Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Veröld vísindaima Allar tölvur að verða eins Til skamms tíma hefur verið litíð á tölvur frá IBM og Apple sem gjör- ólíkar útgáfur af einkatölvum. Þessi fyrirtæki hafa keppt hart á markaðnum og boðiö tölvunotend- um ólíkar lausnir. Þessi sundur- leitni kann nú aö vera á enda. IBM hefur sent frá sér nýjan bún- að fyrir gömlu einkatölvuna sína þannig að hún er nú jafnauöveld í notkun og Macintoshinn frá Apple. IBM PC fæst nú með mús og hug- búnaði sem er áþekkur þeim sem Apple býður. Frá Apple hefur hins vegar kom- ið ný útgáfa af Macintosh sem er Macintoshinn er búinn að fá svip af IBM PC. mjög áþekk IBM PC-AT. Nú er minna mál en áöur að nota IBM hugbúnað við hana og vinnslu- hraðinn er að veröa sá sami. Þá hefur innra minnið verið stækk- að til samræmis viö IBM tölv- una. David E. Sanger, tölvusérfræð- ingur hjá New York Times, segir að engu sé líkara en að fyrirtækin hafi skipst á hönnuðum. IBM bíöur þess enn að ná yfirburðum með nýju einvalatölvunni og það gerist vart fyrr en eftir nokkur ár. Á meðan keppa risamir með vélum sem fela í sér afskaplega fáar nýj- IBM PC er nú boðin með mörgum af kostum Macintosh. ungar en allt kapp er nú lagt á sölu- málin. Apple hefur hingaö til staðið heldur höllum fætí í sölu á tölvum til fyrirtækja en það stendur nú til bóta. Tölvumar frá IBM hafa til þessa þótt of þungar í vöfum til aö njóta hylli almennings. Því á nú að breyta. Þróunin stefnir í þá átt að allar tölvur verði í aðalatriðum eins en auglýsinga- og verðstríðið eigi eftir að harðna að mun. Allt bendir þvi til aö verð á tölvum fari stómm lækkandi og að fjölbreytnin minnki. Molar_______________ Sovétmenn selja njósnamyndir Ýmis einkafyrirtæki í Bandaríkj- unum hafa kvartað undan því að opinberar stofnanir, eins og herinn og NASA, vilji ógjarnan láta þeim í té gervitunglamyndir. Þessar myndir eru oft flokkaðar meö leyniskjölum og því ekki aðgengi- legar. Sovétmenn hafa haft spurnir af þessum vandræðum og bjóða nú gervitunglamyndir gegn vægu verði. Sagt er að það sem þeir hafa til sölu séu gagnslausar njósna- myndir sem nú loksins er hægt að gera eitthvað við. Konur af Yorba-þjóðflokknum eignast fleiri tvibura en aðrar. Kínverskar kartöflur og tvíbura- fæðingar Mannfræðingar hafa veitt því at- hygli að hvergi eru tvíburafæðing- ar algengari en meöal Yorbaþjóð- flokksins í vesturhluta Nígeríu. Þar era tvíburafræöingar 3% af öllum fæðingum en á Vesturlönd- um era þær 1% og ekki nema hálft prósent meöal Asíuþjóða. í allri Afríku er hlutfalliö 1,7%. Öraggar skýringar á þessu hafa ekki fundist en þó er talið líklegast að ástæðan sé sú að Yorbar borða mikið af rótarávexti sem gengur undir nafninu kínverskar kartöfl- ur. Efni í þessum ávöxtum hafa áhrif á hormónastarfsemi kvenna en hins vegar er ekki fullsannað aö þau áhrif nægi til að fjölga tví- burafæðingum. Kaktusar af þessari gerð eru nú tiskuvara í Bandaríkjunum. Risakaktus í garðinum í Suðuríkjum Bandaríkjanna hafa risakaktusar komist í tísku og nú þykir enginn maður með mönn- um nema hann hafi ógurlegan saguaroskaktus við heimreiðina hjá sér. Þetta kann að skjóta gestum, sem komnir eru langt að, skelk í bringu en þó era aðrir sem hafa meiri áhyggjur af að sjá kaktusana úti um allt. Þessi tíska hefur leitt til þess að óprúttnir sölumenn rífa upp kaktusa hvar sem hönd á fest- ir. Náttúruverndarmenn hafa kraf- ist þess að kaktusaþjófum verði refsað enda stela þeir grimmt í þjóðgörðum. Það er einkum í Ariz- ona sem mikið hverfur af kaktus- um. Verð á kaktusum er ágætt. Þeir eru seldir eftir stærð og er fetið selt á á 40 krónur og 200 krónur era greiddar fyrir hvem arm. Á vett- vangi era þetta um 1000 til 5000 krónur fyrir kaktusinn en þegar hann er kominn í fjarlæg hérað eða lönd skiptir verðið tugum og jafn- vel hundraöum þúsunda. Sony kaupir hljómplötuútgáfu CBS: Stafrænu segulböndin gjörbreyttu stöðunni Rafeindafyrirtækið Sony hefur keypt hljómplötuútgáfu fjölmiðla- risans CBS fyrir 2 milljarða Bandaríkjadaia sem jafngilda um 74 milljörðum íslenskra króna. Sala plötuútgáfunnar kom nokkuð á óvart því hún hefur skilað eigend- um sínum dijúgum hagnaði á síðustu árum enda verið með stór- stjörnur á borð við Michael Jack- son og Brace Springsteen á sínum snærum. Talið er að hagnaður af plötuút- gáfunni á þessu ári nemi allt að 8 milljörðum króna. CBS ætlar eftir- leiðis að einbeita sér aö fjölmiðlun. Plötuútgáfan hefur verið áhættu- söm og rekin með tapi sum árin. í ár hefur óvissan einnig aukist, þrátt fyrir gróða í augnablikinu, því plötuútgefendum stendur vera- leg ógn af framleiðslu stafrænna segulbanda. Með þeim getur al- menningur gert fuilkomnar eftir- tökur af tónlist á plötum. Sony hefur verið fremst í flokki framleiðenda nýju seguibandanna og átt í stríði við plötuútgefendur vegna þess eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni. Nú er komin upp ný staða þegar Sony hefur skipað sér fremst í flokk plötuút- gefenda. Vorblót fyrir 6000 árum Vordag nokkum fyrir 6000 árum var tveim ungum stúlkum, 16 og 18 ára, fórnað guðunum í Sigersdal spölkorn norðar en Kaupmannahöfn stendur nú. Þetta er elsta dæmið um mannfómir í Evrópu. Svo virðist sem stúlkunum hafi veriö fómað frjósemisguðum sem norrænir menn dýrkuðu um aldir líkt og aðrar þjóðir heims. Um háls- inn á annarri stúlkunni hefur snara veriö reyrð og stúlkan því trúlega kyrkt. Þetta er elsta dæmið um slíka aftökuaðferð á Norður- löndum. Töluverðar líkur era á að stúlk- urnar hafi verið systur því margt í andlitsfallinu bendir tíl að þær hafi verið líkar. Þær voru báðar með smærra nef en algengt var meðal annarra einstakhnga af þessum þjóðflokki. Þær höfðu hátt enni og fomleifafræðingar segja að aðrir steinaldarmenn hafi ekki ver- ið betur tenntir. Með stúlkunum hefur veriö fórn- að dýram munum sem bendir til að þær hafi ekki verið af almúga- fólki komnar heldur höfðingjadæt- ur. Þetta hefur því verið mikilvæg fóm sem var gerð þennan vordag. Fomleifafræðingar era vissir um að stúlkunum hafi verið fórnað að vori og ráöa þaö af rotnun líkanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.