Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. 27 vitni um. Eftir að Bítlarnir hættu samstarfi hefur George náð talsverð- um vinsældum með „sóló“ plötum sínum. Sú síðasta kom út nú fyrir stuttu. George starfar líkt og Ringó mest í sambandi við kvikmyndir. Hann hefur tekið að sér hlutverk en oftast er hann stjórnandi. Hann er fram- kvæmdastjóri og eigandi kvik- myndafyrirtækis sem nefnist Handmade Films. Nokkrar myndir hans hafa náð vinsældum. Ein af þeim er Timebandits sem gerði það mjög gott í Bandaríkjunum. „Ég vil helst gera léttar og skemmtilegar myndir. Ég frábið mér allar myndir sem hafa með stríð og morð að gera. Fólk á að vera í góðu skapi þegar það gengur úr bíósalnum." George Harrison á nóg af pening- um. Reyndar meira en hann gæti eytt, enda segir hann: „Ég sýsla við bíómyndir til að hafa eitthvað fyrir stafni frekar en að græða á þeim.“ Hann heldur því fram að Bítlarnir hafi orðið fyrir fjársvikum á sjöunda áratugnum. Ný hljómsveit? „Við hættum með Wings eingöngu til að geta verið meira heima með börnunum. Núna, þegar þau eru orð- in sjálfbjarga, ætla ég að stofna aðra hljómsveit. Ég hef í haust prófað all- marga tónlistarmenn en það er erfitt að finna réttu mennina. Ég vil að í hljómsveitinni sé samhent fólk, ekki fjórar eða fimm stjörnur." Paul og Linda lifa mjög fábreyttu lífi. Þau fara sjaldan út að skemmta sér og hitta aðeins ein kunningjahjón reglulega. Það eru vinir Pauls frá unglingsárunum, venjulegt vinnandi fólk. Af Bítlunum hitta þau einstaka sinnum George Harrison. Á kvöldin sitja þau og horfa á sjónvarp og sitja svo lengi sem dagskráin stendur yfir. „Ég viðurkenni að ég er sjónvarps- sjúkur. Sjónvarpið er ekki jafnlélegt og margir vilja véra láta. Þvert á móti fmnst mér hægt að læra ýmis- Hamingjusöm fjölskylda, Paul og Linda með börnunum Stellu, James og legt af því.“ Heather. öll fjölskyldan lifir eingöngu á grænmeti. (Þýtt - ELA) Paul er grænmetisæta Sá þriðji af Bítlunum og sá sem á stóran þátt í velgengninni er eftir- læti kvennanna, Paul McCartney, sem nú er 45 ára. Hann og John Lennon sömdu flest vinsælustu lög Bítlanna og það gerði hann að einum ríkasta manni í Englandi. Paul lifir fremur fábrotnu lífi. Húsið sem hann býr í ásamt bandarísku konunni sinni, henni Lindu, og fjórum börn- um, Heather, 25 ára (frá fyrra hjónabandi Lindu en ættleidd af Paul), Mary, sem er 18 ára, Stellu, 16 ára, og James, 10 ára, er í Sussex rétt fyrir utan London og í því eru bara sjö herbergi. Það stendur á stórri landareign og þar hafa þau mikið af dýrum; kýr, hesta, kindur, svín, hunda og ketti og margar fleiri tegundir. Þau eru mikið hestafólk og stunda útreiðar. Þau eru grænmetis- ætur og drepa því ekki dýrin sín. „Um miðjan sjöunda áratuginn slá- truðum við lambi sem við ætluðum að borða á búgarðinum okkar í Skotl- andi. Þegar Linda var að matreiða steikina kom allt í einu annað lamb í eldhúsdyrnar og jarmaði til henn- ar. Hún horfði á lambið og þegar við settumst við matborðið gátum við ekki fengið af okkur að borða félaga þess. Eftir það gátum við ekki borðað kjöt enda er ótrúlega margt hægt að borða annað," segir Paul. Linda er ákveðnust af þeim öllum. Það hefur sýnt sig að Paul á til að laumast inn á McDonalds og borða stærðarinnar hamborgara þegar Linda er hvergi nærri. Það er ekki oft. „í þau átján ár, sem við höfum verið gift, höfum við aðeins verið aðskilin í tíu daga. Níu af þeim voru er ég sat inni í Jap- an grunaður um smygl á hassi," útskýrir Paul. Gott hjónaband Hjónaband þeirra þykir mjög gott. Stundum hugsa þau það sama og oft kemur fyrir að Paul byrjar að segja eitthvað og Linda botnar það. „Við lifum í gamaldags hjónabandi þó það Hér á árum áður bölsótaðist eldra fólkið út í þessa fjóra ungu pilta frá Liverpool. Það má með sanni segja að þeir hafi á sinn hátt breytt heiminum. komi auðvitað fyrir okkur eins og nóg af því á mínum ungkarlsárum. öll hjón að rífast smávegis. Það hefur Ég gæti ekki einu sinni talið allar komið fyrir að við rífumst svo mikið þær stelpur sem ég hoppaði upp í til að skilnaður er nánast óhjákvæmi- þá.“ •" legur. Þar sem við höfum þrátt fyrir Ekki verður sagt um Paul að-hann sé lífhræddur. Hann feröast í strætó og lestum. Paul kaupir sjálfur í mat- inn og hann kaupir fót og stundum sést hann á krám. Eini lúxusinn sem fjölskyldan leyfir sér er sundlaug í garðinum og skíðaferðalag á hverj- um vetri. Snobbaðir einkaskólar Þau hafa ekkert þjónustufólk fvrir utan stúlku sem kemur nokkra tíma í viku og hjálpar Lindu við að hreinsa húsið. Linda eldar mat sjálf og Paul ekur börnunum til og frá skóla. „He- ather gekk nokkra vetur í dýran einkaskóla,“ segir Paul. „Mér líkaði alls ekki snobbið sem viðgekkst þar. Nemendurnir lifðu fyrir að vera eitt- hvað af því að foreldrarnir ættu næga peninga. Síðan þá höfum viö sent öll okkar börn í venjulegan skóla. Ég gekk í venjulegan skóla í Liverpool og hafði gott af því. Það hefur einnig orðið raunin með mín börn," segir Paul ennfremur. „Við látum börnin okkar ekkert fá meira í hendurnar en aðrir gera. Þau fá ekki meiri vasapeninga en skólafé- lagarnir og þau fá ekki dýran fatnað. Heather er byrjuð í háskóla og við gáfum henni lítinn, ódýran og spar- neytinn bíl.“ Paul liflr á tónlistinni einni saman. í mörg ár rak hann sína eigin hljóm- sveit, Wings, með konu sinni, Lindu. Hann semur mikið af lögum, bæði fyrir sig og aðra. Einnig sendir hann frá sér hljómplötur nokkuð reglu- lega. George Harrison lifir einangruðu fjölskyldulífi með eiginkonu sinni, Oliviu, og syninum Dhani. allt haldið út í átján góð ár þá er skilnaður flarlægur. Við erum trú hvort öðru. Þegar við giftum okkur lofaði ég Lindu að ég yrði henni trúr og ég meinti það. Ég hef aldrei saknað þess að vera ekki „frjáls“. Satt að segja fékk ég Söluaðilar í Reykjavík og um land allt. Umboðið Háaleitisbraut 68 - sími 84240 Ungmennafélag Hveragerðis og ölfus Pantanir í *íma 99-4220 AÐ LOKUM FÆRÐ ÞÚ ! ÞRIST I VIÐ SEGJUM BLESS OG GÓÐA FERÐ FYRIR 50 KRÓNUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.