Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Utlönd Vantraustið ríkir enn milli stórveldanna Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagöi í viðtali, sem birtist í gær í sov- éska blaðinu Izvestia, að þótt mikil- vægar framfarir hefðu oröið í tengslum stórveldanna tveggja væri enn við vandamál að glíma sem risu vegna gagnkvæms vantrausts. Reagan sagði að frá fyrsta fundi þeirra Gorbatsjovs, aðalritara sov- éska kommúnistaflokksins, í Genf fyrir tveim árum hefðu ríkisstjórnir landanna náö mikilvægum árangri í ífvopnunarmálum, mannréttinda- málum og tengslum milli stórveld- ánna tveggja. Reagan sagöi hins vegar að vanda- mál væru enn mörg, vegna van- trausts og grunsemda á báða bóga. Þetta er í fyrsa sinn um margra ára skeið sem sovéskt blað birtir viðtal við bandarískan leiðtoga á þennan hátt. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 20-22 Lb.lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 20-24 Úb 6mán. uppsögn 22-26 Ab 12mán. uppsögn 24-30,5 Úb 18mán. uppsögn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp.lb Sértékkareikningar 10-23 lb Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Innlán með sérkjör- 19-34,5 Lb.Vb Úb um Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-7,25 Ab.Sb. Sterlingspund 7,75-9 Vb AbVb, Vestur-þýskmörk 3-3,5 Sb Ab.Sp, Danskarkrónur 8,75-9 Vb Allir ÚTLÁNSVEXTIR (%) nema Bbog Sp lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv) 33-34 Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 36 eða • Almennskuldabréf kaupgengi 35-36 Úb.Vb, Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Sb.Sp Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 35-39 Sp Utlan verötryggö . Skuldabréf 9.5 Allir Útlán til framleiðslu Isl.krónur 31-35 Úb SDR 8-9 Vb Bandarikjadalir 9-10,5 Vb Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýskmörk 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4.1 á MF.ÐALVEXTIR mán. óverðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala des. 1886 stig Byggingavísitala.des. 344 stig Byggingavísitala des. 107,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 5% 1 okt. VERÐBRÉFASJÖÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,3261 Einingabréf 1 2,482 Einingabréf 2 1,453 Einingabréf 3 1,532 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,459 Lifeyrisbréf 1.248 Markbréf 1,259 Sjóðsbréf 1 1,195 Sjóðsbréf 2 1,154 Tekjubréf 1,288 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- Undirbúningur fyrir leiðtogafund- inn í Washington, sem hefst á mánudag, er nú í fullum gangi. Há- værar deilur standa enn um ágæti fundarins, meðal bandarískra ráða- manna, sem og um gildi samningsins um afnám meðaldrægra kjarnorku- vopna í Evrópu sem leiðtogarnir hyggjast undirrita á fundinum. Bandaríski þingmaðurinn Jack Kemp, sem er alfarið á móti samn- ingnum, varaði í gær Bandaríkja- menn við því að láta stjórnast af „leiötogafundarákafa". Kemp, sem er einn af þeim sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni repúblik- ana, sagði í gær að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir stæðu ekki frammi fyrir „nýjum Sovétríkjum", heldur „nýrri so- véskri ögrun“. Sagði þingmaðurinn að samning- urinn um meðaldrægu flaugarnar þarfnaðist mikilla breytinga áður en hann gæti talist gæta öryggishags- muna Bandaríkjanna og ekki ætti að ganga frá honum fyrr en Sovétmenn væru farnir að hafa núgildandi samninga í heiðri. Kemp er einn af fjórum keppend- um um útnefningu repúblikana sem er mótfallinn stefnu forsetans í þess- um efnum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti svarar spurningum blaðamanna í gær. Símamynd Reuter Forsetinn kann að leysa upp þingið Talið er mögulegt að Hossain Mohammad Ershad, forseti Bangladesh, kunni aö leysa upp þing landsins og efna til nýrra kosninga 1 þeirri von að fá með því nægilegan pólitískan stuðning til að leysa stjórnarfarsleg vandamál þau áem nú eru að yfirbuga hann. Stjórnvöld í Bangladesh hafa undanfarna daga reynt að ná sam- komulagi við stjórnarandstöðu landsins. í gær létu þau lausa þrjá af leiðtogum stjórnarandstööunnar sem verið hafa í fangelsi undanfar- ið. Þar með hafa ellefu leiðtogar stjórnarandstöðu verið látnir laus- ir á einni viku. Á fimmtudag sögðu tíu af þing- mönnum hægrimanna af sér til þess að mótmæla áframhaldandi setu stjórnar Ershads. Forsetinn mun nú bíða þess að sjá hvort þing- menn Awami flokksins, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn á þingi, gera slíkt hið sama. Orðrómör var á kreiki í gær um að þeir hygðust segja af sér. Fari svo er talið líklegt að forset- inn freistist til þess að leysa upp þingið og efna til kosninga. Fingrafarasérfræð ingar til Bahrain Enn hefur hvorki tangur né tetur fundist af s-kóresku þotunni sem hvarf síðastliðinn sunnudag með hundrað og fimmtán manns innan- borðs. Leitarmenn hafa ekki fundið nein ummerki um þotuna á svæði því sem talið er að hún hafi farist á. Þá virðist mál tvímenninganna, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi þotunnar, vera eitthvaö að flækjast. Áhafnarmeðlimir, sem fóru af þot- unni í Bahrain á sama stað og þau, minnast þeirra en ekki neins óeðli- legs í fari þeirra. Fólkið, sem ferðaðist á fólskum jap- önskum vegabréfum og þóttist vera feðgin, reyndi að fremja sjálfsmorð, þegar átti að færa þaö til yfirheyrslu. Karlmanninum tókst ætlunarverk sitt en konan lifði af og er nú komin til meðvitundar. Hún hefur ekki fengist til að segja neitt um málið enn. Kóreskir fingrafarasérfræðingar eru nú á leið til Bahrain þar sem þeir munu reyna að finna út úr því hvaöa fólk þetta er og hvernig þaö tengist hvarfi þotunnar. Yfirvöld halda enn fast við þá skoð- un sína að hvarf þotunnar sé af völdum hermdarverkamanna sem hafi komiö fyrir sprengju um borð í henni. Flugmaður, sem hefur verið við leit að þotunni, sýnir þá leið sem hún átti að fara. Simamynd Reuter Fagnað- arfundir í Atlanta Kúbönsku fangarnir í fangels- inu i Atlanta í Bandaríkjunum, sem í fyrrinótt sömdu við banda- rísk stjórnvöld og slepptu gíslum sínum í framhaldi af því, héldu fangelsinu á sínu valdi enn í gær. Ekki var að fullu ljóst hverju þetta sætti en svo virtist sem ein- stök atriði samkomulagsins væru ekki að fullu frágengin. Samningur sá er fangarnir gerðu við stjórnvöld í fyrrinótt hljóðaði meðal annars upp á að þeir fengju allir annaðhvort land- vistarleyfi í Bandaríkjunum eða möguleika til þess að flytjast til þriðja lands. Margir af kúbönsku föngunum hafa verið lýstir óæskilegir af bandarískum stjórnvöldum. Fangarnir gerðu uppreisn fyrir ellefu dögum þegar Bandaríkja- stjórn gerði samning við stjórn- völd á Kúbu sem fól í sér að einhverjir þeirra yrðu sendir aft- ur til síns heimalands. Vildu þeir ekki sæta því og tóku fangelsið herskildi og um eitt hundrað manns í gíslingu. Á svipuðum tíma gerðu kú- banskir fangar í Oakdale einnig uppreisn og tóku starfsmenn síns fangelsis jafnframt í gíslingu. Fangarnir í Oakdale sömdu síð- an við yfirvöld nú í vikunni. Þegar tilkynnt var um lausr deilunnar í Atlanta varö það 611- um aðilum málsins mikill léttir Ekki þó síst aðstandendum gísl- anna níutíu sem þá voru enn : haldi. Á meðfylgjandi myndum má sj; gíslana ganga út úr fangelsini (efsta mynd), aðstandendui nokkurra þeirra horfa á þegai þeir gengu út (mynd í miðju) o; svo loks barn eins gíslanna fagn; fóður sínum (neösta mynd). Vonast er til að endanleg lausr deilumálanna sé mjög skammi undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.