Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 57 Iþróttapistill Góð vika að baki Mörg ánægjuleg atvik hafa litið d^gsins ljós innan íþróttanna í viku þeirri sem liðin er frá síðasta íþróttapistli. Þar ber auðvitað hæst frækilega frammistöðu þeirra Bjarna Friðrikssonar júdómanns og Péturs Guðmundssonar körfu- knattleiksmanns. Einnig má nefna afturkomu margra snjallra skíða- manna sem ekki hafa sést í keppnisformi í mörg ár en gerðu garðinn frægan hér á árum áður og ekki má gleyma stórleik Amórs Guðjohnsen með liði Anderlecht í belgísku knattspymunni. Döpm atvikin hafa einnig skotið upp koll- inum en sem betur fer voru þau mun færri. Bjarni vann frábært afrek Júdómaðurinn Bjarni Friðriks- son vann gullverðlaun í sínum þyngdarflokki á opna skandinav- íska meistaramótinu í júdó. Þar sannaði Bjarni enn einu sinni að bronsverðlaunin, sem hann nældi í á síðustu ólympíuleikum, vora engin tilviljun. Bjarni er snjall íþróttamaður sem stundar æfmgar af einstöku kappi og árangurinn hefur verið góð- ur. Pétur skorar og skorar Pétur Guðmundsson virðist held- ur betur vera að taka sig á í NBA-deildinni í körfuknattleik. Þegar þetta er skrifaö er hann á góðri leið með að vinna sér sæti í byrjunarliði San Antonio Spurs. Pétur skoraði 18 stig fyrir lið sitt gegn Atlanta Hawks og setti síðan persónulegt met í næsta leik á eftir gegn Detroit Pistons er hann skor- aði 21 stig. Auk þess að skora öll þessi stig hirti hann fjöldann allan af fráköstum. Pétur hefur nú leikiö um 85 leiki á sínum ferli í NBA- deildinni með Portland Trailblaz- ers, Los Angeles Lakers og nú hjá San Antonio. Hann er að öðlast dýrmæta reynslu. Pétur missti aö mestu leyti af keppnistímabilinu í fyrra vegna meiðsla og var sem kunnugt er látinn fara frá því fræga félagi Los Angeles Lakers. Margir töldu það mikið áfall fyrir Pétur en ég held þvert á móti að það eigi eftir að koma á daginn að það var Pétri til góös að fara frá Lakers. Þar eru samankomnir flestir mestu snillingar körfuknatt- leiksins í heiminum, 12 að tölu og í raun ekkert pláss fyrir aðra en þá sem em í allra fremstu röð. Pét- ur fékk lítið að spreyta sig með þessu fræga liöi enda ekki auð- hlaupið að því fyrir miðherja að velta „gamla manninum", Kareem Abdul Jabbar, úr sessi. San Antonio er lið framtíðar- innar Hjá San Antonio fær Pétur að spreyta sig og nú er hann væntan- lega kominn í byrjunarliðið. Hann varð fyrir smávægilegum meiðsl- um í upphafi keppnistímabilsins sem gerði það að verkum aö hann fékk lítiö að spila í fyrstu leikjun- um. Nú er þetta allt að koma og ég spái því að Pétur og félagar eigi eftir að gera góða hluti í vetur. Lið San Antonio er mjög ungt og þjálf- ari liðsins, Bob Weiss, hefur lýst því yflr nýlega aö hann stefni að því að lið sitt verði á toppnum eftir 3-4 ár. Það er ekki dónaleg reynsla sem Pétur getur krækt sér í á þess- um tíma. í raun einstakt afrek Það afrek Péturs Guðmundsson- ar eitt aö komast í NBA-deildina er í raun einstakt. í mínum Umsjón: Stefán Kristjánsson huga er ekki hægt að tala um það í sama orðinu aö íslenskur knatt- spyrnumaður komist að hjá meðalliði í Evrópu eða að íslenskur körfuknattleiksmaöur komist að hjá liði í bandarísku atvinnu- mannadeildinni. Staðreyndin er nefnilega sú að þeir leikmenn, sem árlega reyna aö komast að hjá lið- unum í NBA, skipta hundruðum þúsunda. Aðeins örfáir þeirra kom- ast alla leið. Og þeir eru margir sem gera sér alls enga grein fyrir þess- ari staðreynd. Einn kunningi minn sagði til að mynda við mig í fyrra að það væri ekki mikið afrek að vera hjá liði í NBA-deildinni og fá aldrei að leika, verma varamanna- bekkinn leik eftir leik. Þá spurði ég þennan félaga minn: Hvort er meira afrek að sitja á varamanna- bekknum hjá körfuboltaliðinu Los Angeles Lakers eða enska knatt- spyrnuliðinu Sheffield Wednesday, með fullri virðingu fyrir Sigurði Jónssyni? Það var lítið um svör. Pálmar sér ekki fram úr verkefnum Körfuknattleikssamband íslands hefur nýverið ráðið landsliðs- manninn Pálmar Sigurðsson í starf fræðslustjóra sambandsins. Skemmst er frá því að segja að verkefnin hafa hrannast upp. Pálmar hefur fengið ívar Webster í Uð með sér og saman hafa þeir félagar farið skóla á milli og kynnt körfuknattleikinn. Slíkar hafa undirtektir verið að hringt hefur verið til KKÍ úr mörgum skólum og þeir félagar-pantaðir. Mér býður í grun að slíkt mætti gera í fleiri íþróttagreinum. Kynningarstarfið er mjög mikilvægt og það má ekki vanrækja. Haldið áfram á sömu braut KKÍ-menn. „Gamlir refir“ með vönd í hendi í DV í vikunni var greint frá því að margir gamalreyndir skíða- menn hygðust sópa rykið af skíð- um sínum og keppa á skíðamótum hér heima í vetur. Að mínu viti var þetta ein gleðilegasta íþróttafrétt vikunnar. Staðreyndin er nefnilega sú að skíðamót hérlendis hafa ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár að mínu mati. Breiddin hefur verið mjög lítil og lítill áhugi hefur verið á þessum mótum. Með til- komu skíðamanna eins og Karls Frímannssonar, Árna Þórs Árna- sonar, Helga Geirharðssonar og ef til viíl Sigurðar Jónssonar gæti hlaupið mikiö lif í skíðamótin og allir unnendur skíðaíþróttarinnar hljóta að vera í sjöunda himni með ákvörðun „gömlu refanna". Eðlilegt tap gegn Júggum? Margan handknattleiksunnand- ann rak í rogastans þegar hann frétti um úrslitin í leik íslendinga og Júgóslava á Lotto-mótinu í Nor- egi á miðvikudagskvöldið. Lykil- menn vantaði í bæði lið en þó var greinilegt að íslenska liðiö saknaði sterkari leikmanna meira en lið heimsmeistararina. Vissulega er það engin afsökun fyrir hinu stóra tapi að lykilmenn skyldi vanta. í raun hafði íslenska liðið öll tök á því að vinna Júgóslava en þegar 14 dauðafæri fara forgörðum í ein- um og sama leiknum er ekki hægt að búast við öðru en stóru tapi, sérstaklega þegar um heims- og ólympíumeistara í greininni er að ræða. íslenska liðið á margt eftir ólært fram að ólympíuleikum og ég tel rétt og eðlilegt að geyma stóru orðin þar til þeir eru afstaðnir. Stefán Kristjánsson • Bjarni Friöriksson vann frábært afrek þegar hann sigraði i sínum þyngdarflokki á opna skandinavíska meistaramótinu í júdó um síðustu helgi. LISTGLER Viðskiptavinir athugið. Erum flutt á Kársnesbraut 110, Kóp. Fegrið heimilið með LIST- GLERI - blýlagt gler í ótal mynstrum og litum. Tilval- ið í svalahurðir, forstofu- hurðir, útihurðir og alls konar glugga til skrauts og nytja. Vinnum gler eftir pöntun- um. Hringið eða komið og kynnið ykkur liti, mynstur og verð. Gerum föst verð- tilboð. Framleiðum einnig skrautspegla eftir máli. Úrval af gleróróum, til- valdar jólagjafir. Listgler, Kársnesbraut 110 Sími 45133 Krefjandi stjórnunarstarf Ríkismat sjávarafurða óskar að ráða mann í krefjandi ábyrgðar- og stjórnunarstarf við að veita eftirliti stofnunarinnar forstöðu: Starfið felst i: Stjórnun eftirlits stofnunarinnar með hráefnis- og vörugæðum íslenskra sjávarafurða. I þvi felst m.a. dagleg stjórn starfa þeirra manna sem hafa með hendi eftirlit stofnunarinnar þar sem fiskur eða sjávarafurð- ir eru meðhöndlaðar og/eða unnar. Að annast eftirlit með gæðaeftirliti úftlytjenda og hvernig þeir standa að gæðastjórnun á sínum vegum. Yfirumsjón eftirlits með hreinlæti og búnaði fisk- vinnslustöðva, svo og með hvaða hætti fiskvinnslu- fyrirtæki standa að gæðastjórnun framleiðslu sinnar. Þátttöku í stefnumörkun og þróun vinnubragða Ríkismats sjávarafurða. Starfið krefst: Mikils frumkvæðis og stjórnunarhæfileika. Þekkingar, áhuga og skilnings á gæðamálum sjávar- útvegsins. Háskólamenntunar í matvælafræðum eða annarrar sambærilegrar menntunar og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Umsóknum ber að skila á skrifstofu stofnunarinnar. Nánari upplýsingar og starfslýsing fæst hjá skrifstofu- stjóra stofnunarinnar, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, sími: 91-627533 Ríkismat sjávarafurða hefur að leiðarljósi: Að stuðla að auknum hráefnis- og vörugæðum islenskra sjávaraf- urða. Að þróa starfsemi sina þannig að hún verði einkum fólgin i miðl- un þekkingar og færni og að skapa sjávarútveginum réttar forsendur til starfa. Að verða í krafti þekkingar sinnar og reynslu forystuafl i gæða- málum. Að skapa samstarfsvettvang stjórnvalda og sjávarútvegsins í stöðugri viðleitni þeirra til að auka þekkingu og færni í vinnubrögð- um og vörumeðferð. Að móta afstööu þeirra sem við sjávarútveg starfa til gæðamála og efla almenna gæðavitund. Ríkismat sjávarafurða telur þaö vera helsta verkefni sitt að stuðla að vönduðum vinnubrögðum svo að islenskar sjávarafuröir nái forskoti á markaðnum vegna gæða og þar með hærra verði en ella. Ríkismat sjávarafuröa Nóatún 17 — 105 Reykjavík — Sími: 62-75-33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.