Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. íá jp a /» a a DV-mynd KAE Lýðrædi 1 flimtmgum Samkvæmt nýjustu fréttum verður þinghaldi nú ekki frestað. Ríkisstjórnin hefur haft lýðræðið í flimtingum. Þessi stjórn styðst varla við þingmeirihluta. En hún á að geta varizt vantrausti. Megin- hugsun ráðherra var að senda þingið heim strax í upphafi. Þingið yrði heima í nokkrar vikur. Þetta er forkastanleg hugmynd. Vissu- lega telja nýju ráðherrarnir sig þurfa að hafa tóm til að vinna að sínum málum. En viljum við slíkt stjómarfar? Það þekkist í fjarlæg- um löndum eða löndum austan tjalds. Það býður heim gerræðis- stjóm. Mörgum valdhöfum þykir betra að hafa ekkert þing, að minnsta kosti ekki þing, þar sem stjómarandstaða er með múður. Þá má stjórna með tilskipunum og bráöabirgðalögum. Ekki fordæmi Fjárlagafrumvarp skal leggja fram í upphafi þings. Fordæmi eru fyrir því, að fjárlagafrumvarp komi ekki strax fram. Einn veturinn, 1979-80, komu fram þijú fjárlaga- frumvörp vegna stjórnarskipta. Við gætrnn kannski sætt okkur við, að fjárlagafmmvarp liti ekki strax dagsins ljós, vegna þess að stjórn er nýmynduð. Nýja stjórnin ætlar að breyta frá stefnu fyrri stjómar í veigamiklum atriðum. Þetta gildir um fjárlagafrumvarpið. Núverandi fiármálaráðherra segist ætla að gera á tveimur vikum það, sem for- verar hans hafi haft tvo mánuði til að vinna. Þetta dugir ekki sem af- sökun. Stjómin er einnig með fleiri mál í gangi. Ráðherrar hafa mikið að gera. En lýðræðið verður að gilda. Fordæmi um, að frumvarpið komi ekki strax fram, var ekki for- dæmi til að senda þing heim. Nýju ráðherrarnir verða aö sætta sig við að hafa þing. Við megum ekki líða þeim að stjóma með tilskipunum. Þetta kemur til viðbótar því og skýrist nokkuð af því, að stjórnin hefur varla nægan þingmeirihluta tii að koma fram mikilvægustu málum. Ráðherramir veröa að una því að verða fyrir gagnrýni. Til við- bótar hafa veriö sett umdeild bráðabirgðalög. Stjómarandstaðan á að fá fullt tækifæri til að ræða þau lög. Annað væri skortur lýð- frelsis. Menn verða að átta sig á, hversu hættulegt hefði orðið það brot á lýðræði, sem stjórnin stefndi að. Enn er til að taka, að þinginu veitir ekki af starfstíma sínum. Þetta er fólk á launum hjá okkur. Mönnum finnst nóg, að þingmenn séu í leyfi á sumrin. Þingið á stöð- ugt að starfa. Mörg mál koma jafn- an fram fyrstu vikur þings. Til- hneiging hefur verið til að láta slík mál liggja lengi í salti. Yfirleitt skamma sumir þingforsetar, sem töggur er í, þingmenn og þing- nefndir fyrir hægagang í vinnu- brögöum. Þegar líður að þinglok- um, kemur gjarnan í ljós, að fá mál hafa verið samþykkt allan vetur- inn. Þingmenn hafa lagt fram mál, en nefndir hafa lítið hafzt að. Þann- ig hefur það verið ár eftir ár. Þing- málin hafa svo verið afgreidd í flaustri á maraþonfundum undir lokin. Þetta eru ekki heppileg vinnubrögð. Þvert á móti ber aö fordæma þau. Þaö fólk, sem er í vinnu hjá okkur, verður að gera betur en að hamast nokkra daga í vetrarlok, en sitja ella með hendur í skauti. Þetta leiðir rök að því, að ekki veiti af, að þingheimur sinni störfum sínum. Hvað endist stjórnin? Hvernig verður um lífdaga þess- arar sfiómar? í fyrsta lagi byggist hún á þing- meirihluta, sem alls óvíst er um. Sumir þingmenn Alþýðubanda- lagsins eru ekki með, nema ef þeir styðja stjórnina í sumum málum af flokkshollustu. Sum stóru mál ríkisstjórnarinnar munu vafalaust strax stranda. Minnihlutastjórnir hafa verið við völd víöa á Norður- löndum. En þar hefur verið gengið betur frá málum en hér er nú - yfirleitt. Stuðningur Stefáns Val- geirssonar við stjómina byggist á því, aö hann og hans lið fái úr nógu að spila. Stefán gerir í raun harða hríð að ráðherrunum. Hann er reiðubúinn aö kippa undan þeim stólunum. Kosningar nú hefðu vissulega komið til greina. En atvinnu- vegirnir stóðu illa. Ekki veröur á móti mælt því, sem nýja ríkis- sfiórnin sagði í byijun. Yfir vofði stöðvun margra útflutningsfyrir- tækja, sem hefði valdið atvinnu- íeysi og telfiumissi hjá fiölda fólks um allt land. Viðskiptahalli. við út- lönd er mikill og færi vaxandi, yrði Laugardagspistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri ekki tekið í taumana. Nýja sfiómin segist með aðgerðum sínum eyöa þeirri óvissu, sem ríkt hafi í lands- málum, og leggja gmnn að at- vinnuöryggi og stöðugleika í efna- hagsmálum. Ríkisstjórnin hefur lítið gert enn. En hún hefur verið með ýmislegt í undirbúningi. Til- urð stjómarinnar sjálf leiöir þó til þess, að óvissan um framhaldið er sízt minni en áður. Starfsfriður? Því má sízt gleyma, að þetta er vinstri sfiórn. Vinstri stjórnir end- ast undantekningarlítiö skamma hríð. En þetta er ekki einu sinni vinstri stjórn samkvæmt gamla móðnum, stjórn sem styðst við góð- an þingmeirihluta. Vinstri flokk- amir þrír hafa verið næsta ólíkir. Mismunandi þrýstihópar spila þar inn í. Það, sem gerzt hefur og gæti auðveldað setu vinstri stjómar, er, að bæði Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag em einhvers konar krataflokkar, síðan Ólafur Ragnar Grímsson varð formaður Alþýðu- bandalagsins. En við neyðumst til að spá því sem fyrr, að vinstri stjóm muni brátt engjast og kveljast af sundur- lyndi þeirra, sem að stjórninni standa. Þar muni menn berast á banaspjót líkt og fyrrum. Þetta er lið, sem á erfitt með að sitja saman í sfiórn. Þessir menn vilja hver um sig öllu ráða. Menn munu ekki sammála um, hversu lengi sfiórnin sitji. Líkleg- ast er, að mál hennar fari fljótt í strand. Líklegast er, að innbyrðis deilur valdi miklu. Þá getur stjórn- arandstaðan oft bmgðið fæti fyrir. Sennilega gæti sfiórnin þó setið eitthvað, en líklegt er, að við fáum kosningar strax með vorinu - kannski eftir nýtt hjakk um mynd- un hugsanlegrar nýrrar stjórnar. Fólk vili þó í bilt* gjarnan láta reyna á stjórnina. Það sýndi skoðanakönnun DV, þar sem um 65 af hundraði kváöust fylgjandi sfiórninni, þótt aðeins um 40 af hundraði lýstu stuðningi við flokkana, sem að stjórninni standa. Þar sjáum við enn þá hveiti- brauðsdaga, sem oft er rætt, að nýjar sfiómir hafi. Menn eru fegnir að fá einhverja stjórn. Fólk er uppgefið á stjórnar- kreppu. Oft hafa menn í skoðana- könnunum DV helzt svarað því til, að síðasta stjóm væri skásti kost- urinn. Henni ætti að gefa tækifæri. Þetta er ríkjandi skoðun þessa dag- ana. Fólk er ekki tilbúið að hafna stjórninni aö óreyndu. Hvað gerir stjórnin? Og hvað gerir svo þessi stjóm fyrir utan gengisfellinguna og nýju bráðabirgðalögin? Hún segist ætla að skila fiárlög- um næsta árs með afgangi. Það er góðs viti. En verra er, hvemig stjómin ætlar að fara að því. Stjórnin segir, að stefnt hafi að óbreyttu í 3500 milljóna króna halla á ríkissjóði á næsta ári. Aðgerðir, sem núverandi stjóm hefur ákveð- ið, fela í sér 800 milljón króna við- bótarútgjöld. En telfiuþörf rikis- sjóðs minnki um milljarð með frestun á upptöku virðisaukaskatts til fyrsta janúar 1990. Til að komast í afgang muni ríkisstjórnin því draga úr ríkisútgjöldum um hálfan annan milljarð og afla nýrra tekna upp á tvo og hálfan milljarð. Ekki er ástæða till að gráta virð- isaukaskattinn. Hann stefndi í óefni. Hitt er þó verst, að nýja ríkis- sfiórnin ætlar að láta kné fylgja kviði í skattheimtu. Auka á skatt- píninguna um allan helming. Ráð- herrar segja, að þetta verði ekki þrautalaust fyrir landsmenn, en þeir veröi að vinna sig frá vandan- um. Allt gott má segja um niður- skurð ríkisútgjalda, takist stjórn- inni að standa við þap. En skatt- píningin hefur verið orðin allt of mikil. Hún hefur keyrt um þver- bak. Því geta menn ekki samþykkt þessa skattpíningarstjórn. Ríkissfiórninni má ekki líðast að leggja skatt á sparifiáreigendur. Slíkt hefur þó verið gefið í skyn. Niðurgreiðslur em af hinu illa. Vont er að auka þær énn. Um verö- stöðvun má segja, að hún hefnir sín fljótt. Meðan verðstöðvun stendur, þótt aðeins sé aö hluta, hleðst vand- inn upp. Þegar verðstöðvun lýkur, springur blaðran framan í stjórn- völd og almenning. Verðstöðvun er því skammgóður vermir. Stjórnin er að kaupa sér tíma. Hún er einnig að kaupa sér tíma meö launastöðvuninni. En hitt var vitað, aö launþegar yrðu aö sætta sig við kjaraskerðingu við núver- andi aðstæður. Eins og málum er háttað, verður sú kjaraskerðing varla meiri en orðið hefði undir hvaða stjórn sem er. Loks er að minnast á lánskjara- vísitöluna. Jafnvel fulltrúi Alþýðusam- bandsins segir þaö lygi, að verka- lýðssamtökin hafi v.iljað fremur miða lán við launavísitölu en fram- færsluvísitölu og byggingarvísi- tölu. Flest bendir til, aö hugmyndir ríkissfiómarinnar um breytingar á lánskjaravísitölu standist ekki samkvæmt lögum. Þetta um lánskjaravísitöluna er því allt hrein vjtleysa. Haukur Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.