda og
voru leiddir út undir vegg. Þegar
bráði af fólki hélt veislan áfram og
var sérstaklega tekið fram í frétt-
um að Danadrottning hefði ekki
látið á neinu bera. Hins vegar hefðu
gestirnir 700 verið lystarlitlir það
sem eftir lifði hófsins. Þegar farið
var að grennslast fyrir um málið
kom í ljós að matinn átti að senda
flugleiðis frá Kaupmannahöfn til
Parísar! Danskir tollarar neituðu
hins vegar að láta sendinguna fara
þar sem einhveija pappíra vantaöi.
Var þá maturinn settur á vörubíl
og ekið sem hraðast til Frakklands.
En á landamærastöð þar var bíll-
inn stöðvaður og þar beið maturinn
í nokkra daga þar til greiddist úr
formsatriðum. Mun því hafa slegið
Sæmundur Guðvinsson
í suma réttina meö fyrrgreindum
afleiðingum.
Dönsk blöð impruðu á málinu og
dáðust sérstaklega að drottningu
sinni sem ekki lét á neinu bera í
veislunni. Hins vegar hafi dagskrá
hennar daginn eftir farið mjög úr
skorðum þar sem drottning hafi
þurft að ganga til náöhúss oftar en
ráð var fyrir gert. Reiknað var út
að veislan hefði kostað sem svarar
til 15 þúsund króna íslenskum á
gest og dregið í efa að tiltækið hafi
borgað sig fyrst svona fór. Svíar
tóku málið upp í sjónvarpsfréttum.
Þá urðu Danir hinir verstu og
sögðu að þetta væri allt orðum auk-
ið og Svíar ættu ekkert með aö
skipta sér af málinu. Þeir skyldu
bara hugsa um sitt eigiö kóngafólk
og láta danska slektið í friði. En
þetta sýnir að það þarf að fara að
öllu með gát þegar matur er borinn
á borð, hvort heldur er í Versölum
eða Búðardal.
Ráðherrann sem datt
Norski dómsmálaráðherrann,
frú Helen Bosterud, var á gangi á
Kirkjuveginum í Osló fyrir
skömmu þegar hún fékk skyndi-
lega svimakast og féll í götuna. Þar
lá hún hjálparvana dágóða stund
en komst það til meðvitundar aö
hún reyndi að veifa til bíla sem
þarna óku hjá, en hér er um fjöl-
farna götu að ræða. Enginn bíl-
stjóri hafði þó fyrir því að stansa.
Hvort það var vegna þess að menn
þekktu ráðherrann eða vegna þess
að þeir þekktu hana ekki er óupp-
lýst. En eftir að ráöherra hafði
komið undir sig fótunum á ný bar
þar að blaðamann frá Aftenposten
sem bar kennsl á Helen og ók henni
á sjúkrahús þar sem gert var að
sárum hennar. Út af þessu atviki
spunnust umræður um hvort
Norðmenn væru hættir að sinna
samborgurum sínum þá þeir væru
í nauðum staddir. Dagblaðið Verd-
ens Gang ákvað að láta á þetta
reyna og leigði 76 ára gamla konu
til að láta sig detta á nokkrum fjöl-
fömum stöðum í Osló. Niðurstaða
þessarar rannsóknar var að veg-
farendur voru fljótir að koma
aðvífandi og kippa þeirri gömlu á
fætur á ný. Það er aö segja miö-
aldra vegfarendur og eldri, allt upp
í 89 ára. Unglingar, sem urðu vitni
að því þegar sú gamla hrundi,
héldu hins vegar áfram för sinni
og nánast stigu yfir hana án þess
að sýna nokkur merki þess að þeir
vildu koma til aðstoðar. Kannski
að DV ætti að biðja dómsmálaráð-
herrann íslenska aö leggja sig á
Fríkirkjuveginum og veifa eftir
hjálp og vita hvernig fer?
Má trúa Snorra?
En það eru ekki bara Danir og
Svíar og Norðmenn og Svíar §em
kýta út af hinum ólíklegustu hlut-
um. Fyrir skömmu birtist í norsku
dagblaði lesendabréf frá íslenskum
manni þar sem hann fer hörðum
orðum um þá áráttu Norðmanna
að eigna sér Snorra Sturluson og
segja að hann hafi verið norskur.
Og íslendingurinn klykkir út með
eftirfarandi: „Leifur Eiríksson
fæddist á íslandi og sté aldrei fæti
á norska grund.“ Ekki féll þetta nú
alveg í kramið hjá Norðmönnum
og kona að nafni Gunvor Jenshus
sá sig tilneydda til andsvara. Hún
skrifaði lesendabréf og vitnaði í
Snorra sjálfan: - Leifur, sonur Ei-
ríks rauða, sem fyrstur fann
Grænland, kom til Noregs frá
Graenlandi þetta sumar. Hann kom
til Ólafs konungs og meðtók kristni
og hafði vetursetu hjá Ólafi kon-
ungi -. Og Gunvor heldur áfram:
„Þá hlýtur Leifur að hafa stigið
fæti á norska grund eða hvað? Eða
er kannski ekki hægt að treysta
orðum Snorra?" Þar með lauk
þessari rimmu.
Skeytin fljúga
Eins og ég drap á áðan, er stund-
um grunnt á hinu góða milli
bræðraþjóðanna í SAS og þá eink-
um á þann hátt að Danir og
Norðmenn beina spjótum sínum
að Svíum og þeir aftur að Dönum
og Norðmönnum. Ég skal taka
nokkur dæmi. Norðmaður segir
frá: - Fimm grímuklæddir Svíar
hertóku tóman jámbrautarvagn í
Stokkhólmi og neituðu að hreyfa
sig um millimetra. Loks var kallað
á lögreglu sem spuröi hvað menn-
irnir vildu: - Fyrst viljum við fá
vopn og gísla, var þá svarað.
Svíi segir frá: - Ég kom á rakara-
stofu í Osló og bað um rakstur.
Rakarinn kinkaöi kolli og hrækti á
rakburstann. - Segðu mér eitt. Ger-
ir þú þetta þegar þú rakar Norð-
menn? - Nei, alls ekki. Ég hræki
beint í andlitið á þeim.
Svíi segir frá: - Veistu hvernig
maður fer að þvi að þekkja hveijir
eru Norðmenn á olíuborpöllunum
á Norðursjó? Það eru þeir sem
kasta brauðmolum í átt að þyrlun-
um.
Svona mætti halda áfram enda-
laust, en ég læt þetta nægja í bili.
Vona að þú hafir það gott og ég
skrifa síöar.
Þinn vinur,
Sæmundur