Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988.
Veröld vísindanna
Nýju geisladiskarnir taka við meira efni en fyrri aðferðir til að geyma
efni.
Stærðfræði
simpansa
Simpansar kunna að telja og
álykta um fjölda.
Símpansar kunna að reikna.
Þetta er niðurstaða þriggja banda-
rískra vísindamanna sem notuðu
gómsætt súkkulaði til að komast
að þessum hæfileika apanna. Simp-
önsunum var boðið að snæða
sælgætið af fjórum diskum og var
einn eða fleiri súkkulaðimoli á
hverjum. í 90% tílvika völdu simp-
ansamir að borða af þeira diski sem
flestir bitarnir voru á.
Simpansarnir fóru nær alltaf eftir
fjöldanum en stærð bitanna skipti
ekki máli. Af þessu ályktuðu vís-
indamennirnir að simpansarir teldu
fyrst bitana og veldu síðan mestan
fjölda en gætu ekki áttað sig á magni.
Stærðfræði
við brúarsmíði
I Cambridge á Englandi er forláta
brú sem byggð var árið 1759. Hún
þótti mikiö furöuverk á sinni tíð
því hún var algerlega sjálfberandi.
I hana var ekki notaður einn ein-
asti nagli. Brúin er kennd við
DV
Endurbættir geisladiskar
upp hjá Tandy
fundnir
Rafeindafyrirtækið Tandy hefur
kynnt nýja gerð af geisladiski sem
hefur þann kost fram yfir fyrri gerð-
ir að notandinn getur eytt efni af
honum og tekið upp nýtt að vild. Á
þennan disk má taka upp tónhst,
myndir og tölvugögn.
Nýi geisladiskurinn kemur þó vart
að miklum notum fyrst um sinn því
upptökutæki fyrir geisladiska eru
ekki enn komin á almennan markað.
Þeir geislaspilarar sem nú eru á
markaðnum eru aöeins til afspilunar
og líklegast er að þeir úreldist á
næstu árum vegna hinnar nýju
tækni.
Nýi deisladiskurinn frá Tandy kall-
ast Thor-CD. Af hálfu framleiðand-
ans er gert ráð fyrir að hann komi
ekki aðeins í stað geisladiska fyrir
tónlist, heldur einnig í stað mynd-
banda og venjulegra tölvudisklinga.
Diskurinn notast að öllu leyti eins
og þeir geisladiskar sem nú eru í
notkun auk þeirra kosta sem bætast
við. Þá tekur hann viö meira efni en
fyrri diskar og upptökurnar eiga aö
vera betri.
Nýja upptökutækið á að kosta sem
svarar 20 þúsundum ísenskra króna.
Það er um helmingi minna en segul-
bönd fyrir tölritaðar upptökur sem
þegar eru komin á markaðinn og
hafa sambærilega kosti og nýja tæk-
ið. Enn er þó reiknað með að tvö ár
líði þar til nýi geislaspilarinn kemur
á markað og á þeim tíma gætu segul-
böndin náð verulegri útbreiðslu.
Ekki er heldur vitað hve oft má
skipta um upptökur á diskunum áð-
ur en þeir láta á sjá. Þetta er vanda-
mál sem hrjáir segulböndin því þau
þola ekki margar upptökur. Þá má
reikna með að útgefendur snúist
gegn sölu geisladiskanna af sömu
ástæðu og þeir hafa barist gegn seg-
ulböndunum. Þeir telja að þessi tæki
verði notuð til að brjóta reglur um
höfundarétt
Hjá Tandy var farið mjög leynt með
nýja tækið þar til það var kynnt.
Vitað er að önnur fyrirtæki hafa
unnið að sömu hugmynd. Einkum
eru það japönsk fyrirtæki og er Sony
þar fremst í flokki. Það fyrirtæki
varð fyrst til að framleiöa segulbönd
fyrir tölritaðar upptökur.
Þrátt fyrir forskotið hjá Tandy spá
margir sérfræðingar því að fyrirtæk-
ið haldi forystunni ekki lengi, því
risarnir á markaðnum verði fljótir
að ná tökum á tækninni.
Sæotramir koma á óvart
Sæoturinn er með „handsterkustu" dýrum.
Dýrafræðingar hafa lengi undrast
hvers vegna sæoturinn, sem er að-
eins 25 kíló á þyngd, brýtur skeljar
mjög auðveldlega meðan mann-
skepnan á í mestu erfiðleikum með
sama verk nema nota til þess verk-
færi. Maðurinn virðist þó vera mun
sterkari og miklu þyngri. Bandarísk-
ir líffræðingar við John Hopkins
háskólann segjast nú hafa leyst þessa
gátu og notuðu til þess háþróaða
tækni.
Við nákvæmar rannsóknir fundu
þeir áður óþekkt bein í framloppum
sæotursins. Þetta bein á að vera lyk-
illinn að ótrúlegum „handstyrk"
otursins. Við rannsóknir á beina-
grind otursins var notuð sneið-
myndavél og sérstök tölvumyndavél
af sömu gerð og notuð var til að búa
til furðuverk í kvikmyndunum um
stjörnustríðin. Með sneiðmyndavél
er hægt að fá einvíðar þverskurðar-
myndir sem stjörnustríðsmaskínan
er notuð til að tengja saman í eina
þrívíða.
Líffræðingarnir Stoskopf og Fish-
man voru að velta myndinni af
beinagrind otursins fyrir sér í heilt
ár áður en þeir fundu nokkuð nýtt.
Þá ráku þeir einn daginn augun í
beinið góða í framloppunum. Þeir
komust líka að því að beinið er ekki
í loppunum á ungum otursins en
verður til þegar þeir vaxa upp.
Þeir félagar eru sammála um að
öll tæknin við að finna beinið var
ekki nauðsynleg en samt hafa engir
líffræðingar komið auga á það áður.
Við rannsóknirnar komu einnig í ljós
skýringar á því að otrar, sem orðnir
eru nokkuð við aldur, deyja oft vegna
truflana á starfsemi hjartans.
Skýringin er sú að þeir synda á
bakinu þegar þeir brjóta skeljar sér
til matar og nota brjóstkassann sem
viðhögg. Við þetta aflagast brjóst-
kassinn og það veldur hjartaáfalli hjá
þeim sem eru veilir fyrir hjarta.
Leitin að fjarlægasta hlutnum 1
veröldinni - frá jöröu séð - er að
verða að hálfgerðu vandræðamáli.
Með nokkurra mánaða millibili til-
kynna stjörnuathugunarstöðvar um
að nú hafi fundist fyrirbæri sem er
örlítið lengra í burtu en það sem síð-
ast sást. Þessar niðurstöður þykja
ekkert mjög merkilegar því allir vita
að þær úreldast á skömmum tíma.
Þaö kann þó að verða breyting á því
og að senn finnist endimörk alheims-
ins. Þeir sem halda því fram eru þó
ekki tilbúnir til að svara spurningum
um hvaö er þar fyrir utan.
Það eru stjarnfræðingar við há-
skólann í Arizona sem hafa komið
auga á nokkur sólkerfi 117 milljarða
ljósára fjarlægð frá jörðu. Þessi sól-
kerfi eru utar en nokkurt fyrirbæri
sem áður hefur sést. Vegna þess að
þaö hefur tekið ljósið 17 milljarða ára
aö fara frá þessum sólkerfum og til
jarðar þá koma þau okkur fyrir sjón-
ir eins og þær voru skömmu áður
en alheimurinn varð til í stóru
sprengingunni - ef það er þá eitthvað
vit í þeirri kenningu um upphaf al-
heimsins.
Það sem er lengra í burtu hlýtur
þvi aö vera það sem var til fyrir og
í stóru sprengingunni. Hvað það er
veit enginn. Stjarnfræðingar hafa
sett fram kenningu um sólkerfi sem
eru aðeins utar en þau sem nú hafa
sést. Nefnast þau frumkerfi og ef
kenningin er rétt þá eru þessi frum-
kerfi rétt á mörkum alheimsins.
Kenningin um stóru sprenginguna
gerir ráð fyrir að alheimurinn sé að
þenjast út. Þá er gert ráð fyrir aö
mörk alheimsins færist út miðað við
jörðu með nálægt því sama hraða og
ljósið fer. Þetta gerir það að verkum
að ljósbylgjumar frá frumkerfunum
togna mjög mikið og við það verður
ljósið sem við sjáum rautt. Nú standa
mál þannig að verið er að leita að
rauðum bjarma frá mörkum al-
heimsins.
stærðfræði vegna þess að hún þótti
mikiö verkfræðilegt afrek.
Hún var gerð upp fyrir nokkru
og þá kom í ljós að ef hún átti aö
standa áfram þá varð að grípa til
naglanna til að halda henni saman.
Brúin er þvi ekki eins stærðfræði-
leg og hún var.
Læknislyf
úr kræklingum
Bæði franskir og bandarískir
læknar hafa komist að því að efhi
unnið úr kræklingum hefur ekki
síðri áhrif til að lækna liðagigt en
þau lyf sem nú eru notuð. Efniö
hefur hka þann kost að það er án
aukaverkana.
Við tilraunir hefur komið fram
að 60% sjúklinganna fá nokkurn
bata við að taka inn efnið. Enn er
ekki vitað hvað veldur þvi að þetta
efni hefur áhrif. Þó er vitað að það
hefur áhrif á hormónastarfsemi
líkamans en eftir er að skýra af
hveiju það linar liðagigt.
Ef tölvukefi Japana reynist vel verða umferðaröngþveiti úr sögunni.
Tölvukerfi til að stýra umferð
Japanir segjast hafa fundið ráð til aö koma í veg fyrir umferðaröng-
þveiti. Þeir segja að áður en þetta ár er úti, þurfi íbúar Tókýó ekki aö
óttast að lenda i vandræðum vegna umferðarinnar þar í borg. Umferð
bíla er óvíða í heiminum jafnþung og þar.
Yfir 50 japönsk fyrirtæki hafa lagst á eitt um að búa til tölvukerfi þar
sem hver ökumaöur getur séð á augabragði hvar hann er staddur í borg-
inni og hvaða leið er greiðust til ákvöröunarstaöar. Meö þessu móti er
hægt að ráðleggja ökumönnum aö forðast þær götur þar sem umferð er
þyngst
Bæði bandarísk og evrópsk fyrirtæki eru byrjuð aö vinna viö hliðstæð
tölvukerfi en Japanir hafa þegar búið til tilraunaútgáfu.