Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Page 28
28 LAUGARDA.GUR 8. OKTÓJBER 1988. Sérstæð sakamál Þaö gerist ekM á hverjum degi aö sá, sem á um sárt að binda vegna afbrots einhvers en sér ekki þann seka dreginn fyrir lög og dóm af því lögreglan getur ekki haft hendur í hári hans, taki máhö í sínar eigin hendur... og leysi gátuna. Alisa Jones var tuttugu og eins árs þegar ekið var á hana. Hún stórslasaðist og lést nokkrum klukkustundum síðar. Ökumaðurinn hvarf hins vegar út í nóttina fáeinum augnablikum eftir slysið. Eftir nokkurn tíma varð lög- reglan að viðurkenna að hún gæti ekki fundið þann seka. Móðir látnu stúlkunnar hlustaði róleg á orð tals- manns lögreglunnar en lýsti því síð- an yfir að hún myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en réttlætið hefði náö fram að ganga. Móðirin, Díana Jones, hóf nú mikla leit að þeim seka í heimaborg sinni, Fort Lauderdale á Flórídaskaga í Banda- ríkjunum. Eitt af því fyrsta sem hún gerði var aö hefja söfnun á fé til þess að standa straum af kostnaði við rannsóknina og til að geta boðið fé þeim er kynni að geta veitt einhveij- ar þær upplýsingar er leitt gætu til handtöku sakbomingsins. í því skyni lýsti Díana Jones yfir því að hún vildi fá fé lagt í sjóð við jarðarfórina í stað þess að sjá því varið til blómakaupa. Urðu aðstandendur og vinir AIisu Jones við þeirri beiðni. Skömmu síð- ar lét Díana prenta veggspjald þar sem heitið var fimm þúsund dala verðlaunum (jafnvirði um tvö hundruð og fimmtíu þúsund króna) þeim sem veitt gæti áðumefndar upplýsingar. Það var 31. október, kvöldið fyrir aUraheiíagramessu í fyrra, aö Alisa og vinur hennar, Ke- vin Smith, ákváðu að fara á grímu- dansleik. Var hún klædd eins og vit- skertur vísindamaður en hann eins og Rambó. Dansleikurinn átti að fara fram skammt frá heimili Alisu og því ákváðu þau Kevin að fara gangandi. Leið þeirra lá.yfir mikla umferðar- götu og vart vora þau komin út á hana er bíll kom á mikilli ferð og stefndi á þau. Á síðasta augnabliki reyndi ökumaðurinn að hemla en það var um seinan. Alisa lenti fyrir bílnum og kastaðist langar leiðir. Kevin hljóp til hennar en bíllinn ók nær samstundis burt. Kevin sá þó að um Chevrolet Camaro var að ræða, hvitan og sennilega frá ámn- um 1982 til 1985. Um nóttina lést Al- isa af meiðslunum. Lögreglan hóf þegar rannsókn en Díana var ekki ánægð með hana og þegar hún fékk svo aö vita að henni yrði háett af því hún bæri ekki árangur var hún reiðubúin til að halda rannsókninni áfram og tilkynnti lögreglunni í Fort Layderdale og öðrum 'yfirvöldum þá fyrirætlan sína. Þá hafði Díana ekki Borðmynd af Alisu á heimili móður hennar. eftir öðru að fara en því að hún vissi að bíllinn sem orðið haíði dóttur hennar að bana var hvítur Camaro, smíðaöur á tímabilinu frá 1982 til 1985. Hús úrhúsi Díana byijaði á því að ganga hús úr húsi í nágrenninu ef vera mætti að einhver vissi eitthvað sem að gagni mætti koma. „Þannig fengum við mörg hundruð ábendingar,“ sagði hún síðar. „En þó við reyndum að fara eftir þeim urðum við ekki mikils visari. Þannig var ein á þá leið að einhver í Vestur-Virginíufylki sem ætti hvítan Camaro hefði verið á Flórídaskaga og lent í umferðar- óhappi. Með því að hefja allmikla leit í fylkinu höfðum við upp á við- komandi en hann reyndist alsaklaus. Um fjórum mánuðum eftir lát Alisu fékk Díana fyrstu vísbendinguna sem ætla mátti að væri meira virði en flestar aðrar. Var henni þá sögð saga af þjónustustúlku í Coveveitingahúsinu þar í nágrenn- inu. Átti stúlkan aö hafa lent í um- feröarslysi og var hún sögð eiga eða hafa átt hvítan Camaro. Sagan var enn fremur á þá leið að umræddur bíll stæði nú í bílskúr vinkonu henn- Díönu tókst að komast að þvi hver vinkonan átti að vera og fór í heim- sókn til stúlkunnar. Og í bílskúrnum fannst hvítur Camaro, illa beyglaður að framan. Eigandinn var þjónustu- stúlkan í Coveveitingahúsinu og hét hún Cindylou Breeding. Kölluðtil yfirheyrslu Þótt Díana Jones hefði ekki mikla trú á lögreglúnni eftir að hún hafði gefið rannsókn málsins upp á bátinn hafði hún þó þann hátt á að láta lög- regluna vita um allar þær vísbend- ingar sem hún taldi einhvers virði. Það leið því ekki á löngu þar til lög- reglan tók Cindylou Breeding til yfir- heyrslu. Hún viðurkenndi að hafa ekiö á eitthvað kvöldið sem Alisa Jones varð fyrir slysinu sem dró hana til dauða en sagði það sennilega hafa verið stóran hund. Gaf hún þá skýringu að hún hefði verið að drekka heitt te undir stýri en hellt því niður á sig og því ekki getað hemlað í tæka tíð. Kvaðst hún ekki hafa oröið vör viö neitt sérstakt eftir áreksturinn og því haldið áfram. Díana sætti sig þó ekki við þessa skýr- ingu. Henni tókst að fá yfirlýsingar frá fólki sem starfaði með Cindylou um aö hún hefði setiö aö drykkju umrætt kvöld. Er gengið var á þjón- ustustúlkuna viðurkenndi hún að hafda drukkið áfengi en „þó ekki meira en íjögur eða fimm glös. Nei', annars. Þau voru víst bara eitt eða tvö.“ Þessi játning ásamt ööm varö til þess að hún var ákærð fyrir að bera ábyrgð á slysinu sem orðið hefði kvöldið fyrir allraheilagramessu. Þá lá fyrir niöurstaða tæknimanna sem S5,ooo œwiimi Rmí IníoatMTion teading to W-ftvititíOÖ OÍ tht m AND RUN DRIYTH wbó Uíe. • tw CAft li u mm. W.V «u* « (ONCMLW •■neí wamiNwiuwotww.vm n'oxscxw.fcw UGHTHOUSE TOINT POUCE DEPT. v 942-8080 Veggspjaldið þar sem fimm þúsund dala verðlaunin eru boðin. Cindylou Breeding (hringur er dreginn um höfuð hennar). rannsakað höfðu bíllakk sem fundist hafði á Alisu Jones og borið það sam- an við lakkið á Camarobíl Cindylou Breeding. Reyndist það eitt og sama lakkið. Akæran á hendur Cindylou Breeding var á þá leið að hún hefði gerst sek um að aka af slysstað eftir að hafa ekið á Alisu Jones. Þá þótti ekki sannað að Cindylou hefði verið undir áhrifum er hún ók á Alisu Jones. Díana móð- ir Alisu var þó ekki sátt við þá ákæm. Taldi hún að ákæra bæri Cindylou fyrir að hafa valdið svo al- varlegum meiðslum á Ahsu að þau hefðu dregið hana til dauða. Þaö þýddi, með öðrum orðum, að ákæra bæri Cindylou Breeding fyrir mann- dráp. Fulltrúi ákæravaldsins, Barry Goldstein, lýsti síðar kröfum Díönu á eftirfarandi hát: „Aldrei á lögfræði- ferh mínum hef ég hitt neina mann- eskju sem hefur verið svo staðráðin í því að hafa sitt fram.“ Við réttarhöldin lýsti Coker dómari því yfir aö hann gæti ekki fahist á þá skýringu ákærðu að hún hefði ekki séð neitt það á slysstaðnum sem hún hefði tahð tilefni til þess að stöðva bíhnn. Þá lá að sjálfsögðu fyrir að það rétta hefði verið, hvort sem hún hefði séö nokkuð athugavert eða ekki, að stöðva hann, stíga út og kanna hvort hún hefði valdið einhverjum tjóni. Reyndar kom það einnig fram af hálfu dómarans að hún hlyti að hafa séð afleiðingamar af akstri sínum en kosið aö hafa sig á brott. Cindylou svaraði þessum ásökunum og öðr- um meðal annars þannig að hún væri „alveg niöurbrotin“ eftir það sem gerst hefði og væfi það í sjálfu .sér sér næg refsing fyrir hana. „Mér þykir leitt að þetta slys skúh hafa orðið,“ sagði Cindylou, „enda var það aldrei ætlun mín að valda neinum tjóni.“ Coker dómari taldi þetta vera fyrstu merki um iðrun sem ákærði sýndi. Veijandi Cindylou lýsti því þá yfir að hún ætti við þann vanda að stríða að eiga mjög erfitt með að sýna tilfinningar sínar og þegar hún ætti í vök að verjast yrði henni það enn erfiðara. Munu bæði dómari og kvið- dómendur hafa tekið heldur htið mark á þessari fullyrðingu er aö dómsuppkvaðningu kom. Móðir Alisu, Díana, -hefur vakið mikið umtal vestra fyrir þá einbeitni sem hún sýndi. Að loknum réttarhöldunum var hún spurð að því hvað hefði.vald- ið því að hún hefði gengið fram af svona mikilh hörku í málinu og ekki látið deigan síga þótt lögreglan heföi talið vonlaust að upplýsa máhð. Þá svaraði hún: „Ég gerði það til þess að heiðra minningu Ahsu.“ Hún tárfelldi þegar hún sagði þetta því þótt alhangt væri um hðið síðan slysið varð átti hún erfitt með að tala um örlög dóttur sinnar. „Ahsa var svo full af lífs- fjöri. Hún elskaði lífið. Og í fáum orðum sagt var hún besta vinkona mín.“ Málalok í lok réttarhaldanna voru bæði fulltrúi ákæruvaldsins og kviðdóm- endur sammála um að þakka bæri Díönu Jones að mál þetta hefði kom- ið fyrir réttinn. Hlaut hún hól fyrir þrautseigju sína. Cindylou Breeding var sek fundin um manndráp og fékk sjö ára fang- elsi. Er Díana Jones hafði heyrt úr- skurðinn var hún spurð hvað henni fyndist um hann. „Eg fæ aldrei dótt- ur mína til baka,“ sagði hún þá, „en réttlætinu hefur verið fullnægt." öþ Díana Jones.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.