Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Síða 39
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 55 Vísindi Nýir möguleikar á nýtingu sólarorku Eðlisfræðingar í Bandaríkjunum segja að nýting sólarorku standi nú á tímamótum þar í landi. Til þessa hefur sólarorkan einkum verið not- uð þegár aðrar leiðir til orkuöflunar hafa reynst dýrari, svo sem við geim- ferðir og á afskekktum stöðum þar sem ófært er aö leggja raflínur. Nú er því spáð að eftir áratug verði nýting sólarorku til raforkufram- leiðslu farin aö skipta almenning máh í daglegu lífi. Einkum er hugsað til þess að nota sólarorkuna til að framleiða rafmagn á mestu álagstím- um. Það er nýr ljósnemi sem vekur þessar vonir. Hann var fyrst kynntur fyrr á þessu ári og hefur vakið því meiri hrifningu sem fleiri hafa skoö- að hann. Með nýja ljósnemanum má breyta allt að 31% af sólarljósinu í raforku. Þeir ljósnemar sem nú eru notaðir nýta aöeins 3% af sólarljós- inu. Tahð er að með frekari rann- sóknum megi auka nýtinguna upp í 35%. Með svo góðri nýtingu er tahð að framleiðsla raforku úr sólarljósi verði jafnvel hagkvæmari en fram- leiðsla með hefðbundnum aðferðum. Með gömlu ljósnemunum var að vísu tæknhega mögulegt aö framleiöa mikla raforku en það krefst búnaðar sem er miklu dýrari en hefðbundin raforkuver. Nú er hægt aö minnka þennan búnað verulega og bygging sólarorkuvera þarf ekki að vera dýr- ari en bygging annarra orkuvera. Nú hefur verið ákveðið aö reisa 50 megavatta sólarorkuver nærri Los Angeles. Þetta er sjö sinnum stærra orkuver en stærsta sólarorkuverið sem nú er í notkun. Sólarorkuver þurfa enn mun meira landrými en hefðbundin orkuver fyrir utan það að þau koma vart til greina nema á sólríkum stöðum. Reiknað er meö að þegar líður að aldamótum verði 1% af allri raforku í Bandaríkjunum famleitt úr sólar- orku. Það er að visu ekki hátt hlut- fall en gæti þó verið um 6 þúsund megavött. Það er sú raforka sem 3 milljónir manna nota. Sólarorkuver eru flókin í byggingu. Kinverska gólforgelið gefur nýja möguleika á túlkun í dansi. Gólforgel M Kína Kínverski uppfinningamaðurinn nafn. Liu bendir á að orgelið gefi Liu Zhongdu hefur búið til fyrsta algerlega nýja möguleika á túlkun gólforgehð sem um getur í sögu í dansi og gerir sér vonir um að mannkyns. Nótumar á orgehnu úr verði viðurkennd listgrein. eru mun stærri en á venjulegum Með nútíma rafeindatækni er orgelum þannig aö úr nótnaborð- hægt að breyta hljómi orgelsins inu verður heilt dansgólf. þannig að í því heyrist likt og í Hver nóta er tengd við hljóðgjafa saxafóni, gítar eða hvetju sem er. af sömu gerð og notaöir eru i venju- Það má einnig tengja það ljósabún- legum rafmagnsorgelum. Á orgehð aði til aö auka áhrifin. er spilað með fótunum og komast Liu vinnur nú einnig að sérstakri margir að i einu. Þetta þykir henta útgáfu til að nota utan dyra. Þá vel sem dansgólf. hefur hann mikinn hug á að fjölga Uppfinningamaðurinn segir aö tónunum sem hljóðfærið getur gólforgehð sé forsenda fyrir nýrri framleitt þannig aö þaö hljómi eins hstgrein sem enn hefur ekki fengiö og heil hijómsveit. M o 1 a r Kaffi er notað til að fela hormónalyf Rótsterkt kaffi er eitt það besta sem íþróttamenn geta notaö til að leyna því að þeir hafi neytt hormónalyíja. Koffeinið í kaffinu hefur þau áhrif á nýrun að líkaminn losar sig við meira vatn en ella. Við það þynnist þvagið þannig að erfitt getur reynst að finna merki um hormónalyf í því. Ýmis önnur efni, sem sameiginlega ganga undir nafninu þvagræsilyf, koma að sömu notum en ekKen þeirra er jafnauðfengið og kaffiö. Kaffið kemur þó ekki að notum fyrr en nokkrar vikur eru liðnar frá því hormónalyfið var tekiö og lítil merki finnast um það í þvaginu. Yfirleitt eru öll merki um neyslu hormóna- lyfia horfin eftir fiórar vikur. Lyfið sem kanadíski klauparinn Ben Johnson á að hafa tekið fyrir ólympíuleikana í Seoul gengur ýmist undir nafninu stanozolol eða winst- rol. Læknar segja að þetta lyf sé ekki sérlega hentugt fyrir hlaupara og þaö eru einkum vaxtaræktarmenn sem nota það. Lyfið eykur vöxt vööva en ekki styrk. Kraftlyftingamenn mæla t.d. ekki með því. Það eru einkum konur meðal vaxtaræktarfólks sem nota þetta lyf vegna þess að það hefur ekki sömu áhrif á hkamsstarfsemina og mörg önnur hormónalyf. Yfirleitt eru það karlhormón sem tekin eru til að auka vöxt vöðva en winstrol telst ekki til þeirra. Winstrol telst hættulegt lyf. Það veldur truflun á starfsemi lifrarinn- ar og getur að mati margra lækna valdið krabbameini. Það er ekki talið mjög kröftugt. Það er oft tekið með öð'rum hormónalyfium og kemur betur fram í prófum en önnur. Því kemur það stundum eitt fram þótt önnur lyf hafi verið notuð. Neytendur hormónalyfja nota kaffi til að fela neysluna. Njósnaheldur pappír Japanir hafa fúndið upp pappír sem hvorki er hægt að fiósrita né fiósmynda. Pappírinn er því sér- lega heppilegur til að skrifa á hann leyniskjöl og annað það sem rfiósn- arar sækjast mjög eftir að afrita. Á yfirborði pappírsins er þunnt lag af áh, meðhöndlaö eftir aöferð sem enn er leynileg. Á pappírinn er bæði hægt að skrifa með ritvél og penna og viö fyrstu sýn er hann eíns og venjttlegur pappír. Eigi aö ljósrita það sem skrifað er birtist aðeins svört örk og það sama gerist ef örkin er fiósraynduö. Nýi pappírinn er þó ekki svo full- korainn að ekki megi „leka“ því munnlega sem á honum stendur. Þá er hægt að stela honum eins og öðrum pappír þannig að rfiósnarar þurfa ekki að óttast algert atvinnu- leysi. Tónlist Handels er mjög heílsu- samleg. Barokktónlist góðfyrirheilann Sálfræðingar hafa nú koraist að því að tónhst hefur góð áhrif á starfserai heilans. Þeir mæla sérs- taklega með tónlist frá barokktím- anum en neita þvi ekki aö öll róleg tónlist kemur að notum. Svo virðist sem í vinstra heila- hvelinu fari rökhugsunin fram. Ghmi menn viö erfið úrlausnarefhi starfar það heilalivel eitt en hitt er óvirkt. í#hægra heilahvelinu eiga tiifinningarnar sér samastaö. Sagt er að best sé að hafa jafn- vægi í starfsemi heilans og því geti gefið góða raun að hlusta á tónhst um leiö og fengist er við rökleg við- fangsefni. Tónlistin má hins vegar ekki vera of kröftug. Því er hvbrki mælt með rokki né Beethoven heldur enthverju hugfiúfu eins og tónhst barokktímans er. Nixon réð ekkí vió hreytingar augnanna þegar hann var f vanda. Augun komu uppumNixon „Augun eru spegill sálarinnar,“ segir garaált máltæki sem reynist hafa töluverðan sannleika í sér fólginn. Þetta hefur sanriast enn einu sinni viö rannsóknir á augum Richards M. Nixon. Þegar Nixon komst í hann krapp- an í póhtíkinni tókst honum á undraverðan hátt að halda rödd sinni eðlilegri. Það er meira en mörgum öðrum sfiórnmálamönn- um er lagið. Nixon kom hins vegur upp um sig með því að hann fór að blikka augunum á afiáts þegar hann átti undir högg að sækja. Augun komu þannig upp um kappann ef honum var órótt þótt engan óróleika mætti að ööru leyti merkja í fasi hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.