Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 22
22 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Hús Landsbankans við Austurstræti er eitt af elstu steinhúsunum í borginni. Það var hlaðið árið 1899 eftir teikningum danska arkitektsis Thuren. Árið 1923 var það endurbyggt og stækk- að, að mestu í sama stíl og áður. Þá kom það í hlut Guðjóns Samúelssonar að teikna breytingarnar en hann teiknaði á fyrri helmingi þessarar aldar mörg virðulegustu húsin hér á landi. Hús Útvegsbanka íslands hefur verið nefnt sem væntanlegt ráðhús. Fyrsti hluti þess var hlað- inn árið 1904 eftir teikningu Thuren hins danska til að hýsa íslandsbanka en því var síðan breytt i Útvegsbankann. Árið 1962 var húsinu breytt verulega eftir umdeildum teikningum Eiriks Ein- arsson arkitekts. Þá hækkaði það um fjórar hæðir og fékk nýtískulegan svip. Miðbæjarbarnaskólinn að Frikirkjuvegi 1 var vígður árið 1898 og hýsti árum saman helsta barnaskóla bæjarins. Síðar var þar til húsa Menntaskólinn við Tjörnina og nú gæti hann hýst ráðhúsið við Tjörnina. Til hvers að byggja nýtt ráð- hús þegar hægt er að flnna því stað í gömlum og virðulegum húsum? Þá væri ró andanna við Tjörnina ekki raskað en ráð- húsið fengi að vera á góðum stað í borginni - í það minnsta betur í sveit sett en við Rauða- vatn. Af hugmyndum, sem nefndar hafa verið, sést að allmörg hús í miðbænum eða næsta ná- grenni hans koma til greina. Enn eru þetta þó aðeins hug- myndir og ekkert hefur verið gert til að fá fram þessa lausn á deilunum um ráhúsið. Til sögunnar hafa verið nefnd hús eins og Oddfellowhúsið við Vonarstræti, steinsnar frá lóð- inni þar sem nýja ráöhúsinu er ætlað að rísa. Menn hafa einnig fengið augastað á húsi Lands- bókasafnsins við Hverfisgötu. Vonir standa til að safniö verði komið í Þjóðarbókhlöðuna eftir fá ár ef ráðherrar mennta- og íjármála verða sammála um íjáveitinga til þess. Þetta er eitt glæsilegasta húsið í borginni. Þar skammt frá hefur hús Seðlabankans risið á undan- fornum árum. Sagt er að húsiö sé allt of stórt fyrir bankann og gæti þess vegna hýst ráðhús. Aðrir bankar koma einnig til greina. Við Austurstræti standa stórhýsi Landsbankans og Út- vegsbankans. Þau eru á besta stað í bænum og gætu þess vegna þjónað sem ráðhús. Hús Oddfellowreglunnar við Vonarstræti gæti sómt sér vel sem ráðhús. Það var byggt áriö 1931 eftir teikningum Þorleifs Eyjólfssonar byggingameistara og var þá nánast framúrstefnu- legt í útliti. Seinna var því breytt og sett á það þak með kvistum. Safnahúsið við Hverfisgötu er af mörgum talið fallegasta húsið í borginni. Það var reist í „húm- inu og kreppunni í bænum“ á árunum 1906-til 1908 eftir teikningum sem danski arkitektinn J. Magdahl-Nielsen gerði. Eftir að Landsbókasafnið verður flutt þaðan er allt óráðið um fram- tíð þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.