Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Side 46
62 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. Ferðalög Farbókunarkerfið Galileo: Nákvæmari upplýsing- ar og betri þjónusta Nýtt farbókunar- og upplýsingakerfi nokkurra helstu flugfélaga í Evrópu verður tekiö í notkun í ágúst á næsta ári. Kerfi þetta heitir Galileo og verð- ur með höfuðstöðvar sínar í Swindon á Englandi. Arnarflug verður um- boðsaðili Galileos á islandi en meðal eigenda kerfisins eru KLM. Swissair. British Airways. Alitalia og Aer Lingus. Galileo kemur til með að keppa við annað sams konar kerfi, Amadeus, sem er í eigu flugfélaga á borð við SAS. Lufthansa og Air Fran- ce. Flugleiðir hafa ákveðið að tengj- ast Amadeus. Stóru flugfélögin í Evrópu hafa hingað til flest verið með eigin far- bókunarkerfi. Þau sjá sig hins vegar knúin til meiri samvinnu nú vegna aukinnar samkeppni sem mun fylgja í kjölfar meira frjálsræðis í flugmál- um eftir stofnun eins innri markaðar í löndum Evrópubandalagsins árið 1992. N>ju farbókunarkerfm eiga að vera algjörlega hlutlaus, þ.e. þau draga ekki taum þeirra flugfélaga sem eiga þau, á kostnað annarra. Þannig á viðskiptavinurinn að geta treyst þvi að fá upplýsingar um þann ferðamáta sem honum hentar best, óháð því hvar hann bókar ferð sína, hvort sem það er hjá flugfélagi eða ferðaskrifstofu. Að sögn aðstand- enda Galileos munu allar pantanir einnig ganga miklu hraðar fyrir sig í þessu nýja kerfi til hagsbóta bæði fyrir ferðasalann og viöskiptavininn. Galileo kerfið er ekki eingöngu til að panta flugferðir heldur verður hægt að panta í gegnum þaö alla þá þjónustu sem ferðamaður kann að þarfnast, svo sem hótel, bílaleigubfia og margt fleira. Strax i næsta mánuði tengist Am- arflug Mnu frá Galileo, og þá mun koma í ljós hvaða möguleika kerfið býður upp á. Ekki verður þó hægt að panta ferðir fyrr en einhvern tíma snemma á næsta ári þegar Arnarflug tengist Galileo gegnum farbókunar- kerfi hollenska flugfélagsins KLM. Þegar Galileo verður svo endanlega fullbúið í ágúst á næsta ári verður ferðamönnum boðið upp á bestu ferðapakkana sem aðstandendur þess hafa boðið hver í sínu lagi fram til þessa. „Þetta verður stórt stökk fram á við fyrir hinn almenna viðskipta- vin,“ segir Halldór Sigurðsson, for- stöðumaður þjónustusviðs Amar- flugs. -gb Jim Kutas, sölustjóri Galileo, og Halldór Sigurðsson, forstöðumaður þjón- ustusviðs Arnarflugs, stinga saman nefjum. DV-mynd KAE Union Station í Washington D.C., einhver glæsilegasta og sögufræg- asta járnbrautarstöð Bandaríkjanna, er nú að vakna aftur til lífsins eftir margra ára vanhirðu. Gagngerar endurbætur, sem kostuðu hátt í tvö hundmð milljónir dollara, hafa fariö fram á stöðinni og hún var tekin í notkun á ný í síðustu viku. Hún mun ekki aðeins þjóna sem farþegastöð heldur einnig sem íburð- armikil verslanahöll með meira en eitt hundrað sölubúðum og veitinga- stöðum og níu kvikmyndahúsum. Union brautarstöðin var byggð 1907 en hefur verið lokuð síðan 1981. Aðalsalur hennar er með hvolf- þaki og súlum, fagurlega útskorinn að hætti mannvirkja í Róm hinni fomu. „Hún er alveg stórkostleg. Hún verður ein fallegasta jámbrautar- stöðin í landinu," segir John Jacob- son, talsmaður bandaríska jám- brautarfélagsins Amtrak. Ein stórkostlegasta járnbrautarstöð Bandaríkjanna, Union Station i höfuðborginni Washington, hefur fengið andlitslyftingu. Þar taka menn nú lestina sina auk þess sem þeir versla, borða og fara i bió. Símamynd Reuter Tyrknesk böð og keituspil Amtrak, sem gerir út 80 lestir til og frá Washington á degi hverjum, ætlar aö flytja aðalstöðvar sínar í skrifstofurými Union-stöðvarinnar á hæðinni fyrir ofan farþegaafgreiösl- una. > Union ér ein stærsta brautarstöð Bandaríkjanna og þegar hún var upp á sitt besta í heimsstyijöldinni síöari fóm um hana 200 lestir og 175 þúsund farþegar á degi hvetjum. Starfsmenn voru fimm þúsund og þar var keilu- braut, tyrknesk böð og sundlaug. En stöðinni, sem er stærri en nær- liggjandi þinghús Bandaríkjanna, tók að hraka á árunum eftir stríð þegar almenningur ferðaðist í ríkari mæli með flugvélum og eftir þjóð- vegakerfi landsins. Farþegar hafa þurft að nota litla, óhijálega byggingu á bak við aðal- stöðvarhúsið síðan 1976, þegar Bandaríkjaþing breytti aðalsalnum 1 ferðamannamiðstöð í tilefni 200 ára sjálfstæðisafmælis landsins. Vonir stóðu til að miðstöðin yrði varanleg svo hinn gifurlegi ferða- mannafjöldi til Washington gæti leit- aö þangaö. Graflö var í gólf aðalsalar- ins og þar útbúin aðstaöa til skyggnumyndasýninga frá helstu ferðamannastöðum borgarinnar. En gestir létu á sér standa og miðstöð- inni var lokað 1978. Sveppir í gólfinu Stóru byggingunni var lokað 1981 þegar hluti þaksins hrundi eftir miklar rigningar. Síöan þá hafa far- þegar orðið að ganga út á brautar- pallana um subbuleg krossviðargöng sem liggja hringinn í kringum bygg- inguna. Á meðan hafa sveppir fengiö að vaxa upp úr gólfi aðalsalarins. Bandaríkjaþing stofnaði sérstakan endurbyggingarsjóð fyrir stöðina, með það fyrir augum aö breyta henni aftur í farþegastöð og koma stórbrot- inni hönnun arkitektsins Daniel Bumham í fyrra horf. Burnham leit- aði fyrirmynda að Union-stöð alla leið til Rómar, í baðhúsum Diocleti- usar og Konstantínusarboganum. Framhlið hússins er byggð úr gran- íti frá Vermont fylki, í nýklassískum stíl, og á henni eru sex sex metra háar höggmyndir sem hver vegur 25 tonn og eiga að tákna eldinn, raf- magnið, frelsið, ímyndunaraflið, landbúnaðinn og vélfræðina. Aðalsalurinn er 40 metra hár og 200 metra langur með marmaragólfi. Utan á svölunum eru gipsmyndir af 36 rómverskum hermönnum og gull- skreytingar í lofti og á veggjum hafa verið endurnýjaöar. Höföingiegar móttökur Jámbrautarstöðin var snar þáttur í lífi sérhvers BandaríKjaforseta, allt frá Theodore Roosevelt til Dwight Eisenhower, eða þar til forsetar tóku upp á því að ferðast nær eingöngu með þyrlum og flugvélum. Sérstök forsetasvíta var í stöðinni þar sem tekið var á móti erlendum þjóðhöfð- ingjum eins og Georg VI Bretakóngi og Haile Selassie Eþíópíukeisara. Nýja járnbrautarstöðin verður með bílastæði fyrir 1300 bíla. Hún hefur nú þegar verið tengd neðan- jarðarlestakerfi borgarinnar. Endurbætumar á Union-stöð fylgja í kjölfar svipaörar vinnu við Willard hótelið, Pósthústuminn frá 1899 og Fréttamannamiðstöðina í miðborg Washington. Þá hefur járnbrautar- stöðvum í St. Louis í Missouri og Indianapolis í Indiana einnig nýlega verið breytt í verslanamiðstöðvar. Þeir sem að þessum endurbótum stóðu vonast til að stöðin og verslan- ir hennar og veitingastaðir muni laða að sér 15-20 milljónir gesta og far- þega á ári. Union Station í Washington D.C.: Virðuleg brautarstöð tekin í notkun á ný

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.