Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987.
Spumingaleikur_________
Veistu fyrr en
í fimmtu tilraun?
Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö
spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur
stigin og sjáið hve glögg þið eruð.
5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig
Fleyg orð „Væri ekki einfaldara að stjórnin leysti upp þjóðina og kysi sér nýja?" skrifaði hann árið 1953. Höfundur þessara orða var leikskáld og var jafnan umdeildur fyrir pólitískar skoðanir sínar. Hann var fæddur árið 1898 og andaðist árið 1956. Hann var Þjóðverji sem dvaldi um tíma í Banda- ríkjunum en síðan í Austur-Þýskalandi. Þetta er mynd af leikskáld- inu.
Staður í veröldinni Þetta er borg á Ítalíu. Við hana er kenndur maður sem þekktur er víða undir ýmsum nöfnum. Á íslensku hefur borgin sérstakt nafn sem er dreg- ið af hinu ítalska. I íslensku útgáfunni heitir borgin Bár. Maðurinn sem við hana er kenndur var tekinn í tölu dýrlinga fyrir mörgum öldum. Maður þessi er talinn fyrir- myndin að jólasveininum víða um lönd.
Fólk í fréttum Hann lét þau orð falla að sér kæmi það ekki við þótt einhver vildi hengja hann. Hann komst í fréttirnar fyr- ir að „blanda saman hagsmunum" eins og yfir- maður hans orðaði það. Þetta á að hafa gerst í ■ sjónvarpsþætti. Um er að ræða þekktan fjölmiðlamann sem áður var ekki síður þekktur sem íþróttamaður. Þannig lítur þessi mað- ur út. 1
Frægt í sögunni Atburður þessi gerðist 4. októþer 1957. Allt sem gerðist var að um 80 kílóa þungur hlutur fór á loft. Hlutur þessi var á lofti í 100 daga. Við þennan atþurð er nýtt tímabil í sögu mannkyns oft miðað. Heiti hlutarins er nú orð í fjölmörgum tungumálum.
Sjaldgæft orð Orð þetta er stundum haft um veðraþyt eða veðra- hljóð. Það getur haft sömu merkingu og orðið kuldi. Það er einnig haft um kala eða óvild. Það kemur fyrir í orðasam- bandi sem merkir að hafa pata eða ávæning af ein- hverju. Það kemur einnig fyrir í orðasambandinu „það er... í honum" og er þá vísað til kuldalegra orða.
Stjórn- málamaður Hann er Vestfirðingur, fæddur árið 1930. Hann er einn kúasmal- anna frá Ögri sem orðið hefur ráðherra. Hann er einn af eigendum útgerðarfélags sem kennt er við fæðingarstað hans. Hann hefur um árabil ve- rið þingmaður Austfirð- inga. P Á þingi tek- ur hann sig P svona út. 1 w mi m Æm* ** f wa SSS
Rithöfundur Hann var fæddur í Seylu- hreppi í Skagafirði árið 1853 og andaðist árið 1927. Hann hét Stefán Guð- mundur réttu nafni en er ekki þekktur undir því. Hann fékkst við Ijóðagerð og kallaði fyrsta Ijóðasaf- nið Úti á víðavangi. Hann fékk auknefnið „Klettafjallaskáldið" sem hefur fylgt honum síðan. Frægasta safn verka sinna kallaði hann Andvökur.
Svör á bls. 48
íslensk fyndni Leggið manninum orð ímunn. Höfundur. Emil Thorerensen,
Merkið tillöguna: „íslensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Fífllbarði 7, Eskifirði.