Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Qupperneq 33
1988. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 49 ir eftir erfiða törn. Honum mislikar umtalið hér heima um þjálfaraskipti áður en keppni var lokið. DV-mynd Brynjar Gauti komust í sviðsljósið hér heima á meðan eiginmennirnir þrumuðu boltum hinum megin á hnettinum. Þorgils Óttar segir að þeir hafi frétt af því en lítil hrifning sé meðal landsliðsmanna með að einkalíf þeirra sé þannig dregið fram. Sjálf- ir íinna þeir talsvert fyrir frægð- inni þó þaö sé ekki á óþægilegan hátt. „Þegar maður fer á skemmti- stað vill fólk ræða handbolta og það er allt í lagi í hófi. Við göntuðumst með það á leiöinni heim að við gát- um ekki farið á skemmtistaði í allt sumar vegna ólympíuleikanna og nú getum við ekki fariö vegna taps- ins“ segir Þorgils Óttar og hlær. „Ég er nú á því, þótt ýmislegt hafi verið skrifað um okkur, að fólkið hér heima skilji okkur og standi með okkur,“ bætti hann við. „Viðbrögðin, sem við höfum fund- ið, eru þau að fólk telur okkur hafa gert okkar besta." Þorgils Óttar viðurkennir þó að leikmenn hafi verið svekktir eftir leikinn við Svía. „Að við vorum svekktir og allir aðrir svekktir er kannski svar við ákveðnum mistökum. Svíar eru búnir að vera betri en við í mörg ár og það hefur magnast upp eitt- hvert Svíahatur. Það er alls ekki æskilegt að leggja upp með slagorð- ið - við verðum að vinna Svíana - á ólympíuleikum. Sálfræðilega átt- um við að vera með í kollinum fyr- irfram að leikurinn gæti auðveld- lega tapast en við ættum þá að tapa honum meö litlum mun.“ Tapið betra í góðum leik Þorgils Óttar segist ekki réttlæta eitt eða neitt fyrir neinum. „Maður bara veltir því fyrir sér af hverju við spiluðum ekki eins og við ger- um best. Árangur okkar var þó held ég alls ekki slæmur ef á það er htið aö við gerðum jafntefli við Júgóslava sem voru ólympíu- og heimsmeistarar fyrir keppnina og síðan leikurinn við A-Þjóðverja sem er stórþjóð í handknattleik. Það var mjög eðlilegt að tapa fyrir Rússum sem er með sterkasta lið í hafa ferðast svona mikið.“ Menn verða að taka mótlæti líka Þorgils óttar telur aö eftirminni- legast frá ferð þeirra til S-Kóreu sé leikurinn á móti A-Þjóðverjum. „Það er sjálfsagt að gerðar séu kröf- ur til okkar,“ segir hann eftir dá- litla umhugsun. „En menn verða þá líka að taka mótlætinu og gefast ekki upp, bæði leikmenn, stjórnar- menn og allir handboltaaðdáend- ur.“ í harðri keppni fara menn skammt á leikgleðinni einni heimi en þaö sem við veltum fyrir okkur er tapið gegn Svíum. Það heíði verið allt í lagi að tapa gegn Svíum ef leikurinn hefði verið góð- ur.“ Þorgils Óttar vill lítið tala um dómara en segir að dómgæsla í handknattleik sé stórt vandamál. „Ég held aö við höfum oft lent miklu verr í dómurum en þarna þó ég hafi ekki verið sáttur við að láta víkja mér af velli fyrir að reima skóna mína. Tap okkar er ekki dómurum aö kenna en hitt er um- hugsunarefni hve dómgæsla í handbolta hefur orðiö mikil áhrif á úrslit í leikjum." Ekki vill Þorgils Óttar tala um tap íslenska landshðsins sem hrakfarir en hann segir að þaö sé spurning hvaö hægt sé að ná langt með ákveðnum hópi einstaklinga. Hann spyr sig: „Náði þessi hópur toppn- um í Sviss?“ Og svarar: „Ég held það. Spurningin var hvort við næð- um aftur toppnum í Seoul en svo er aftur annað mál hversu miklu er hægt að ná út úr leikmönnum." Ekkert fangelsi Talsvert var talað um aðbúnað Leikmenn tóku talsVert þátt í auglýsingum fyrir leikinn og það er enn ein gagnrýnisröddin sem heyrst hefur. Þorgils óttar telur að shkt sé í lagi í algjöru hófi. „Við megum ekki byggja upp of mikla spennu með auglýsingamennsku," segir hann. Efniviður þjálfarans er leikmenn og hann verður að meðhöndla þá eftir sínu höfði, að því leyti telur Þorgils Óttar að hann beri ábyrgð. Þegar Þorgils er spurður hvort hann sé sjálfur kominn yfir topp- inn svarar hann eftir langa þögn: „Já, ég hugsa það. Ég vona aö ég sé ekki á hraðri niðurleið en ég held ég sé búinn að ná toppnum. Ætli ég sé ekki á ákveðnum stalh,“ segir hann. Ámælisverð framkoma Þorgils Óttar vill ekki nefna neinn líklegan eftirmann Bogdans eftir B-keppnina. Hann segir að það hafi lítillega verið rætt innan liðs- ins en engin ein ákveðimskoöun á því máh hafi komiö upp. „Ég vil ekkert ræða það mál,“ segir hann. „Við vorum bara sammála um að þaö væri óviðeigandi að ræða í fjöl- Ég hugsa að ég sé kominn yfir toppinn íþróttamanna í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stóð. Þorgils Óttar segir að andrúmsloft á ólympíuleikum sé alltaf þvingað. „Sumir vilja og hafa frjálsræði en Bogdan hefur ákveðnar reglur sem gilda hjá okkur. Hann er strangur en hélt okkur þó ekki í fangelsi. Við fórum talsvert út fyrir hússins dyr en gerðum okkur fyhilega grein fyrir að við vorum ekki í skemmtiferð. Eini gallinn á þessum leikum var maturinn. Hráefnið virtist vera mjög lélegt og maturinn hla matreiddur. En aðbúnaður ah- ur var vel viðunandi." Strákarnir hafa feröast nánast um allan hnöttinn, um Evrópu, til Bandaríkjanna og Japan. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki gam- an að ferðast svona mikið en of mikið af öllu má þó gera. Við gerum htið annað en að liggja inni á hótel- um og þessu fylgir stress og læti í kringum leikina. Eftir mót fáum við oft að skvetta hresshega úr klaufunum og það gerum við auð- vitað stundum en aldrei fyrir leiki. Ég er samt viss um að seinna meir telur maður það vissa reynslu að miðlum að skipta um þjálfara í miðri keppni á ólympíuleikunum og haft eftir ákveðnum stjórnar- mönnum HSÍ eins og sagt var.“ Þorgils Óttar segist ekki heldur vilja ræða um þau blaðaskrif sem voru um leikana en telur þó að stundum hafi verið fuhlangt geng- ið. „Manni finnst stór kúvending í því þegar búið er að hefja okkur th skýjanna í nokkur ár aö kalla okk- ur aht í einu áhugalausa aula. Menn verða að halda höfði meðan á keppni stendur og gagnrýna eftir á.“ Þegar Þorgils Óttar er spurður um framkomu ákveðinna stjómar- manna í HSÍ og hvort hún sé ámæl- isverð kemur enn nokkur þögn: „Ég er í rauninni mjög óánægður með framkomu þeirra," svarar hann, en vhl ekkert segja þegar spurt er hvort þeir eigi að láta af störfum sínum.“ En lokaspumingin er: Verður hð- ið aftur A-landshð eftir B-keppnina í febrúar? „Já, það vona ég. Við gerum okk- ar besta,“ svarar Þorghs Óttar Matthiesen og án efa em margir sem vona það með honum. -ELA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.