Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Page 12
12 Sælkeriim LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. Ginið stöðugt vinsælla Já, því verður ekki neitað að ginið er tískudrykkurinn á íslandi. 1986 drukku íslendingar 67.140 1 af gini, 1987 101.022 1, hér er um það bil 50% aukning milli ára. Þessi aukning heldur áfram þvi fyrstu 6 mánuðina í ár hefur aukningin orðið 22%. Ekki er auðvelt að átta sig á því hvernig stendur á þessari aukningu. Fyllyrða má þó að íslendingar kjósi í ríkari mæli þurra drykki - þessi þróun er svipuð og hjá nágranna- þjóðum okkar. íslendingar slógu öll met í drykkju sætra hvítvína en nú hefur dregið úr neyslu þeirra en neysla rauðvína aukist nokkuð. Helsta ástæðan fyrir þessari auknu gindrykkju er sennilega sú að landinn hefur komist á „bragðið" á ferðalögum sínum til sólarlanda og Englands. Gin og tónik er frískandi drykkur og bragðmikili. Talið var hér fyrir nokkrum árum aö gin væri fyrst og fremst karla- drykkur en svo er ekki lengur. Kon- ur kjósa þó heldur að drekka gin í greip enda hefur sala á þessum gos- drykk aukist allnokkuð síðustu mán- uði. Sá sem fyrstur hóf framleiöslu á gini var dr. Franciscus Boe, jafnan kallaöur dr. Sylvius. Dr. Sylvius var prófessor í læknis- fræði viö háskólann í Leiden í Hol- landi um miðja 16. öld. Ginið átti sem sagt í upphafi að verða lyf sem átti að lækna flesta sjúkdóma. Dr. Sylv- ius hafði komist að því að safi úr eini- berjum hafði góð áhrif á ýmsa sjúk- dóma, t.d. kvef, og hann blandaði berjasafanum við áfengi og var drykkur þessi kallaður „genever" sem er hollenska nafnið yfir einiber. Þetta „lyf ‘ var óhemju vinsælt í Hol- landi og er enn. Það var svo Hollendingurinn Vil- hjálmur, sem síðar varð konungur Englands og þá káilaður Vilhjálmur m, sem kynnti Englendingum „gene- verinn" 1689 að tahð er. Englending- ar breyttu drykk þessum nokkuð, aðlöguðu hann sínum smekk, gerðu hann þurrari og kölluðu gin. Brátt varð ginið vinsælasti drykkur Eng- lendinga. Best þótti svokallað „London Dry Gin“. Annars var framleitt mikið af ódýru og óvönduðu gini. Einkum voru það konur sem drukku gin og var það stundum kallað „Ladies De- hght“ og „Mother’s Ruin“. Nú á tímum er það mikið nákvæm- isverk að framleiða gin. í gott gin eru notaðar ýmsar kryddtegundir eða „blóm“ eins og það er kallaö enda er þetta nær alit jurtakrydd. Mikii- vægasta kryddið er nú eins og áður einiberin, aörar kryddtegundir eru t.d. kóriander, hvannarætur, kanih og þurrkaöur appelsínubörkur. Vín- andinn eða alkóhóhð er yfirleitt unn- ið úr maís. Vínandinn er eimaður í þrígang, síðan er hann kryddaður eftir ákveðnum aöferðum sem eru hernaðarleyndarmál og þá er komið „London Dry Gin“. Tónik var einnig í upphafi lyf. Bresku nýlenduherrarnir, sem fyrst- Umsjón Sigmar B. Hauksson ir komu th Indlands, komust fljótt að því að kínín, sem unnið er úr berki kínatrésins sem vex í Perú, var gott gegn malaríu sem hrjáði þá stöðugt. Englendingar fóru fljótlega að blanda kínínduftinu í vökva bland- aðan sykri, en kínín er allbiturt á bragðið. Fljótlega varð þessi drykkur aUvinsæh enda frískandi og góður. Þegar heim kom til Englands héldu þeir áfram að drekka tonic water en það var ekki fyrr en 1870 aö gos- drykkjafyrirtækið Schweppes fór að framleiða tónik eins og við þekkjum það í dag, þ.e.a.s. með gosi. En hvemig á nú að blanda ekta gin og tónik? Jú, það á að blanda gin og tónik í svokahað „highbah“ glas en það er glas sem er 12 til 13 cm að hæð og 5 til 6 cm að breidd. Fyrst á að setja ísmola í glasið, þá sítrónusneið eða hmóðu (hme), þá á að heUa 4 til 6 cl af gini af London Dry tegund í glasið og svo tónik eftir smekk. Hvaöa gin er svo best? Það er auð- vitað smekksatriði en sænska tíma- Drekktu vín og lifðu lengur 1985 kom út í Danmörku bókin Drekktu vín, lifðu betur, liföu lengur eftir Danann Erik Olaf-Hansen. Bók þessi hefur komið út á íslensku. 01- Prófessor Ludwik Prokop ráðleggur eldra fólki að fá sér glas af góðu víni. af-Hansen telur aö hóflega drukkiö vín geri manninum bara gott en sagt hefur verið frá þessari bók áður hér á Sælkerasíðunni. Skoðanir Olafs- Hansens þóttu mörgum allvafasam- ar, margir töldu að áróður fyrir auk- inni víndrykkju myndi ekki stuöla aö heUbrigðara lífi. Nú hefur lækna- prófessor í Vínarborg, Ludwik Pro- kop að nafni, sýnt fram á að „hóf- lega“ drukkið vín sé mjög gott fyrir heilsuna. Prófessor Prokop er þeickt- ur vísindamaður og hefur hann með- al annars rannsakað áhrif mjólkur- fitu á líkamann. Vín hefur löngum verið notað sem lyf fyrir eldra fólk, nefna má Hippokrates sem uppi var 400 árum fyrir Krist og Galen sem uppi var 200 árum eftir Krist. Báðir notuðu þeir vín tU lækninga. Prófess- or Prokop segir m.a. að þeir sem komnir eru yfir 45 ára aldurinn hafi ekki nægjanlega sýru. Glas af víni hefur því góð áhrif á saltsýru- og pepsínframleiðsluna. Hann heldur því einnig fram að vín og sýrur mag- ans virki mjög á bakteríur og komi því í veg fyrir ýmsa sjúkdóma í maga og þörmum. Þá er gott að drekka glas af víni fyrir svefninn fyrir þá sem eiga erfitt með að sofa reglulega. Of langt mál yrði aö fjalla um rannsókn- ir Ludwiks Prokops prófessors en í stuttu máh ráðleggur hann gömlu fólki að drekka vín. Hann á auðvitað viö léttvín eingöngu og helst vönduð vín án aukaefna. Þá telur hann að það sé skaðlaust fullorðnum manni að drekka hálfan htra af víni á dag með máltíð. LONöoh’ I III rtlRisiNs könnun, sem gerð var í Sviþjóð, kom í Ijós að Gordons gin og Canada Dry tónik þótti best. í þessari könnun var raunar Gordons ginið í þremur efstu sætunum. ritið Gourmet efndi til mjög vandaðr- ar könnunar til að athuga þetta. Lík- lega er smekkur okkar Norður- landabúa nokkuð svipaður þannig að hægt ætti að vera að taka nokk- urt mark á könnun þessari. Kannað var hvaða gin er best og þá með hvaða tónik. í dómnefndinni voru sex menn sem eru umboðsmenn hinna ýmsu 'gintegunda og framleið- endur ýmissa tóniktegunda. Niður- staðan varð í stuttu máli þessi: 1. Gordons og Canada Dry tónik = 15 stig. 2. Gordons og Butler tónik = 14,5 stig. 3. Gordons og Schweppes tónik = 12 stig. 4. Beefeater og Butler tónik = 11,5 stig. 5. Beefeater og Schweppes tónik = 10 stig. Það skal tekið fram að Butlers tón- ik er ekki til hér á landi. Það fer ekki milli mála að Gordons gin var sigurvegarinn. - bacalhau og lagareiro Þeir sem átt hafa því láni aö fagna að dveljast í Portúgal um tíma hafa auðvitaö komist aö því aö Portúgalir eru sérfræðingar í að matreiöa yúffenga saltfiskrétti. Viö getum ýmislegt lært af Portúgölum á þessu sviöi. Hér á landi er stund- um hægt að fá ljómandi saitfisk. Góður saltfiskréttur er kóngafæða. Hér kemur uppskrift að saltfisk- rétti sem hægt er að fá á Sheraton hótehnu í Lissabon. Það sem þarf er: l kg saltfiskur (eða 700 g roö- og beinlaus saltfiskur) 4 dl mjólk 5 hvítlauksrif salt og pipar sítróna 3 hrærð egg brauðrasp (ekki kryddað) 75 g smjör 4 dl ólífuoha. Leggið saltfiskinn í bleyti í sólar- hring, skiptið nokkru sinnum um vatn. Skerið saltfiskinn í bita tveimur tímum áður en á að matreiða hann. Blandið saman mjólk, söxuðum hvítlauk, sítrónusafa, salti og pip- ar. Látið saltfiskinn liggja 1 þessari mjólk í 2 tíma. Takið saltfiskinn að þeim tíma hðnum upp úr mjólkinni og þerrið hann. Veltiö honum upp úr eggjunum og svo raspinu. Legg- ið saltfiskbitana í eldfast fat, setjið smjörkhpu á hvem bita, helhð ol- íunni í fatið og l dl af mjólkinni. Saltfiskurinn er svo bakaður í ofni. Ausiö vökvanum í fatinu yfir salt- fiskinn öðru hveiju. Með þessum saltfiskrétti er gott að hafa soðnar kartöfiur og hrásalat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.