Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Page 5
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 5 Fréttir Verið er að skoða klemmur sem festar verða á framhjól bíla sem lagt er ólöglega. Eigendur bíla geta ekki losað klemmurnar nema kalla til þá sem hafa lyklavöldin. Ef þessi leið verður farin mun hún auðvelda innheimtu gjaldanna. DV-mynd KAE Bílastæðasjóður: Hæstu skuldimar komnar yfir 50 þúsund Þeir bifreiöaeigendur sem mest skulda Bílastæöasjóði Reykjavíkur eiga von á aðgeröum innan skamms. Um tuttugu aöilar skulda sjóðnum yfir 50 þúsund krónur. Bílastæða- sjóður leggur hvorki vexti né inn- heimtukostnað á áfallnar skuldir. Viöurlögin, ef ekki er greitt í stööu- mæli, eru fimm hundruð krónur. Boöið er upp á 200 króna afslátt ef greitt er innan þriggja daga. Eftir 14 daga hækka viðurlögin í 750 krónur. krónur Meira hækka þau ekki. Þeir sem mest skulda hafa því tæplega sjötíu sinnum hunsaö greiöslur í stöðu- mæla. Ef þeir sem fá tilkynningu, þaö er gíróseðil á framrúöu bílsins, gera ekki athugasemdir innan fimmtán daga - telst sannaö aö viðkomandi hafi gerst brotlegur viö Bílastæöa- sjóö. Nú eru tekin lögveð í bílum og skuldamálin rekin fyrir dómstólum sem einkamál. -sme ísafjörður: Tilboði prentarans tekið í rækjuverksmiðju Olsens Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Bústjóri þrotabús Rækjuverk- smiöju O.N. Olsen á ísafiröi hefur ákveöið að ganga aö tilboði Árna Sig- urðssonar meö ákveðnum skilyrð- um. Tilboðið hljóðar upp á 152 millj- ónir og eru skilyrðin þau aö Árni stofni nýtt hlutafélag sem getur sýnt 30-40 milljón króna hlutafjáreign innan viku og geti sýnt traust hlutaf- járloforð í hiö nýja fyrirtæki. Einnig er þaö skilyrði sett að Árni nái samkomulagi við einstaka kröfu- hafa um greiðslufyrirkomulag á kröfum þeirra í O.N. Olsen. Aörir sem buðu í þrotabúið ecu Guðmund- ur Tryggvi Sigurðsson, sem bauð 121 milljón, og Óttar Yngvason sem bauö 112 milljónir. Skuldir O.N. Olsen eru metnar a 180 milljónir og er Lands- banki íslands stærsti kröfuhafi. Árni Sigurðsson og Ásgeir Erling Gunnarsson hafa farið fram á það við bæjarráð ísafjarðar að það breyti hluta eða öllum kröfum sínum í O.N. Olsen í hlutabréf en bæjarráð hefur ekki gefið svar við því ennþá. Óstað- festar fregnir herma að auk Árna og Ásgeirs Erlings standi að baki tilboð- inu fyrirtækið Rörverk, Björn Her- mannsson, Eiríkur Böðvarsson og Jón Guðlaugur Magnússon. Þess má geta að Árni Sigurðsson hefur tilkynnt stofnun fyrirtækisins Sannvirði. Tilgangur þess er vöru- kaup, vörusala og ýmis viðskipti. Ekki er vitað hvort einhver tengsl eru á milli þess og tilboðs hans í O.N. Olsen. nýbólstrun og endurklæðning saumum utan um dýnur og púða, sendum áklæðaprufur hvert á land sem er AUÐBREKKU 3-5 200 KOPAVOGI SIMI 44288 Evrópulrumsýning Suzuki ViTARA Tímamótabíll sem á sér enga hliðstæðu Kynntur í Framtíð iið Skeifuna um helgina Sjón er sögu ríkari Opið laugardag 10-17 sunnudag 13-17 $ SUZUKI SVEINN EGILSSON HF. FRAMTlÐ VIÐ SKEIFUNA SlMAR: 685100, 689622

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.