Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Side 42
54
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987.
TILSOLU PORSCHE 924 TURBO
- árg. 1980, 3 dyra, rafmagn i rúðum, dökkgrænn, 5 gíra, toppein-
tak. Góð kjör.
BILASALAN BUK
Skeifunni 8 Sími 68-64-77.
MIDI-hljómtæki JVC
DR-E2 60vött, fjarstýring...................
5 banda S.E.A. tónjafnari........
Stafrænt útvarp, 32 minni........
Tvöfalt segulb., dolby b.........
Alsjálfvirkur plötusp............
2 way, 80vött....................
Verð 38.855.
Skipholti 21, sími 623890.
MARSHAL
Vörubifreiðadekk
1100x20, radial Verð. 21.490
1100x22,5, radial 21.960
1200x20, radial 22.960
1200x22,5, radial 23.960
1100x20, nælon 16.000
1200x20, nælon 20.533
7% afsláttur við staðgreiðslu.
Góð greiðslukjör.
U ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533
Sími 687377.
Skák
Af þátttakendalista bandaríska
meistaramótsins, sem lauk í Estes
Park í Colorado fyrir hálfum mán-
uöi, má ráða að Reykjavíkurborg
liggi vel við höggi þarlendra skák-
manna. Ekki færri en ellefu af
fjórtán keppendum mótsins hafa
teflt hér á landi og sumir oftar en
einu sinni. Opnu Reykjavíkurskák-
mótin hafa dregið þá flesta til sín
og einnig VISA-landskeppni
Bandaríkjanna við úrvalslið Norð-
urlandanna sem fram fór í fyrra.
Tíu stórmeistarar tóku þátt í
meistaramótinu, sem var skipað
flestum sterkustu skákmönnum
landsins. Einungis vantaði Lev Al-
burt og Roman Dzindzihashvili,
sem hætti við á síðustu stundu.
Allir eru hættir að reikna með
Bobby Fischer en óneitanlega væri
það skondin tilhugsun ef hann birt-
Nick de Firmian var sigursæll á bandaríska meistaramótinu en Yasser
Seirawan, sem er hér á fullri ferð, tókst ekki að verja titil sinn frá árinu
áður.
Tíu stórmeistarar á banda-
ríska meistaramótinu
- Benjamin og de Firmian verða að heyja einvígi um titilinn
ist einhvern daginn meðal manna
og vildi tefla.
Úrslitin komu nokkuð á óvart.
Joel Benjamin, sem er aðeins 23ja
ára gamall, og Nick de Firmian,
. góðkunningi okkar íslendinga,
deildu sigrinum með 8 vinninga af
13 mögulegum. De Firmian var
þriðji stigalægsti maður mótsins
og bætti aldeilis ráð sitt frá því árið
áöur. Þá hafnaði hann í neðsta
sæti af 16 keppendum. Hann er
kunnur fyrir spretti sína. í fyrra
varð hann t.a.m. efstur á World
Open skákmótinu í Fíladelfíu og
hirti hæstu verðlaun sem veitt
höfðu verið á opnu móti.
Lokastaðan varð þessi:
I. -2. Nick de Firmian og Joel Benj-
amin 8 v.
3.-6. John Fedorowicz, Maxim
Dlugy, Yasser Seirawan og Michael
Wilder 714 v.
7. Boris Gulko 7 v.
8. -10. Larry Christiansen, Michael
Rohde og Walter Browne 614 v.
II. Sergei Kudrin 6 v.
12. Jay Whitehead 514 v.
13. Boris Kogan 414 v.
14. Dmitri Gurevich 4 v.
Yasser Seirawan átti titil að verja
frá því árið áður og sem stigahæsti
keppandinn þótti hann sigur-
stranglegur. En margt fer öðruvísi
en ætlað er. Tímahraksjöfurinn
Walter Browne, sem er margfaldur
Bandaríkjameistari, átti fremur
slæmt mót og einnig var búist við
meira af Larry Christiansen. Hann
má þó vel við una eftir hrikalega
útreið í byrjun mótsins: Fyrstu
þremur skákunum tapaði hann.
Dmitri Gurevich, rússneski Banda-
ríkjamðurinn, sem vakti mikla
athygli á Reykjavíkurskákmótinu
1982, mátti gera sér neösta sætið
að góðu. Hann barðist hins vegar
af lífs og sálar kröftum, gerði að-
eins tvö jafntefli í mótinu.
Einn nýgræðingur var meðal.
keppenda sem Boris Gulko heitir
og skákunnendur ættu að kannast
við. Fyrst frá hungurverkfollum og
mótmælagöngum austur í Sovét-
ríkjunum, þar sem hann barðist við
kerfið í áratug. Loks fékk hann að
flytjast úr landi og nú býr hann í
Bandaríkjunum. Margir höfðu
vænst meira af honum en hann
lenti þó fyrir ofan miðju. Kona
hans, Anna Akhsarúmova, tefldi á
Opna Austfjarðamótinu í sumar og
varð þar hlutskörpust allra.
Hörkugóö skákkona, enda fór hún
létt með það að sigra á kvenna-
meistaramóti Bandaríkjanna, sem
haldið var samhliða. Hún vann alla
mótherja sína, hlaut 9 v. af 9 mögu-
legum.
Mótið í Estes Park tekur af allan
vafa um það að kynslóðaskipti hafa
orðið í bandarísku skáklífi. Mótið
var skipað ungum skákmönnum í
miklum meirihluta og efstu menn
eiga áreiðanlega allir eftir að bæta
sig. Því má búast við að bandaríska
ólympíusveitin verði hörð í horn
að taka í Grikklandi næsta vetur.
Englendingurinn Tony Miles hefur
einnig gengið til liðs við Banda-
ríkjamenn, eins og komið hefur
fram í fréttum. Hins vegar hafa þær
spurnir borist að andlegri heilsu
hans hafi hrakað og hann hafi af
þeim sökum tekið sér frí frá skák-
iðkun um tíma.
Lítum á bráðfjöruga skák annars
sigurvegarans. Óhætt er aö segja
að hún sé í dæmigerðum banda-
rískum stíl - leikandi létt en
beinskeytt sóknartaflmennska.
Þeir eru allir að reyna að herma
eftir Fischer.
Hvítt: Nick de Firmian
Svart: Michael Rohde
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 e6 6. f4 a6 7. Bd3 Be7 8.
0-0 0-0 9. Khl Rbd7 10. Df3 Db6 11.
Rde2 Dc7 12. b4!?
Beittur leikur og frumlegur, þótt
hugmyndin sé vissulega ekki ný af
nálinni. Hvítur býr sig undir að
skásetja biskupinn á svörtu horna-
línunni og um leið hindrar hann
að svartur nái hvítreitabiskupnum
með 12. - Rc5. Leikurinn hefur
þann annmarka að veikja reiti eftir
c-línunni en svartur á þó ekki auð-
velt með að notfæra sér það.
12. - b6 13. Bb2 Bb7
Sérfræðingar í Sikileyjarvörn
leika gjarnan kóngshróknum til e8
til þess að valda e6 betur og rýma
til fyrir riddara eða biskup á f8.
Viðbrög Rohde eru ekki sérlega
sannfærandi.
14. Dh3 d5?!
Enn kemur 14. - Hfe8 til greina.
T.d. 15. e5?! dxe5 16. fxe5 Rxe5 17.
Hxf6 Bxf618. Dxh7 + Kf8 og svartur
lifir. Hins vegar má svara 14. - g6
með 15. f5 og svartur á í nokkrum
vanda vegna valdleysis e6-peðsins.
15. e5 Re4 16. Rg3 Rxg3+ 17. hxg3
g6 18. a3 b5?
Svartur uggir ekki að sér. Var-
kárara er 18. - Hfd8.
19. f5! exf5 20. Hxf5! d4
Eftir 20. - gxf5 21. Dxf5 verður
svartur mát. Annaðhvort á h7 í
næsta leik, eða á h8 eftip'21. - Hfc8
22. Dxh7+ Kf8 23. Dh8 mát. Fallegt
afbrigði er 20. - Rxe5 21. Rxb5! axb5
22. Bxe5 Bd6 23. Dxh7 +! Kxh7 24.
Hh5+ Kg8 25. Hh8 mát. Svartur
grípur því til þess ráðs aö reyna
Skák
Jón L. Árnason
að loka hornalínunni fyrir hvíta
biskupnum og opnar um leið gin
biskups síns á b7.
21. Dh6!
Með hótuninni 22. Hh5! gxh5 23.
Dxh7 mát. Nú kemur 21. - Hfc8 til
greina til að svara 22. Hh5 með 22.
- RfB. E.t.v. hefur svartur óttast 22.
Hxf7!? Kxf7 23. Dxh7+ sem gefur
hvítum hættulega sókn. Leikurinn,
sem svartur velur, er skemmtileg-
ur en sennilega ekki bestur.
21. - Bg5!? 22. Hxg5 dxc3 23. Hh5!
Hfe8 24. Dxh7+ Kf8 25. Dh6+ Ke7
26. Dg5+ Ke6
Svarti kóngurinn á ekki annars
úrkosti en að bregða sér í bæjar-
ferð. Ef 26. - KfB, þá 27. Hh8+ Kg7
28. Dh6 mát.
27. Dg4+ Ke7 28. Dg5+ Ke6
abcdefgh
29. Bxg6!
Þessi nýja fórn brýtur endanlega
niður virki svarta kóngsins. Eftir
29. - fxg6 30. Dxg6+ Ke7 31. Dg5 + !
Ke6 32. Hh6+ Kd5 33. Hdl+ Kc4
34. Df4+ er svartur mát í .næsta
leik.
29. - Rxe5 30. Bf5+ Kd6 31. Hdl +
Bd5 32. Hh6+ He6 33. Bxe6 fxe6 34.
Bcl
Hvítur á nú unnið tafl en er alveg
að falla á tíma.
34. - Kc6 35. Bf4 Rf7 36. Dxd5 + !
Hér gerðist það að Rohde, sem
sjálfur var tímanaumur, lék 36. -
exd5 og þrýsti á skákklukkunna.
Áður en de Firmian gat áttað sig
var hann fallinn á tíma. Leikur
Rohde er hins vegar ólöglegur og
því færði skákstjórinn klukku de
Firmian til baka og eftir nokkurt
japl jaml og fuður varð Rohde að
láta sér lynda að finna annan leik.
36. - Kb6 37. Be3+
Og Rohde gafst upp.
-JLÁ