Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 15
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 15 í mínu ungdæmi virtist tíminn standa kyrr. Hver hlutur á sínum staö. Allt í röð og reglu. Ríkisstjórn- ir felldu gengið með reglulegu millibili, Mogginn kom á morgn- ana, grásleppan á vorin. Mamma var heima í eldhúsinu, Silli og Valdi ríktu á húshornunum, óska- lög sjúklinga hljómuðu á laugar- dagsmorgnunum og lambalærið var borið fram á sunnudögunum. Útlönd voru útlönd óg heimurinn náði út að næsta götuhorni. Sjón- deildarhringurinn samanstóð af fréttum á gömlu gufunni og forsíðu Morgunblaðsins. Önnur vitneskja barst ekki inn í kyrrlátan vest- urbæinn, þar sem orrusturnar í húsagrunnunum og á baklóðunum voru þær einu orrustur sem máli skiptu. í pólitíkinni bitust Framsókn og íhald um þingsætin og konur voru notaðar til að kjósa karla. Kennar- amir kunnu kennslubækurnar utan að og eina marktæka breyt- ingin í lífi manns var þegar kúlupenninn var fundinn upp. Kúlupennar voru í óþökk stöðug- leikans og rugluðu menn í ríminu. Skólarnir börðust lengi hetjulegri baráttu gegn því að þessi tækni ryddi sér braut inn í skólakerfið og kúlupennar voru bannaðir á prófum. Menn stóðu fastir fyrir þegar nýjungar voru að abbast upp á venjur og hefðir og gamalgróið lífsmunstur. Kúlupennar voru af hinu illa. Ailt stóð í stað og það eina sem gerðist var að gamalt fólk dó, eins og gamalt fólk á að gera. í augum unglinga eru albr orðnir gambr sem eru komnir á miðjan aldur svo það gilti einu hvort hinn látni var fimmtugur eða áttræður. Þeir voru alUr gamlir fyrir það. Þar að auki er fullorðinsaldurinn svo langt undan þegar æskuárin eru annars vegar að það hefði flokkast undir vanþroska að velta því fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hvað maður gerir þegar maður er orðinn stór eru dagdraumar sem eiga eftir að rætast og engin ástæða til að hafa af því áhyggjur þegar lífið stendur í stað og nægur tími til stefnu. Á hveifanda hveli En nú er eins og þessi veröld hafi skyndilega hrunið til grunna og allt er á hverfanda hveli. Ríkis- stjómin neitar að fella gengið þótt gengið sé löngu fallið. Verslunar- menn neita að fara í verkfall þótt þeir eigi að vera í verkfalh. Vinnu- veitendur hlaupa út undan sér og semja án þess að fá leyfi til þess. Gömlu bílnúmerin em tekin af okkur, kvenfólkið er farið að kjósa sig sjálft og nú um helgina flyt ég í austurbæinn. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að vesturbæjaríhaldið flytti austur yfir læk. Jafnvel veðrið er ekki lengur á sínum stað og vorið heils- ar okkur með snjókomu. Það er sem sagt ekki hægt að henda reiður á nokkrum hlut og fólk er önnum kafið við að bjóða öUu þvi birginn sem einu sinni voru heilagar kýr og tákn hins óumbreytanlega. Fljótt á litið eru þetta óhugnan- legar breytingar og það eina sem hvorki ryð né mölur fá grandað er sextánda sætið í söngvakeppninni. Það virðist óbrigðult og óvinnandi virki. Að öðru leyti er næstum því óþolandi að vakna upp á morgnana því maður veit .aldrei hvers er að vænta í tækniframfórum, ný- breytni og uppivöðslu hópa og einstakhnga, sem áður kunnu að hlýða og vera til friðs. Kúlupennarnir, stílvopnin, sem drápu blýantana og sjálfblekung- ana, em löngu orðnir úreltir og við höfum gengið í gegnum margfóld breytingarskeið, með ritvélum og rafmagnsritvélum og nú siðast tölvunum sem eru heil bylting út af fyrir sig. Stundum er sagt að maðurinn hafi tekið tölvuna í þjónustu sína en þetta eru hin verstu öfugmæli vegna þess að það er tölvan sem hefur tekið við stjórninni og okkur er ekki lengur sjálfrátt í þeirri við- ureign. Nýtt þrælahald hefur haldið innreið sína enda engin tak- mörk fyrir getu hennar og mögu- leikum. Ég þekki mann sem á þá í fimmtugsafmæli ósk heitasta að sú stund renni upp að tölvan hugsi fyrir hann og þetta endar sennilega með því að maður getur ekki lengur gert hitt. Eða þarf þess ekki vegna þess að tölvan sér um það líka. Teikn á lofti Já, tímarnir breytast og menn- irnir með, jafnvel þótt maður hafi aldrei tíma til að gefa tímanum gaum. Hann bara líður og áður en varir eru árin liðin, æskan farin og fyrir framan mann stendur mið- aldra maður í speglinum, maður sem hefur gengið í gegnum breyt- ingaskeiðið án þess að taka eftir því. Ég uppgötvaði það mér til hrellingar um daginn að sam- kvæmt hagtíðindum telst ég til þess fjórðungs þjóðarinnar sem elstur er að árum. Þrír fjórðu allra lands- manna eru yngri en ég. Þetta er auðvitað skelfileg upp- götvun fyrir ungan mann á besta aldri en sannar enn einu sinni að veröldin er að breytast án þess að maður fái rönd við reist. Það er af sem áður var, þegar lífiö stóð í stað og mannkynið flokkaðist í ungt fólk og gamalt fólk, meðan ungt fólk liföi en gamalt dó. Ef marka má almanakið og hagtíðindin er röðin komin að manni sjálfum. Ég verð að játa að mér kemur þetta á óvart. Eg hef ekki tekið eft- ir þessu í speglinum og alls ekki á samferðamönnunum og ég hef staðið í þeirri trú að ég væri enn á meðal yngri kynslóðarinnar aö bíða eftir framtiðinni, enn í dag- draumunum og fyrirheitunum. Eg er enn að spá í það hvað ég ætli að gera þegar ég orðinn stór. Því er hins vegar ekki að neita að það eru mörg teikn á lofti um að dagataliö hafi rétt fyrir sér. Um daginn veittist mér sá heiður að krýna fyrirsætu sem var að stiga sín fyrstu skref út í lífið. Þetta var ung og falleg stúlka sem var næst- um því orðin fullorðin i útliti. Sennilega hefur grái fiöringurinn sagt til sín því ég stóðst ekki mátið og notfærði mér aðstöðuna: „Hverra manna ert þú svo?“ spurði ég af kurteisi hins háttvísa manns, enda var DV ekki búið að birta ættartölu stúlkunnar. Ég var engu nær þegar stúlkan sagði mér hverj- ir foreldrar hennar væru. Það var ekki fyrr en mér var sagt hver amma hennar og afl voru sem ég kannaðist við svipmótið. Sem kom ekki til af góðu. Amman var nefni- lega gömul skólasystir min! Afmælisboð Svo fór ég í flugvél milli landa, íslenskri flugvél með íslenskri áhöfn og allt á sínum stað. Þá varð ég fyrir öðru áfallinu. Flugfreyjan, sem var aftur ung og falleg stúlka og virtist bæði veraldarvön og vel gefin, ávarpaði mig á ensku: „Wo- uld you like to have breakfast, sir.“ Ég horfði lengi á hana og hélt fyrst að hún væri að gera grín. En svo sá ég að stúlkunni var fullkomin alvara og þama var ég mættur á heimavelli, íslendingur í húð og hár og Sat uppi með þá staðreynd að hálfþrítug flugfreyjan þekkti hvorki haus né sporð á þessum samlanda sínum. Miðaldra maöur sem áttaði sig ekki á kynslóðabil- inu og stóð í þeirri meiningu að þjóðin þekkti sína menn! Hvað þá mig! Og áföllin halda áfram að dynja yfir. Nú eru jafnaldrarnir og sam- ferðamennirnir, ungu strákamir og stelpumar, sem líta nákvæm- lega eins út og þau gerðu þegar kúlupennamir voru bannaðir í prófunum, farnir að bjóða manni i fimmtugsafmæli! Mér sýnist annar hver maður í kringum mig vera í afmælisboðum hjá jafnöldrum sín- um. Og þarna hópast fólk til fagnaðarins, sem er rétt að byrja lífið og bíður eftir því að láta dag- draumana rætast. Og svo eru haldnar ræður um liðna tíma og sagðar sögur af afreksverkum af- mælisbarnsins og börn og bama- böm eru kynnt fyrir gestunum af því þau eru skikkuð til að mæta innan um allt þetta gamla fólk sem heldur afmælisveislur. Það getur vel verið rétt að heimur- inn haíi staðið í stað þegar öldin var önnur og Mogginn kom á morgnana með fréttimar af því sem var að gerast einhvers staðar annars stað- ar. Áður en tölvan kom og kúlu- penninn og ungt fólk var ungt fólk og gamalt fólk var gamalt fólk. En nú fmnst mér að þetta hafi verið einhver misskilningur og ímyndun og mér finnst miklu styttra milli mín og unga fólksins heldur en milli þess og mín. Ég er óviðbúinn þessu nýja hlutverki og ég er hálfpartinn hneykslaður á unga fólkinu sem sýnir okkur tómlæti. Beðið eftir framtíðinni Mest er ég þó önugur út í tímann sem hefur hlaupið frá afmælis- börnunum og skiliö þau eftir, ókunnugt fólk, í heimi ungs fólks sem ávarpar það á ensku. Fimm- tugir eru enn að bíða eftir framtíð- inni, alveg eins og forðum, og afneita þeirri tilvistarkreppu sem þeim er ætluð. Dagdraumarnir eiga eftir að rætast og enda þótt af- mælisdagarnir séu óumflýjanlegir og ræðumar séu fluttar í minningu þess sem var, þá er lífið rétt að byrja hjá komungum fimmtugum afmælisbörnum. Það er nefnilega hvort tveggja rangt að tíminn standi í stað og fljúgi frá okkur. Hvort heldur kúlu- pennar eru leyfðir eða bannaðir og hvort heldur tölvurnar stjórna okkur eða viö þeim þá verður lög- mál tímans ekki umflúið. Galdur- inn er í því fólginn að nýta hann. Þá skiptir í rauninni ekki máli hvort maður er ungur eða gamall samkvæmt almanakinu heldur hitt að láta tímann ekki líða framhjá sér meðan maður bíður eftir fram- tíðinni. Hún kemur hvort sem er. Ef manni fmnst tíminn standa í stað er það vegna þess að maöur sjálfur stendur í stað. Þjóðfélagið er að breytast, gildismatið er annað og það er dauður maður sem ætlar að vera með í lífinu án þess aö taka þátt í því. Þetta heitir að þroskast. Verslunarmenn og kaupmenn gegna ekki valdboðinu og verkfall- inu vegna þess að þeir láta ekki binda sig í klafa gamalla viðhorfa. Konurnar vilja kjósa sinn eigin flokk vegna þess að þær vilja ekki láta karlana ráða yfir sér. Gengið fer á skjön vegna þess að engin rík- isstjórn getur stjómað því. Ungt fólk lætur ekki kennarana banna sér að nota kúlupenna og fimmtug afmælisbörn láta ekki staðar num- ið þótt komið sé fram í seinni hálfleik. Breytingarnar eru óhjákvæmi- legar og þá er um að gera að láta þær verða til góðs, jafnvel þótt maður þurfi að flytja austur yfir læk. Það er meira að segja af lúnu góða að eldast því það boðar meiri þroska, meiri skilning á þeirri gullnu reglu að ekkert er eins dýr- mætt og tíminn - ef hann er notaður rétt. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.