Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Qupperneq 30
30
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Collingwood á ferð um landið sumarið 1897. Myndin
er tekin á filmu en ekki glerplötu eins og þá var algeng-
ast. Collingwood hafði trúlega með sér fyrstu filmuvél-
ina sem kom til landsins.
sýn í vinnubrögð Collingwoods og
viðhorf hans til viðfangsefnisins að
koma á staðina," sagði Asgeir í spjalli
við DV um bókina.
„Collingwood kom hingaö til að
leita að myndefni með útgáfum á ís-
lenskum fornsögum og sótti hér heim
sögustaði í þeim tilgangi. Hann gerði
sér engar hugmyndir fyrirfram um
íslenska náttúru eða mannlíf en það
sést fljótlega á myndum hans að
hann hreifst mjög af þvi sem hann
sá. Margar myndanna eru því sam-
tímalýsingar sem koma upphafleg-
um tilgangi um að mála sögustaði
ekkert viö.
Náttúra landsins fangaði skjótt hug
hans og heillaðist hann einkum af
tærum litbrigðum hennar og óvænt-
um andstæðum eins og glöggt sést á
myndum hans. Þegar kom að gerð
myndatexta var tekið mið af ofan-
greindum þáttum og reynt að nálgast
hugblæ fomsagna með tilvitnunum
og tengingum við persónur og at-
burði eftir því sem við átti.
Jafnframt var reynt að fylgja hug-
hrifum og áherslum sem myndirnar
endurspegla úr náttúrufari landsins
og undirstrika þá drætti sem Colling-
wood valdi sér að viðfangsefni. Eg
fylgdi sömu leiö og Colhngwood fór,
vitjaði flestra þeirra staða sem hann
hafði málað, kannaði aðstæður og
hafði tal af staðkunnugum fróðleiks-
mönnum.
Þannig aflaðist mikilsverð vitn-
eskja um staöhætti, örnefni og sögu
sem kemur hér að nokkm til skila.
Sitthvað tókst að færa til réttari veg-
ar varðandi einstakar myndir sem
htið var vitað um áður. Þetta gefur
verkinu aukiö gildi og færir það nær
nútíðarlesendum. ‘ ‘
Ævisaga ogótal sendibréf
En í bókinni er fleira en myndir.
Þar er ævisaga Collingwoods rituð
af Haraldi Hannessyni sem lengi hef-
ur safnað gögnum um Colhngwood
og haft uppi á mörgum mynda hans.
Þá em í bókinni sendibréf sem Coh-
ingwood skrifaöi ættingjum sínum
frá íslandi. Þau hefur Haraldur þýtt.
Þá rita Björn Th. Björnsson list-
fræðingur og Janet B. Gnosspelius,
dótturdóttir Colhngwoods, formála
að bókinni. Sigþór Jakobsson hst-
málari sá um uppsetningu og útht.
-GK
í Vestmannaeyjum myndaði Collingwood uppskipun á
bárujárni sem þá var að ná vinsældum hér á landi.
„Þetta er árátta hjá mér þegar kem-
ur að fróðleik um landið í þessu
formi,“ segir Örlygur Hálfdánarson
bókaútgefandi en forlag hans sendir
frá sér enn eina sögulegu myndabók-
ina eftir nokkrar vikur. Þessi bók
hefur fengið nafnið Fegurð íslands
og fornir sögustaðir. í henni getur
að líta ahar tiltækar myndir Bretans
Wilhams Greshom Colhngwood úr
íslandsferð hans sumarið 1897.
Margar af myndum Colhngwoods
eru alþekktar og hafa verið vinsælar
sem myndskreytingar við íslenskar
söguhækur aht frá því aö þær birtust
fyrst um aldamótin. Flestar hafa þó
ekki birst áður á prenti hér á landi.
Colhngwood var óhemju afkastamik-
ih og málaði á þriöja hundrað mynd-
ir þetta eina sumar sem hann var
hér.
Fyrsta myndavélin með filmu
Hluti myndanna er sennilega glat-
aöur en fyrir útgáfu nýju bókarinnar
hefur þó tekist aö hafa uppi á 160
myndum. Flestar eru fengnar að láni
frá Þjóðminjasafninu en aðrar eru í
einkaeigu bæði hér á landi og erlend-
is. Þá eru í bókinni þónokkrar ljós-
myndir sem Cohingwood tók hér.
Hann varð fyrstur þeirra erlendu
ferðalanga sem hingað komu á síð-
ustu öld til að hafa með sér ljós-
myndavél með nútímalegri filmu.
Þetta gerði honum kleift að festa á
filmu atvik úr daglegu lífi fólks en
það hafði ekki verið gert áður.
Cohingwood var þó öðru fremur
málari og haíði snilldartök á vatns-
htatækni. Myndir hans eru mikil
hstaverk og Björn Th. Björnsson seg-
ir um þær í kynningu með bókinni
að þær séu „ómetanleg gjöf sem er-
lendur maður hefur lagt á helgan
blótstah lands okkar og sögu.“
Ásgeir Bjömsson cand. mag. hefur
umsjón með útgáfu bókarinnar eins
og fyrri sögulegra myndabóka sem
Öm og Örlygur hefur gefiö út. Ás-
geir hefur unnið að útgáfu bókarinn-
ar undanfarin þrjú ár en fyrst var
farið að huga að útgáfu þessara
mynda hjá forlaginu fyrir um 15
árum.
Hreifst af íslandi
Eftir að búið var að hafa uppi á
myndunum lagði Ásgeir land undir
fót til að staðsetja myndimar ná-
kvæmlega. „Það veitti mér nýja inn-
Ásgeir Björnsson, umsjónarmaður útgáfunnar á bókinni um Collingwood.
DV-mynd GVA
Árátta í
bókaútgáfu
- Örlygur Hálfdánarson og Ásgeir Bjömsson segja frá nýrri íslandsmyndabók
Svipmynd úr íslensku mannlífi. Hér eru mæðgur á Helgafelli á Snæfellsnesi.