Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Sælkerinn Góð glögg Núorðið er jólaglögg þekktur drykkur hér á landi. Glögg kemur hingað frá Svíþjóð og Danmörku og eru líklegast ekki meira en svona 10 til 15 ár síðan þessi drykk- ur varð þekktur hér á landi. Heitir víndrykkir eru þó algengir í Evr- ópu og þá aðallega á vetrum. Sá galli er þó á gjöf Njaröar að íslend- ingar kunna margir hverjir ekki að blanda glögg, halda að nóg sé að hræra saman rauðvín, vodka, rúsínur, möndlur og sykur. Nei, það er kúnst að laga góða glögg. í bók sinni, How to Enjoy Your Wine, segir hinn vísi vínmaður, Hugh Johnson:„Best er að laga glögg eða, eins og hún heitir á ensku „mulled wine“ þannig að saman við rauð- vínið sé blandað Grand Marnier. Uppskriftin er svona: 1 ílaska rauðvín, t.d. Patriarche eða Geisweiler 14 kanilstöng 10 negulnaglar ‘A bolli möndlur 1 bolli rúsínur 1 msk. saxaður börkur af app- elsínu Rauðvínið er hitað upp í 20 gráður ásamt kryddinu og þá er 14 dl af Sælkerinn Sigmar B Hauksson Grand Marnier hellt saman við. Glöggin er þá hituð í 60 gráður og að lokum er 1 dl af Grand Marnier blandað saman við. Þá er glöggin til og þetta er góö glögg. Fyrir þá sem ekki eru fyrir glögg kemur hér uppskrift að öðrum drykk sem er þrælgóður, t.d. fyrir mat. í drykkinn þarf: 4 hluta af vel kældu rósavíni pg einn hluta Grand Marnier. í staðinn fyrir rósavín má nota freyðivin eða þurrt hvítvín. Athugið að vínið verður að vera vel kælt. Snúum aftur að glögginni sem getur verið göróttur drykkur. Þeir sem eru á bíl ættu ekki að drekka glögg. Hvernig væri að veitingahús hefðu óáfenga glögg á boðstólum? Hér kemur uppskrift: 1 flaska óáfengt rauðvín börkur af 14 sítrónu börkur af 14 appelsínu 1 kanilstöng 10 negulnaglar 14 bolli möndlur 1 bolli rúsínur 1 dl appelsínusafi Rauðvíninu er hellt í pott og allt það sem nefnt er i uppskriftinni sett í pottinn. Af sítrónunni er að- eins notaður ysti börkurinn, sá guli en ekki sá hvíti. Þessi blanda er svo hituð - hún má ekki sjóða því þá veröur bragðið of beiskt. Hangikj ötshneyksli Enn eitt kjöthneyksliö hefur verið afhjúpað af fjölmiðlum. í mörg ár hefur kjötið frá því í „fyrra“ eða „gamla“ kjötið verið reykt fyrir jólin og það sem meira er, sama verð á að greiða fyrir „gamla“ hangikjötið og kjöt af ný- slátruðu. Til að bæta gráu ofan á svart koma þessir herrar í sjón- varpið og halda því fram að kjöt, sem búið er að geyma í frysti i eitt ár, verði eins gott hangikjöt og hangikjöt af nýslátruðu. Já, það er ekki von á góðu. En á Akureyri kunna þeir að framleiða hangikjöt. Hér kemur hugmynd að óvenjulegum hangi- kjötsrétti. Best er ef hangikjötið nær að hanga í mánuð. En svo má •þurrka lærið í ofni. Við notum hangikjötslæri frá Akureyri. Það er vafið inn í álpappír og stungið inn í 100 gráða heitan ofn og haft þar í 12 til 15 tíma - hvorki meira né minna. Kjötið er því næst skorið í örþunnar sneiðar. Þá eru 4 græn epli afhýdd og skorin í teninga. Síð- an eru 50 g heslihnetur grófsaxaðar og blandað saman við eplin. Þá er þaö sósan. Uppskriftin er svona: 1 eggjarauða 2 matsk. vínedik 6 matsk. matarolía 1 matsk. piparrót salt og pipar Hrærið saman eggjarauðu, vín- ediki, salti og pipar og hrærið svc olíuna saman við en bara nokkra dropa í einu. Bætið svo piparrót- inni saman við. Þessari sósu er hellt yfir eplin. Hangikjötssneiðun- um er raðaö á diskana og þær bornar fram með epalsalatinu. Eins og áður sagði er þetta bragð- mikill réttur en bragðgóður. Jólaferö. ísrael - Landið helga Egyptaland - Kaíró - Skemmtiferðaskip á Níl Brottför 21. des. Heimkoma 6. eða 10. jan. 4ra og 5 stjörnu hótel. Hlaðborð kvölds og morgna. _Síðustu sætin FLUGFEROIR SULRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661,15331. 22100. Kryddperur - góð- ur jólaeftirréttur Góður eftirréttur er nausynlegur eftir vel heppnaða máltíð. Hér kem- ur nokkuð óvenjulegur eftirréttur. Höfundur þessarar uppskriftar er danski matreiðslumaðurinn Jan Pedersen en hann á hið fræga veit- ingahús La Cocotte í Kaupmanna- höfn. Þessi eftirréttur passar vel eftir villibráð, t.d. hreindýr eða rjúpur. Kryddvökvinn, sem per- urnar eru soðnar í, er nokkuö sérstakur. Það sem þarf er: 4 perur 2 dl vatn 2 dl hvítvín 100 g sykur 1 matsk. svört piparkorn 2 matsk. estragon 5 lítil lárviðarlauf Perurnar er afhýddar og settar í pott ásamt vatninu, hvitvíninu, sykrinum og kryddinu. Þær eru látnar sjóða þar til að þær eru orðn- ar mjúkar en það má finna með því að stinga í þær prjóni. Þegar þær eru orðnar mjúkar eru þær teknar upp úr pottinum. Vökvinn er látinn sjóða áfram þar til að hann er orð- inn um það bil 2 dl að magni en þá er hann síaður og látinn kólna. Þar með er rétturinn til. Perurnar eru settar í 4 skálar ásamt 3 matsk. af peru- eöa vanilluís í hverja skál og sósunni hellt yfir. Þetta er bragðmikill og bragðgóður eftir- réttur. Kartöflusalat Það er nóg af kartöflum til í landinu. Uppskeran varð mjög mikil á ár. Nú - kartöflur eru ódýr- ar og þær má matreiða á ótal vegu. Hvemig væri að laga gott kartöf- lusalat? Það passar vel með ýmsum mat, t.d. pylsum, reyktu kjöti, brauði o.fl. í salatið þarf: 600 g soðnar, smáar kartöflur 2 14 dl sýrðan rjóma 1 tsk. gróft salt 1 tsk. riflnn lauk 1 '4 tsk. karrí 1 tsk. sítrónusafa 2 tsk. sykur. Hrærið út í sýrða rjómann salti, lauk, karríi, sítrónusafanum og sykrinum. Kartöflumar eru skom- ar í sneiöar og þeim blandað vel saman við sýrða rjómann. Þar með er rétturinn tilbúinn. Það má skreyta salatið með tómötum og steinselju. Eins og áður hefur kom- ið fram má hafa þetta salat með ýmsum mat, t.d. er það sérlega gott með reyktri síld og saltfiski og gott er að drekka bjór með þessu - hvað annað? Ný skata Nú er hægt að fá fersk börð af smáskötu í verslunum. Margir sem áhuga hefðu á að leggja sér þetta ljúfmeti til munns vita ekki hvern- ig best er að matreiða ferska skötu. Auðveldast er að steikja börðin í smjöri á pönnu. Skatan er krydduð með salti og pipar. Þegar hún er að verða fullsteikt er skvettu af vínediki hellt á pönnuna. Skötu- börðunum er svo raðað á fat. Bætið smiöri á pönnuna og bræðið þaö og því er svo hellt yfir skötubörðin. Saxaöri steinselju er svo stráð yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.